Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 29 Fréttir Bolungarvík: Gert við 100 ára sexæring í fyrra færði Halldór Hafliðason, bóndi í Ögri, Sjóminjasafni íslands að gjöf sexæringinn Ögra. Viðgerð hófst á bátnum 25. október i Bolung- arvík og þá vinnu hefur Ragnar Jakobsson frá Reykjafirði annast ásamt Guðmundi Óla Kristjánssyni í Bolungarvík sem gerði úttekt á bátnum fyrir Sjóminjasafnið. Ögri mun vera smíðaður fyrir síðustu aldamót af Kristjáni Krist- jánssyni, bónda í Þúfum í Reykja- fjarðarhreppi, en hann var fæddur 1839 og lést árið 1901. Báturinn var smíðaður fyrir bóndann í Ögri í Norður- ísafjarðarsýslu og er síðasti óbreytti vestfirski sexæringurinn sem hefur varðveist. Ögri hefur alla tíð verið í eigu ábúenda Ögurs en honum var róið til fiskjar fram til ársins 1924, ýmist frá Bolungarvík eða úr heimavör. Ragnar Jakobsson sagðist ekki vanur viðgerðum eins og þeim sem gerðar eru á Ögra. Hingað til hafi allar hans viðgerðir á bátum miðast við að gera þá haffæra á ný og sagð- ist hann hafa boðið Sjóminjasafninu að gera svo við Ögra líka. Safnið vildi hins vegcir halda í sem mest af gömlu viðunum í bátnum og því er hann einungis gerður upp sem sýn- ingargripur. Það er þó líklega mun meiri vinna en að setja nýja heila viði í stað þeirra sem eru farnir að láta á sjá. Hins vegar komst Ragnar Ragnar Jakobsson við sexæringinn Ögra sem hann er nú að gera upp fyrir Sjóminjasafn íslands. Ragnar sagði í samtaii við blaðamann að sinn fyrsta sjófæra bát hefði hann smíðað 12 ára gamall í Reykjafirði. Sá bátur var fjögurra til fimm manna fley og notaður til að ferðast um Reykjafjörð og yfir í næstu víkur. DV-myndir HKr. Ekki hefur mátt tæpara standa að bjarga sexæringnum Ögra frá glötun. Skipið var mjög illa farið og eflaust hefði flestum fallist hendur við að fá slfk fley til við- gerðar. Hér er búið að skipta um hluta af lunningu og byrðingi Ögra. ekki hjá því að skipta alveg um kjöl en þann gamla sagði hann að hægt hefði verið að taka í nef- ið vegna fúa. Að sjálfsögðu er notaður reka- viður í viðgerðirnar en Ragnar tel- ur hann mikið betri en nýjan við til skipasmíða. í slíkum viði komi t.d. ekki upp þurrafúi, saltið komi í veg fyrir það. Áætlaður viðgerðarkostn- aður er um 2,5 milljónir króna. Sjó- minjasafnið hefur hlotið styrk til þessa verkefnis frá Landsbanka ís- lands og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. -HKr. 855 hafa flutt frá Vest- urlandi á tíu árum DV, Vesturlandi: Fjöldi Fjöldi Nýlega birti Hagstofa íslands l. des 1. des. Breyting % bráðabirgðatölur yfir mannfiölda á landinu miðað við 1. desember síð- 1988 1998 Vesturland 14.817 13.962 -855 -5,8 astliðinn eftir byggðarlögum og kjördæmum. Um leið og tölur fyrir Akranes 5.404 5.187 -217 ^,0 desember 1998 voru gefnar út birti Borgarfjörður 745 680 -65 -8,7 Hagstofan einnig samanburðartölur Borgarbyggð 2.460 2.416 -44 -1,8 frá árinu 1988 þannig að unnt er að Snæfellsbær 1.997 1.721 -276 -13,8 bera saman 10 ára tímabil. Eyrarsveit 801 943 142 17,7 Við lestur þessara talna kemur Stykkishólmur 1.253 1.242 -11 -0,9 fram að íbúum hefur fækkað á Dalabyggð 938 696 -242 -25,8 Vesturlandi um 855 eða 5,8% á ár- Önnur 1.219 1.077 -142 -11,6 unum 1988 til 1998. Það er í sam- ræmi við þá almennu þróun sem verið hefur í landinu. Þó er fækkun hlutfallslega minni á Vesturlandi en í sumum hinna landsbyggðar- kjördæmanna. Einnig kemur í ljós að þróunin hefur verið mismunandi í einstök- um byggðarlögum, Eyrarsveit (Grundarfjörður) sker sig úr en þar fjölgar um 17,7% og finnast fá dæmi um slíkt utan höfuðborgarsvæðis- ins. Þessi samanburður er mjög fróðlegur hvað Vesturland varðar en tölurnar má sjá í töflu hér að ofan. -DVÓ Hitinn lækkar um 5% á Akranesi DV, Akranesi: 1. mars mun Akranesveita á Akranesi lækka gjaldskrá sína á heitu vatni um 5% í kjölfar þess að stjórn Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar ákvað að lækka gjald- skrána um 5%. Verður þá verðið á rúmmetranum 82,03 krónur. Raunlækkun á gjaldskránni er um 25% á tæpum þremur árum. 1. september 1993 var verðið á rúmmetranum af heitu vatni 94,40 krónur. Ef það verð hefði hækkað samkvæmt því vísitölusamkomu- lagi sem var í gildi ætti það að vera um 114 krónur 1. mars næstkom- andi. -DVÓ Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni. 550 5000 a\tt mil/i him, »ns. Smáauglýsingar MMC Space Wagon 4x4 GLXI 2000, 5 d., '98, grænn, ek. 6 þ. km, ssk., álf., krókur. V. 2.150.000. Honda Civic LS11500 VTEC, 3 d„ '98, hvítur, ek. 3 þ. km, bsk., álf., sóll., spoi., abs. V. 1.550.000. M. Benz 300 CE 2 d„ '88, beis, ek. 178 þ. km, ssk., abs, sóll., álf. o.fl. V. 1.790.000. Isuzu NPR 3,9 '92, hvítur, ek. 56 þ. km, ökurtti, lyfta, 1,51. V. 1.590.000 +vsk. SsangYong Musso 4x4 2900 dísil 5 d„ '98, hvítur, ek. 0 km, bsk„ turbo, interc. V. 2.650.000 stgr. Gott úrval bíla á skrá og á staðnum Opið virka daga 10-12 og 13-18, laugardaga 13-17. - I rílasalinn HöMur ehf. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 Ford Explorer 4x4 4000, 5 d„ '91, svartur, ek. 52 þ. km, ssk„ álf„ o.fl. V. 1.590.000 stgr. MMC L-300 4x4 2500 dísil, 5 d. '94, blár, ek. 68 þ. km, bsk„ álf„ V. 1.450.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.