Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 31 MANUDAGUR 1. FEBRUAR 1999 T, ' iflf £ 4 \ 14- r 1 r r ) r i -íIjI'j iJjT1 ■ —1—i J ^JJ ZJ ÁJ Árið gert upp: Starcraft vinsæl- asti leikurinn - veiðileikir seljast geysilega vel Könnunarfyrirtækið PC Data birti fyrir skömmu lista yflr vinsæl- ustu tölvuleikina í Bandarikjunum á síðasta ári. Þar trónir herkænsku- leikurinn Starcraft á toppnum en veiðileikurinn Deer Hunter situr í öðru sæti. Á töflunni hér til hliðar má sjá lista yfir 20 vinsælustu leik- ina á síðasta ári. Athygli vekur hvað veiðileikirnir njóta mikilia vinsælda í Bandaríkj- unum en fjórir slíkir eru meðal þeirra 20 mest seldu. Þetta er tiltölu- lega nýtt afbrigði af tölvuleikjum en vöxturinn hefur verið geysimikill í þessum geira á síðustu mánuðum. Veiðileikirnir hafa það forskot á flestar aðrar gerðir tölvuleikja að þeir eru mjög ódýrir í hönnun og framleiðslu og eru því seldir á mun lægra verði en aðrir leikir. Útgáfa vinsælustu tölvuleikjanna dreifist tiltölulega jafnt milli fyrir- tækja, sérstaklega ef miðað er við aðra geira hugbúnaðar þar sem oft ríkir mikil einokun ákveðinna fyr- irtækja. Sá útgefandi sem seldi mest af tölvuleikjum á síðasta ári, Havas, dró einungis til sín um 18% af heild- arsölu tölvuleikja. í öðru sæti var Electronic Arts með um 13% af söl- unni og næst á eftir koma Hasbro og GT Interactive með 9% hvort. Meðalverðið lækkar Meðalverð á tölvuleik lækkaði talsvert frá árinu 1997 og kann Ann Stephens, forstjóri PC Data, skýr- ingu á því. „Það voru einfaldlega gefnir út færri metsöluleikir á síð- asta ári heldur en árin þar á und- an,“ segir hún. „Margir af sölu- hæstu leikjunum nú eru tiltölulega ódýrir leikir sem höfða til almennra borgara frekar en „venjulegra" tölvuleikjaunnenda." Ef vinsældir tölvuleikja eru bom- «K Starcraft 3 4 5 6 7 «síis8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 19 Myst Flight Sim Deer Hunter il Titanic: Ad Lego Island Frogger Diablo if| Riven Cabela's Monopoly Barbie Ridlng Club Quake II Scrabble ame Hunter Rocky Mountaln Trophy Hunter Designer Havas ‘ I® The Learning Company Microsof GT Interactive Havas The Learning Company Hasbro Havas Microsoft The Learning Company Activision Hasbro Interactive Mattel Activision Hasbro Microsoft GT Interactive Mattel ar saman við vinsældir annars hug- búnaðar þá sést að leikimir eru vissulega í hópi þess hugbúnaðar sem hvað mest er keyptur í heimin- um. Mest seldi hugbúnaðurinn í Bandaríkjunum á síðasta ári var stýrikerflsuppfærslan Windows 98 en annað og þriðja sætið voru skip- uð skattavinnsluforritum. í fjórða sæti kom svo mest seldi tölvuleikur- inn, Starcraft, en alls komust þrír tölvuleikir inn á topp 10 yflr mest selda hugbúnaðinn í Bandaríkjun- um. Tískufatnaður er meðal þess sem mun standa til boða á Women.com Networks. Einnig verður hægt að fá þar stjörnuspekiþjónustu. Heimasíður fyrir konur sameinast: Kvenfólkið ræður framtíð Netsins Fyrir helgi tilkynntu tvær vin- sælustu heimasíður Netsins sem tfl- einkaðar era konum um sammna sinn. Þetta voru heimasíðurnar Women.com og HomeArts.com en þær hafa hingað til verið í öðra og þriðja sæti yfir vinsælustu heima- síður kvenna á Netinu. HomeArts.com hefur hingað til einbeitt sér að umfjöllun um lífsstil, heimili og mat, en Women.com hef- ur sérhæft sig í heimilishaldi, heilsumálum og umfjöllun um frama kvenna. Sameinaðar munu heimasíðurnar kalla sig Women.com Networks, og er ætlun- in að fyrirtækið muni fara á hluta- bréfamarkað í nánustu framtíð. Rannsóknir hafa sýnt að konur taka ákvarðanir um 80% af inn- kaupum heimila og sjá um að greiða 75% af reikningum heimila. Það er því ekki að undra að margir telji framtíð verslunar á Netinu velta á því hvort hægt sé að fá konur til að taka aukinn þátt í þeim á næstu misserum. HomeArts.com er í eigu Hearst- fyrirtækisins, eins stærsta útgef- anda kvennatímarita í Bandaríkjun- um. Á snærum Hearst eru t.d. blöð eins og Cosmopolitan og Good Housekeeping. Forráðamenn fýrir- tækisins segja að heimasíður fyrir konur bjóði upp á gífurlega við- skiptamöguleika í framtíðinrii. „Fljótlega munu konur vera helmingur allra sem nýta sér Netið í einhverjum mæli. Við viljum vera tfl staðar og þjónusta þennan geysi- lega fjölda,“ sagði Frank Bennack, forseti Hearst, á blaöamannafundi í tilefni samrunans. Hin nýja, sameinaða heimasíða mun bjóða fjölbreyttan söluvarn- ing, allt frá fatnaði og heimilisvör- um til stjörnuspekiþjónustu. Þó mun stærstur hluti tekna Women.com Networks koma frá sölu auglýsinga. Rússar viðurkenna 2000-vandann - ekki Ijóst hvort eldflaugakerfið er öruggt Vamarmálaráðuneyti Rússa við- urkenndi í síðustu viku að það teldi 2000-tölvuvandann vera raunvera- legt vandamál fyrir rússneska her- inn. Hins vegar vildu talsmenn ráðuneytisins ekki staðfesta fréttir um að bandarískir sérfræðingar frá Pentagon væru væntanlegir til Moskvu til að hjálpa Rússum að leysa vandann. Ekki vildu þeir heldur segja ná- kvæmlega hvar vandamálið lægi hjá Rússum né segja til um hvort eldflaugakerfi hersins væri við- kvæmt fyrir 2000-vandanum. Sé svo er nauðsynlegt að leysa vandann sem fyrst, þvi alvarlegar tölvuvillur í eldflaugakerfinu gætu hreinlega orsakað hættu á að kjamorkuflaug- ar yrðu sendar af stað. Þessi viðurkenning Rússa á vand- anum markar nokkur timamót, því hingað til hafa þeir neitað staðfast- lega að eiga við vanda að stríða. Fræg voru t.d. ummæli varnar- málaráðherra Rússa, Igors Sergeyevs, í fyrra þegar hann af- neitaði 2000-vandanum. Þá sagði hann að Rússar ættu ekki við neina erfiðleika að stríða, eldflaugakerfl þeirra væru laus við vand- ann vegna þess að notast væri við „öðravísi tölvutækni". Bandarískir sérfræðingar segja hættuna á að kjam- orkuflaugum verði skotið á loft liggja i hættunni á að aðaltölvur eldlfauganets- ins verði í allra versta falli óvirkar vegna gaetu Rússar sent 2000-vandans. kjarnorkuflaugar af Slíkt gæti leitt stað vegna mis- til ofsahræðslu skilnings skömmu meðal yfir- eftir næstu áramót. manna eld- flaugakerfisins sem gætu talið að búið væri að gera árás á þá. I allra versta fafli gæti það svo leitt til þess að Rússar myndu senda kjarnorkuflaugar af stað i látunum. Þetta er hún Keiko með farsímana sína. Já, Keiko Yanama heitir hún og vinn- ur hjá markaðsdeild NTT Mobile Communications Network í Japan. Hún heldur hér á nýjustu framleiðslu fyrirtækisins, GSM-símum sem eru af teg- undinni i-Mode. Símarnir voru nýlega settir á markað í Japan og kosta þar um 35.900 yen eða um 21.000 íslenskar krónur. Þessi tegund síma veitir eig- endum sínum aðgang að ýmislegri netþjónustu eins og t.d. bankaviðskipt- um, miðapöntunum og verðbréfaviðskiptum. Að auki er hægt að senda með þeim tölvupóst og sýsla ýmislegt á Netinu. Netþjónusta við símana mun fara af stað 22. febrúar. sendibfla Sólar/öryggisfilma Sól- og öryggisfilma á rúöur. Vernd gegn hita/birtu - upplitun og er góö þjófavörn. Litaöar filmur inn á bilrúöur, gera bílinn öruggari, þægilegri, glæsilegri og seljanlegri. Ásetning meö hita - fagmenn f/fó/ //: Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 JT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.