Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 24
32 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 % > XV / / NX / Betakarotínið getur valdið lungnakrabba Reykingamenn sem borða mikið af A-vítamínpillum með betakarótíni eiga fremur á hættu en aðrir að fá lungna- krabba. Svo segir í niðurstöð- um nýrrar bandarískrar rann- sóknar. Fram kemur að lungun taka upp efni þetta og varðveita og síðan oxast það og verður að hættulegum efnum. Betakarótín er ekki í nægi- lega miklu magni í gulrótum og öðru grænmeti til að það skapi hættu. Vísindamennirnir vara aftur á móti við betakarótíni í pilluformi. Niðurstöður þessar vekja nokkra undrun þar sem vis- indamenn hafa hingað til hald- ið fram að betakarótín veiti vörn gegn einmitt lungna- krabba. Tannbursti með innbyggðu kremi Senn fækkar um einn eina ástæðuna til rifrildis á heimil- inu. Breski uppfmningamaður- inn Graham Smith hefur séð til þess með því að þróa enn frek- ar þá frábæru hugmynd að smíða tannbursta með tann- kremstúpu í skeftinu. Túpur í laginu eins og mittismjóar hefðardömur heyra því brátt sögunni til. Ekki nóg með það. Með því að þrýsta aðeins einu sinni á þar til gerða tannkremspumpu í skeftinu fær maður passlega mikið krem í eina burstun. Nýtingin ætti þvi að verða betri, auk þess sem uppfinn- ingamaðurinn fullyrðir að burstinn hans leiði til aukins hreinlætis í baðherberginu. Leyndarmálin geymd í rafi Spænskir vísindamenn hafa heldur betur komist í feitt þar sem eru rúm 40 kíló rafs sem fundust við þorpið Pena- cerrada á Spáni norðanverð- um. Þeir hafa þegar þurft að gefa nafn á annan tug nýrra skordýrategunda, sem voru innsiglaðar í rafklumpana. Kvikindin munu vera frá því fyrir rétt rúmum 100 milljón árum. Flugur, mývargur, maurar, geitungar, býflugur og önnur skordýr, plöntuleifar, brot úr vængjum fljúgandi risaeðlna, fjaðrir, bakteríur og ótalmargt fleira hefur komið í ljós inni í rafinu, alls um tvö þúsund hlutir. Vonir eru bundnar við að fundurinn veiti vísinda- mönnum aukna þekkingu um lífið á jörðinni fyrir 100 millj- ónum ára. * l/JíijJLlj vs | jzuJíjjj Bresku læknasamtökin senda frá sár viðvörun: Erfðafræðin misnotuð til framleiðslu á drápstólum Einu sinni hljómaði það eins og beint út úr vísindaskáldsögu. Ekki lengur. Líffræðileg og erfðafræðileg vopn sem eru hönnuð til að drepa ákveðna kynþætti eða þjóðernis- hópa eru á næsta leyti. Drepsótt sem sérstaklega væri ætluð Serbum eða eitur til að drepa ísraela eru ekki til enn, en framfar- ir í líftækni og kortlagningu gena mannsins gætu gert slík vopn að veruleika á næstu fimm til tíu ár- um, segja breskir vísindamenn. Vivienne Nathanson, yfirmaður rannsókna hjá breska læknafélag- inu (BMA), segir að þegar sé byrjað að nota erfðaupplýsingar til að efla líffræðileg vopn. „Það væri hörmulegt til þess að vita ef heimurinn ætti eftir tíu ár yf- ir höfði sér vopn sem hönnuð eru með aðstoð erfðafræðinnar og sem hugsanlega verður beint gegn manneskjum með ákveðna erfðaeig- inleika," segir hún. Tilefnið er út- koma nýrrar bókar um líftækni- vopn og mannkynið. „Þessi tækni er ekki fyrir hendi í dag en hún verður sífellt aðgengi- legri. Við höfum tækifæri til að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir áður en slík vopn verða framleidd," segir Nathanson enn fremur. í umræddri bók, sem er eftir ERFÐAFRÆÐILEG VOPN Breska læknafélagið hefur varað við því að í náinni framtíð kunni erfðavísindum að vera beitt til framleiðslu vopna sem ætlað er aö granda tilteknum þjóðum eða kynþáttum O Milljónir frumna eru í mannslíkamanum Frumur <Q [ hverri frumu eru 46 litningar Litningur Fruma Kjarni Q Hægt ætti að vera að búa tit veirur, bakteríur eöa annaö sem ætlaö er aö ráöast gegn fólki sem hefur ákveöinn erföakóða 0 Hver einstaklingur hefur eigin einstakan erfðakóða en um leið óbrotnar keðj- ur af sams konar kóða og aðrir af sama meiði DNA - Deoxyríbósakjarnsýra I o Hver litningur inniheldur langar raðir DNA- eins konar teikninga að líkama okkar - sem við höfum erft frá foreldrum okkar og sem hafa blandast í kynslóðanna rás Gen (sneiö af DNA) » breska prófessorinn Malcolm Dando, er dregin upp hryllings- mynd af afli líffræðilegra vopna. Til dæmis væri hægt að drepa þrjár milljónir manna með því að sleppa 100 kílóum af miltisbrandsgróum út í andrúmsloftið í einhverri stór- borginni. Bókarhöfundurinn varar við því að vísindaþekking verði misnotuð í framtíðinni til að fram- leiða vopn af þessu tagi. „Við teljum að hryðjuverkamenn muni í auknum mæli grípa til líf- fræðilegra vopna. Vopn sem beint er gegn ákveðnu þjóðarbroti verða æ líklegri,“ segir Nathanson. Svona vopn fylgja sömu grund- vallarlögmálum og genalækningar. En í stað þess að skipta um gölluð gen, nýta vopnin sér erfðafræðilega fjölbreytni til að beinast að ákveðn- um hópi manna. Við lestur bókarinnar rifjast upp orð Davids Kellys, vopnaeftirlits- manns hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann varaði við því í fyrra að hann heföi fundið vísbendingar um að írakar hefðu verið að vinna að sýklavopni sem gerði Vesturlanda- búa óvíga eða dræpi þá, en skaðaði ekki araba. Það helgaðist af því að vopnið var byggt á bakteríum sem voru landlægar í arabalöndum, og íbúamir því ónæmir fyrir þeim. Risaeðlur látu kalt blóðið ekki vera sér til trafala: Hlupu eins og skrattinn væri á hælunum á þeim Þótt kalt blóð hafi runnið í æðum kjötæta úr hópi risaeðlna er ekki þar með sagt að þær hafi verið svifaseinar. Síður en svo. „Þetta voru hraðskreið og hættu- leg dýr, svo sannar- lega ekki hægfara og silaleg," segir Nicholas Geist sem starfar við rikishá- skólann í Oregon í Bandaríkjunum. Hann var í hópi vísindamanna sem rannsakaði stein- gerðar leifar risa- eðluunga sem fund- ust á Ítalíu. Sú rann- sókn bendir til að kjötæturisaeðlur hafi haft kalt blóð eins og skriðdýr, þó svo að þær hafi haft efnaskiptagetu á við nútímaspendýr eða fugl. „Þær gátu sparað orkuna í langan tíma og síðan hlaupið eins og fjandinn væri á hælunum á þeim. Það skýrir að hluta hvers vegna þær höfðu yfir í baráttunni við spendýrin í 150 milljón ár,“ seg- ir Geist. Bandarisku vísindamennirnir unnu að rannsókninni með starfs- bræðrum sínum ffá náttúrusögu- safninu í Mílanó á Ítalíu. Þeir greina frá niðurstöðum sínum í tímaritinu Science. John Ruben, sem vann aö rann- sókninni, bendir á að skriðdýr á borð við krókódíla geti tekið góða spretti, en stutta. „Munurinn er bara sá að dýr með heitt blóð (eins og fuglar og spen- dýr) gata haldið það út miklu leng- ur. Þau hafa miklu meira úthald. Og við erum að segja að kjötæturisaeðl- urnar hafl verið þannig,“ segir Ruben. Risaeðlumar hafa því verið jafn- snöggar og grimmar og krókódílar, með úthald nútímakjötætu eins og ljónsins. „Það sem hér er á ferðinni er túr- bóknúið skriðdýr," segir Nicholas Geist. Ef kalt blóð hefur runnið í æðum risaeðlunnar, kann það að skýra hvers vegna hún dó út fyrir 65 millj- ónum ára, segir Ruben. Dýrið hafi verið háð hitanum í umhverfinu til að viðhalda réttum likamshita. Slíkt gangi vel á hlýindaskeiðum en kuldaskeiðin setji stórt strik í reikn- inginn. Jafnvel örlítil kólnun hafi verið nægileg til að drepa risaeðl- urnar, meira að segja áður en jörð- in lenti í árekstri við smástirni fyr- ir 65 milljónum ára, með þeim af- leiðingum að allar risaeðlur drápust. „Risaeðlunum var farið að fækka 6 til 8 milljón árum áður en árekst- urinn við smástirnið varð,“ segir John Ruben. Snjósleðar hættu- legir umhverfinu Samtök bandarískra umhverf- isverndarsinna hafa lýst striði á hendur þeim hundruð þúsunda snjósleða sem æða um þjóðgarða Bandaríkjanna á veturna og vilja hreinlega láta banna þá. Umhverfissinnar segja að snjó- sleðarnir séu að ganga af villt- um dýrum í görðunum dauðum með útblæstri sínum og þeir eitri andrúmsloftið fyrir starfs- mönnum garðanna, svo og öðr- um gestum. Russell Lond, framkvæmda- stjóri Bluewater Network, sam- fylkingar 60 umhverfisvemdar- hópa, segir að um 250 þúsund snjósleðar fari inn í bandaríska þjóðgarða í 48 ríkjum á ári hverju. Sleðarnir losuðu sig við að minnsta kosti tvö hundrað þúsund lítra af eldsneyti í snjó- inn í Yellowstone garðinum ein- um á síðasta ári, að því er fram kemur í gögnum hins opinbera. „Tuttugu og fimm til þrjátíu prósent hverrar tankfylli í snjó- sleðum fara óbrunnin út í um- hverfið," segir Russell Long. Hann segir það kaldhæðnis- legt að fólki verði illt vegna koltvíildismengunar þegar það heimsækir náttúruperlur á borð við Yellowstone þjóðgarðinn. Bluewater samtökin hafa ekki aðeins óskað eftir því við þjóð- garðastofnunina að snjósleðarn- ir verði bannaðir, heldur hafa fjórar aðrar opinberar stofnanir veröið beðnar um að rannsaka áhrif farartækja þessara eða setja reglugerð um notkun þeirra. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.