Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 Fólk í fréttum________________ Jóhanna Sigurðardóttir Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis- maður og fyrrv. félagsmálaráð- herra, Háaleitisbraut 109, Reykja- vík, fékk flest atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík um helgina. Starfsferill Jóhanna fæddist í Reykjavík 4. október 1942 og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá VÍ 1960. Jóhanna var flugfreyja hjá Loft- leiðum 1962-71, stundaði skrifstofu- störf 1971-78, hefur verið alþingis- maður frá 1978 og var félagsmála- ráðherra 1987-88,1988-91 og 1991-94. Jóhanna var formaður Flug- freyjufélags íslands 1966-69, sat í stjóm Svalanna 1974-76 og formað- ur þar 1975, í stjóm VR 1976-83, var formaður stjómamefndar um mál- efni þroskaheftra og öryrkja 1979-83, sat í Tryggingaráði 1978-87 og formaður þess 1979-80, var vara- forseti neðri deildar Alþingis 1979 og 1983-84 og sat á þingi Alþjóða- þingmannasambandsins 1980-85. Jóhanna sat í flokksstjóm Al- þýðuflokksins 1978-94, var varafor- maður Alþýðuflokksins 1984-93 og hefur verið formaður Þjóðvaka frá 1995. Fjölskylda Fyrrv. eiginmaður Jóhönnu er Þorvaldur Steinar Jóhannesson, f. 3.3. 1944, starfsmaður hjá íslands- banka. Þau skildu. Foreldrar Þor- valds: Jóhannes Eggertsson, hljóð- færaleikari í Reykjavík, og k.h., Steinunn G. Kristinsdóttir húsmóð- ir sem er látin. Böm Jóhönnu og Þorvalds Stein- ars eru Sigurður Egill, f. 31.5. 1972, starfsmaður hjá ísal, en kona hans er Ragnheiður Elíasdóttir, starfs- maður hjá KSÍ, og eiga þau tvo syni, Elías Björgvin, f. 19.1.1997, og Krist- ófer Dag, f. 19.7.1998; Davíð Steinar, f. 22.3. 1977, starfsmaður hjá Olís. Systkini Jóhönnu em Anna Mar- ía, f. 4.10. 1942, húsmóðir í Reykja- vík, gift Bernhard Petersen fram- kvæmdastjóra; Hildigunnur, f. 19.5. 1950, flugfreyja, búsett í Reykjavík, gift Lámsi Ögmundssyni lögfræð- ingi; Gunnar Egill, f. 19.5.1950, hag- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Guðfmnu Theódórsdóttur, starfs- manni hjá SÍF. Foreldrar Jóhönnu: Sigurður Eg- ill Ingimundarson, f. 10.7. 1913, d. 12.10. 1978, alþingismaður og for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, og k.h., Karítas Guðmundsdóttir, f. 19.12. 1917, d. 26.8. 1997, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Ingimundar, daglaunamanns í Reykjavík, Ein- arssonar, b. á Egilsstöðum í Ölfusi, Jónssonar. Móðir Einars var Sól- veig Þorvarðardóttir, b. á Vötnum í Ölfusi, bróður Þorbjöms, Garðars, fóður Guðmund- ar H., fyrrv. alþm., og langafa Vals leikara, föð- ur Vals bankastjóra. Þor- varður var sonur Jóns, silfursmiðs og ættfoður Bíldsdalsættar, Sigurðs- sonar. Móðir Sólveigar var Guðbjörg Eyjólfsdótt- ir, b. á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, Jónssonar. Móðir Ingimundar var Vilborg Jónsdóttir, systir Jóns á Þorgrímsstöðum, langafa Hannesar Jónssonar sendiherra, foður Hjálmars, skrifstofustjóra al- þjóðadeildar utanríkisráðuneytis- ins. Móðir Sigurðar var Jóhanna verkakvennaforingi Egilsdóttir, b. í Hörgslandskoti á Síðu, Guðmunds- sonar. Móðir Egils var Sigríður Eg- ilsdóttir, b. i Jórvík í Álftaveri, Gunnsteinssonar, bróður Runólfs, langafa Margrétar, ömmu alþingis- mannanna Jóns Helgasonar og Hjörleifs Guttormssonar. Karítas er dóttir Guðmundar, kaupmanns í Reykjavík, Guðjóns- sonar, sjómanns í Reykjavik, Bjömssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Alberts Guðmundssonar ráð- herra. Móðir Guðmundar var Stein- unn Þorsteinsdóttir, b. í Breiðamýr- arholti, Þorsteinssonar, garðyrkju- manns í Úthlíð í Biskupstungum .Þorsteinssonar, b. á Hvoli i Mýrdal, hálfbróður Bjama Thor- steinssonar amtmanns, föður Steingríms skálds. Þorsteinn var sonur Þor- steins, b. í Kerlingardal, Steingrímssonar, bróður Jóns „eldprests“. Móðir Þorsteins í Úthlíð var Þórunn Þorsteinsdóttir, b. á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar. Móðir Steinunnar var Guðlaug Stefánsdóttir, b. á Brekku í Biskupstung- um, Gunnarssonar, af Víkingslækjarætt ráðherranna Dav- íðs Oddssonar, Ingólfs Jónssonar, Eggerts G. Þorsteinssonar, og Guð- laugs Tryggva Karlssonar hagfræðings, Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar, og Jóns Helgasonar skálds. Móðir Karítasar var Anna María Gísladóttir sjómanns Jónssonar frá írafelli í Kjós. Móðir Önnu Maríu var Vilborg, systir Salvarar, langömmu Sigurðar Sigurjónssonar leikara. Vilborg var dóttir Frí- manns, b. að Kirkjuvogi, Gíslason- ar. Móðir Vilborgar var Margrét Þórðardóttir, b. á Bakka í Höfnum, Þorkelssonar, bróður Ögmundar, afa Tómasar Guðmundssonar skálds. Jóhanna Sigurðardóttir. Afmæli Bernharð Haraldsson Bernharð Sigursteinn Haralds- son, skólameistari Verkmenntaskól- ans á Akureyri, Spónsgerði 4, Akur- eyri, er sextugur í dag. Starfsferill Bemharð fæddist í Ámesi í Gler- árþorpi en ólst upp á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1959, stundaði nám í Þýskalandi 1959-60 og við HÍ 1962-66 en þaðan lauk hann BA-prófl í landafræði og mannkynssögu auk prófa í uppeldis- og kennslufræði. Þá var hann við nám í hagrænni landafræði í Kaup- mannahöfn 1988-89. Bemharð var kennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1960-62, við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar i Reykjavík 1966-67, við Gagnfræðaskóla Akureyr- ar 1967-81, var yfirkennari þar 1981-82, skólastjóri 1982-83 og hefur verið skólastjóri Verkmennta- skólans á Akureyri frá 1983. Bernharð starfaði í mörg ár að ferðamálum, m.a. sem leiðsögumaður. Hann var formaður Stúd- entafélags Akureyrar 1968-69, formaður Lyftinga- ráðs Akureyrar 1977-81, hefur verið félagi í Rotaryklúbbi Akureyrar frá 1984 og forseti klúbbsins 1990-91, sat í Menningar- málanefnd Akureyrar 1992-96 og varamaður 1996-98, sat í stjórn Bernharð Haraldsson. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 sunnudaga kl. 16-22 Tekiö er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblaö DV þarf þó aö berast okkur fyrir kl, 17 á föstudag q\\t mil/i' hirpifc Smáauglýsingar m V 550 5000 Minjasafnsins 1992-96, hefur verið formaður nefhdar um ritun sögu Akureyrar frá 1992, er í Félagi hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu og var ritari þess 1997-98. Fjölskylda Bernharð kvæntist 22.10. 1966 Ragnheiði Hansdóttur, f. 18.7. 1942, tannlækni. Hún er dótt- ir hjónanna Hans Guðnasonar, bónda í Eyjum og sið- ar á Hjalla í Kjós, og Unnar Her- mannsdóttur, húsfreyju og kennara. Böm Bemharðs og Ragnheiðar eru Haraldur, f. 12.4.1968, MA í mál- vísindum, nú í doktorsnámi við Harvardháskóla í Boston, en kona hans er Hanna Óladóttir íslensku- fræðingur og er sonur þeirra Frey- steinn, f. 22.1. 1998; Hans Bragi, f. 12.9. 1972, nemur kinversku við Beijing Language and Culture Uni- versity; Amdís, f. 4.11. 1977, lærir frönsku við HÍ; Þórdis, f. 4.11. 1977, sem lærir dönsku við HÍ. Foreldrar Bemharðs vom Har- aldur Norðfjörð Ólafsson, f. 22.10. 1916, d. 1.7. 1971, sjómaður og neta- gerðarmaður á Akureyri, og k.h., Þórbjörg Sigursteinsdóttir, f. 12.10. 1919, d. 9.6. 1986, húsmóðir og iðn- verkakona. Ætt Haraldur var sonur Ólafs, ellefu- landa-sjómanns og netagerðar- manns á Akureyri, afa Stefáns Bjömssonar, b. á Einarsstöðum, Ólafs Birgis Ámasonar hrl., foður Svölu lögfræðings, og langafí Ár- manns Kristins Ólafssonar, aðstoö- armanns samgönguráðherra, og Kristínar Margrétar Jóhannsdóttur íslenskufræðings. Ólafur var sonur Jakobs, á Efra-Skálateigi i Norðflrði Þorsteinssonar „pedda” Jakobsson- ar, skálds og b. á ísólfsstöðum á Tjömesi. Móðir Þorsteins var Vig- dís Jónsdóttir, systir Þorsteins, fóð- ur Jóns, ættfoður Reykjahlíðarætt- ar. Móðir Jakobs á Efri-Skálateigi var Gunnvör Jónsdóttir. Móðir Ólafs var Sigríður Ámadóttir. Móðir Haralds var Kristbjörg Jónsdóttir, „brotna” frá Austari Krókum í Fnjóskadal, foðurbróður Theódórs Friðrikssonar rithöfund- ar, og bróður Dórotheu, langömmu Kristins G. Jóhannssonar, listmál- ara á Akureyri, og Amgríms B. Jó- hannssonar, forstjóra Atlanta. Jón „brotni” var sonur Jóns, b. í Aust- ari Krókmn, sonar Magnúsar Jóns- sonar og Rósu Brandsdóttur. Móðir Jóns „brotna” var Rannveig Jóns- dóttir frá Ásláksstöðum, systir Kristínar Katrínar, ömmu dr. Sig- fúsar Blöndals, bókavarðar og orða- bókarhöfundar, og langömmu Bjöms Blöndals rithöfundar. Móðir Kristbjargar var Guðrún Kristín Pálsdóttir frá Neðribæ. Þórbjörg var dóttir Sigursteins, b. á Neðri-Vindheimum í Hörgárdal, bróður Kristínar, ömmu Sigurðar J. Sigurðssonar, forseta bæjarstjómar Akureyrar; bróður Hansínu og Þór- eyjar, móður Steinþórs, fyrrv. kaup- manns í Vömbæ. Sigursteinn var sonur Steinþórs, b. á Einhamri, bróður Kristjáns, afa Bjöms Jóns- sonar, forseta ASÍ og ráðherra. Steinþór var einnig bróðir Rósu í Nýjabæ á Dalvík, langömmu Jóns Hjaltasonar sagnfræðings og Krist- jáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri. Steinþór var sonur Þor- steins, b. á Öxnhóli, Þorsteinssonar, Sigurðssonar, bróður Rósu, ömmu Vilhjálms Stefánssonar landkönn- uðar. Móðir Þórbjargar var Septína, systir Jónasinu, ömmu rithöfund- anna Ingimars Erlends og Birgis Sigurðssona. Bróðir Septínu var Magnús, afi Magnúsar geðlæknis og Páls Skúlasonar háskólarektors. Septína var dóttir Friðfinns, b. í Há- túni í Hörgárdal, Gíslasonar, bróður Rósu, móður Gísla R. Magnússonar leikara, föður Magnúsar banka- stjóra. Önnur systir Friðfinns var Lilja, móðir Friðfinns Guðjónssonar leikara, afa Ragnars Aðalsteinsson- ar hrl. Bemharð er í Kína. Tll hamingju með afmælið 1. febrúar 95 ára Aðalheiður Bjarnadóttir, Snorrahraut 58, Reykjavík. 85 ára Bryndis Jónsdóttir, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. Jóhanna I. Þorsteinsdóttir, Lindargötu 61, Reykjavík. 80 ára Friðgerður Guðmundsdóttir, Engjavegi 34, ísafirði. 75 ára Pétur Kr. Jónsson, Hellum, Borgarbyggð. 70 ára Jónína Nielsen, Hlíðarvegi 42, Kópavogi. 50 ára Anna María Jónsdóttir, Hjallavegi 8, Hvammstanga. Finnbogi B. Ólafsson, Tjamarmýri 9, Seltjamamesi. Guðbjörg Hjörleifsdóttir, Hæðarbyggð 14, Garðabæ. John Pauli Joensen, Sunnubraut 24, Akranesi. Vilberg Guðmundsson, Logafold 73, Reykjavík. 40 ára Einar Jónsson, Ásbrún, Austur-Landeyjahr. Einar Þórketill Einarsson, Reykási 15, Reykjavík. Gunnar Pétur Gunnarsson, Borgarbraut 1, Gmndarfirði. Lárus Ragnar Einarsson, Stekkjarholti 13, Ólafsvík. Marta Jónsdóttir, Helgafellsbraut 29, Vestmannaeyjum. Ómar Torfason, Réttarseli 16, Reykjavík. Sigurdór Már Stefánsson, Úthaga 18, Selfossi. Sigurður Jónsson, Gullsmára 3, Kópavogi. Sigurður Kristinn Pálsson, Sólheimum 10, Reykjavík. Sólveig Bjamþórsdóttir, Miðtúni 8, Höfh. Viðar Benediktsson, Hjallabraut 43, Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.