Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 37
DV MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 45 Eitt verka Jóhannesar Kjarvals á Kjarvalsstöðum. Af trönum meistarans ÞGá sýningar eru á Kjarvals- stöðum þessa dagana. Á sýning- unni sem ber yfirskriftina Af trönum meistarans eru verk ffá síðustu áratugum langrar starfsævi Jóhannesar Kjarvals. Á sýningunni er leitast við að gefa innsýn í verk Kjarvals á þessu lokaskeiði í listsköpun hans og endurspegla hversu frjór og skap- andi hann var í listinni allt þar til yfir lauk. Sýningar í vestursal eru verk textílkon- unnar Britt Smelvær. Þau endur- spegla þróun textíllistar á síðari árum og sýna vel á hve margvís- legan hátt og i hve fjölbreytt efni textíllistamenn samtímans vinna. Þriðja sýningin er á verkum Einars Garibalda. Á sýningu sinni fæst hann við ákveðin tákn menn- ingu okkar og þá stöðu sem tákn- gervingur íslenskrar myndlistar, Jóhannes S. Kjarval hefur í hug- imi okkar. Það er athyglisvert að skoða sýningu Einars Garibalda á sama tíma og sýnd eru mörg af helstu verkum Kjarvals. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga kl. 10-18 og er leiðsögn alla sunnudaga kl. 16. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: dzt... - gallerí fyrir bland- aðar lifandi listmiðla I kvöld verður uppákomukvöld í Listaklúbbi Leikhúskjallarans und- ir nafninu dzt... „dzt... er óstaðbund- ið gallerí fyrir blandaða, lifandi list- miðla eins og gjöminga, hljóðverk, myndbandsverk o.fl. Það er stofnað af listamönnunum Gulleik Lövskar og Kristni Pálmasyni sem hyggjast skipuleggja dzt...viðburði nokkrum sinnum á ári og bjóða innlendum og erlendum listamönnum þátttöku. 011 verkin sem flutt verða eru ný og hafa verið gerð sérstaklega fyrir þetta kvöld. Skemmtanir Listamennirnir sem taka þátt í þessari fyrstu dzt...uppákomu eru Magnús Pálsson, Sara Bjömsdóttir, Páll Thayer, BaldurXSjón, Haraldur Jónsson og Þóroddur Bjarnason. Húsið verður opnað kl. 19.30 og uppákoman hefst kl. 20.30. Ýmsir gjörningar líta dagsins Ijós á dzt-kvöldi í Leikhúskjallaranum i' kvöld. Veðrið í dag Stormur eða rok á morgun Um 300 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 988 mb lægð sem hreyfist í norðaustur og grynnist. Vaxandi lægð langt suðvestur í hafi hreyfist allhratt norður og verður skammt vestur af landinu á morg- un. Víðáttumikið 1045 mb háþrýsti- svæði er yfir Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu. í dag er gert er ráð fyrir suðaust- an- og sunnanhvassviðri eða stormi og rigningu um mestallt land fyrri hluta dagsins. Um hádegi gengur í suðvestanstorm eða rok með skúr- um suðvestanlands. Seint í dag verður suðvestanhvassviðri og skúrir á öllu landinu. Hiti verður 4-10 stig. Sólarlag 1 Reykjavík: 17.14 Sólarupprás á morgun: 10.09 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.16 Árdegisflóð á morgun: 06.52 Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri skýjaö 9 Bergsstaðir skýjaó 6 Bolungarvík rigning og súld 2 Egilsstaöir 9 Kirkjubœjarkl. rigning 6 Keflavíkurflv. rigning og súld 8 Raufarhöfn skýjaö 5 Reykjavík úrkoma í grennd 8 Stórhöföi rigning og súld 8 Bergen þoka 4 Helsinki súld 0 Kaupmhöfn slydda 0 Ósló þoka -1 Stokkhólmur -2 Þórshöfn súld 8 Þrándheimur rigning og súld 6 Algarve léttskýjaö 16 Amsterdam léttskýjaö 6 Barcelona léttskýjaö 6 Berlín skýjaó -4 Chicago alskýjaó 0 Dublin súld á síö. kls. 9 Halifax léttskýjaö -13 Frankfurt úrkoma í grennd -2 Glasgow súld 9 Hamborg snjókoma -2 Jan Mayen skýjaó 0 London alskýjaö 5 Lúxemborg léttskýjaö 0 Mallorca rigning 3 Montreal heiöskírt -17 Narssarssuaq léttskýjaö -20 New York heiöskírt -8 Orlando skýjaö 20 París léttskýjaö 3 Róm léttskýjaö 6 Vín skýjaö -7 Washington léttskýjaö -4 Winnipeg heiöskírt -9 Rommí á fleygiferð Hið vinsæla leikrit Rommí er enn í fullum gangi í Reykjavík og er ekkert lát á aðsókninni. Og nú á einnig að fara að sýna það á Akureyri. Frumsýning á Akureyri verður þann 12. febrú- ar næstkomandi. Þá verður Rommí sýnt á fimmtudags- og fóstudagskvöldum á Akureyri en í Iðnó á laugardags- og sunnudagskvöldum. Leikararn- ir verða þeir sömu og uppsetn- ingin öll nákvæmlega sú sama. Leikarar og starfsfólk munu fljúga landshoma á milli. Að sjálfsögðu leiðir þetta til þess að smíða þarf aöra leikmynd fyrir sýningar á Akureyri og í raun verða tvö „setf ‘ af öllu í sýning- unni, annað fyrir norðan og hitt fyrir sunnan. Þetta er í fyrsta sinn sem leiksýning er sýnd samhliða í tveimur landshlut- um hérlendis með sama leik- hópi. Leikarar í Rommíi eru Guðrún Ásmundsdóttir og Er- lingur Gíslason. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Rommí verður sýnt á tveimur stöðum í febrú- armánuði. Leikhús TVíburar Heiðrúnar og Agnars Ánægja Heiðrúnar Óla- dóttur og Agnars Jóns- sonar var tvöföld 16. janú- Börn dagsins ar síöastliðin. Þá eignuð- ust þau sín fyrstu börn - tvíburasyni - á fæðingar- deild Landspitalans. Ann- ar bróðirinn var 2660 g og 47 sm við fæðingu en hinn var 2800 g og 47 sm. Jonathan Rhys Myers lelkur rokk- stjörnuna Brian Slade. Flauel og glamúr Velvet Goldmine, sem Laugar- ásbíó sýnir, hefst árið 1984 á því að breski blaðamaðurinn Arthur (Christian Bale), sem starfar við dagblað í New York, er fenginn til að skrifa grein í tilefni af því að tiu ár eru liðin frá því rokkstjarn- an Brian Slade (Jonathan Rhys Myers) hvarf af sjónarsviðinu. Þetta ’///////// Kvikmyndir er honum kærkomið verkefhi því sem unglingur í Manchester hafði hann veriö mik- ill aðdáandi Slades. Leit hans hefst á árinu 1971 því þegar glam- úrrokkið var að sigra heiminn hvarf blómakynslóðin og við tóku rokkarar sem klæddust skrautleg- um og níðþröngum fotum. Þar ffemstur í flokki er Brian Slade, sem tekur breskt tónlistarlíf með trompi og veröur fyrirmynd stúlkna og drengja. Þegar Slade kemst að því aö hann hefur enga möguleika á að aö flýja þá per- sónu sem hann hefur skapað setur hann á svið aftöku og hverfúr af sjónarsviðinu. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: The Waterboy Bíóborgin: Ronin Háskólabíó: Elizabeth Háskólabíó: Meet Joe Black Kringlubíó: Wishmaster Laugarásbíó: Rush Hour Regnboginn: The Siege Stjörnubíó: Stjúpmamma ÍJrval Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5000 Gengið Almennt gengi LÍ 29. 01. 1999 kl. 9.15 EininH Kaup Sala Tollgengi Dollar 69,780 70,140 69,750 Pund 114,820 115,410 116,740 Kan. dollar 45,970 46,260 45,010 Dönsk kr. 10,6960 10,7550 10,9100 Norsk kr 9,2920 9,3430 9,1260 Sænsk kr. 8,9700 9,0190 8,6450 Fi. mark 13,3660 13,4460 13,6540 Fra. franki 12,1150 12,1880 12,3810 Belg.franki 1,9700 1,9819 2,0129 Sviss. franki 49,3700 49,6400 50,7800 Holl. gyllini 36,0600 36,2800 36,8500 Þýskt mark 40,6300 40,8800 41,5000 ít. líra 0,041040 0,04129 0,041930 Aust. sch. 5,7750 5,8100 5,9020 Port. escudo 0,3964 0,3988 0,4051 Spá. peseti 0,4776 0,4805 0,4880 Jap. yen 0,599300 0,60290 0,600100 Irskt pund 100,910 101,510 102,990 SDR 96,920000 97,50000 97,780000 ECU 79,4700 79,9500 81,5700 Símsuari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.