Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 1
MANUDAGUR 1. FEBRUAR 1999 ITTIR Mikil ^ m + hatið var Mosó Mikið fjör í enska boltanum ^ Bls. 26 •<*»» Gintaras Savykynas, Litháinn í liði Aftureld- ingar, var kátur þegar sigurinn gegn Fram var höfn og Afturelding komin í úrslit bikiarsins í fyrsta skipti í sögu fél- agsins. Sigur Aftureld- ingar gegn Fram var nokkuð öruggur og mikil hátíð var í Mos- fellsbæ í kjölfar sigurs- ins. DV-mynd HH Gríðarlegur fógnuður braust út í Mosfellsbæ um helgina þegar hansknattleikslið Aftureldingar tryggði sér í fyrsta skipti rétt til að leika í úrslitum bikarkeppni karla. Afturelding lék í undanúrslitunum gegn Fram og vann þriggja marka sigur, 25-22, eftir mjög jafnan og spennandi leik. í hinum undanúrslitaleiknum sigraði FH lið Gróttu/KR og það verða því Afturelding og FH sem leika til úrslita um bikarinn í Laugardalshöll. Sjá allt um leikina á bls. 24 og 25. Huglæg æf ing tengdapabba skilaði góðum árangri Gunnar Eyjólfsson, leikari og tengdafaðir Kristjáns Arasonar, j mætti á æfingu hjá FH-liðinu á föstudagskvöldið. Þar tók hann í leikmenn FH á huglæga æfingu og stappaði stálinu 1 sálartetrið / hjá mönnum fyrir undanúrslitaleikinn gegn Gróttu/KR. f „Það er ekki spurning að þetta hjálpaði strákunum. Svona lagað hjálpar öllum íþróttamönnum og kannski gerir maður of lítið af þessu," sagði Kristján Arason, þjálfari FH. Sjá náanar á lils. 24 og 25. Arnar vildi meira en 690 þúsund á viku Arnar Gunnlaugsson á í samningaviðræðum við for- ráðamenn Leicester um þessar mundir og í gær var sagt að viöræðurnar væru á viökvæmu stigi. Þrátt fyrir þetta lék Arnar síðustu 15 mínútur leiksins þegar Boiton vann góðan sigur á Norwich. Á spjallsiðu Leicester í gær var sagt að Martin O'Neill hefði mikinn áhuga á að krækja í Arnar og svo gæti farið að ef semdist um kaupverð og launamál, kynni hann að vera á leiðinni til Leicester. Þá var einnig sagt að Arnar hefði hafnað nýjum samningi sem hefði tryggt honum 690 þús. krónur 1 laun á viku. -SK Rotaöi % dómara \ —-------------—— DV, Akureyri: í KA-heimilinu var á föstu- dag haldið mót í innanhúss knattspyrnu og voru 2. flokks lið af Norðurlandi að keppa, sem er nú vart í frásögu fær- , andi nema hvað varðar leik \ KA og Tindastóls. í stöðunni 5-3 fyrir KA I áttu sér stað ryskingar I I vítateig KA-manna og létu I dómarar leiksins, Rúnar I Steingrímsson og Bragi I Bergmann, leikinn halda áfram þar sem KA fékk boltann. En á leiðinni út úr teignum stjakaði einn Tindastólsmaðurinn við markmanni KA sem brá hinn versti við og spark- aði í hann. Rúnar æfiaði þá að sýna honum rautt spjald, en spjaldið var varla komið úr vasa dómarans þegar mark- maðurinn kýldi hann svo að hann steinlá og hefði höggið talist rot- högg í boxi. Flautaði i Bragi þá leikinn af. * Rúnar rankaði við sér eftir smástund og sér á I honum eftir atvikið, enda höggið kröftugt. Rúnar vildi ekki ræða atvikið við blaðamann en öruggt þykir að betta verð- ur litið alvarlegum augum hjá aganefnd KSÍ. Menn hafa fengið þriggja ára bann fyrir svipuð atvik. Mótsstjórn KA og dómararn- t ir hafa ákveðiö að tjá sig ekki um atvikið fyrr en aganefnd hef- ur fjallað um málið. -JJ Steinn æfir með Ayr Utd Steinn Viðar Gunnarsson, hinn ungi varn- • armaður hjá Leiftri, fer á næstu dögum til 1 Ayr Utd. í Skotlandi, en liðið hafði samband við Leiftur og óskaði eftir aö fá Stein. Steinn gat ekki komið strax eftir jól, en fer sem sagt á næstunni. Paul Kinnaird spilar með Ayrívetur. __,m„ -HJ/JKS Afreksmannasjóður ÍSÍ: Örn fær 160 þúsund í styrk á mánuði íþróttamaður ársins 1998, sundkappinn Örn Arnar- son, er kominn í efsta Qokk hjá Afreksmannasjóði ÍSÍ. Það tryggir Erni 160 þúsund krónur á mánuði og ætti styrkurinn að auðvelda Erni til muna að stunda íþrótt sína. Þá hefur Afreksmannasjóðurinn endurnýjað lang- tímasamning sinn við skíðamanninn Kristinn Björnsson og fær hann 160 þúsxmd á mánuði næstu fjóra mánuðina. Þá var samskonar samningur end- urnýjaður við Völu Flosadóttur, Jón Arnar Magn- ússon og Guðrúnu Arnardóttur. _gK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.