Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1999 23 DV íþróttir Alþjóölega sundmótiö í Lúxemborg: Sjö verðlaun unnust - Örn Arnarson og Lára Hrund Bjargardóttir settu Islandsmet Agætur árangur náðist á alþjóðlega sundmótinu sem fram fór í Lúxemborg um helgina, en keppt var í 50 metra laug. Öm Amarson bætti 8 ára gamalt íslandsmet Magnúsar Más Ólafs- sonar í 50 metra skrið- sundi í gær. Öm synti á 23,84 sekúndum og lenti í þriðja sæti. Endasprettur Örn sigraði með glæsibrag í 200 metra baksundi á 2:04,34 mín- útum og var það frá- bær lokasprettur sem færði honum sigurinn í sundinu. Vladislav Gaydamaka frá Úkra- inu leiddi sundið lengstum en Örn hafði hann í lokin. Öm var nokkuð frá íslands- meti sínu sem hann setti í Belgíu í ágúst í fyrra. Örn sigraði á laugardeginum í 100 metra baksundi. Á fyrsta degi móts- ins á fóstudag setti Lára Hrund Bjargar- dóttir íslandsmet í 400 metra fjórsundi, synti á 5:06,50 mínútum og bætti eigið met um tvær sekúndur. Lára Hrund krækti sér í bronsverðlaun í 200 metra skriðsundi. Ómar Snævar Frið- riksson stóð sig vel á mótinu og varð í öðru sæti í 400 metra fjór- sundi og 400 metra skriðsundi. Hann varð síðan í 8. sæti í 200 metra skriðsundi. Elín Sigurðardóttir varð í sjötta sæti í 100 metra flugsundi. Bjart fram undan íslenska sundfólkið má vel una við sinn hlut á mótinu og ljóst að bjartir tímar eru fram undan í sundinu. Þess má geta að Öm stendur í stórræðum um miðjan mánuðinn en þá tekur hann þátt í heimsbikarmóti í Glas- gow og viku síðar í París. -JKS Örn Arnarson vann til tvennra gullverðlauna á sundmóti í Lúxemborg um helgina. Lára Hrund Bjargardóttir setti íslandsmet í 400 metra fjórsundi og krækti í bronsverðlaun í 200 metra skriðsundi. Bikarkeppni kvenna í handbolta: n MjÖg erfitt" - Fram vann ÍBV og komst í úrslit DV, Eyjum: Það var sannkölluð bikarstemn- ing í íþróttamiðstöðinni í Vest- mannaeyjum síðastliðið fóstudags- kvöld þegar ÍBV fékk lið Fram í heimsókn í undanúrslitum bikar- keppni kvenna í handknattleik. Um 200 manns komu á leikinn sem var bæði jafn og spennandi allan tím- ann. Að lokum fór svo að Fram- stúlkur fóru með sigur af hólmi, 17-21. í hálfleik var staðan jöfn, 11-11. Eyjastúlkur mættu grimmar til leiks og náðu undirtökunum strax í byrjun. En Framarar eru með Jóna Björg Pálmadóttir skoraði fjögur mörk fyrir Framara í leiknum í Eyjum. reynslumikið lið og smám saman komust þær inn í leikinn og var staðan i hálfleik, 11-11. Seinni háifleikur var mjög jafn og spennandi og skiptust liðin á að hafa forystu. Gestimir voru sterk- ari á lokakaflanum og tókst að sigra með 4 marka mun, 17-21. Markmenn liðanna, Lukrecija Bouan hjá ÍBV og Hugrún Þor- steinsdóttir hjá Fram, voru bestu menn vallarins og vörðu þær frá- bærlega í þessum leik. Mörk ÍBV: Amela Hegic 6/3, Jennie Martinsson 4, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 3, Elísa Sigurðardóttir 2, Hind Hannesdóttir 2/1 Varin skot: Lukrecija Bouan 18/1 Mörk Fram: Marina Zoveva 7/3, Jóna B. Pálmadóttir 4, Svanhildur Þengilsdóttir 3, Steinunn Tómas- dóttir 3, Olga Prohorova 2, Guðríður Guðjónsdóttir 2 Varin skot: Hugrún Þorsteins- dóttir 23/3. „Þetta var erfiðm leikur og við þurftum svo sannarlega að hafa fyr- ir sigrinum. ÍBV-liðið er sterkt á heimavelii og þar hefur liðið verið að hirða þau stig sem það hefur hlotið i vetur. Úr þessu stefnum við að sjálfsögðu alla leið. Fram-liðið hefur komið á óvart í vetur og leik- ið mjög vel. Hópurinn er ekki breið- ur og því nokkuð brothættur svo það má ekki mikið út af bera,“ sagði gamla brýnið Guðríður Guðjóns- dóttir, sem hefur dregið fram skóna að nýju, en hún skoraði tvö mörk í leiknum. Guðríður með í öllum bikarsigrum Framara Þess má geta að Guðriður hefur unnið alla þá ellefu bikarmeist- aratitla sem Fram hefur unnið. Kol- brún Jóhannsdóttir, sem um árabil var einn besti markvörður landsins, vann 10 bikartitla með félaginu. Arna Steinsen, sem einnig dró fram skóna að nýju eins og Guðríður, hef- ur níu sinnum orðið bikarmeistari. Það er ekki ónýtt fyrir Framliðið að fá Guðríði og Ömu aftur, því bara reynslan sem þær búa yfir styrkir liðið mikið. -RS/JKS Þórdís Brynjólfsdóttir var markahæst FH-stúlkna í gærkvöld gegn Haukum. Hér skorar hún mark gegn Haukum en til varnar er Harpa Melsted. - í Firðinum þegar Haukar unnu FH 1 mögnuðum leik Hann verðm lengi í minnum hafð- m, undanúrslitaleikm FH og Hauka í bikarkeppninni í handknattleik sem háður var i Kaplakrika i gærkvöld. Eftir tvíframlengdan leik tryggðu Haukar sér sæti í úrslitaleiknum með því að innbyrða sigminn í bráðabana. Lokatölm urðu 31-30 og skoraði Sandra Anulyte markið sem réð úr- slitum. Leikurinn minnti um margt á úr- slitaleik Vals og KA hérna um árið. Spennan var rafmögnuð nær allan tímann og þeir rúmlega 1000 manns sem lögðu leið sina í Krikann fengu svo sannarlega mikið fyrir peningana. Leikminn bauð upp á allt sem prýða má góðan kappleik og ég er viss um hann verður umræðuefnið á vinnu- stöðum og á heimilum í Hafnarfirði næstu dagana. FH-ingar byrjuðu leikinn með lát- um, komust í 5-1 en þá tóku Haukarn- ir heldm betm við sér. Þeir skoruðu 8 mörk gegn einu frá FH og leiddu í hálfleik, 12-10. í síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum en þegar tvær og hálf mínúta var eftir náði FH tveggja marka forskoti, 22-20, en Haukar náðu að jafna metin og jöfnunarmark- ið skoraði Thelma Árnadóttir þegar 1 sekúnda var eftir. Spennan hélt áfram í báðum framlengingunum. FH-stelp- mnar voru með pálmann í þeirri seinni. Þær höfðu marki yfir og bolt- ann að auki þegar 40 sekúndm voru eftir en misstu hann og Thelma fiskaði vitakast þegar 15 sek. voru eft- ir sem Harpa Melsted skoraði úr. „Þetta er það skemmtilegasta sem maðm hefur komist í kynni við. Ég vil hrósa FH fyrir mjög skemmtilegan leik og þetta er líklega besti leikur sem þessi lið hafa leikið í vetm. Ég vona að þetta hafi verið góð auglýsing fyrir kvennahandboltann. Það sem taldi í þessum leik var einfaldlega heppnin og hún var á okkar bandi í bráðabananum," sagði Andrés Gunn- laugsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir frá- bæran leik. Hjá FH voru Dagný Skúla- dóttir, Þórdís Brynjólfsdóttir bestar ásamt Hildi Erlingsdóttir og Jolöntu markverði en hjá Haukum lék Harpa Melsted best og þær Sandra Anulyte, Judit Ezstergal og Björk Gilsdóttir voru mjög drjúgar. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 7/4, Hildur Erlingsdóttir 6, Dagný Skúladóttir 6, Guðrún Hólmgeirsdótt- ir 5, Drífa Skúladóttir 4, Hafdís Hin- riksdóttir 1/1. Varin skot: Jolanta Slapikuie 22/1. Mörk Hauka: Harpa Melsted 9/2, Sandra Anulyte 5, Björg Gilsdóttir 5, Judit Ezstergal 5/2, Hanna G. Stefáns- dóttir 4, Thlema Árnadóttir 3. Varin skot: Vaiva Drillingaite 14/1. -GH ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.