Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 Fréttir Utanrlkisráðuneytið sendi bandarískum stjórnvöldum bréf í haust: Sagði Atlantsskip skorta reynslu og ábyrgð - Ólögmæt íhlutun, segja framkvæmdastjórar Atlantsskipa DV hefur undir höndum bréf sem dagsett er 28. sept- ember sl. og merkt trúnað- armál. Bréfið var sent af ut- anríkisráðuneyti íslands til utanrikisráðuneytis Banda- ríkjanna og inniheldm- það staðhæfingar um Atlants- skip ehf., stjórnendur þess og starfsmenn. Þar er með- al annars sagt að þá skorti „nauðsynlega reynslu, tæknilega möguleika, fjár- hagslega ábyrgð og efnisleg tengsl við fsland," og þess vegna hafi Atlantsskip ekki átt að fá samninginn. Jafn- framt er farið fram á að samningnum verði rift og í stað þess samið við Eim- skip sem átti næstlægsta tilboðið. Þegar framkvæmdastjór- ar Atlantsskipa, Stefán og Guðmundur Kjæmested, vora inntir eftir viðbrögð- um við efhi bréfsins sögðu þeir það ljóst að í því fælist íhlutun og telja þeir hana með öllu óeðlilega. „Að utanríkisráðuneytið gefi sitt álit á starfsemi Atlantsskipa fellur utan verksviðs ráðuneytisins og er íhlut- unin ólögmæt þar sem hún brýtur Framkvæmdastjórar Atl- antsskipa segjast hafa heimildir fyrir því að utan- ríkisráðuneytið hafi beðið um að efni bréfsins yrði trúnaðarmál milli íslands og Bandaríkjanna en fengið þau svör að „þannig væru hlutimir ekki í Bandarikj- unum“. í frétt DV á föstudaginn kom fram að sendiherra ís- lands í Washington sendi dómara í málaferlum sem Eimskip stendur í gegn bandarískum stjórnvöld- um bréf, þar sem fullyrt er að ákveðnar staðhæfingar fulltrúa ríkislögmanns Bandaríkjanna fyrir rétti gætu hafa gefið réttinum alranga mynd af málinu og staðreyndum þess. Málið snýst um að Eimskip hefur annast hluta flutninga fyr- ir varnarliðið á Keflavík- urflugvelli en beið lægri hlut fyrir Atlantsskipum ehf. í út- boði á þessum flutningum í upphafi síðasta árs. Þessu vildi Eimskip ekki una og höfðaöi mál á hendur bandarískum stjórnvöldum vegna missisins. -þhs Guðmundur Kjærnested og Stefán Kjærnested, stjórnendur Atlantsskipa sem annast sjóflutninga fyrir varnarliðið á Kefiavíkurflugvelli. m.a. í bága við grunnreglur stjórn- sýsluréttar og samkeppnisréttar. Þessu mótmælum við harðlega og hefur lögmaður okkar skrifaö ráðu- neytinu bréf þess efnis.“ Guðmundur segir að í bréfi lög- manns þeirra hafi verið farið fram á að „það afturkalli bréflega þær stað- hæfingar um Atlantsskip ehf. sem fram komi í þessu bréfi og biðji fé- lagið jafnframt afsökunar“. Þessum óskrnn hefur ráðuneytið ekki sinnt. Eldur í Hörpu: Stórtjóni afstýrt - starfsemin raskast ekki „Það sem bjargaði okkur frá stór- tjóni var að húsið er vel byggt með tilliti til eldvama og eldurinn náði aldrei að komast út úr einu eldhólfi af fjórum," sagði Helgi Magnússon, forstjóri málningarverksmiðjunnar Hörpu. „Eldurinn geisaði á hrá- efnalager sem er 350 fermetrar og þar brann allt sem brunnið gat en ekkert annað.“ Eins og fram kom í fréttum DV í gær féllust slökkviliðsmönnum þvl nær hendur er þeir komu á eldstað í fyrrakvöld. Eldtungurnar teygðu sig til himins, reykurinn var óskap- legur og eldsmaturinn í húsinu gat vart verið meiri. „Húsið allt er þrjú þúsund fer- metrar og ef eldhólfið á hráefhala- gemum hefði ekki haldið væri um að ræða tjón upp á hundruð millj- óna. Þetta er tíu ára gamalt hús og í dag þökkum við guði fyrir að hafa lagt mikið upp úr eldvörnum við bygginguna," sagði Helgi Magnús- son. Starfsemi fyrirtækisins raskaðist ekkert þrátt fyrir eldsvoðann og starfsmenn héldu áfram að selja málningu í gær eins og ekkert hefði Eldhólfin héldu í Hörpubrunanum. í skorist. Matsmenn frá Sjóvá-Al- mennum skoðuðu vettvang en talið er að tjónið skipti milljónatugum. DV-mynd „Ég hef ekki hugmynd um hvem- ig kviknaði í húsinu,“ sagði Helgi Magnússon aðspurður. -EIR Fyrsti kossinn Hver man ekki fyrsta koss- inn? Þennan sem breytti öllu og sannaði loks að unglingamir vora að veröa stórir, eitthvað mikið var í vændum, könnun á hinu óþekkta. Kossinn var kannski klaufalegur, enda óvan- ir á ferð, en það breytti engu um áhrifin. Umhverfið gat verið skólaball eða sveitaball eða ein- hver allt annar staöur, staður sem þó lifir í endurminning- unni og hefur yfir sér ævintýra- ljóma. Það er hins vegar fátítt að fyrsti kossinn náist á mynd. Þau merku tíðindi gerðust þó á laug- ardagskvöld - eða kannski þeg- ar aðfaramótt sunnudagsins var rétt að fæðast. Áður vora það frekar strákamir sem höfðu frumkvæðið í þessum efnum, en það er til marks um aukna sókn kvenna á öllum sviðum að stúlk- an hafði frumkvæðið og smellti kossi á vanga piltsins. Af mynd- inni að dæma er stúlkan öragg með sjálfa sig en pilturinn örlítið feiminn eins og oft viÚ verða við þessar aðstæður. Stúlkan sem stal þessum ljúfa kossi á sunnu- dagsnótt er engin önnur en Jóhanna Siguröar- dóttir og sveinninn ungi Össur Skarphéðinsson. Jóhanna kyssti sléttrakaðan vanga Össurar - vanga sem áður var hrjúfur og grófur viðkomu - líkt og Alþýðuflokkurinn var við Jóhönnu á sín- um tíma. Nú var vanginn á Össuri mjúkur sem bamsrass, sem og flokkurinn. Jóhanna var ekki aðeins tekin í sátt í sínum gamla flokki heldur boðið að leiða hann inn i nýju öldina. Með í þeirri fór verða kratar úr ýms- um flokkum og flokksbrotum. Með sanni má segja að piltur- inn hefði mátt svara kossi stúlkunnar betur en þar er vænt- anlega um að kenna óvana. Sá óvami rjátlast væntanlega af Össuri þegar líður á samband þeirra Jóhönnu í væntanlegri kosningabaráttu. Þar fara þau hönd í hönd á móti íhaldinu í höfuðborginni undir stjóm Dav- íðs. Kossinn sýndi, þótt nokkur viðvaningsbragur væri á hon- um, að Jóhanna og Össur era að verða stór. Þau fara því eins og aðrir, strax eftir fyrsta kossinn, að leita hins óþekkta og vænta mikils. Það er því spenningur í kroppnum. Pólitísku hormón- arnir ólmast. Samfylkingin er loksins orðin til og rennur nú sitt gelgjuskeið. Fremst fer feimna parið, kátt eft ir tnanndómsvígsluna. Foreldrarnir, Margrét og Sighvatur, era í nokkuri óvissu eins og alltaf þeg- ar unglingamir gera uppreisn og vilja standa á eigin fótum. Heimilisfriðurinn er undir því kom- inn að allir nái saman að lokum. Dagfari Stuttar fréttir dv 950 milljóna aflaverömæti Heildaraflaverðmæti 5 skipa Hraðfrystihúss Eskifiarðar á síð- asta ári nam liðlega 950 milljón- um króna, samanborið við 984 milljónir króna árið áður sem var hið besta í sögu félagsins. Saga Stjórnarráðsins í gær voru 95 ár liðin frá stofn- un Stjórnarráðs íslands. Á árinu eru jafnframt 30 ár liðin frá því rit Agnars Kl. Jónssonar um Stjórnarráð íslands árin 1904 til 1964 kom út. Einnig styttist í 100 ára afmæli Stjómarráðsins árið 2004. Forsætisráðherra hefur þvi ákveðið að hafinn skuli undirbún- ingm- að ritun sögu Stjómarráðs- ins, fyrir tímabilið eftir að riti Agnars Kl. Jónssonar lýkur. Sög- ufélagið hefur sýnt áhuga á þessu verki og er fyrirhugað að semja við það um að annast útgáfu rits- ins. Nýr útibússtjóri Þorsteinn Ólafs hefur verið ráð- inn útibússtjóri Austurbæjarúti- bús Búnaðarbanka íslands hf. Þorsteinn lauk prófi í viðskipta- fræði frá HÍ árið 1982 og varð lög- giltur verðbréfamiðlari árið 1987. Landssmiðjan-Frost hf. Kælismiðjan Frost hf. og Landssmiðjan hf. hafa gengið frá samkomulagi um sameiningu fé- laganna sem miðast við 1. janúar sl. og verður nafn hins nýja félags Landssmiðjan-Frost hf. Stefnt er að skráningu þess á Vaxtalista Verðbréfaþings eins fljótt og auð- ið er. Viðskiptavefur Vísis gr- eindi frá. Meirihlutinn vantrúaður Meirihluti þátttakenda í at- kvæðagreiðslu á Vísi er vantrúað- ur á að fram- boð Sverris Hermannsson- ar fái þing- menn kjöma í vor. 57% svör- uðu þeirri spurningu neit- andi hvort þeir teldu að Fijálslyndi flokkurinn næði að koma mönnum á þing. 43% af nærri 4000 þátttakendum vora hins vegar á því aö flokkn- um tækist það. Vísir greindi frá. 30 milljarða útflutningur Útflutningur SH á síðasta ári nam 30 milljörðum króna. Ef miö- að er við verðmæti er þetta 3% aukning í samanburði viö út- flutning 1997, en ef miðað er við magn er um samsvarandi tölur að ræða á milli ára, eða um 134 þúsimd tonn. Hlutfall erlendrar framleiðslu jókst milli ára, úr 15% í 18%. Á árinu jókst útflutn- ingur til Evrópu en samdráttur varð í útflutningi til Asíu og Am- eríku. Gjaldskrá íslandspósts Gjaldskrá íslandspósts fyrir bréf og böggla til útlanda hækk- aði í gær. Algengustu bréfin, 20 g bréf, hækkuðu um 5 krónur, eða 11,1%, og kostar nú 50 kr. undir bréf með A-pósti innan Evrópu. Vegin meðaltalshækkun á bréfum til útlanda er 9,8% og á bögglum til útlanda 9,3%. Mest seldi bíllinn Volkswagen er sú bifreiðateg- und sem mest seldist af á íslandi í janúarmánuði og er því mest séldi bíllinn það sem af er árinu. Viðskiptavefur Vísis greindi frá. Slóð Guðmundar Árna Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður hefur nú opnað nýjan og end- urbættan vef á Netinu. Slóöin er www.jafnad- armenn.is/gas og er þar að finna efni af margvíslegum toga um Guð- mund Árna, störf hans, stefnumál og lífshlaup. -SJ/ÓBK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.