Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 6
ÞRIDJUDAGUR 2. FEBRUAR 1999 Fréttir Jóhanna Sigurðardóttir formannsefni Samfylkingarinnar: Ef fólkið Margrét Frímannsdóttir hefur sagt að Samfylkingin þurfi ekkifor- ingja. Ertu sammála þessu? Hingaö til hefur það ekki þvælst fyr- ir Samfylkingunni að hafa ekki leið- toga. Það er þó ljóst að Samfylkingin mun velja sér framtíðarleiðtoga fyrr en seinna. Ég held að það sé ekki komið að því enn. Ég er leiðtoginn í Reykjavík og það er ærið verkefni. Það er í raun og veru verið að leggja niður gamla flokkakerfið á vinstri vængnum. Það er að koma til sögunnar nýr jafnaðar- manna- og félagshyggjuflokkur eins og við þekkjum þá á Norðurlöndum. Hann mun auðvitað eignast framtíðarleið- toga. Foringinn er kominn, þú sjálf? Ég ætla ekki að gera tilkall til þess að verða leiötogi þessarar hreyfingar. Finnst þér það ekki eðlilegt? Ég lít svo á að verkefnið núna sé að leiða Samfylkinguna til sigurs í Reykja- vik. Þar er ég leiðtogi. Síðan verðum við að sjá til með framhaldið. Það er ekkert ofarlega 1 mínum huga að gera kröfu til þess að ég sé leiðtoginn. Er ekki rökrétt að leiðtoginn í Reykjavík sé leiðtogi á landinu öllu? Nei - og dæmi um það er Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknarflokks- ins og þingmaður á Austurlandi. Það eru því dæmi um það að formenn flokka hafa komið úr öðrum kjördæm- um en Reykjavík. Er Halldór ekki undantekningin sem sannar regluna? Það mæðir auðvitað mjög mikið á þeim sem leiðir Samfylkinguna hér í Reykjavík. Það er ljóst að hann hefur veigamiklu hlutverki að gegna í þessari samfylkingu. Þú ert hann eins og staðan er núna. Þið fáið ekkert meira upp úr mér um þetta. Hefur hreyfingin ekki liðiðfyrir það hingað til að hún hefur haft allt ofmarga leiötoga? Það er verið að steypa saman þrem- ur flokkum og alveg eðlilegt að það taki tíma að leiðtoginn komi fram. Kannski kemur hann bara af sjálfu sér. Hann kom afsjálfu sér um helg- ina. Þú talar eins og þessi brœðing- ur sé ennþá ígangi, en prófkjörið er búið. Þú ert sigurvegari. Þú ertfor- inginn. Ég er ekkert sjálfkrafa foringi hreyf- ingarinnar þó ég hafi fengið góð úrslit i Reykjavík. Langliklegust þó. Ég er ein af þeim sem er líkleg, já. Langar þig ekkert til að verafor- inginn. Já eða nei? Ég sagði að ég væri mjóg heppilegur leiðtogi til að leiða Samfylkinguna til sigurs í Reykjavík. Öðru ætla ég ekki að svara. Langar þig ekki til þess? Það er alltaf gaman að vera þar sem maður getur haft áhrif og ég hef áhrif sem leiðtogi í Reykjavík. Þig langar til þess, þú ert að segja það? Við skulum sjá hvað fólkið segir. Effólkið vill, þá viltþú? Fólkið á að ráða. Þannig er það einmitt í Samfylkingunni. Fólkið á að ráða ferðinni og það hefur það gert, eins og hef- ur sýnt sig í þessu prófkjöri. Og nú ræði ég ekki meira um þetta. Var sigurinn scetur? Já, það var hann vissulega. Ég var að vísu farin að finna straumana á síðustu dögunum. Ég held að það sé alþýða fólks sem kom til liðs við þessa hreyfmgu, fólk sem vill sjá breytingu á stjórnarstefnunni og er óánægt með þá stefnu sem ríkt hefur. Það eru hópar sem ríkisstjórnin hefur skilið eftir, hópar sem hafa fengið nóg af þeirri stjórnarstefnu þar sem auðgildið er sett ofar manngildinu. Ég held að úrslit- in séu krafa um það að velferð- armálin fái aukið vægi í þjóðfé- laginu. Þetta var ég farin að finna alls staðar þar sem ég kom, úti á götum og hvar sem ég hitti fólk. Þetta er krafan sem fólk gerir til Samfylking- arinnar. Nú er þinn timi augljós- lega komin. Hvarflaði ein- hvern tima að þér, á þeim langa tima siðan þú sagðir hinfleygu orð, að kannski kœmi hann aldrei? Ég hugsaði lítið um það. Það hafa aðrir en ég haldið þessu við. En úrslitin, þessi afger- andi niðurstaða, komu mér á óvart. Bjóstu nokkurn tima við því að þetta yrði svona glœsilegt. Reiknaðirðu nokkurn tíma með því að þúfœrir i fararbroddi fyrir öllum vinstri flokkunum? Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við því þá að ég ætti eftir að leiða samfylkingu hér í höfuðborginni. Ekki 1 mínum villtustu draumum. En fólkið hefur tekið völdin. Þjóðvaki hefur varla mœlst i könnunum undanfarið. Hvaðan kom þettafylgi í prófkjörinu? Það er, eins og ég segi, fólk - venju- legt alþýðufólk með innan við 100 þús- und á mánuði, sem hefur ekki fengið réttlátan hlut af þjóðarkökunni. Það heimtar meira réttlæti og meiri jöfhuð. Það veit að það er nægjanlegt til skipt- anna. Þetta er gamla fólkið, öryrkjar, einstæðar mæður og líka unga fólkið. Þetta eru hópar sem hafa verið skildir eftir og ég held að þeir séu að refsa rík- isstjórninni með þvi að fylkja sér um Samfylkinguna i Reykjavík. Helduröu að barátta þín gegn laxveiöunum, sem vorufrœgt mál semfólk skildi, hafi skipt sköpum fyrirþig? Það skipti ekki sköpum. Ég er búin að vera í pólitíkinni í 20 ár. Fólk veit fyrir hvað ég stend. Varðandi það hvernig tekið var á laxveiðimálunum, risnunni og spillingunni þá hafði það sitt að segja, ég fann aðeins fyrir því, en það réð engum úrslitum. Það sem réð úrslitum er að fólk vill sjá þær breytingar sem ég hef verið að boða. Þú varst ráðherra um árabil. Sú tilfinning sem kjósendur og kannski aðrir samstarfsmenn hafa er sú að þú sért einfari. Þú varst oft nokkuð einangruð sem ráðherra. Nú ertu að fara að leiða nýja hreyfingu. Áttu erfitt með að vinna með öðrum? Nei, það held ég að sé ekki rétt. Ég er alls ekki einfari. En ég var ráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ég vildi að minn flokkur stæði við það sem hann hafði lofað í kosningabarátt- unni. Mér fannst að á það skorti. Flokk- urinn hefði færst of mikið til hægri. Þess vegna skildu leiðir um tíma. Áttu gott með að vinna með öðr- um? Ég tel það. Ég vil að það sé tekið til- lit til þess sem ég hef fram að færa og ég tek tillit til þess sem fólk hefur fram að færa. Ég vísa því á bug að ég sé ein- fari sem erfitt sé að vinna með. Nú blasir við þér ráðherrastóll og þvi er rétt að spyrja þig um höfuð- andstœðinginn, Davíð Oddsson. Hvað finnst þér um hann? Hann er stjórnmálamaður sem fer fyrir hægri öfiunum í þjóðfélaginu, sem er stefna sem ég kann ekki alveg að meta. Davíð er harður í horn að taka og ég hlakka mjög til að takast á við hann YFIRHlYRSlft Geturðu hugsað þér að vinna með Davíð i ríkisstjórn? Þolirðu hann? Já, ég þoli hann vel. Við Davíð höf- um unnið ágætlega saman að ýmsu i fyrri ríkisstjórn. Ég hef ekkert út á hann að setja sem persónu, en við höf- um ekki sömu skoðun á því hvernig við viljum reka srjórnarstefnuna í landinu. Gœtuð þið unnið saman? Við höfum gert það. Gœtirðu það? Umsjón Stefán Ásgrímsson hér í Reykjavík í kosningunum. Mér finnst mjög líklegt að Sjálfstæð- isflokkurinn verði ekki í næstu ríkis- stjórn. Heldur hverjir? Mér finnst líklegt að Samfylkingin verði í næstu ríkisstjórn. Ég hugsa það. Það er þó ekki mín óskastaða að vinna með Sjálfstæðis- flokknum í ríkisstjórn. Hvers konar stjórnarsamstarf sérðufyrir þér eftir kosningar? Það er allt of snemmt að spá því, en ég spái Samfylkingunni mjög góðu gengi í kosningunum. Ég held að hún hafi alla burði til að verða ef ekki stærsti, þá næststærsti stjórnmála- flokkurinn eftir næstu kosningar. Ég vænti þess af Samfylkingunni að hún standi fyrir meiri jöfnuði og réttlæti í þjóðfélaginu og að velferðarmálin verði sett í öndvegi, almannahagsmunir verði í öndvegi en sérhagsmunir látnir víkja. Fólk hefur þurft að kyngja ýmsu á kjörtímabilinu, tekjuskiptingin er ójöfn og fólk vill sjá breytingar. Það er niðurstaða prófkjörsins. Ég vil sjá Sam- fylkinguna standa að þeim breytingum. Hvernig á aðfara að þvi? Hvað mtlarðu t.d. að gera við kvótann? Ég held aö það þurfi að finna leið til að breyta þeirri stefnu sem fylgt hefur verið. Við höfum unnið tillögu í því máli sem verður kynnt, væntanlega síðar í þessum mánuði. vil ég Hvað um Evrópusambandið? Eig- um við að ganga íþað? Ég held að við þurfum að skoða kosti og galla þess. Miðað við stöðuna nú sé ég ekki að við eigum að ganga í það. Sá tími er ekki i nánd. Nú ertu orðinforingi Samfylking- arinnar i Reykjavik og i reynd á landinu öllu. Fólk veltirfyrir sér högum forystumanna og því er spurU Hverjir eru fjölskylduhagir þínir? Ég er einstæð móðir tveggja ungra manna og á tvö barnabórn. Eldri sonur- inn er fluttur að heiman en ég bý með drengnum mínum sem er 22ja ára. Þarfekki að vinda að því bráðan bug að stofna Samfylkinguna form- lega? Hvenœr verður það gert? Þetta er mikilvægt skref. Við erum að bjóða fram í einni samfylkingu. Næsta skrefið verður, hygg ég, að stofna nýtt stjórnamálaafl, stóran jafn- aðar- og félagshyggjuflokk. Ég sé það fyrir mér að það verði þegar á næsta ári. Ekki á þessu ári? Ég þori ekkert um það að segja, en býst við að það verði fljótlega eftir kosningarnar. Hvað hefur núverandi ríkisstjórn gert rangt í stuttu máli? Hún hefur haft 100 milljörðum meira úr að spila en síðasta ríkisstjórn. Hún hefur stjórnað á tíma góðæris og hag- stæðra ytri skilyrða en ekki skipt þeim mikla tekjuauka sem hún hefur haft réttlátlega. Ríkissrjórn Davíðs Oddsson- ar hefur einnig sýnt mikinn yfirgang. Ég nefni gagnagrunnsmálið og hálend- ismálið þar sem ruðst var yfir skoðan- ir meirihluta þjóðarinnar. Ég nefni gíf- urlegar breytingar sem hún boðaði ekki í síðustu kosningum, svo sem að leggja niður félagslega íbúðakerfið. Hún hefur sýnt venjulegu fólki mikinn hroka og það er eins og þessir stjórnar- herrar átti sig ekki á því að á íslandi, hjá einni af ríkustu þjóðum heims, er töluvert mikil fátækt og misskipting. Rangindin eru þau að ríkisstjórnin hef- ur ekki skilað almenningi betri kjörum við þær góðu aðstæður sem ríkt hafa. Hvað um einkavœðinguna. Viltu snúa henni allri við aftur? Einkavæðing á rétt á sér, en þar verður fyrst og fremst að skoða al- mannahagsmuni. Það hefur ríkisstjórn- in ekki gert, t.d. í einkavæðirigu ríkis- bankanna, heldur hugað að því fyrst og fremst hvemig peningaöflin í þjóðfélag- inu og Kolkrabbinn kæmu sem best út úr þessu. Það gerði hún líka varðandi fjármagnstekjuskattinn. Honum var breytt í þá veru að þeir sem eiga pen- ingana og einkafjármagnið í landinu högnuðust sem allra best á breyting- unni. Almennir sparifjáreigendur fengu að borga fjármagnstekjuskattinn. Fjárfestingarbankinn fór á verði langt undir raunvirði, þar sem verið var að gefa fé skattgreiðenda. Hvað meðfélagslega ibúðakerfið? Ég tel að Samfylkingin muni beita sér fyrir því að félagslegir valkostir verði settir í öndvegi á nýjan leik. Þeir eru ekki til lengur. Þeir hafa verið aflagðir og því verður breytt komist Samfylkingin til valda. Efþú hefðir aðeins eitt kosninga- loforð til að gefa, hvað myndi það verða? Jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélag- inu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.