Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 7
¦ ÞRIDJUDAGUR 2. FEBRUAR 1999 Sameining gegn Árna Á laugardaginn kemur fer fram prófkjör sjálfstæðismanna 1 Suðurlandskjördæmi. Þrír sækj- ast ákveðið eftir fyrsta sætinu sem Þorsteinn Pálsson hefur skipað, en yfirgef- ur í vor. Árni Johnsen Vest- mannaeyjajarl, sem skipað hefur annað sætið, vill nú færast upp í það fyrsta - en þremenning- arnir ÓM Rún- Ástþórsson, framkvæmdastjóri Avinnuþróun- arsjóðs Suðurlands, Kjartan Ólaf'sson, leiðtogi íslenskra garð- yrkjubænda, og Ólafur Björns- son, lögfræðingur á Selfossi, sækjast einnig eftir því. Stuðn- ingsmenn Óla Rúnars teh'a sinn mann vera líklegastan til að geta skákað Árna Johnsen. En til að það takist verði stuðningsmenn Kjartans og Ólafs að sameinast um að setja Óla Rúnar í fyrsta sætið. Einhverjar þreifingar munu hafa átt sér stað um þetta... Gleraugnapósa í prófkjörsbaráttu samfylking- arinnar í Reykjavík birtust myndir af Heimi Má Péturssyni, hinum geðþekka tóbaksneytanda. Það er vart í frá- sögur færandi nema vegna þess að á myndunum hélt hann á gleraugum. Mynd- in gat gefið til kynna að hann væri að taka þau af nefinu eða serja þau upp - eða bara halda á þeim. Sandkornsritara var tjáð að hringl með gleraugu á mynd- um væri síður en svo til fram- dráttar í pólitík, jafnvel þó þau léðu myndum gáfulegt yfirbragð við fyrstu sýn. í því sambandi var rifjað upp að hér áður fyrr, þegar ákveðinn þingmaður og ráðherra tók niður gleraugun í sjónvarpi, hefðu margir sagt: Nú fer hann að ljúga... Mætti ég vera mótorhjól Flestum er enn í fersku minni varaformannsslagurinn í Fram- sóknarflokknum milli þeirra Sivjar Friðleifsdóttur og Finns Ingólfs- sonar í haust. Meðan á honum stóð orti þekktur hagyrðingur á Sauðárkróki, Sigfús Stein- dórsson, vísu - inn- blásna af mótorhjólseign Sivjar: Alla daga sœi sól, sœluna upp þaö rifiar. mœtti ég vera mótorhjól, millifóta Sivjar. Vesturfararnir Mikið var um það rætt í haust að Svavar Gestsson, sem hættir í pólitík í vor, hefði augastað á sendiherrastarfi í Helsinki og sækti fast að fá það. Voru lengi tald- ar líkur á að hann færi þang- að. En Kornelí- us Sigmunds- son, fyrrum forsetaritari, hreppti hnossið í Finnlandi fyrir áramót og verður þar eystra næstu árin. Síðan hefur ríkt nokkur óvissa um Svavar í þessu samhengi. En nú virðist hins veg- ar hafa rofað til í sendiherra- draumnum. Fullyrt er að Svavar verði skipaður sendiherra í Kanada með aðsetur í Quebec... , Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is Neytendur B2-vítamín: Marga skortir -vítamín Skortur á B2-vítamíni öðru nafni ríbóflavín er mjög algengur á Vest- urlöndum. Ef til vill ert þú í hópi þeirra sem ættu að kynna sér gagn- semi B2-vítamínsins og einkennin sem fylgja skorti á þessu vítamíni. B2 er vatnsleysanlegt eins og hin B-vítamínin. Ráðlagður dagskammt- ur af B2 fyrir fullorðna er 1,1 til 1,8 mg. Ráðlagt er að taka ívið stærri skammta á meðgöngutíma og með- an barn er á brjósti. Streita eykur þörfina á B2 og vlst er að margir þjást af streitu í amstri hversdagsins. Heilbrigt hár og neglur Gagnsemi B2 felst m.a. í því að það getur flýtt fyrir vexti og tímgun, B2 er einnig mikilvægt fyrir upp- Þessi holla og mettandi súpa er til- valin sem léttur hádegisverður eða sem forréttur að kvöldi til. Mettandi Minestra-súpa Þessi ítalska súpa, sem kölluð er Minestra, er bæði mettandi og holl. Uppskrift: 115 g smátt skornar makkarónur 30 ml ólífuolía 1 laukur 1 gulrót 11/2 lítri vatn 225 g ferskt spínat 2 tómatar 1 msk. rósmarín 2 msk. söxuð steinselja 2 pressuð hvítlauksrif 60 rifinn parmesanostur salt og pipar. Aðferð: 1) Skerið lauk, gulrót og sellerí í aflanga búta. 2) Hitið olíuna í stórum potti og brúnið grænmetið lítillega. Hrærið í á meðan. 3) Hellið vatninu yfir, saltið og piprið. Látið sjóða við vægan hita undir loki í 20 mínútur. 4) Á meðan er spínatið þvegið og síðan rifið í litlar ræmur sem síðan er bætt í pottinn og látnar sjóða í 10 mínútur. 5) Setjið tómatana augnablik í sjóðandi vatn, afhýðið þá síðan, fjar- lægið kjarnana og pressið gróflega með gaffli. 6) Bætið nú tómötum, makkarón- um, hvítlauk, steinselju og rósmar- ín í súpuna og látið krauma í 10 mínútur í viðbót. 7) Bragðbætið með kryddi. Gott er að strá rifnum parmesanosti yfir. Borið fram vel heitt. (Litlu Matreiðslubækurnar) -GLM barn á brjósti þurfa meira af B2 en ella. Einnig þurfa grænmetisætur og aðrir sem borða lítið af kjöti eða mjólkurafurðum að taka B2- vítamín. Ef þú ert á langvarandi matarkúr við magasári eða þjáist af sykur- sýki gæti þig skort þig B2-vítamín. Hins vegar skaltu ráðfæra þig við lækninn þinn ef þú ert á lyfjagjöf áður en þú breytir núverandi mataræði þínu eða hefur neyslu á B2-töflum. Eins og áður sagði er eirmig rétt að hafa í huga að öll streita eykur þörfina fyrir B- vítamín og þar á með- al B2-vítamín. (Bætiefnabiblían). -GLM Ofrískar konur þurfa aukið B2- vítamín á með- göngunni. byggingu heilbrigðrar húðar, nagla og hárs. Það getur líka hjálpað til við með- ferð munnsára, bólginna vara og tungu, styrkt sjón og dregið úr augnþreytu. Matvæli En hvaðan fáum við B2-vítamín- ið? B2 má m.a. fá úr í mjólk, lifur, nýrum, geri, ostum, grænu lauf- grænmeti, fiski og eggjum. B2 er hins vegar einnig fáan- legt í töfluformi og þá í mis- munandi styrkleika. Eins og Qest B-vítamínin er það áhrifaríkast í réttum hlut- föllum við hin B-vítamín- in. Því er rétt að leita ráða hjá heimilslæknin um eða lyfjafræðingi þegar B-vítamín er keypt. B2 hefur engin þekkt eituráhrif. En meðal mögulegra einkenna vægra umframáhrifa eru kláði, dofi, bruna- eða sviðatilfinning. Heilræði Konur sem nota getn- aðarvarnarpillur, eru barnshafandi eða með » vökvastýri • 2 loftpuða • > aftmiklar véiar • samlæsingar • rafmagn t rúðum og spcglum • styrktarbita f hurðum • • samlitaða stuðara • • Sérstaklega röskur og snúningslipur • Ein spameytnasta vélin á markaðnum Lægsta bilanatíðni nýrra smábíla, aðeins 1,6%' • Óvenju ríkulegur staðalbúnaður fyrir bíl í þessum verðflokki 1 SWIFT Aulo Reporf, 98 I Tcdinischer ílberwachungs I Verein, byggt ú meira en I 3 milljónum bila. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is TEGUND: GLS3d GLX5d VERÐ: 980.000 KR. 1.020.000 KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.