Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 Utlönd Stuttar fréttir Bandaríkin íhuga aö senda hersveitir til Kosovo: Stríðandi fylkingar styrkja stöðu sína Júgóslavnesk stjórnvöld reyndu í gær að bægja frá hættunni á hernað- araðgerðum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Kosovo á sama tíma og Bandaríkjamenn ræddu möguleik- ann á því að senda hersveitir til héraðsins ef stríðandi fylkingar komast að samkomulagi um frið. William Cohen, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði þó að ekki yrði sent fjölmennt lið til Kosovo. Ofbeldið kraumaði enn í suður- hluta Kosovo í gær þegar júgóslav- neski herinn og skæruliðar al- banskra aðskilnaðarsinna reyndu að styrkja stöðu sína fyrir samn- ingaviðræðurnar sem eiga að hefj- ast í Frakklandi um helgina. Vesturlönd héldu áfram að þrýsta á deilendur. Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði að hann hefði grænt ljós til að fyrirskipa loftárásir á stöðvar júgóslavneska hersins. Stjórnmálamenn og fjöl- miðlar sem hollir eru Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta brugð- ust ókvæða við þeim orðum Solana. Júgóslavneska stjórnin kallaði á fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna til að reyna að koma í veg fyr- ir að NATO gæti gert alvöru úr hót- unum sínum. „NATO er vopn í höndum eins eða tveggja ríkja sem hin beygja sig fyrir," sagði Milovan Bojic, aðstoð- arforsætisráðherra Serbíu. Slepptu sjávar- útveginum DV, Osló: íbúar Norður-Noregs eru stór- hneykslaðir en útgefandinn neitar að biðjast afsökunar. ínámsbók 10. bekkjar grunnskóla i samfé- lagsfræði í Noregi er ekkert fjallað um sjávarútveg, annan helsta at- vinnuveg landsins. Það þykir landsbyggðarfólki undarlegt. Samtók útvegsmanna kalla bókina þvælu og segja að hún gefi alranga mynd af norsku þjóðfé- lagi. Útgefandinn ver sig hins veg- ar með því að benda á að í námskrá standi ekkert um að fjalla skuli um sjávarútveginn, bara um höfuðþættina í atvinnu- lífinu. Þessi afsökun hefur síst orðið til að milda tóninn í norðan- mönnum sem lifa á sjávarútvegi. Rektor Fiskveiðiháskólans í Tromsö kallar bókina „dapurlegt dæmi um fordómana gegn sjávar- útveginum". -GK Bush og Dole myndu bæði sigra Gore George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, og Elizabeth Dole, fyrrver- andi yfirmaður Rauða krossins í Bandaríkjunum, myndu bæði sigra Al Gore, varaforseta Banda- ríkjanna, ef forsetakosningar færu fram nuna. Bush fengi 57 prósent en Gore 39. Dole myndi sigra Gore með 50 prósentum gegn 42. Þetta er niðurstaða skoð- anakönnunar Los Angeles Times sem birt var í gær. Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Dan Quayle, var 1 þriðja sæti hjá repúblikönum. Flestir demókratar vildu Gore fyrir forseta. Á eftir honum komu séra Jesse Jackson, Richard Gephardt, leiðtogi minnihlutans í fulltruadeild Bandaríkjaþings, Bill Bradley, fyrrverandi öldunga- deildarþingmaður. TIMAAÆTLUN FRIÐARVIÐRÆÐNA UM KOSOVO Bandaríkin og Bretland hafa ftrekað aö NATO muni beita valdi ef þörf krefur til ab knýja stríöandi fylkingar í Kosovo aö samningaboröinu FRÐARFERLÐ ÉaS5 Bretland H_H i^^^ D Þýskaland Italía Bandaríkin Rússland Bretland Frakkland Tengslahópsþjóðirnar sex hafa skipað júgóslavneskum stjórnvöidum og fulltrúum Kosovo-Albana að koma til friðarviðræðna í Frakklandi 6. febrúar NATO hefur heimilað loftárásir á Júgóslavíu þegar Jávier Solana, yfirmaður NATO, telur þörf á Solana segir að það voltí á hvort staðið verði við tímafrestinn 6. febrúar gj^ ét^ &fi &jð m miÁ Tengsl Júgóslavar Kosovo-Albanir Fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir umtalsverðri sjálfstjórn Kosovo og takmarka mjög þau atriði sem deilendur geta samið um Tengslahópurinn gefur ráðherrum skýrslu. Ráðherrar meta hvort árangurinn réttlætir einnar viku viðræður í viðbót til að Ijúka samningsgerð Ef viðræðurnar endast svona lengi og ef þær bera árangur verður engum landamærum breytt en Kosovobúar geta att von á raunuverulegum völdum og eigin lögregluliði, með landher NATO sér til fulltingis :j| Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ætlaði greinilega ekki að láta Serba komast upp með að reyna að kljúfa samstóðu Vestur- veldanna. Hann sagðist bjartsýnn á að hót- anir NATO og viðleitni Rússa til aö leysa deiluna eftir diplómatískum leiðum yrðu til þess að friður kæm- ist á í Kosovo. Schröder sagði eftir fund með Sol- ana og ígor ívanev, landvarnaráð- herra Rússlands, að hann ætti von á að viðræðurnar hæfust á réttum tíma og aö viðunandi niðurstaða fengist, eins og hann orðaði það. Vuk Draskovic, aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu, sagðist í gær telja að Slobodan Milosevic myndi samþykkja að ganga að samninga- borðinu. Milosevic á þó enn eftir að gefa formlegt samþykki sitt. Alþjóðlegir sendimenn í Kosovo sögöust hafa fengið samþykki allra nema Frelsishers Kosovo, skæru- liðasamtaka aðskilnðarsinna. Þeir hafa lofað að svara á miðvikudag. Christopher Hill, sendiherra Bandaríkjanna í Makedóníu sem hefur verið í forystu friðflytjenda, ræddi við leiðtoga albanska meiri- hlutans í Pristina, höfuðborg Kosovo um fyrirhugaðar samninga- viðræður. í för með honum var full- trúi Evrópusambandsins, Wolfgang Petritsch. Kötturinn Oscar lætur fara vel um sig fyrir utan bar nokkurn sem látinn var heita f höfuöið á honum, í Devonport á Nýja-Sjálandi. Meo Oscari á myndinni er rekstrarstjórinn, Laurence Henderson. Barinn hefur til sýnis ýmislégt sem tengist kvikmyndum og Hollywood. Eigandinn varð að breyta nafni staðarins vegna hótana Hollywoodmanna sem telja sig hafa einkarétt á öllu sem heitir Oscar, hvort sem það eru verölaunastyttur, barir eða kettir. Lögmaður Bandaríkjaforseta: Bað Monicu afsökunar Lögmenn Bills Clintons Banda- ríkjaforseta fengu í gær fyrsta tæki- færið til að yfirheyra Monicu Lewinsky, fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu. ístað þess að yfir- heyra hana báðust þeir afsökunar. Yfirheyrsla saksóknara fulltrúa- deildarinnar hófst um tvóleytið í gær fyrir luktum dyrum á May- flowerhótelinu í Washington. Yfir- heyrslunum lauk rúmlega átta í gærkvöld. Þetta var í 23. sinn sem Monica Lewinsky greindi frá ástar- sambandi sínu við Bandaríkjafor- seta. Allt sem hún sagði var tekið upp á myndband til þess að öldunga- deildarþingmenn geti hlýtt á svör hennar og tekið ákvörðun um hvort hún eigi að bera vitni í réttar- höldunum yfir for- setanum. Málsaðilar vildu ekkert tjá sig um yfirheyrslurnar en sjónvarpsstöðv- arnar CBS og CNN kváðust hafa það eftir heimildarmönnum að Nicole Monica Lewinsky. Seligman, lögmaður Hvíta hússins, hefði ekki lagt neina spurningu fyr- ir Monicu Lewinsky. í staðinn hefði lögmaðurinn lesið upp yfirlýsingu frá forsetanum þar sem hann baðst afsökunar á öllu sem Monica og fjöl- skylda hennar hefðu þurft að ganga í gegnum. í fylgd Seligmans voru lögmennirnir Cheryl Mills og David Kendall. Þau spurðu heldur einskis. Er þetta túlkað sem að saksóknur- um hafi ekki tekist að komast að neinu nýju við yfirheyrslurnar. Það var repúblikaninn Ed Bryant sem yfirheyrði Monicu Lewinsky. Byltingin 20 ára íranska klerkastéttin fagnar því um þessar mundir að tuttugu ár eru liðin síðan Pahlavi keisara var steypt af stóli og Khomeini erkiklerkur tók öll völd. Atyrðir spákaupmenn Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, veittist harkalega að spákaupmönnum í gær. Hann sak- aði þá um að leggja hlutabréfa- markaði rúst og jafnvel efnahags- kerfi heilu þjóð- anna. Hann lét orð í þessa veru falla á fundi helstu efnahagsspekinga heims í fjallabænum Davos í Sviss. Flótti frá Bissau Harðir bardagar blossuðu upp í höfuðborg Afríkuríkísins Gíneu- Bissau í gær og lögöu íbúar borg- arinnar margir hverjir á flótta. Alnæmisveiran úr apa Vísindamenn í Banaríkjunum hafa uppgötvað aö alnæmisveiran er komin úr simpansa í menn. Uppgötvun þessi gæti leitt til þess að auðveldara verði að þróa bólu- efni gegn þessum sjúkdómi sem hefur lagst á 35 milljónir manna um heim allan. 30 þúsund á flótta Nær 30 þúsund manns eru á flótta i Búrúndí eftir fjöldamorð undanfamar vikur. Bæði stjðrn- arherinn og uppreisnarmenn hút- úa eru sakaðir um voðaverkin. Hermenn gegn mafíunni ítölsk yfirvöld ætla að senda 500 hermenn til Sikileyjar til að- stoðar lögreglunni þar í barátt- unni við mafíuna. Saka Starr um leka Hvíta húsið sakar ðháða sak- sóknarann Kenneth Starr um að reyna að hafa áhrif á réttarhöldin yfir Bill Clinton Banda- ríkjaforseta með því að leka upplýsingum um að hann ætli ef til vill að ákæra for- setann á meðan hann situr í emb- ætti. Ætla lögmenn Clintons að höfða mál á hendur Starr fyrir að leka upplýsingunum. Fjöldamorö í Alsír Sjúkrahússtarfsmenn í Alsír segja tólf menn hafa verið skorna á háls aðfaranótt mánudags. Fjöldamorðin voru framin nálægt bænum Chlef. Bjór handa grísunum Bóndi í Motala í Svíþjóð vill kaupa 18 þúsund dollur af smygl- uðum sterkum bjór handa grísun- um sínum. Bjórinn hefur verið í geymslu lögreglunnar í tvö ár frá því að smyglararnir áfrýjuðu. Sprenging hjá Ford Einn lét lífið og tugir slösuðust er sprenging varð í Fordbílaverk- smiðjunni í Dearborn í Michigan í gær. Þriggja er saknað. Vísaö frá Hollandi Kúrdíski PKK-leiðtoginn Abdullah Öcalan gerði aðfaranótt mánudags mis- heppnaða tilraun til að komast til Hollands. Þetta til- kynnti lögmaður Kúrdaleiðtogans í gær. Hafði Öcalan hug á aö komast til Alþjóðadómstólsins í Haag og biðja hann um að miðla málum í deilu Kúrda og Tyrkja. Hollensk útvarpsstað sagði Öcalan hafa stefnt tíl Aþenu. Áttburi úr hættu Þriðja barnið af sjö áttburanna sem lifa er nú úr hættu. Er það Ebuka sem fæddist 8. desember síðastliðinn í Texas. Sjö systkini hennar voru tekin með keisara- skurði 20. desember. Það minnsta dó 27. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.