Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 11
JL? ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 ennmg íslensku bókmenntaverðlaunin til öndvegismanna: Birtingsmenn blíva Þeir stóðu ekki saman í fyrsta skipti á Bessastöðum í gær, Thor Vilhjálmsson og Hörður Ágústsson, þegar þeir tóku á móti íslensku bókmenntaverðlaununum. í hartnær hálfa öld hafa þeir verið samherj- Eir í íslensku menningarlífi, skapað lista- verk hvor á sínu sviði og uppfrætt þjóð sína, jafnvel atyrt hana og hirt. Þeir sátu saman í stjóm Birtings, tímaritsins sem braut blað í íslenskri menningarsögu á sjötta áratugnum, ásamt stofnanda hans, Einari Braga, risu upp gegn lágkúrunni og gáfu fólki nýj- ar viðmiðanir. Til dæmis ritar Thor eina af sinum frægu Syrpum í 3. hefti Birtings 1955 og er loka- þátturinn af nýjum minnis- merkjum um skáld og menn- ingarfrömuði. Þegar hann hefur hæðst grimmilega að minnismerkjum um Stephan G. og Bólu-Hjálmar segir hann: „Þá kemur í hugann nýjasta afrekið. í Ólafsdal hefur verið reist intim nær- fataginumynd af karli og konu sem hafa verið flett klæðum af sérkennilegri smekkvísi og sett ofan á af- káralega hleðslu hlóðum lík- asta. Þetta er í orði kveðnu til að minnast mikilhæfs manns Torfa Bjamasonar og konu hans og gildir þar eins og viðar hér á landi að kot- ungsskapurinn hreykir sér þar 'sem sizt skyldi." í sama Birtingshefti skrif- ar Hörður sína fyrstu grein um nútímabyggingarlist og byrjar á að benda á hnignun byggingarlistar á 19. öld. Þá „hófst hin mikla stílstælingaralda sem flætt hefur yfir heiminn síðan,“ segir hann og bætir við innan sviga: „Við þurf- um reyndar ekki að fara til stærri né eldri borga en Reykjavíkur til að sjá dæmi um þetta, sbr. Fossvogskapellu (rómanskur stíll), Landakotskirkju (gotneskur) og Landsbankann (renesans).“ íslensku bókmenntaverðlaunin hlutu þeir fyrir nýjustu stórvirki sín. Thor Vil- hjálmsson gaf út síðastliðið haust hjá Máli og menningu sína Sturlu sögu Sig- hvatssonar sem hann nefnir Morgunþulu í stráum og fékk fádæma góðar viðtökur gagnrýnenda og almennra lesenda. Um hana skrifaði Jón Yngvi Jóhannsson hér í DV: „Það felst ávallt áhætta í því fyrir ís- lenskan höfund að ganga á hólm við fom- sögumar, örfáar slíkar skáldsögur hafa hlotið viðurkenningu til lengdar - og var gefin út af Húsafriðunamefnd, ein- stakt fræðirit bæði í íslensku og alþjóð- legu samhengi og fágætlega fallega hönn- uð, eins og allar bækur sem Hörður kem- ur nálægt. Löngum hefur verið viðtekið á íslandi að þjóðin eigi engan menningararf sem nái máli nema í bókmenntum en Hörður sýnir í byggingasögu sinni að þjóðin hefur ekki bara hrófað upp kofum gegnum aldimar heldur velt vandlega fyr- ir sér útliti og faginfræði húsa. Torfbæ- Þessi mynd er úr safni DV og sýnir Hörð Ágústsson óska Thor Vilhjálmssyni til hamingju með Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs snemma árs 1988. í fangi afa síns er Margrét Edda Örnólfsdóttir, sonardóttir Thors. í gær óskuðu þeir hvor öðrum til hamingju. kannski bara ein. Morgunþula í stráum er alvarleg og vel heppnuð glíma af þessu tagi. Hún er frjó samræða við fomsögu og bætir nýrri vídd i höfundarverk Thors, réttir okkur ný gleraugu á ýmislegt í eldri verkum hans og kastar nýju ljósi á eina af fomsögum okkar og einhverja nafhtoguð- ustu hetju þeirra." Verðlaunabók Harðar Ágústssonar heitir fslensk byggingararfleifð 1750-1940 imir em einstæðir í byggingarlistarsögu heimsins, menningaraifieifð sem við get- um verið stolt af. Hörður hefur stundað rannsóknir á byggingararfleifðinni allt frá sjötta ára- tugnum. Hann hlaut íslensku bókmennta- verðlaunin 1991 fyrir bókina Skálholt II. Kirkjur. DV óskar Thor og Herði innilega til hamingju með verðskuldaðan heiður. Bannað að klappa Af og til era haldnir trúar- legir tónleikar í Hallgríms- kirkju. Þeir era einhvers kon- ar blanda af helgiathöfn og tónleikum; áheyrendur eru beðnir um að klappa ekki á milli verka og helst halda kyrru fyrir i hléinu. Oft hefur skapast magnþrangin stemn- ing á slíkum stundum, en tón- listin verður auðvitað að vera hrífandi ef fólk á ekki að. spretta upp úr sætinu í hléinu til þess að viðra sig. Því miður var hléið kær- komið á tónleikum Schola cantorum á sunnudaginn. Ekki þó vegna þess að söngur- inn væri slæmur, öðra nær - Schola cantorum hefur vakið verðskuldaða athygli bæði hér á landi og erlendis, raddimar era tærar og prýðilega sam- stilltar. En öll verkin fyrir hlé vora svo keimlík að það var eins og maður væri að heyra sama fimm mínútna lagið end- urtekið í sífellu í næstum því klukkutíma. Viðkomandi tón- skáld, Tallis, Sheppard og Palestrina vora allir uppi á sextándu öld, tónverk þeirra vora samin eftir ströngum for- múlum trúartónlistar og þó þau séu fógur I hófi era þau óneitanlega leiðigjöm til lengdar ef þau era ekki hluti af einhvers konar helgisið - eða bara í bakgranni á fónin- um heima í stofu. Eftir hlé var snúið við blað- inu og flutt verk eftir tvö nú- tímatónskáld. Hið fyrra var eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Clarcitas frá árinu 1992, texti úr 1. Kórintubréfi Biblíunnar, aðeins lagfærður af tónskáld- Tónlist Jónas Sen inu. Verkið hófst á einfoldu stefbroti frá orgelinu og var síðan spunnin út frá því hin voldugasta tónlist sem stig- magnaðist í kyngimögnuöu samtali orgels og kórs. Útkom- an var áhrifarík, enda fram- vindan rökrétt og form verks- ins einfalt en hnitmiðað. Trú- artónlist Þorkels er jafhan ein- læg og falleg, laus við óþarfa pælingar; tónskáldið tcdar tungumál hjartans í tónum og er ekkert að orðlengja neitt. Síðara verkið var Sam's Mass eftir John A. Speight frá árinu 1997. Textinn er úr lat- nesku sálumessunni en einnig úr ljóðasafninu Songs of Inn- ocence and Experience eftir William Blake. Þetta er dapur- leg tónlist og ekki aðgengileg, til þess er form hennar of margbreytilegt, einnig era lag- línumar erfiðar og hljómamir ómstríðir - nema í endann. En manni er haldið vakandi með ísmeygilegum hljómaklösum úr litlum tvíundum, örglissandóum óbósins, einnig muldri og sundurlausu tali á meðan óbó og einsöngvari halda laginu gangandi, og öðr- um álíka effektum. Sam’s Mass er á margan hátt áheyri- legt tónverk, en maður þarf að heyra það oftar til að meðtaka það almennilega. í heild voru þetta áhuga- verðir tónleikar, kannski hefði farið betur ef efnisskráin hefði ekki verið svona krónólógísk og gömlu tónverkunum dreift á milli hinna nýju í stað þess að hafa þau öll saman fyrir hlé. Hljóðfæraleikur og söngur voru frábær, og óneitanlega er stjómandi kórsins, Hörður Ás- kelsson með músíkalskari mönnum hérlendis, hann hef- ur líka betri tilfinningu en nokkur annar fyrir akústík- inni i Hallgrímskirkju. Tónleikar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 31. janúar. Schola cantorum, kam- merkór við Hallgrímskirkju. Á efnisskrá, Tallis: Þrjár 4 radda mótettur, Sheppard: The Lord s Prayer, Palestr- ina: Missa dies sanctificatus, Þorkell Sigurbjörnsson: Clac- itas, John A. Speight: Sam's Mass. Einsöngvari: Marta G. Halldórsdóttir, sópran, ein- leikari: Daði Kolbeinsson óbóleikari, orgelleikur: Dou- glas Brotchie, stjórnandi: Hörður Áskelsson Shakespeare og Evrípídes í desember síðastliðnum hófst leiklestrarsyrpa Leik- félags Reykjavíkur á lestri tveggja leikrita, Lífið er draumur eftir Calderón de la Barca og Ofjarlinum eftir Pierre Comeille. Var þetta í fyrsta sinn sem leikrit þessi voru flutt opinberlega á íslandi. Nú á að halda lestrinum áfram, og annað kvöld kl. 20 veröur harmleikur Evrípídesar Hippólítos fluttur á Lilta sviði Borgarleikhússins. Viku seinna, miðvikudaginn 17. febrúar á sama tíma, verður Kóríólanus eftir William Shakespeare leiklesinn. Öll era þessi leikrit þýdd af Helga Hálfdanarsyni. Kóriólanus er ekki meöal þekktustu verka Shakespe- ares en fjallar þó um mikla hetju, og era aðeins um fimm ár síðan konunglegi Shakespeareleik- flokkurinn í Englandi setti upp mjög umtalaöa sýningu á því verki. Hippólítos er hins vegar meðal þekktustu verka Evrípídesar, frá því um 428 f. Kr. Geta má þess að leikritið Fedra eftir Jean Racine, sem Þjóðleikhúsið hef- ur í hyggju að setja á svið, er byggt á þessu leikriti Evrípídesar. Himnaríki erlendis Leikritið Himnariki eftir Áraa Ibsen heldur áfram sigurfor sinni um veröldina. Nú síðast var það sýnt í Sænska leikhúsinu í Ábo i Finnlandi undir stjórn Hilm- ars Jónssonar sem stjómaði líka hinni rómuðu upp- ranalegu sýningu í Hafnarfirði og í Borgarleikhúsinu í Uppsölum í Svíþjóð undir stjóm Peters Engkvists sem menn minnast frá dásamlegri uppsetningu hans á fjöl- bragðasýningunni Ormstungu í Skemmtihúsinu. Um báðar sýningar er skrifað í stórblöð og héraðsblöð og eftirtektarvert hve ítarleg og vel unnin umfjöllunin er. Allir leggja gagmýnendur áherslu á hvað leikritið sjálft sé frumleg og vel heppnuð tilraun með leikhús- formið, Sven Hansell í Dagens nyheter segir að verkið fjalli um ytra borð og inmi menn, yfirboröslega fram- komu og ekta tilfinningar og kallar form þess snilldar- bragð. Nokkrfr nefna að það hafi runnið upp fyrir þeim smám saman aö leikararnir fá aldrei að ganga út af sviðinu; sérhver útganga sé einnig innkoma - hinum megin. „Þetta flytur verkið á tilvistarheimspekilegt plan,“ segir einn rýnandinn. Ekki era gagmýnendm sammála um hvað beri að leggja mikla tákmæna merkingu í leikritið. „Ég held að maðm eigi ekki að oftúlka Himnmíki,“ segir einn sænskm gagnrýnandi, og annar fmnskm segir: „Meist- araleg sýning sem býðm ef til vill upp á fleiri flugelda en raunverulega dýpt en sem er svo fyndin og heillandi að það truflar mann aldrei." Gagnrýnandi Hufvudstads- bladets í Helsinki kemst að þeirri nið- mstöðu að undir drepfyndnu yfir- borði sé alvarleg undiralda. „Himna- rílci er dálítið sorg- legur gamanleik- ur,“ segir hann, og Bror Rönnholm hjá Ábo und- errettelser finnst ekki nóg áhersla lögð á hinn tragíska undirtón verksins í sýning- unni. „Sýningin er einn gjörningur frá upphafi til enda, viðburða- rík og rosalega skemmtileg," segir gagnrj „Þetta sem hægt að hlæja burt þó að maðm hlæi stanslaust allan tímann," segir annar finnskur. Margir leggja áherslu á að þetta sé leikrit fyrir ungt fólk, unglinga, þó að vissulega hafi fullorðnir líka gaman af því. „Ást, af- brýði, kynlíf, vinátta og siðareglm eru miðlæg í óreiðu- fullu lífi ungmenna," segir einn gagnrýnandinn, allt þetta tekur verk Árna fyrir að hans mati og leysir til- finningar og hvatir úr læðingi með áfenginu sem persón- mnar innbyrða í sumarbústaðnum. Þær era að leita fyr- irmynda - í kvikmyndum, poppheiminum og tískuheim- inum - um leiö og þær leita að sjálfum sér. „Veggminn milli sviðanna tveggja skilm á milli heims kvenna og karla, milli þess að vera „inni“ og „úti“ og getur þar að auki verið tákn um skort á sjálfsvitund og þroska,“ seg- ir í einni greininni. Leikstjóramir fá mikið hrós fyrir sitt framlag. Einn finnski gagnrýnandinn nefnir sérstaklega leikgleðina sem hafi ríkt á sviðinu og ber þessa sýningu saman við aöra stærri og viðameiri á Carmen í sama leikhúsi fyrr í vetm, Himnaríki í hag - „mann langaði mest til að æða upp á svið og fá að vera með!“ Umsjón Silja ASalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.