Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1999 Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIDJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins ! stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Samfylking eðalkratans Alþýðuflokkurinn gleypti Alþýðubandalagið og Þjóð- vaki gleypti Alþýðuflokkinn í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Reykjavík. Þjóðvaki er kominn heim og raðaði sér í efstu sæti framboðslistans, en Alþýðubandalagið stað- festi, að það er að niðurlotum komið í pólitík. Nú kljúfa forverar Alþýðubandalagsins ekki lengur Al- þýðuflokkinn og skipta um nafn. Alþýðuflokkurinn hefur snúið taflinu við, klýfur Alþýðubandalagið og skiptir um nafn. En hann er áfram Alþýðuflokkurinn og hefur valið sér týnda eðalkratann í efsta sæti framboðslistans. Samfylkingin getur ekki vikið sér undan forustu eina eðalkratans í þingmannssætum listans, Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Hún var um tíma hrakin úr áttavilltum flokki sínum, en beið síns tíma og er nú komin heim með feikn- arlegt fylgi og páhnann í höndunum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur reynzt öðruvísi en aðrir stjórnmálamenn íslenzkir. Hún er málefnaföst fremur en samningalipur. Sem ráðherra tók hún ekki þátt í lúxus- leikjum kolleganna. Sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar mun hún egna ferska storma gegn ládeyðunni. Fyrirhuguð formennska Margrétar Frímannsdóttur í Samfylkingunni er snögglega úr sögunni. Jóhanna Sig- urðardóttir er hinn raunverulegi leiðtogi, enda mun væntanlegt prófkjör í Reykjaneskjördæmi staðfesta, að Alþýðuflokkurinn er allsráðandi í Samfylkingunni. Alþýðubandalagið hefur raunar átt eríitt með að manna sæti sín á sumum framboðslistum Samfylkingar- innar í öðrum kjördæmum. Og væntanlegir þingmenn úr röðum flokksins munu sóma sér vel í útvíkkuðum Al- þýðuflokki undir róttækri forustu Jóhönnu. Með prófkjörinu er Alþýðuflokkurinn loksins kominn heim til sín sem eðalkrataflokkur Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Hann verður að vísu að skipta um nafn og kalla sig Samfylkingu jafnaðarmanna til að minna á, að hann sé breiðfylking íslenzkrar stjórnarandstöðu. Þótt margir Alþýðubandalagsmenn séu ósáttir við út- komuna og sumir þeirra hverfi á vit annarra framboða, er ljóst, að prófkjörið í Reykjavík markar þau tímamót, að samfylkingin er ekki lengur höfð að háði og spotti og getur farið að afla sér fylgis óákveðinna kjósenda. Fram að prófkjörinu birtist samfylking jafnaðarmanna almenningi sem hópur hagsmunagæzlufólks, sem þjark- aði endalaust um hólf og sæti á framboðslistum. Nú er það svartnættisskeið að baki. Samfylkingin er komin með kunnuglegan svip, sem getur aflað fylgis. Núverandi ríkisstjórnarflokkar vilja gjarna halda áfram samstarfi sínu eftir kosningar. Eftir prófkjörið í Reykjavík er útvíkkaði krataflokkurinn undir stjórn Þjóðvaka orðinn að sterkri stjórnarandstöðu, sem hefur burði til að velgja ríkisstjórninni undir uggum. Ekki er enn hægt að sjá, hvort samfylking jafhaðar- manna verður að hliðstæðu afli og jafhaðarflokkar víða um Vestur-Evrópu. Fyrir prófkjör var tómt mál að tala um slíkt, en nú er skyndilega unnt að leika sér að hug- myndum um eitthvert slíkt ferli hér á landi. Fá eða engin dæmi þess eru hér, að eitt prófkjör valdi slíkum straumhvörfum sem þetta. Fyrirfram var vitað, að í því mundi felast sögulegt uppgjör tveggja stjórnmála- flokka um arfleifð upphaflega Alþýðuflokksins, en út- koman var eindregnari en menn bjuggust við. Alþýðuflokkurinn hefur gleypt Alþýðubandalagið og Þjóðvaki hefur gleypt Alþýðuflokkinn. Til valda í samfylkingunni hefur brotizt sjálfur eðalkratinn. Jónas Kristjánsson Tryggja ber aðgengi Alþingis að kerfinu, svo að þingmenn geti sinnt stjórnarskrárbundnu eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdavaldinu, segir m.a. í grein Árna. Opnum stjórn- kerfið Stjórnkerfið á aö vera opið og gagn- sætt. Á þeim vett- vangi hefur miðað í rétta átt á umliðnum árum, sumpart vegna þess að aðild okkar að EES og þar með tenging okkar regluverki ESB hef- ur sett á okkur stífar kvaðir um að fara eftir sameiginlegum reglum Evrópusam- bandsins á þessum og fleiri sviðum. Það er umhugsunarvert að við þurfum að fá þrýsting „að utan" til að taka okkur tak varðandi samskipti „kerfisins" og ein- staklinganna sem hið fyrrnefnda er sett á stofn til að þjóna. - Ég vil nefha hér nokkur atriði sem brýnt er að tek- ið verði á fyrr en síð- ar. Kjallarinn Guðmundur Arni Stefánsson alþingismaður ur verið á því. Kveður svo rammt að því að erindum fólks er ekki svarað innan tilskilins frests og lögvarið að- gengi að upplýsingum er stundum torsótt. Uppstokkun raðuneyta Ég vil stokka upp skiptingu ráðuneyt- anna og verkefni þeirra. Til greina kem- ur að sameina at- vinnuvegaráðuneytin í eitt, huga að stofnun jafhréttisráðuneytis og skipta heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu (sem í dag tek- „Það er umhugsunarvert að við þurfum að fá þrýsting „að utan" til að taka okkur tak vardandi samskipti „kerfisins" og ein- staklinganna sem hlð fyrrnefnda er sett á stofn tll að þjóna." Upplýsingalög Upplýsingalög þurfa að vera í sífelldri endurskoð- un. Þar er réttur einstaklinga gagnvart upplýsingum úr kerfinu tryggður að vissu marki. Þau lög þarf hins vegar að endurskoða og endurbæta í ljósi reynslu þessara fyrstu ára frá setningu þeirra. Jafnframt þarf að gera opinberum stofnunum, ráðuneytum, undir- stofnunum ríkisins og sveitarfé- lögum það ljóst að eftir þessum lögum ber að fara. Misbrestur hef- ur til sín yflr 40% af fjárlögunum). Enn fieiri atriði ber að skoða. Yfirstjórn ráðuneyta, ráðuneyt- isstjórar og æðstu embættismenn eiga að vera hreyfanlegir í kerf- inu en ekki mosavaxnir á sama stólnum áratugum saman. Ég vil halda áfram að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Málefni fatl- aðra eru svo næst á dagskrá, einnig framhaldsskólarnir. Þá þykir mér einsýnt að fyrsta stig heilbrigðisþjónustunnar, heilsu- gæslan í landinu, flytjist á hendur sveitarfélaganna. Eftirlitshlutverk Alþingis Þá ber að tryggja aðgengi Al- þingis að kerfinu til að þingmenn geti sinnt stjórnarskrárbundnu eftirlitshlutverki sinu með fram- kvæmdavaldinu. í seinni tíð hefur færst í vöxt að ríkisfyrirtækjum er breytt í hlutafélög. Þá um leið lok- ast á leiðir til að fá eðlilegar upp- lýsingar úr bókhaldi og rekstri þessara ríkishlutafélaga. Það er auðvitað fráleitt. Ég hef fiutt frumvörp á Alþingi til að taka á þessari meinloku og opna á þetta aðgengi þingmanna að upplýsingum þessara hlutafé- laga sem ríkið á að helmingi eða meiru, s.s. í ríkishlutabréfabönk- unum, Símanum hf., Póstinum hf., Stofnfiski hf. og fleiri stórum og smáum fyrirtækjum. Ég vil jafnframt stórauka mögu- leika Alþingis til að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Setja á stofn þingnefndir sem hafi ráð- rúm til að rannsaka ofan í kjöl- inn mál sem upp koma og verð- skulda nákvæma umfjöllun. Stundum er tilefnið vegna skýrslna Ríkisendurskoðunar, eða Umboðsmanns Alþingis, eða ein- faldlega að upplýsingar koma fram í fjölmiðlum eða annars staðar sem kalla á athugun þingsins. Meginatriðið er samt að stjórn- kerfið á og þarf að vera í sífelldri endurskoðun. Því einu megum við aldrei gleyma í þessu samhengi. - Stjórnkerfið er til fyrir fólkiö í landinu en ekki öfugt. Guðmundur Árni Stefánsson Skoðanir annarra Æruvernd hinna látnu „Þótt sjálfsímynd manns sé vitanlega ekki vernd- arandlag eftir andlátið fer mannorð hans ekki með honum í grófina. ... Ættmenni látinna manna, aðrir aðstandendur þeirra og vinir, láta sér að jafnaði einnig annt um mannorð þeirra, sem á braut eru farnir.... Eðlilegt er því, að löggjöfin verndi æru lát- inna manna, þótt þar um gildi nokkur afbrigði frá hinum almennu reglum, sem ætlað er að vernda lif- andi menn. ... Almennur skilningur er víðast á því, að þjóðþingin verði að láta sig þetta málefni varða og heimila séstök verndarúrræði sökum þess, að hinir látnu geta ekki sjálfir borið hönd fyrir höfuð sér. Aðrir verða að hafa uppi varnir, í þeirra stað, einstaklingar eða opinberir valdhafar i nafni al- mannahagsmuna." Páll Sigurðsson í Mbl. 30. jan. Engir ellilífeyrisþegar „Mér er sagt að sá sem er biskup verði alltaf bisk- up og sá sem er læknir hann sé alltaf læknir og eng- um dettur í hug að nefna þá ellilífeyrisþega, þegar þeir verða 67 ára, eða hvað? En þeir fara á eftirlaun á vissu skeiði í lifinu. Og nú er ég komin að kjarn- anum. Ég vil að við steinhættum að nota þetta ljóta orð og verðum eftirlaunafólk frá 67 ára aldri, hvaö- an sem greiðslurnar koma. ... Væri nú ekki upplagt að nota þetta „ár aldraðra" til þess að steinhætta að nefna okkur ellilífeyrisþega en nota þess í stað kurt- eislegra orð: Eftirlaunafólk?" Anna Snorradóttir í Mbl. 29. jan. Kurteisi í tölvupósti „Flestir létta sér störfin með tölvupósti og könnun hér á landi hefur sýnt að boðmiðlun er betri innan fyrirtækja sem nota tölvupóstkerfi og starfsánægja þvi meiri. Hins vegar verður að gæta þess að láta ekki hraðvirkni tölvupóstsins villa sér sýn. Ef eitt- hvað kveikir viðbrögð, reiði eða særindi, kann ekki góðri lukku að stýra að setjast við lyklaborðið, hamra allar hugsanir sínar á blað og senda af stað, til viðskiptavina, yfirmanna eða undirmanna. Stand- ið upp, teygið úr ykkur, fáið ykkur kaffibolla og at- hugið eftir nokkra stund hvort orðalagið var ekki óþarflega harkalegt. Betri er bið en bráðræði." Hanna Katrín Friðriksen í Lesbók Mbl. 30. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.