Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1999 13 Gamli og nýi tíminn Við erum að losna úr gömlum viðjum. - Sam- eiginlegt framboð Al- þýðuflokks, Alþýðuband- alags og Kvennalista er orðið aö veruleika. Með samfylkingu flokkanna sem fram að þessu hafa ekki borið gæfu til að starfa sem eitt sterkt stjórnmálaafl er draum- ur vinstri manna að ræt- ast. í sveitarstjórnakosn- ingunum í vor var lagður grunnur að samstarfi sem nú blómstrar á landsvísu. Þetta er stærri og sögulegri viðburður en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Kastljósið hefur beinst meira að togstreitu um framboðsaðferðir en þeirri staðreynd að flokkar sem áður tókust á fylkja sér nú um sameiginleg markmið. Sterkir hópar eru að sameinast til átaka og munu móta stjórnmál nýrrar aldar. Þetta fólk gerir sér grein fyrir að breyttir tímar kalla á ný vinnubrögð. Að peninga- hyggja og sérhagsmunir sem nú blasa hvarvetna við eru andstæð- ingar almannahagsmuna. Skörp skil í pólitíkinni í landsmálapólitlkinni má nú Kjallarinn greina skörp skil. Á síðasta kjör- tímabili hefur rík- isstjórnin staðið vörð um sérhags- muni. Þeir hafa m.a. ¦ endurspegl- ast í einkavina- væðingu sem nemur hundruð- um milljóna, ef ekki milljörðum króna. í viðhorf- um og lögum sem snerta fólk á vinnumarkaði og í forgangsröðun velferðarmála þar sem t.d. málefni aldraðra og ör- yrkja eru léttvæg fundin. En sér- _ staklega víkja al- mannahagsmunir þegar sameiginlegar auðlindir okkar eiga í hlut. Á síðasta ári fjallaði Alþingi um þrjú stór mál sem snertu sameig- inlegar auðlindir. Stjórnarflokk- arnir afgreiddu þessi mál út frá þröngum sérhagsmunum en ekki I þágu fólksins í landinu. Tekist var á um hálendismálin, bæði um yfirráð auðlinda í jörðu og að skipta hálendinu upp á mílli aðliggjandi sveitarfélaga. Þeirri aðgerð, sem beitt var við gagnagrunninn með öllum heilsu- fars- og ættfræðiupplýsingum landsmanna og voru afhentar ein- um manni til afnota, er nú líkt við stjórnarhætti í Indónesíu og Mexíkó í virtum erlendum frétta- blöðum. Og þegar ríkissrjórnin fékk á sig hæstaréttardóm vegna laga Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður og formaður þingfiokks jafnaðarmanna „V/ð höfum tekið ákvörðun um samfylkingu. I bjartsýni og trú á nýja framtíð, breytt vinnubrögð og betra mannlíf. Nú reynir á hug- sjónir, visku og löngun til að fé- lagslegt réttlæti sé haft að leið- arljósi." um úthlutun veiðileyfa þá vék hún sér einfaldlega undan í stað þess að bregðast við. Sérhagsmun- ir voru festir enn betur í sessi m.a. með heimild tn að selja sókn- ardaga eins og aflaheimildir. Breyttir tímar í gamla daga voru þingmenn uppteknir við úthlutun af ýmsu tagi. Þeir sátu í hinum og þessum stjómum haftatímabilsins og út- hlutuðu eftirsóknarverðum leyf- um. Jafnaðarmenn hafa barist gegn haftastefnu og einokun. Þeir hafa ekki skipað þingmenn í stjórnir peningastofnana í áratugi. Úthlutun leyfa eða hlunninda á pólitískum forsendum er tæki gamla timans. En svo kom hæstaréttardómur- inn. Þá ákvað stjórnarmeirihlutinn í sjávarútvegsnefnd að ráðstafa til —I Byggðastofnunar sérstökum kvóta- potti til úthlutun- ar. Afar athyglis- verð ákvörðun þar sem tveir stjórnar- liðar í sjávarút- vegsnefnd - annar þeirra formaður nefndarinnar sitja í stjóm Byggðastofnunar. Þessir menn hafa nú afhent stjórn sinni kvóta og það verður fróðlegt að fylgjast með hverjir munu njóta hans. Við höfum tekið ákvörðun um samfylkingu. í bjartsýni og trú á nýja framtíð, breytt vinnubrögð og betra mannlíf. Nú reynir á hug- sjónir, visku og löngun til að félags- legt réttlæti sé haft að leiðarljósi. Ég hvet ykkur öll til þátttöku í prófkjöri samfylkingarinnar í Reykjanesi. Að vera með að móta nýja tíma. Rannveig Guðmundsdóttir „Sterkir hópar eru að sameinast til átaka og munu móta stjórnmál nýrrar aldar," prófkjöri Samfylkingarinar í Reykjavík. segir Rannveig m.a. í greininni. - Kjósendur flykkjast á kjörstað í Stiórnarandstaða í golfi „Golf er tómstundagaman heldri manna." - Þessí staðhæfing kom upp í huga mínum er ég las í smá- frétt í DV nýlega um golfspil eins af þingmönnum stjómarandstöðu I sól og sælu í Vesturheimi. Á sama tíma var barist á Alþingi um mikilvægasta mál minnar og kom- andi kynslóða: sameign þjóðarinn- ar - auðæfi hafsins. Ofangreind yfirlýsing um golf er ekki mín heldur fyrrverandi vinar míns og íslandsvinar hvers áhuga- „Samfylking lýðræðisjafnaðar- manna er nú að ve//a kylfur til sóknar gegn sitiandi íhaldsstjórn. Hefðbundinn barlómur um bág kjór þingmanna, meðal annars frá þingmónnum stjórnarandstóðu, sýnir best hin lágu fell hugsjóna sem þar rísa.a mál var hámarksefling líkams- krafts. Nokkuð sem hann fram- kvæmdi meðal annars á sjálfum sér og stökk hann á heimsins hæstu verðlaunapalla. Persónu- lega hef ég einu sinni tekið í golf- kylfu á golfvelli rétt hjá Húsavík nyrðra. Er það síðan sannfæring mín að golf sé ágætt tóm- stundagaman „skrifstofumanna", svona svipað og skák, kotra, keila og annað þess háttar sem ekki fell- ur heldur innan míns áhugasviðs. Val á kylfum Samfylking lýðræðisjafnaðar- manna er nú að velja kylfur til —L sóknar gegn sitj- andi íhalds- stjórn. Hefðbund- inn barlómur um bág kjör þing- manna, meðal annars frá þing- mönnum stjóm- arandstöðu, sýn- ir best hin lágu fell hugsjóna sem þar rísa. Sennilega er ver- ið að undirbúa „samtryggingar- frumvarp" í þá vem er lauma á í löggjöf að morgni á síðasta degi núverandi þings - klukkan 6.30 stundvíslega (svo fremi að enginn fréttamaður sé á staðn- um!). Vísað er til „hæfi- leikamanna" sem ekki fást til að taka þátt í nú- verandi „samtryggingar- stjórnmálum" (og bera meira kjöt i pottinn). Liklega er helst átt við annars vegar hrák- greidda fjármálaspek- úlanta er spá í spil ís- lenskra kauphalla og hins vegar til „félags- málafursta úr skólum". Hvort tveggja auðvitað ágætisviðbót I hina sam- tryggðu „hjörð skrif- stofumanna" sem hafa hina gullvægu kapít- alistahugsjón ( „frjáls- hyggjuna") að lífsleiðar- ljósi. í sandgryfjunni Ljóst er að stjórnarmynstur þessarar aldar hafa þvingað ís- lenska „vinstrimenn" inn á golf- völl Samtryggingar ehf. og ofan í djúpa sandgryfju allfjarri síðustu kosningaholu 20. aldar. íhalds- sandbakkinn hefur verið talinn af stjórnmálasérfræðingum næsta Kjallarinn ókleifur. Samfylk- ing lýðræðisjafnað- armanna hefur hins vegar í farteskinu öfluga og þunga stálkylfu ef rétt er á málum haldið ef saman fer kröftug sveifla og hugsjónahugrekki. Nauðsynlegt er hins vegar að skipta út þeim „skrifstofumönn- um" er berjast ekki af fullri ein- urð á Alþingi ís- lendinga fyrir bar- áttumálum lýð- ræðisjafnaðar- stefnu. Ef valin verður ~"^~T""^"" enn á ný sam- tryggingarkylfan gamalkunna mun það aldrei takast. Með stálkylfu að vopni og samtaka sveiflu má hins vegar slá í einu höggi inn á flöt og beint í holu. Ganga svo endanlega af golf- velli og bera kylfupokann sjálfir. Stál. Halldór E. Sigurbjörnsson Halldór E. Sigurbjörnsson félagi í Alþýðuflokknum - jafnaðarmannaflokkí íslands Meðog á móti Borgarstjórinn velji fúlltrúa í miðborgarstjórn Helgl HJörvar, borgarfulltrúi R-listans. Gamaldags kerfisflokkur „Mótmæli minnihluta borgar- stjómar við skipan fulltrúa i mið- borgarstjórn komu ekki á óvart. Mótmælin sýna svart á hvítu að flokkur minni- hlutans er gam- aldags kerfis- flokkur sem vill alræðisvald stjórnmála- flokkanna á öll- um sviðum. Uppbygging miðborgarinnar er fyrst og fremst faglegt verkefni. Að slíku verkefni eiga að koma einstaklingar úr miðborginni; menn sem þekkja til atvihnulífs og menningar án tillits til flokks- skírteina. Af þeirri ástæðu er borgarstjóra valið að velja hæfa einstaklinga til stjórnarsetu í mið- borgarstjórn; Mótmæli minnihlutans sýna einnig ágætlega tvískinnungínn í málflutningi þeirra þvi þegar þau stofnuðu Aflvaka Reykjavíkur á sínum tíma tilnefndi þáverandi borgarstjóri sjálfur fulltrúa í stjórn." Einkaklúbbur borgarstjóra „Mér finnst sú aðferð borgar- stjóra að velja sjálf alla stjómar- menn í miðborgarstjórn með öllu óeðlileg og á skjön við þær lýðræðislegu aðferðir sem viðhafðar hafa verið við kjör fólks í nefndir og ráð á vegum borgarinnar. ¦ Það hefur einnig komið fram í umræð- unni um þetta mál og í greinargerð um málið í heild að miðborgarstjórnin verði hluti af stjórnkerfi Reykjavikur- borgar. Sé litið til þess hlýtur ákvörðunin að teljast óeðlileg. Ég sé heldur ekki hvað borgarstjóri óttast í þessu sambandi. Ef áhugi er fyrir því hjá meirihluta borgar- stjórnar að það ríki friðurum þessa svokölluðu miðborgar- stjóm, sem ætlað er að gegna mik- ilvægu hlutverki, þá er sú aðferð sem við sjálfstæðismenn höfum lagt til um lýðræöislegt val full- trúa sú eina rétta. Ef borgarstjóri kýs hins vegar að gera miðborgar- stjórnina að einkaMúbbi fyrir sig þá handvelur hún væntanlega ein- staklinga í þessa stjórn. Ég hef hins vegar sagt að þessi ráðstöfun hafi veriö algjðr óþarfi og unnt hefði verið að ná fram þessum breytingum með því að fela Þró- unarfélagi Reykjavikur að annast þá starfsemi sem miðborgar- stjóminni er ætluð. Stefnumið Þróunarfélagsins og miðborgar- stjórnarinnar eru nánast þau sömu og með þessari ráðstöfun er borgarstjóri að flækja málið og þenja embættismannakerfið enn frekar út. Ég er líka mótfallinn þeirri skipan borgarstjóra að færa öll völd og áhrif inn í ráðhúsið sem getur enda ekki ekki talist heppilegt fyrir framgang mikil- vægra miðborgarmála." -aþ Vllhjálmur Þ. VII- hjálmsson, borgar- fulltrú D-listans. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritsrjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.