Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 14
~WA». MAGENTA 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 3 » ) Á hverju þriðjudagskvöldi setjast nokkrir tugir Akureyringa að spila- borðum t Hamri, félagsheimili Þórs þar t bæ. Þetta eru félagar t Bridge- félagi Akureyrar sem var stofnað árið 1944 og er því 55 ára gamaltfé- lag. Stefán Vilhjálmsson, formaður félagsins, segir geysimikinn áhuga á bridge í bænum, um 50 manns keppa t.d. í Sveitakeppni Akureyrar sem stendur yfir þessar vikumar. Stefán segir að þetta sé aðeins brot afþeim fjölda sem spilar bridge á Akureyri, þar sé spilað á vinnustöðum og í heimahúsum og bridgeá- hugamenn skipti ömgg- lega hundmðum. Til- veran kom við í Hamri sl. þriðjudagskvöld og ræddi við bridgespilara þar. Ætla að spila fram í andlátið Held ég læri þetta aldrei Ég er ekki forfallm bridgespil- ari, ég leyfí mér það ekki. Ég gæti þó hugsað mér að spila á hverjum degi en spila svona 2-3 í viku. Þetta er mikil hvíld frá hinu daglega amstri og vinnunni," segir Sunna Borg leikkona, en hún var ein fárra kvenna sem sátu við spila- borðið í sveitakeppninni á Akur- eyri. Sunna segir að fjölmargar konur á Akureyri spili bridge en þær séu ragar við að fara í keppni. „Ég er bara svo köld að ég skelli mér í keppni og á því lærir maður mest, að spila við miklu betri spilara en maður er sjálfur. Annars er þetta heilmikil hugarleikfimi. Ég tel mig eiga langt í land miðað við þá bestu. Það eru ótal sagnakerfi í bridginum sem þarf að læra og þau eru flókin. En ef maður nær tökum á sagna- kerfunum þá nær maður árangri, það er ekki spuming. Ég lít fyrst og fremst á bridge sem áhugamál þótt ég leyfi mér að taka þátt í keppni. Þetta er ýkt gaman eins og krakkamir segja. En málið er að þetta er svo flókið, ég held að ég læri þetta aldrei," sagði Sunna, hógvær að vanda. -gk DV-mynd gk Sunna Borg: „Gæti hugsað mér að spila á hverjum degi.“ DV-mynd gk „Heitasta" ið emm heitasta pai'ið hér í kvöld,“ sögðu fé- lagarnir Helgi Helgason og Preben Pétursson þegar þeir stóðu upp frá bridge- borðinu í hálfleik. Þeir virtust nokkuð ánægðir með sjálfa sig þetta kvöld, þótt lítið vildu þeir ræða frammistöðuna í smáatriðum. „Blessaður vertu, við sjóð- um alla niður í kvöld, erum alveg sjóðandi heitir og það verður ekkert gaman fyrir and- stæðingana að mæta okkur á eftir,“ sögðu þeir félagar glottandi. -gk Heigi og Preben: „Við sjóðum þá niður.“ Eélagsskapurinn skiptir auðvit- að mjög miklu máli en ann- ars held ég að það sé spennan sem togar mig aðal- lega að bridginum, enda er ég spennufikill,“ segir Jónas Róbertsson, „gamli“ knattspyrnumaðurinn úr Þór sem hóf að spila keppn- isbridge af fullum krafti fyrir um 10 ámm. „Já, ég er hræddur um að þ; sé keppnin sem heillar mig mest í sambandi við þetta. Bridge er líka íþrótt sem sker sig úr, maður get- ur lent í því sem byrj- andi að spila við þá allra bestu og vegna þess hvernig íþrótt þetta er getur oft far- ið svo að þeir sem lægra era skrifaðir vinni þá allra bestu. Þetta er íþrótt hug- ans og þar getur allt gerst. Svo hefúr bridge það umfram flestar aðrar íþróttir aö það er hægt að spila alveg fram í andlátið og það ætla ég mér að gera. Þótt líkaminn hrömi þá er hægt að spila svo lengi sem maður getur setið uppréttur,“ segir Jónas. -gk Jónas Róberts- son: „Ég er spennufík- ill.“ DV-mynd 3k Mikill áhugi á hridge á Akureyri Páll Pálsson, lengst til vinstri, fer yfir stöðuna ásamt sveitarfélögum sínum, Birni Þorlákssyni og Þórarni B. Jónssyni. DV-mynd gk Miklu meiri læti áður fyrr að vora miklu meiri læti í 5; kringum keppnina hér áður fyrr og ekki óalgengt að sam- heijar hnakkrifust að loknu hverju spili. Ef til vill era menn betur samæfðir í dag og þeir taka því líka betur þótt eitthvað beri út af í keppninni,“ segir Páll Pálsson. Páll hefúr spilað keppnisbridge á Akureyri í a.m.k. 35 ár og man því tímana tvenna þótt ekki sé hann ýkja gamall. Hann segist vera far- inn að minnka spilamennskuna, spili nú „bara“ einu sinni í viku en ekki tvisvar til þrisvar eins og áður var. „Þetta gefur manni mikið, keppn- in er alltaf jafnáhugaverð og maður kynnist mörgum við spilaborðið. Það er alltaf einhver endumýjun í spilarahópnum. Við fengum t.d. mikið af ungu fólki i spilamennsk- una fyrir 3-4 áram og eigum fjölda efnilegra spilara og t.d. þrjá af fjór- um sem skipuðu unglingalandslið íslands í siðustu keppni þess,“ segir Páll. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.