Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 15 ft 1 Verölaun fyrir Hermann Brynjarsson ásamt hundin- um Kópi sem fylgist vel með húsbónda sínum við fluguhnýtingarborðið eins og sjá má. DV-mynd gk Félagar í Fluguveiðifélagi íslands afhenda á að- alfundi sínum verðlaun fyrir stórfiska næstliðins sumars og það er ekki fyrir neina smásilunga sem verðlaunin verða veitt nú á aðalfundi. Hermann Brynjarsson fær „Urriðaskjöldinn" fyrir stærsta urriðann sem félagsmaður veiddi, 9,6 pundafisk sem hann veiddi í Laxá íMývatnssveit. „Dalsbikarinn" hlýtur Rúnar Júlíusson fyrir 6,2 punda urriða en það var stærsti fiskur í sameiginlegri veiði- ferð félagsmanna í Laxá t Laxárdal. Þá hlýtur Einar Guðmann „Bleikjudiskinn" fyrir stærstu bleikju sumarsins, 9,5 punda, sem hann fékk í Eyja- fjarðará. -gk stórfiska Tíu félagar Félagamir í Fluguveiðifélagi íslands eru tíu talsins, allir snjallir fluguveiðimenn sem veiða silung víðs vegar á Norður- landi. Þeir eru þessir: Hermann Brynjarsson, Einar Long, Sigurdur Gestsson, Kristján Hjálmarsson, Einar Guömann, Heimir Jóhannsson, Július Björgvinsson, Rúnar Júlíusson, Ragnar Hauksson, Tómas Árdal. Fluguveiðifélag íslands Félagsskapur tíu áhugamanna um silungsveiðar norður á Akur- eyri ber hið virðulega heiti Fluguveiðifélag íslands. Eins og nafn félagsins gefur til kynna stunda þessir menn einungis fluguveiði og þeir fást reyndar aðeins við sil- ungsveiði sem þeir stunda í norðlenskum ám. Félags- menn þykja öðmm mönn- um veiðnari, þeir veiða oft geysilega vel og áberandi er að þeir viröast fá stærri fiska en gengur og ger- ist. Þeir veiða einungis á flugur sem þeir hnýta sjálfu-. í þeim e&i- um hafa þeir m.a. hnýtt margar geröir af „kúpum“, sem eru agn- arsmáar flugur með kúluhaus, og á þetta veiða þeir grimmt. Þeir hittast vikulega yfir vetrarmán- uðina og hnýta þá flugur saman. Tilveran leit inn hjá þeim á slíku fluguhnýtingakvöldi fyrir skömmu og ræddi við þrjá félags- manna. UUfiniBíflíjiíia HiW ».»*u Uittt íUú m ih tnnw W íi AÖalatriÖiÖ er aÖ þekkja árnar - segir „stórfiskabaninn" Einar Guðmann „Það er ekki laust við að mér hafi gengið i vel í sumar, sérstak- lega í bleikjunni í Eyjafjarðará," segir Einar Guðmann, félagi í Flugu- veiðifélagi íslands, en Einar veiddi „óeðlilega“ mikið af stórbleikju sl. sumar. Einar er ekki hrifmn af því að vera að nefna mik- ið af tölum um sína veiði en þó má segja frá því að á 6 veiðidögum veiddi hann um 170 bleikur í Eyjafjarð- ará, eða 28 á dag að jafnaði. Það sem er þó jafnvel at- hyglisverðara er að sumar bleikjumar voru engin smásmíð eða 9,6 pund, 9,2, 7,5, 6,4 og „eitthvað af fimm punda fiskum“ eins og Einar orðaði það. En hvers vegna veiðir hann svona mikið og svona stóra fiska? „Ég held að það sé númer eitt til þrjú að þekkja ámar sem maður veiðir í og það er staðreynd að veiðin eykst með reynsl- unni. Aðferðin skiptir líka máli en ég veiði talsvert mikið andstreymis. En það er ekki til neitt eitt svar við þessari spurningu." Hvað um laxveiði, hefur þú stundað hana mikið? „Nei, ég hef aldrei farið í laxveiði og þar af leiðandi aldrei veitt lax. Ég mun vera sá eini í Fluguveiðifélaginu sem aldrei hefur veitt lax en félagamir segja mér að ég hafi ekki farið neins á mis og ég er sáttur við mína silungs- veiði,“ segir Einar og skyldi engan undra. -gk Einar Guðmann lenti oft í því í sumar að þurfa að um hvað hann hefði veitt stóra fiska. ,sýna“ mönn- DV-mynd gk Höfum í þróast upp úr laxveiÖinni - segir Hermann Brynjarsson formaður að má segja að þessi félags- skapur hafi orðið til í kring um fluguhnýtingar og síðan urriðaveiði í Laxárdal og ofar í Laxánni í Mývatnssveit sem við stundum allir. Þetta er silungs- veiðifélagsskapur enda höfúm við félagamir þróast upp úr laxveið- inni,“ segir Hermann Brynjarsson sem er formaður Fluguveiðifélags íslands. Hermann segist ekki hafa neitt eitt algilt svar við þeirri spurningu hvers vegna félagar í Fluguveiðifé- lagi íslands séu jafn fengsælir og raun ber vitni. „Það er ekki gott að segja, en við erum duglegir, óhræddir við að prófa eitthvað nýtt og við eram með góðar flugur. Ætli þetta þrennt sé ekki grunnurinn," segir Hermann. Fluguveiðifélag íslands var stofn- að 1996, en áður höfðu menn hnýtt saman flug- ur og farið saman í urriðaveiði í Laxá í Laxárdal. „Við voram tveir eða þrír í byrjun en svo bættust fleiri við og í dag erum við 10 tals- ins og verðum ekki fleiri. Þetta er skemmtilegur félagsskapur, við hittumst t.d. vikulega yfir vetrar- mánuðina, hnýtum saman á fimmtudagskvöldum og erum svo með „fræðslukvöld" eitt fostudags- kvöld í hverjum mánuði.“ Ekki er annað hægt að segja en vel hafi gengið hjá Hermanni í veið- inni s.l. sumar. Svo eitthvað sé nefnt veiddi hann yfir 100 urriða í Laxá og sá stæsti var 9,6 pund sem var metfiskur í ánni. Hinir vora flestir yfir 3 pund og ekki era taldir með þeir fiskar sem vora 1,5-2 pund og fengu frelsið. -gk Heimir að leggja síðustu hönd á eina fluguna sem kastað verður fyrir væna urriða 1 sumar. DV-mynd gk einn „fluguveiðimanna íslands". „Ég hef í 12-14 ár eingöngu stundað fluguveiði, fór á kastnámskeið og þetta heltók mig. Ég hafði verið að dútla við laxveiði með maðk og spún en hætti því alveg um svipað leyti og einbeitti mér að silungsveiði með flugu. Laxár- dalurinn hefur verið mitt aðalsvæði en ég fer víðar um Norðurland eins og fé- lagar mínir. í Laxárdalnum hef ég veitt marga fiska en veiðin þar er öðruvísi á margan hátt en í Mývatns- sveitinni, t.d. mun minni bakkaveiði en því meira um að maður þurfl að vaða og ná til fiskanna þannig. Við félagarnir „pælum“ mikið í flug- um og ýmsu öðru sem tilheyrir veið- inni og það likar mér vel. Þurrflugu- veiðin er þó mitt líf og yndi, það er há- punkturinn," segir Heimir. Hann gekk ekki með flugumar í afturendanum frá Þurrfluguveiðin mitt líf og yndi - segir Heimir Jóhannsson ér finnst ómetanlegt að hafa þennan félagsskap af veiðifé- lögunum einnig yfir vetrar- mánuðina. Það styttir biðina eftir næsta veiðisumri, fyrir utan það nú hvað þetta er skemmtilegur félags- skapur," segir Heimir Jóhannsson, veiðiánum á síðasta sumri, veiddi yfir 80 silunga og þá marga í vænni kantin- um. „Ég hirði ekki fiska sem eru styttri en 40 cm, finnst að þeir eigi að fá að vera áfram í ánum og fá að stækka". -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.