Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 Hönnuðirnir Björk Baldursdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir og Heiðdís Jónsdóttir fyrir utan Gallerí Mót. DV-myndir Teitur Sextán hönnuðir undir sama þaki: Gaman að hanna föt á íslenskar konur Við höfum fengið mjög góð við- brögð frá því við opnuðum í nóvember. Hér sýna sextán hönnuðir vörur sínar en okkur gæti fjölgað því hingað eru allir vel- komnir. Ég veit ekki til að hér sé rekið gallerí á borð við þetta og samvinna svo margra hönnuða er líklega einsdæmi," sagði Guðrún Kristín Sveinbjömsdóttir þegar Til- veran heimsótti Gallerí Mót á dögunum. Það vekur strax athygli að aðeins er til eitt eintak af hverri flík og segir Guðrún Kristín það stefnu verslun- arinnar. „Allar flíkur era mód- elflíkur og þar sem við höfum allar mjög ólík- an stíl verður fjölbreytnin mikil. Við leggjum áherslu á að hver og einn viðskiptavinur geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Guðrún Kristín. Á hraðri uppleið Samkvæmiskjólamir eru vin- sælir úm þessar mundir og þær segja að nær undantekn- ingarlaust vilji konur síðkjóla. Þær segjast fylgjast vel með tískustraumum í Evrópu og taka mið af þeim við eigin hönnun. „Gráir og vínrauðir tónar hafa verið ráðandi i tískunni í vetur og það má sjá á mörgum kjól- anna hér. Ein breyting virðist líka vera að eiga sér stað en hún er sú að pilsin era að víkka eftir að hafa verið mjög þröng undanfarin ár. Það er mun þægilegra að ganga í viðu Glæsilegur samkvæm- iskjóli úr dimmrauðu teygjutafti. Jakkinn yfir er úr organsaefni sem hefur þann eiginleika að vera þunnt en mjög strft. Kjóllinn er hönnun Guðrúnar Kristínar Svein- björnsdóttur. Perla Egilsdóttir skartar kjólunum frá Gallerí Móti. pOsi þannig að konur ættu að fagna þessari breytingu. Kjólar með hlýr- um virðast einnig vera mjög vinsæl- ir og sam- settir kjól- ar,“ segir Ásta Guð- mundsdótt- ir. Þær eru sannfærðar um að ís- lensk hönn- un sé á hraðri uppleið. „Við höfúm flestar búiö og starfað erlendis og finnum mikinn mun á því að hanna föt á íslenskar konur. íslenskar kon- ur vilja vera öðruvísi en aðrar og hafa persónulegan stíl. Þess vegna er svo gaman að hanna fót á ís- landi,“ segir Heiðdís Jónsdóttir og með þeim orðum lýkur heimsókn í Gallerí Mót. -aþ Grátt og glansandi er einkenni þessarar glæsilegu sparidragt- ar. Tjullið er hneppt á pilsið þannig að hægt er að taka það af. Hönnuðurinn er Björk Baldursdóttir. Hann er ekki mjög hlýlegur - en þeim mun glæsilegri - kjóllinn hennar Heiðdís- ar Jónsdóttur. Efnið hefur afar sérstaka áferð og er nokkurs konar glithúðað kakí- efni. Samsettur kjóll í Ijósum lit. Pilsið að neðan er úr hrásilki sem er hálfgegnsætt. Ásta Guðmundsdóttir á heiðurinn af hönnun þessa kjóls. Buxnadragtir njóta mikilla vinsælda í samkvæmisfatnaði þeirrar Bjargar og \/a!i ■ Það er alltaf mikið að gera í samkvæmisklæðnaði á þessum árstíma en í raun er sam- kvæmistíminn allt árið hjá okkur. Nú era það árshátíðimar og þorrablótin, síðan taka við fermingar og útskriftir og yfír sumarið eru það brúðkaupin þannig að alltaf er nóg að gera,“ seg- ir Björg Ingadóttir fatahönnuður sem á og rekur fyrirtækið Spaksmanns- spjarir ásamt Valgerði Torfadóttur. Þær Vala og Björg hafa síðustu sex árin rekið Spaksmannsspjarir og eru fyrir löngu búnar að skapa sér sér- stöðu í fatahönnun hérlendis. „Við fylgjum tískustraumum að ákveðnu marki en auðvitað er okkar hönnun með ákveðnu yfirbragði og stíl. Við leggjum mesta áherslu á klassískan fatnað og hjá okkur er ný fatalína alltaf framhald af síðustu línu. Þannig geta konur haldið áfram að bæta við sig einni og einni flík,“ segir Vala. Flauel og glitefni Galabuxnadragtir eru eitt af sérkennum Völu og Bjargar i vet- ur og þær eru sammála um að þær séu bæði þægilegur og praktískur samkvæmisklæðnað- ur. „Konur kunna að meta gala- buxur enda ágæt tilbreyting frá sfðkjólimum. Okkkur hefur alltaf fundist að buxur séu á margan hátt praktískari klæðnaður og náttúrlega miklu þægilegri að vera í. Ef kona er í falleg- um skóm við buxnadragt er hún ekkert síður fín en ef hún væri í síðkjól. Við erum langt frá því hættar að vera með kjóla enda henta þeir sumum konum betur,“ segir Vala. „Flauel og glitefni eru gegnumgangandi í sam- kvæmisklæðnaði vetrar- ins og við erum með þau í mörgum fallegum litum. Þá eru hálfgagnsæ gjitefni einnig vinsæl um þessar mundir og þá oft með gull- eða silfurþræði," segir Björg Ingadóttir. -aþ Björg og Vala. DV-mynd Hilmar Þór. Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir: Buxnadragtir góð tilbreyting frá síðkjólum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.