Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 19
•F 18 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 ÞRIDJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 23 Iþróttir Sportkorn Evrópukeppnin næst C-lið Valsmanna kom skemmtilega á óvart í bikar- keppninni í handbolta í vetur og var rétt búið að slá út stiörnu- lið Aftureld- ingar. Þar voru innan- borðs kappar á borð við Ólaf Benediktsson, Brynjar Haróar- son, Stefán Hilmarsson söngv- ara, Bjarna Ákason, forstjóra ACO, fótboltamennina Lárus Sigurosson og Einar Örn Birg- isson, svo einhverjir séu nefndir. En þó bikarinn sé að baki hyggur Valur-C á nýja landvinninga. Forráðamenn liðsins stefna á þátttöku 1 Evrópukeppni næsta vetur. Þeir telja það auðsótt mál, íslensk lið séu hætt að taka þátt og því hljóti þeir aö fá sætið, sæk- ist þeir eftir því. Valsararnir stefna á að spila báða leikina erlendis, láta sem sagt mófherjana borga fyrir sig góða utanlandsferð og fara i gott fri í leiðinni. Kristinn meö lumbrung Það hefur ekki verið gaman aö fylgjast með Kristni Bjórnssyni í heimsbikarn- um í vetur. Þaö hefur hins vegar verið gaman að fylgjast með Kristni Svanbergssyni, framkvæmda- stjóra Skíöasambandsins sem hefur tekið þátt í flestum sjón- varpslýsingum frá mótunum. Lengi vel sendi hann nafna sín- um „góða strauma" og aldrei brást það að Björnsson datt. Á síðasta móti skýröi Svanbergsson frá því að Björnsson hefði verið með „lumbrung" aila vikuna og því ekki við miklu að búast. Þeg- ar Björnsson var dottinn var þaö siðan „ljósið í myrkrinu" að Kalle Palander, æfingafélagi hans, skyldi enda í 6. sætinu. Jólabókin er komin Það hefur varla brugðíst í manna minn- um að móta- bók Hand- knattleiks- sambands ís- lands hefur komið út löngu eftir að íslandsmótið hefst aö hausti. Svo seint hefur hún stundum verið á ferðinni að hún hefur verið kölluð .jólabók- in". 011 met voru þó slegin á þessu tímabili. íþróttadeild DV barst bókin í hendur síðastliðinn föstudag, fjórum mánuðum eftir að mðtiö hófst og 17 umferðir voru búnar af 1, deildar keppni karla. Jólabókin hlýtur þvi að þessu sinni að fara beint á febru- arútsölurnar. Vísaöi áhorfanda á dyr Gunnlaugur „Labbi" Hjálm- arsson hand- knattleiks- dómari lætur engan bilbug á sér finna þó kominn sé á sjötugsaldur. Labbi var á sínum tíma einn besti handboltamaður þjóð- arinnar og vanur að taka vel á mótherjum sinum. Labbi sýndi mikla röggsemi í Eyjum á dög- unum þegar hann dæmdi leik ÍBV og Selfoss. Þar varð áhorf- anda það á að gripa boltann áöur en hann fór út af vellinum í einu horninu. Labbi brást ókvæða við og dæmdi Selfyssingum boltann. Síðan þreif hánn af ákveðni í áhorfandann, gekk með hann aö dyrum fram á gang, ýtti honum út og skellti. Síðan hélt leikurinn áfram eins og ekkert hefði í skorist. Umsjón: Víðir Sigurðsson I.KMUUOn ,,ol Rúnar skoraði átta - í óvæntum stórsigri Göppingen á Dormagen Iþróttir Rúnar Sigtryggsson var í miklum ham um helgina þegar lið hans, Göppingen, vann óvæntan stórsigur á toppliði Dormagen, 33-20, í þýsku B-deildinni í hand- knattleik. Rúnar skoraði 8 mörk í leiknum, öll utan af velli, og átti jafnframt stórleik í vörn Göpp- ingen. íslendingarnir þrír hjá Dormagen voru ekki áberandi, Héðinn Gilsson og Ró- bert Sighvatsson skoruðu 2 mörk hvor en Daði Hafþórsson komst ekki á blað. Gústaf Bjarnason og félagar í Willstátt nýttu sér þetta og tóku forystuna með stórsigri á Aue, 33-23. Gústaf skoraði 5 mörk fyrir Willstatt í leiknum. Þá skoraði Haraldur Þorvarðarson 3 mörk fyrir Dusseldorf sem sigraði Leuter- hausen á útivelli, 23-28. Willsátt er í topp sætinu með 42 stig, Dormagen hefur 40 og Leuter- hausen 35. Diisseldorf er í 13. sætinu með 14 stig. -VS/GH 14. umferð 1. deildar kvenna: KR unnu Stúdínur voru með hugann við komandi bikarúrslitaleik við topplið KR er þær fengu ákveðnar ÍR-stúlkur í heimsókn í gærkvöld. ÍS hefur nú unnið 7 af 8 heimaleikjum sinum í vetur og hafði loks sigur, 52-42, eftir að hafa leitt í leikhléi, 26-20. iR-liðið stóð sig vel í þessum leik og léku þær Þórunn Bjarnadóttir, sem gerði 15 stig og tók 12 fráköst, og Hildur Sig- urðardóttir þeirra best. Gréta Grét- arsdóttir stóð þeim ekki heldur langt að baki en Stúdínur fengu að kenna á hörðum leik gestanna sem gáfu ekk- ert eftir hvaö baráttu varðar og tóku meðal annars 10 sóknarfráköst í seinni hálíleik þrátt fyrir að vera með mun minna lið. Alda Leif Jónsdóttir og Signý Her- mannsdóttir fóru fyrir liði ÍS að venju. Alda Leif skoraði 14 stig á 21 mínútu og Signý gerði 10 stig auk 10 frákasta, 6 stolinna bolta og 4 varinna skota. Úkraínski leikmað- urinn hjá ÍS, Liliya Sushko, fann sig ekki, gerði aðeins 4 stig og hitti að- eins úr 2 af 10 skotum sínum. ÍS þarf að laga margt ætli þær sér að eiga möguleika gegn KR á laugardaginn. Liðið hitti aðeins 16 af 46 skotum sín- um I leiknum og tapaði alls 31 bolta. Það var því allt annað að sjá til liðs- ins en í bikarsigrinum gegn Keflavík á dögunum. Stig ÍS:Alda Leif Jónsdóttir 14. Signý Hermannsdóttir 10, María B. Leifsdóttir 6, Lovísa Guðmundsdóttir 6, Kristjana B. KR 14 14 0 1046-642 28 ÍS 14 10 4 830-703 20 Keflavík 14 8 6 808-796 16 Njarðvík 14 4 10 716-991 8 Grindavík 14 4 10 714-814 8 ÍR 14 2 12 713-881 4 Zidane leikmaður ársins Zinedine Zidane frá Frakklandi var í gærkvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins 1998 í heiminum af Alþjóða knatt- spyrnusambandinu. Zidane fékk 518 stig frá 132 landsliðsþjálfur- um víðs vegar að, þar af settu 93 hann í efsta sæti. Næstur kom Ronaldo frá Brasilíu með 164 stig og þriðji varð Davor Suker frá Króatíu með 108 stig. Síðan komu Michael Owen, Englandi, Gabriel Batistuta, Argentínu, Rivaldo, Brasilíu, Dennis Berg- kamp, Hollandi, Edgar Davids, Hollandi, Marcel Desailly, Frakk- landi, og Lilian Thuram, Frakklandi. -VS Hoddle fokinn á hádegi? Enska knattspyrnusambandið tilkynnir væntanlega í hádeginu í dag hvort Glenn Hoddle verður rekinn úr starfi landsliðsþjálfara. Ummæli um fatlað fólk, sem höfð voru eftir Hoddle í The Times um helgina, hafa heldur betur farið fyrir brjóstið á ensku þjóðinni en þar sagði hann að fatlaðir væru að taka út syndir sínar frá fyrra lífi. Hoddle harðneitar og segir að rangt sé eftir sér haft, sér séu gerðar upp skoðanir. Ensku blöðin fullyrtu samt flest í morgun að Hoddle yrði rekinn. Bryan Robson var sagður liklegasti eftirmaður hans, síðan Kevin Keegan og John Gregory. -VS - Arnar Grétarsson eignaðist stúlku og fór síðan beint í sigurleik gegn toppliðinu Ótrúlega öruggur sigur Magnúsdóttir 6, Liliya Sushko 4, Hafdís Helgadóttir 4, Hallbera Gunnarsdóttir 1, Georgia Kristiansen 1. Stig ÍR: Þórunn Bjarnadóttir 15, Gréta M. Grétarsdóttir 11, Hildur Sig- urðardóttir 10, Sóley Sigurþórsdóttir 3, Guðrún Sigurðardóttir 3. Njarövík upp fyrir Grindavík Leikur Grindvíkinga og Njarðvík- inga í Grindavík á laugardag var mikilvægur, en liðin berjast harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Það var því hart barist í vörninni hjá báðum liðum. Njarðvík náði 8 stiga forskoti (19-27), en heima- stúlkur náðu að minnka muninn og í hléi var staðan 25-28 fyrir gestina. Um miðjan seinni hálfleik komst Grindavík yfir, 39-38, en stúlkurnar úr Njarð- vík voru sterkari á enda- sprettinum og sigruðu með 61 stigi gegn 53. Kerri Chatt- en lék frábærlega í liði Njarðvíkur, skoraöi 34 stig, þar af 20 úr vítaskotum. Stig Grindavíkur: Stefanía Ás- mundsdóttir 10, Sandra Guðlaugs- dóttir 10, Olexandra Siniakova 9, Sólveig Gunnlaugsdóttir 8, Rósa Ragnarsdóttir 8, Svanhildur Káradóttir 6, Sðlný Pálsdóttir 2. Stig Njarðvíkur: Kerri Chatten 34, Rannveig Randversdóttir 11, Eva Stefáns- dóttir 8, Pálína Gunnarsdóttir 4, Ásdís Sig- urðardóttir 2, Berglind Kristjánsdóttir 2. 16. írööhjáKR KR-konur unnu sinn 16. leik í röð i Sunnudagurinn siðasti var heldur betur við- burðaríkur hjá Arnari Grétarssyni, knatt- spyrnumanni hjá AEK í Grikklandi. Um hádegið eignuðust hann og Sigrún kona hans dóttur, og Arnar fór beint af fæðingardeildinni til að spila með AEK sem vann topplið- ið og meistarana í Olympiakos, 2-0, síðar um daginn. Fullkominn dagur „Þetta var fullkominn dagur. Það sem öllu máli skipti var að fæðingin gekk mjög vel, Sigrún og dóttirin eru við fína heilsu, og síðan var sigurinn frábær bónus," sagði Arnar við DV í gær en hann og Sigrún eiga fyrir átta ára dreng. Langþráö hringing í gærkvöld í gærkvöld kom síðan eitt ánægjuefnið í viðbót en fram- kvæmdastjóri AEK hringdi þá í Arnar og boðaði hann á fund í næstu viku en þar á Arnar Norskur kvennahandbolti: Stabæk vill Kristján Norska 1. deildar liðið Stabæk frá Ósló hafði mikinn áhuga á því að fá Kristján Halldórsson, þjálfara karlaliðs ÍR, sem þjálfara fyrir næsta timabil. Kristján skapaði sér gott nafn í Noregi en hann þjálfaði þar Larvik um tveggja ára skeið við góðan orðstír. „Ég sagði félaginu að í augnablikinu væri þetta ekki á dagskrá hjá mér. Svona lagað er öðru hverju að koma upp á borð til manns. Það hafa verið fleiri fyrirspurnir frá dönskum og norskum fé- lögum. Ég gerði fyrir yfistandandi tímabil tveggja ára samning við ÍR-inga. í honum er klásúla sem segir að ég geti farið ef mér bjóðist að fara utan. Eins og er stendur það ekki til," sagði Kristján Halldórsson í samtali við DV í gærkvöld. Stabæk er í í sjötta sæti í deildinni með 14 stig en tólf leika í deildinni. -JKS Georgía O. Kristiansen og stöllur hennar í ÍS eru í ööru sæti í deild- inni. vetur er þær sóttu bæði stig- in til Keflavíkur. KR vann með 21 stigi, 73-52, og hefur nú 8 stiga forustu á Stúdínur á toppi deildarinnar. Bikarkeppnin í handknattleik: FH jafnaði met Yíkinga -ÓÓJ/bb „Korfuboltinn i Ar- bænum að deyja út" - Fylkismenn hættir keppni í 1. deild Fallbaráttunni lokiö Fylkismenn hafa dregið lið sitt úr úr keppni í 1. deild karla I körfuknattleik. Fylkismenn töp- uðu fyrir ÍR-ingum á sunnudag- inn, 116-76, og var það síðasti leikur félagsins í bili að minnsta kosti. Svo virðist sem kórfuboltinn eigi erfitt með að fóta sig í Ár- bænum því fyrir skömmu voru unglingaflokkur, drengjaflokkur og stúlknaflokkur félagsins lagðir niður. „Það er ekki bara af fjárhags- legum ástæðum sem við verðum að gera þetta heldur hefur gengið mjög illa að fá menn til að starfa fyrir köifuknattleiksdeildina. Það eru ekki skuldir sem eru að íþyngja starfmu í deildinni held- ur vantar bara fólk til að starfa. Ég er svolítið hræddur um að körfuboltinn í Árbænum sé að deyja út," sagði Sigurgeir Sigur- pálsson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Fylkis, í samtali við DV í gær. Sigurpáll sagði að enn væru starfandi fimm yngri flokkar hjá félaginu en svo gæti samt farið að þyrfti að leggja einhvern þeirra niður. Með brotthvarfi Fylkis eru níu lið eftir í 1. deild, en öll úrslit Ár- bæinga verða strikuð út. Þeir voru í áttunda sætí af tíu Iiðum og í harðri fallbaráttu. Þar sem aðeins eitt lið fellur er fallbarátt- unni nú lokið, Fylkismenn teljast neðstir og falla í 2. deild en hin liðin eru sloppin. Hattarmenn frá Egilsstöðum varpa eflaust önd- inni léttar því þeir stóðu verst að vígi í deildinni. -GH/VS FH-ingar jöfnuðu met Víkinga þegar þeir tryggðu sér sæti í bik- arúrslitum í karlaflokki í handknattleik með því að bera sigurorð af Gróttu/KR. Þetta er í 10. sinn sem FH kemst í úrslitin en Víking- ar hafa einnig komist 10 sinnum í úrslit. í þau 9 skipti sem FH hefur leikið til úrslita hefur liðið 5 sinnum hamapað bikarnum. Liðið vann fyrstu 3 leikina, tapaði næstu fjórum en hefur unnið tvo síðustu bikarúr- slitaleikina sem liðið hefur tekið þátt í. Víkingar hafa unnið oftast í bikar- keppninni í karlaflokki, alls 6 sinnum og takist FH að leggja Aftureldingu jafnar það árangur Vik- inga. Afturelding hefur aldrei áður komist í bikarúrslitin en það er 14. liðið sem'leikur til úrslita um bikarinn. Framstúlkur leika sinn 14. bikarúrslitaleik Hjá konunum leika Framkonur sinn 14. bikarúrslitaleik þegar þær mæta Haukum og það er að sjálfsógðu met. Stjarnan kemur næst með 9 bikarúrslitaleiki og hefur unnið þrjá þeirra. Af þeim 13 úrslitaleikjum sem Fram hefur leikið hefur liðið unnið 11 og það er 85% árangur. Haukastelp- urnar hafa ekki tapað bikarúrslitaleik. Þær hafa aðeins leikið einn, gegn Val árið 1997, sem þær unnu. -GH/ÓÓJ Tertnes var leikið sundur og saman: Anja var óstöðvandi - skoraði 15 mörk með þrumufleygum Anja Andersen, sem af mörgum er talin besta hand- boltakona heims, lék Fann- eyju Rúnarsdóttur og stöllur hennar í Tertnes grátt í norsku A-deildinni um helg- ina. Bækkelaget kom þá í heim- sókn til Bergen og frammi fyr- ir 3.140 stuðningsmönnum Tertnes skoraði Anja 15 mörk í 38-23 sigri Bækkelaget, og það þó hún væri tekin úr um- ferð mestallan leikinn. Þrumufleygar hennar þöndu netmóskvana hvað eftir annað án þess að Fanney og Nina Hauge, markverðir Tertnes, fengju nokkuð að gert. Þetta er annar stórsigur Bækkelaget á Tertnes í Bergen í vetur en sá fyrri var í bik- arnum, 40-22. Á dögunum vann Tertnes hins vegar úti- sigur á Bækkelaget í Osló og þá var Anja heillum horfin. -VS von á nýju samningstilboði frá félaginu. Hann var búinn að bíða í margar vikur eftir frekari viðbrögðum frá félag- inu í þeim málum. Sigurinn á Olympiakos er geysilega mikilvægur fyrir AEK því liðið er þar með áfram í baráttunni um meist- aratitilinn, og annað sætið sem gefur þátttökurétt í meistaradeild Evrópu. Olympiakos er með 40 stig, Panathinaikos 37 og AEK 36 stig. „Þetta var í raun ótrúlega öruggur sigur hjá okkur. Við skoruðum eftir 11 mínútur og aftur rétt fyrir hlé, og hefðum getað verið með meiri forystu í hálfleik. í seinni hálfleik héldum við fengnum hlut og þeir fengu eng- in opin færi, ógnuðu bara með langskotum," sagði Arnar, sem lék allan leikinn á miðj- unni. Hann fékk tvö færi til að skora, skaut rétt yfir af 20 metra færi, og komst síðan í góða stöðu inní í vítateig en var of lengi að athafna sig og tækifærið rann út í sandinn. -VS Super Bowl: Denver meistari annað árið í röð Denver Broncos sigruðu Atlanta Falcons í úrslitaleiknum í Super Bowl í viðureign liðanna fór fram í Miami í fyrrinótt. Lokatölur leiksins urðu, 34-19, og varði Denver- liðið því titilinn en það hefur engu liði tekist áður á síöustu 20 árum. Elway maöur leiksins John Elway hjá Denver Broncos var valinn maður leiks- ins og kom það val engum á óvart. Elway gerði eitt snerti- mark í leiknum og átti að auki eina sendingu upp á 80 yrda sem er ein sú lengsta í sögu Super Bowl. Elway sést hér á myndinni hampa titlinum eftirsótta. Áhugi fyrir þessum árlega leik er gífurlegur og fá alltaf færri miða en vilja. Leiknum var sjónvarpað beint til yfir 170 landa og er áætlað að átta hundruð milljónir manna hafi fylgst með beinni útsendingu í yfir 175 þjóðlöndum. -JKS Logreglukæra vegna fótbrots - söguleg helgi i 2. flokki í knattspyrnu Undankeppni íslandsmótsins í 2. flokki karla í innanhússknatt- spyrnu er orðin ærið söguleg. Eins og sagt var frá í DV í gær var dómari rotaður á Akureyri á föstudagskvöldið, og í Kópavogi er fótbrot orðið að lögreglumáli. Einn riðla 2. flokks var leikinn í Digranesi í Kópavogi á laugar- daginn. Þar geröist það að leik- maður HK fótbrotnaði í leik gegn ÍBV. Markvörður Eyjamanna braut á sóknarmanni HK, sem hafði skorað fjórum sinnum hjá honum í leiknum, með þessum af- leiðingum. HK-ingurinn kærði at- vikið til lögreglu, taldi að um ásetning hefði verið að ræða, og dómari leiksins sendi KSÍ sér- staka skýrslu um það sem gerðist. Málið á Akureyri var ekki kært til lögreglu og er því alfarið í höndum aganefndar KSl. Málið í Kópavogi virðist hins vegar vera á leið fyrir tvenns konar dóm- stóla, til aganefndar og inn í dómskerfið. -VS Hartson sektaður um 2,3 milljónir króna Velski landsliðsmaðurinn John Hartson var í gær dæmdur til að borga 2,3 milljónir í sekt og í þriggja leikja bann fyrir að sparka í andlit samherja síns. Umrætt atvik átti sér stað á æfmgasvæði West Ham í Austur-Lundúnum í október sl. Hartson, sem er þekktur skaphundur, sparkaði í ísraelska landsliðs- manninn Eyal Berkovich og vildi svo til að mynd- bandsupptaka var til af atburðinum. Tveir aðrir leikmenn, Patrick Viera og Vinnie Jo- nes, hafa verið dæmdir í hliðstæðar sektir sem eru þær hæstu sem knattspyrnumenn hafa verið dæmd- ir í. John Hartson var á dögunum seldur til Wimbledon fyrir 800 milljónir króna. -JKS Heimsmeistaramótió í alpagreinum skíðaíþrótta átti að hefjast í Vail 1 Colarado í gærkvöld. Ekkert varð af því en fresta varð opnunargrein mótsins, risasvigi kvenna, vegna snjókomu. Ef veður leyfir verður keppt í risasvigi karla í dag. Skjern, liö Arons Kristjánssonar, heldur áfram aö koma á óvart í dönsku A-deildinni í handknattleik. I fyrradag mætti Skjern meisturunum í GOG og fór Skjern með sigur af hólmi, 2&-23. Aron skoraði 3 mörk fyrir Skjern sem er í toppsæti deild- arinnar með 25 stig eftir 17 leiki, GOG er með 23 eftir 16 leiki og Hels- inge 22 stig eftir 16 leiki. Þorvarður Tjörvi Ólafsson og félaagar hans í Bjerringbro unnu botnlið Ajax, 35-21. Bjerrinbro er næstneðst í deildinni með 9 stig en Ajax er með 5 stig á botninum. Magnús Orri Schram hefur veriö raðinn framkvæmdasfjóri rekstrarfé- lags meistaraflokks og 2. flokks KR í knattspyrnu en að rekstrarfélaginu standa nýstofnað hlutafélag KR-Sport og knattspyrnudeild KR. Magnús lék með yngri fiokkum KR og var leik- maður meistaraflokks félagsins 1994-1995. Rocco Mediate frá Bandaríkjunum sigraði á opna Phoenix-mótinu í golfi sem lauk í fyrrinótt. Mediate lék á 273 höggum eða 11 höggum undir pari. Þetta var þriðji sigur Mediate á ferlinum og sá fyrsti síðan 1993 en hann hefur átt við erfiö bakmeiðsli að stríða undanfarin ár. Bandaríkja- menn röðuðu sér í öll efstu sætin. Justin Leonard varð annar á 275 höggum. Tiger Woods þriðji á 276 höggum. Frœóslunefnd FRÍ í samvinnu við Félag íslenskra frjálsiþróttaþjálfara gengst fyrir fræðslufundum í vetur sem ætlaðir eru bæði þjálfurum og íþróttamönnum. Næsti fundur er fyr- irhugaður föstudaginn 14. febrúar kl. 20-22, í húsnæði ÍSf í Laugardal í Reykjavik, 2. hæð (Mí er 13. og 14. feb í Reykjavik). Fyrirlesarar verða Gísli Sigurósson og Gunnar Páll Jóakimsson. Sigurour Jónsson lék sinn fyrsta leik með Dundee United í skosku A- deildinni i knattspyrmi í langan tima vegna meiðsla þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Dunfermline. Sigurður lék allan tímann. Jóhann B. Guðmundsson lék ekki með Watford um helgina þegar liöið skellti toppliði Sunderland, 2-1, í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Bjarnóifur Lárusson lék allan tim- ann fyrir Walsall sem tapaði á heima- velli fyrir Cardiff, 1-2, í ensku C- deildinni. Stoke lið Lárusar Orra Sigurðssonar tapaði á heimavelli fyrir Manchester City, 0-1, og lék Lárus Orri allan tímann. Þorvaldur Örlygsson var ekki í liði Oldham sem sigraði York City á úti- velli, 0-1. Oldham er í 8. sætinu neð- an frá með 30 stig og hefur heldur verið að rétta úr kútnum. Fulham er efst í C-deildinni með 58 stig, Preston er í öðru sæti með 55, Walsall er í þriðja sæti með 51 stig og Stoke í fjórða sæti með 48 stig. Hermanni Hreiðarssyni og félögum hans í Brentford er allt i óhag í ensku D-deildinni í knattspyrnu þessa dag- ana. Liðiö er komið niður i 6. sæti eft- ir 4-1 ósigur gegn toppliði Cardiff. Hermann lék allan tímann í vörn- inni. Cardiff er efst með 55 stig og er 10 stigum á undan Brentford. Ólafur Gottskálksson stóð að vanda í marki Hiberninan sem sigraði Air- drie á útivelli í skosku B-deildinni, 1-4. Mark Airdrie kom úr vitaspyrnu. Hibernian er með yfirburðalið í deild- inni og hefur unnið niu leiki i röð. Liðið er með 14 stiga forskot á næsta lið sem er Falkirk. Einar Þór Daníelsson lék síðustu 15 mínúturnar meö OFI frá Krít þegar liðið tapaði, 1-0, fyrir Panathinaikos í grísku A-deildtnni i knattspyrnu á sunnudaginn. OFI er í fimmta sæti deildarinnar. Kristófer Sigurgeirs- son átti að leika sem vinstri bakvörð- ur hjá Aris Saloniki gegn Proodeftiki, en leiknum var frestað vegna snjó- komu í Norður-Grikklandi. Daninn Brian Laudrup var út- nefndur i gær besti erlendi leikmað- urinn í spænsku knattspyrnunni sl. 25 ár að mati spænska knattspyrnu- tímaritsins Don Balon. Laudrup skelti mönnum aftur sig á borð við Johan Gruyff, Hugo Sanchez og Ronaldo. -GH/VS/JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.