Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 21
ÞRIDJUDAGUR 2. FEBRUAR 1999 kvikmyndir 25 Háskólabíó - Elizabeth Meydrottning verður til ickic Hversvegna í ósköpun- um er indverskur leik- stjóri látinn valsa í hinum helgu og steingeldu véum breska búninga- dramans? Svarið felst í einni fyrstu mynd hans, The Bandit Queen, um útlagadrottninguna Phoolan Nevi. Myndin sú, sem þvi miður hefur ekki verið sýnd í íslenskum kvik- myndahúsum, sýndi áþreifan- lega að hér var kominn leikstjóri sem kunni myndmál og var óhrædd- ur við að beita því. Einhverjum hef- ur sem sagt dottið í hug að tími væri kominn til að gera kvikmynd innan þessa bálks mynda í stað þess að fara hina hefbundnu leið; láta breska úr- valsleikara úr leikhúsunum stíga niður af himnum til okkar lágstétt- anna svo við fáum kropið i bljúgri þökk. Kvikmynda GAGNRYNÍ Þetta er sagan af Elísabetu fyrstu, einni af mörgum afkvæmum Hinriks áttunda, sem krýnd var drottning um miðja sextándu öldina. Krýning- in á sér stað í óþökk fjölmargra valdamikilla aðila sem ásælast fitil- inn og konungsríkið allt. England rambar á barmi ringulreiðar og framtíðin virðist svört. Hirðin plott- ar og loftið allt er lævi blandið. Elisa- bet tekur við titlin- um 23 ára gömul, framkvæmir siðaskipti, verst ásókn konunglegra biðla frá Frakklandi og Spáni, snýr á tilræðismenn sína og ríkir síðan í rúm fjörtíu ár. Frásögnin nær utan um þessi fyrstu ár, þegar Elísabet færist smám saman frá hikandi ungri stúlku til þjóðhöfðingja sem verður að taka miskunnarlausar ákvarðan- ir, vega og meta tillögur ráðgjafa T O P P 2 0 í Bandaríkjunum - aösókn dagana 29. - 31. Janúar. Tekjur í milljónum dollara Og heildartekjur You've Got Mail hefur notið mikilla vinsælda undanfarnar viku. Hún verður frumsýnd f Sam-bíóum um næstu helgi. Táningarnir fóru í bíó Sjálfsagt eru margir framieiðendur í Hollywood að velta því fyrir sér t dag af hverju þeir gera ekki eingöngu ódýrara unglingamyndir. Það virðist í dag vera örugg formúla að setja einhverjar þekktar unglingastjömur úr sjónvarpinu í aðalhlutverk f mátulega einfaldri táningamynd, kosta til hennar um tíu millj- ón dollurum - og björninn er unninn. Þessi formúla á við um Varsity Blues, sem sat í efsta sæti listans slöustu tvær vikur, og arftaka hennar, She's All That, sem fer beint í efsta sætiö með miklum látum. Þessi táningamynd náði vel í allan kostnaðinn fyrstu helgina og vel þaö. Að öðru leyti eru ekki mikl- ar breytingar á listanum. Patch Adams heldur sínu striki og sleppir ekki öðru sætinu. Lítið hefur farið fyrir Kevin Costner eftir ófarirnar meö The Postman. Ef marka má fréttir þá eru betri tímar fram undan því nýjasta kvikmynd hans, Message In Bottle, var sett í takmörkuðu upplagi í bíó á laugardaginn og voru viðbrögöin mjög sterk, fullt á allar sýningar og mikil ánægja áhorfenda. -HK l.(-) She's All That 2.(2) Patch Adams 3.(1) Varsity Blues 4.(3) A Civil Action 5.(9) Shakespeare In Love 6.(5) Stcpmom 7.(4) The Thin Red Line 8.(7) You've Got Mail 9.(6) At First Sight 10. (8) The Prince of Egypt 11. (10) A Simple Plan 12. (12) A Bug's Life 13. (14) Mighty Joe Young 14. (16) Waking Ned Divine 15. (11) Virus 16. (13) In Dreams 17. (20) Life Is Beautlful 18. (18) Enemy of the State 19. (17) Playing Bye Heart 20. (15) Gloria Tekjur Heildartekjur 16.065 16.065 6.001 116.507 5.914 38.982 4.797 47.253 4.037 31.447 3.608 83.619 3.300 27.272 3.022 108.174 2.650 18.373 2.652 90.829 2.107 10.069 1.922 154.152 1.689 45.529 1.508 16.735 1.425 12.266 1.409 10.337 0.926 17.182 0.900 107.221 0.838 2.833 0.832 3.615 ,__ sinna og læra að þekkja vini frá óvinum. Cate Blanchett, í hlutverki drottningarinnar, nær afskaplega vel utan um hin innri átök persónunnar sem að lokum gerir sér grein fyrir því að til að leiða þjóð sína verður hún að afsala sér holdsins nautnum og gerast helgimynd, meydrottning, því lýðurinn þráir að komast í snert- ingu við guðdóminn. Geoffrey Rush leikur öryggisvörð hennar, Sir Francis Walshingham, af kaldhamraðri snilld. í fyrstu er hann skuggavera, en stígur inn á sviðið á örlagastundu og stýrir atburða- rásinni í rétta höfh. Lokakafli mynd- arinnar er að nokkru fenginn að láni úr Guðföðurnum, þegar Walshing- ham lætur sverfa til stáls gegn óvin- um krúnunnar og Elisabet horfíst í augu við köllun sína. Kapur vefur frásögnina í expressí- onísk klæði, skuggarnir eru langir, salirnir bergmála og andi launráða * W' Æ f ¦¦' ' jJ'"' ., 1 . \* ^.íCvSí^lyr' ;.. .áam ^r gSM^ Cate Blanchett leikur Eiizabeth drottningu. svífur yfir. Guðsblessunarlega heldur hann sig langt frá hinni hefðbundnu nálgun breskra búningamynda og skapar safaríkt bíó sem er þegar upp er staðið hin ágætasta skemmtan. Leikstjóri: Shekhar Kapur. Kvik- myndataka: Remi Adefarasin. Tón- list: David Hirscfelder. Aðalhlut- verk: Cate Blanchett, Christopher Eccleston, Geoffrey Rush, Joseph Fiennes. : 0 Asgrimur Svemsson. Regnboginn - The Siege Ósannfærandi hryðjuverk •• Allt frá því kalda stríð- inu lauk hafa arabískir hryðjuverkamenn verið óvinur númer eitt í Hollywood og liggur við að þar á bæ sé búið að stimpla alla araba sem hryðjuverkamenn. í The Siege er fátt á hreinu nema það að arabískir hryðjuverka- menn hafa stillt skotvopn sín á New York og er lítið um varnir, enda má segja að þeir sem verja eiga borgina snúist i kringum sjálfa sig í óaðgengilegri sögu, sem sjálfsagt hefur litið ágætlega út á yfirborðinu í fyrstu, en er algjört hnoð í mynd sem ætlar sér mikið en fer vítt um völl í viðleitni sinni til að skemmta áhorfandanum sem mest. Eftir óljósa byrjun, þar sem araba- leiðtoga hefur verið rænt af banda- ríska hernum, erum við stödd í höf- uðstöðvum FBI í New York þar sem borist hefur viðvörun um sprengju í strætisvagni. Þegar á reynir kemur í ljós að um platsprengju er að ræða. í næstu atrennu er aftur á móti alvara á ferðum og rétt í þann mund sem FBI telur sig hafa komist fyrir hryðjuverkin verður enn ein spreng- ingin og nú eru það ekki bara nokkr- ir sem láta lífið heldur hundruð. Þegar svo þriðja sprengjan springur í höfuðstöðvum FBI í New York er Denzel Washington og Tony Shalhoub leika sérfræðinga FBI í hryðjuverkum. yfirvöldum nóg boðið og lýsa yfir neyðarástandi í borginni og herlög eru sett. Þar til herlögin eru sett er skýr munur á milli góðs og ills. Denzel Washington og Annette Bening, sem Kvikmynda GAGNRÝNI eru fulltrúar FBI og CIA, haga sér eins og lögreglumönnum sæmir, hafa áhyggjur og reyna sitt besta þrátt fyrir mismunandi skoðanir á málinu. Þegar herlög hafa verið sett og hershöfðinginn Bruce Willis kem- ur til sögunnar er ekki laust við að munurinn á milli góðs og ills jafhist út og um leið og myndin verður öll ruglingslegri er ekki laust við að óvinurinn öðlist sam- úð. Þarna erum við komin að meg- ingalla myndarinnar; það er verið að koma allt of miklu á framfæri. Myndin fylgir vel þekktri formúlu dagsins í dag við gerð spennu- mynda í Hollywood, þar sem hrað- inn skiptir öllu máli á kostnað persónanna sem eru flatar og óspennandi. Mörg atriði eru vel gerð og stundum tekst að skapa dá- góða spennu en aldrei lengi í einu. Denzel Washington, sem fátt hefur gert rangt á farsælum leikferli, hefur átt betri daga. Hið sama má segja um Annette Bening en gleðitíðindin eru að Bruce Willis nær sér vel á strik og gerir vel í litlu hlutverki. Leikstjóri: Edward Zwick. Hand- rit: Lawrence Wright, Menno Meyjes og Edward Zwick. Kvik- myndataka: Roger Deakin. Tón- list: Graeme Revell. Aðalleikarar: Denzel Washington, Annette Bening, Bruce Willis og Tony Shalhoub. Hilmar Karlsson Kringlubíó - The Wishmaster Andinn í ópalnum •i Þó Wes Craven sé skrifaður fyrir þessari mynd þá er hann ekki annað en einn af framleiðendum og því vonandi saklaus af þessum voða. The Wishmaster segir frá demóni nokkrum sem getur látið allar óskir rætast, en sá fylgir böggull að þær rætast kannski ekki endilega á þann hátt sem óskandinn hefði vilj- að. Þetta er klassískt þema í hrollvekjuskrifum, að óska sér varlega, frægasta sagan er lík- lega Apaloppan eftir W.W. Jac- obs. En hér er því snúið þannig að ef demóninn nær að upp- fylla þrjár óskir þess sem vakti hann upp, ná félagar hans að taka yfir heiminn svo af verður vargöld. Fyrst sjáum við hvernig persnesk- um "galdramanni tekst að fanga demóninn i risaópal og næst hittum við fyrir ópalinn þegar hann mætir til Ameríku, nokkur hundruð árum síðar, en þar er hann skoðaður af gimsteinasérfræðingi sem vekur demóninn. Og nú þarf bara að sann- færa píuna um að óska sér þrisvar. Myndin var ansi rysjótt, og náði einhvern veginn aldrei að verða sér- Robert Englund og Tammy Lauren. Kvikmynda GAGNRÝNI lega smart, þrátt fyrir góða takta á stundum. Það er greinilega sótt hér í smiðju Cravens, og þá sérstaklega tesuna í The New Nightmare, þar sem ævintýra og sagnaminni er not- að til að skýra tilvist demónsins. Því demóninn er sá hinn sami og gaf Aladdín allt sem hann óskaði sér, nema þegar kemur að þús- und og einni nótt hefur sagan þynnst og öll illska lekið úr henni og því er mannfólk nútím- ans illa í stakk búið til að takast á við djöfsa. Ég er persónulega alltaf hrifm af því að nota gaml- ar goðsögur og ævintýri og gera "* úr þeim hrollvekjur og ekki er ég síður ánægð með markvissa notkun nútlmahrollvekjunnar á nútíma þjóðsögum eða flökku- sögum. En þetta er vandmeðfar- ið efhi, það er ekki bara nóg að skella þessu fram og láta það svo standa, sagan þarf að vera unnin og hún þarf að ganga upp. Einhvers staðar féll botninn úr Wishmasternum og endirinn var al- veg gersamlega út í hött og sló myndina glæsilega út úr tveggja stjörnu klassanum. Leikstjórn: Robert Kurtzman. Handrit: Peter Atkins. Kvikmynda- taka: Jacques Haitkin. Tónlist: Harry Manfredini. Aðalhlutverk: Tammy Lauren, Andrew Divoff, Chris Lemmon, Wendy Benson, Robert Englund. Úlfhildur Dagsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.