Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 27 Fréttir Flugsamgöngur á milli Vesturbyggöar og ísafjarðar: Útboð tekur minnst 3 til 4 mánuði - segir Halldór Blöndal samgönguráðherra Þrátt fyrir að samþykki sam- göngunefndar Alþingis hafi legið fyrir undir lok síðasta árs um að veita fé til flugs á milli Vestur- byggðar og ísafjarðar virðist enn ósamið við flugrekstraraðila um að sinna þessu flugi. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði í samtali við blaðið að þegar samið hefði verið um sam- bærilegt flug til Raufarhafnar á sín- um tíma hefði það ekki mælst vel fyrir. Þá var því haldið fram að bjóða bæri slíkt flug út á öllu evr- ópska efnahagssvæðinu. Halldór sagði að í ljósi þessa hefði Samkeppnisstofnun verið skrifað bréf þar sem óskað var eftir áliti hennar á því hvort bjóða bæri þetta út á evrópska efnahagssvæðinu og hvort hún teldi að öll flugfélög á ís- landi mættu þá bjóða i fyrirhugað flug á milli Vesturbyggðar og ísa- fjarðar. Reyndar hefur ráðuneytið þegar ákveðið að fara í slíkt útboð. Halldór sagði að ekki yrði samið við neina flugrekstraraðila fyrr en álit Samkeppnisstofnunar lægi fyrir sem ætti þó að geta verið mjög fljót- lega. Ef bjóða ætti flugið út sagði Halldór að undirbúningur að slíku útboöi tæki minnst 3-4 mánuði. Það þýðir í raun að sá tími sem nýta átti flugið á þessum vetri yrði útrunn- inn. Þá sagði ráðherrann að einnig kæmi til álita að bjóða út í leiðinni aðrar flugleiðir hér á landi eins og á Gjögur. Aðspurður hvort hægt yrði að semja til bráðabirgða við eitthvert flugfélag vegna þess tíma sem eftir væri af vetrinum sagði Halldór að það hefði einmitt verið það sem gert hefði verið varðandi Raufarhöfn en r það hefði ekki mælst vel fyrir. Þrátt fyrir að Halldór hefði sagt að ekki hefðu verið gerðir samningar við neitt flugfélag um flug á milli áður- nefndra svæða þá spurðist það út á þriðjudag að íslandsflug væri að byrja að fljúga á þessari leið. Þá hefur flug- félagið Jórvík einnig sýnt áhuga á að sinna þessu flugi en þar á bæ hefðu menn beðið eftir svörum frá ráðuneyt- inu um framhald málsins. -HKr. Óvissa með grásleppuveiðar DV, Hólmavík: Mikil óvissa er um hvort nokkuð verður lagt fyrir grásleppu á vori komanda hér um slóðir og yröi það í fyrsta skipti í nokkra áratugi sem slíkt gerðist. Verðið fyrir hrognin var nánast í sögulegu lágmarki á síðasta ári og mátti með réttu kall- ast verðhnm frá því sem verið hafði árið á undan. Að sögn sjómanna var enginn hagnaður af veiðunum á því ári, frekar að menn bæru skarðan hlut frá því borði og hefðu ekki fyrir kostnaði. „Verð þarf að breytast verulega til hins betra til þess að menn hugsi sér til hreyfings,“ varð einum sjómanninum að orði um grásleppuveiðar vorsins. Þá er mörgum óljúft að sjá á eftir jafnvel tugum tonna af þorski verða að engu í grásleppunetunum þegar ekkert sést eftir nema haus og bein- garður þegar vitjað er um eins og nokkuð hefúr verið um hin allra síðustu ár eftir að þorskgengd jókst til mikilla muna. Fyrr á árum voru þetta aðallega hlunnindi nokkurra sjávarjarða og þeirra þéttbýlisbúa sem voru eig- endur minni báta og sóttu skamman sjóveg. Seinni árin hafa stórir og hraðskreiðir bátar sem lagt geta á djúpu vatni verið atkvæðamiklir í veiðiskapnum, oft á kostnað þeirra sem lítils eru megnugir í þeirri hörðu samkeppni. -Guðfinnur Oddviti Stöðfirðinga, Björgvin Valur Guðmundsson, stendur fyrir framan gröfuna. Inni í henni er Kristmann Jóns- son, 83 ára, sem tók fyrstu skóflustunguna. DV-mynd GH Gamla kirkjan á Stöðvarfirði. Gamla kirkjan á Stöðvarfirði: Orðin endur- StöðvarQörður: íþróttahús í burðarliðnum DV, Stöðvarfiiði: Sunnudaginn 24. janúar sl. var fyrsta skóflustimgan tekin að nýju íþróttahúsi á Stöðvarfirði, að við- stöddum fjölda íbúa. Kristmann Jónsson, 83 ára, tók fyrstu skóflustunguna, en hann var fýrsti íþróttakennari Stööfirðinga. Kristmann kenndi tuttugu piltum og tíu stúlkum íþróttir í tvískiptum hópi, í nýreistum skóla og sam- komuhúsi, er byggt var í sjálfboða- vinnu árið 1937. Það var mikið verk þar sem sigla þurfti með efni til verksins innst úr firðinum og bera það svo frá fjöru og til byggingar- staðar, en húsið er steinsteypt. Það hefur siðustu ár þjónað sem sam- komuhús en einnig hafa verið kenndar þar íþróttir. Björgvin Valur Guðmundsson, oddviti Stööfirðinga, ávarpaði gesti og rakti meðal annars tilurð þess að ákveðiö var að ráðast í byggingu iþróttahúss. Hinn aldni fyrrum íþróttakennari nýtti sér tæknina að þessu sinni og tók skóflustunguna með vélgröfu í frosna jörðina og á eftir var öllum gestum boðið til kaffisamsætis í grunnskólanum. Húsiö verður 31x17 metrar, eða < 527 fermetrar, að stærð. Verktaki er Ævar Ármannsson á Stöðvarfirði en hann átti lægsta tilboð i verkið, 45.388.000 krónur. Húsið á að verða tilbúið til notkunar 31. desember. -GH varpsstöð Enn fækkar á Siglufirði ÓV; Stöðvarfirði; Nokkur ár eru síðan gamla kirkj- an á Stöðvarfirði var afhelguð og nú hefúr hún fengið nýtt hlutverk. Sím- inn hefúr fengið þar aðstöðu fyrir endurvarp sitt fyrir GSM og NMT símakerfi sín á Stöðvarfirði, en það var einn fárra staða sem eftir voru án GSM símasambands á Austur- landi. Einnig var erfitt að ná í NMT kerfið, en slæmt samband hefur ver- ið í því kerfi vegna staðsetningar búnaðar hingað til. Taka varð niður kross á turni kirkjunnar og í stað hans er komið loftnet auk þess sem annað er á stafni hennar. Geta má þess að kirkjan er komin í einkaeign. -GH DV, Siglufírði: 1. desember voru íbúar Siglu- fiarðar 1605 en þeim hafði fækkaö um 27 á árinu. Þetta er þó minni fólksfækkun en árin á undan því 1996 fækkaði um 36 og árið áður um 57. Ástæður fækkunarinnar á Siglu- firði á síðasta ári eru ekki að öllu leyti þær sömu og í Skagafirði, þar sem að stórum hluta er erfiðu at- vinnuástandi um að kenna. Á Siglu- firði var atvinnuástand allgott á ný- liðnu ári, eins og raunar síðustu ár. Að margra áliti eru það ekki síst hærri laun og í sumum tilfellum meira atvinnuöryggi á suðvestur- horni landsins sem verða til þess að * fólk flytur frá áður nefndu svæði. Einnig er nokkuð um að fólk flytji búferlum með bömum sínum sem fara til langskólanáms á höfúð- borgarsvæðinu. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.