Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Síða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 Andlát Magnús Óskarsson 1979-81 og sat í stjórn íslenska Álfé- lagsins hf 1983-89 og frá 1991. Rit sem út hafa komið eftir Magnús eru Alíslensk fyndni, bók með gamanmálum, 1986; Ný alíslensk fyndni, 1991; Með bros í bland, 1997. Hann var ritstjóri Úlfljóts 1952-53 og Frétta- bréfs Æskulýðssam- bands íslands 1960-62. Þá birtust eftir hann fjölmargar blaðagreinar um hin ýmsu þjóðmál. Magnús var sæmdur gullmerki ÍSÍ, gullmerki Knattspymufélagsins Þróttar í Reykjavík og siifurmerki KSÍ. vík en kona hans er Soffia Marteinsdótt- ir klæðskeri og er dóttir þeirra Gabri- ela, f. 10.2. 1998. Systkini Magnúsar: Sæmundur, f. 10.8. 1924, stórkaupmaður í Reykjavík, kvænt- ur Ingrid Óskars- dóttur og eiga þau tvö böm; Guðfinna, f. 15.6. 1928, húsmóð- ir, ekkja eftir Þor- stein Pálmason járn- smíðameistara og eru börn þeirra fimm. Foreldrar Magnúsar voru Óskar Sæ- mundsson, f. 29.12.1897, d. 26.8.1970, kaupmaður á Akureyri, og k.h., Guðrún Magnúsdðttir, f. 13.4. 1900, d. 2.1. 1947, ljósmóðir og húsmóðir. Magnús Óskarsson. Magnús Óskarsson, fyrrv. borgar- lögmaður, Gnoðarvogi 68, Reykja- vík, lést á Sjúkarhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 23.1. sl. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 2.2., kl. 13.30. Starfsferill Magnús fæddist á Akureyri 10.6. 1930 og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1950, embætt- isprófi í lögfræði frá HÍ 1956, kynnti sér vinnulöggjöf og framkvæmd kjarasamninga í Bandaríkjunum 1959 og í Svíþjóð og Bretlandi 1960, öðlaðist hdl.-réttindi 1959 og hrl.- réttindi 1964. Þá stundaði hann spænskunám í Reykjavík 1975-79. Magnús var fulltrúi og málflutn- ingsmaður hjá lögfræðideild vam- arliðsins á Keflavíkurflugvelli 1954-55, fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1956-58, vinnumálafull- trúi og síðar vinnumálastjóri Reykjavíkurborgar 1958-82 og borg- arlögmaður Reykjavíkurborgar 1982-94. Magnús sat í stjóm Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri 1945-50, var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1952-53, var varaformaður Orators 1952-53, varaformaður SUS 1958-60, sat í stjóm Æskulýðssambands íslands 1958-62, sem formaður 1960-62, sat í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík 1969-71, í stjóm lífeyrissjóðs Sóknar frá 1970, for- maður 1972-74 og 1988-90, sat í dóm- stóli ÍSÍ frá 1974 og formaður hans frá 1990, formaður Knattspymufé- lagsins Þróttar í Reykjavík 1975-80, í dómstóli KSÍ 1982-84, formaður Sundasamtakanna í Reykjavík Fjölskylda Magnús kvæntist 27.5. 1956 Ólínu Ragnheiði Jónsdóttur, f. 7.10. 1929, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Þ. Björnssonar, f. 15.8. 1882, d. 21.8. 1964, skólastjóra á Sauðárkróki, og f.k.h., Geirlaugar Jóhannesdóttur, f. 28.7. 1892, d. 6.4. 1932, húsmóður. Börn Magnúsar og Ragnheiðar eru Þorbjörn, f. 14.7. 1952, skipstjóri og rithöfundur í Reykjavík; Óskar, f. 13.4. 1954, hrl. og stjórnarformað- ur Baugs en kona hans er Hrafn- hildur Inga Sigurðardóttir auglýs- ingateiknari og er sonur þeirra Magnús, f. 14.4. 1983, nemi; Hildur, f. 19.12. 1957, B.Sc., hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík; Haukur, f. 12.1. 1964, viðskiptafræðingur í Reykja- Ætt Óskar var sonur Sæmundar, sjó- manns í Bolungarvík, Benedikts- sonar, b. á Finnbogastöðum í Ámes- hreppi, Sæmundssonar, b. á Gauts- hamri á Selströnd, bróður Bjöms, langafa Ingibjargar, móður Atla Gíslasonar lögmanns. Systir Sæ- mundar var Ólöf, amma Margrétar, langömmu Sighvats Björgvinssonar alþm. og formanns Alþýðuflokksins, og langömmu Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Sæmundur var sonur Björns, prests í Tröllatungu, bróður Jóns, langafa Lýðs, langafa Sigríðar, móður Þórs Magnússonar, þjóð- minjavarðar og langafa Bjöms, föð- ur Lýðs sagnfræðings. Björn var sonur Hjálmars, ættfóður Trölla- tunguættar, Þorsteinssonar. Móðir Óskars var Sigríður Ólafs- dóttir, b. á Minnahrauni í Bolungar- vík, Guðmundssonar, b. á Minni- bakka, Helgasonar. Móðir Sigríðar var Sæunn, dóttir Sigurðar, b. í Hagakoti, bróður Hafliða, langafa Jóns Baldvinssonar alþm., langafa Salóme, móður Sverris Heramanns- sonar, langafa Guðríðar, ömmu Bjöms Friðflnnssonar, og langfa Þorsteins, afa Þorsteins Pálssonar ráðherra. Annar bróðir Sigurðar var Jóhannes, langafi Hannibals Valdimarssonar, föður Jóns Bald- vins sendiherra og Amórs heim- spekings. Sigurður var sonur Guð- mundar sterka, b. á Kleifum, Sig- urðssonar. Guðrún var dóttir Magnúsar, b. í Kjörvogi, Guðmundssonar, b. á Finnbogastöum, Magnússonar, b. þar, Guðmundssonar, ættföður Finnbogastaðaættar, Bjamasonar. Móðir Guðmundar Magnússonar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Látmm, Ketilssonar og Karítasar Pétursdótt- ur, systur Jóns prófasts á Steinnesi, langafa Sveins Bjömssonar forseta, Jóns Þorlákssonar forsætisráð- herra, Þórunnar, móður Jóhanns Hafsteins forsætisráðherra, föður Péturs hæstaréttardómara, og langafa Böðvars í Hafnarfirði, afa Sigurðar Sigurðssonar íþróttaffétta- manns. Móðir Guðrúnar var Guð- rún, systir Jóns, afa Hannibals Valdimarssonar. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Stóm-Ávík í Víkursveit, Péturssonar, b. í Dröngum, Magnús- sonar. Móðir Jóns var Hallfríður Jónsdóttir, b. á Melum, Guðmunds- sonar. Móðir Jóns var Guðrún eldri Sigurðardóttir. Afmæli Guðmundur Ágústsson Guðmundur Ágústsson hagfræðing- ur, Rekagranda 5, Reykjavík, er sex- tugur i dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Bolungarvik en ólst upp á ísafirði og á Akureyri auk þess sem hann var i sveit á sumr- in í Æðey í Bolungarvík. Guðmundur lauk stúdentsprófl frá MR 1959 og stundaði hagfræðinám í Berlín í fimm ár. Guðmundur var starfsmaður ASÍ 1965-71, viö MH 1971-72, hjá Fram- kvæmdastofnun ríkisins 1972-73, hjá Iðnþróunarnefnd 1973-75, hjá Iðn- rekstrarsjóði 1973-79 og hjá Samn- inganefnd bankanna 1979-84. Hann var aðstoðarbankastjóri Al- þýðubankans 1985-89, útibússtjóri hjá íslandsbanka hf á Laugavegi 31 1990-93 og hefur síðan unnið við stjórnun og lánamál hjá Islandsbanka. Þá hefur hann verið stærðfræðikenn- ari um árabil, lengst af við MH. Guðmundur sat í Vinnumálanefnd ríkisins 1973-88, í stjórn Iðnaðarbank- ans hf 1972-75, í stjórn KRON 1973-76 og 1980-83, í stjórn Norðurstjömunn- ar hf 1973-75 og Glits hf 1976-80, var endurskoðandi Sparisjóðs vélstjóra 1975-79 og sat í Samninganefnd bank- anna. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 28.5. 1963 Moníku Maríu Karlsdóttur, f. 24.9. 1941, hagfræðingi. Hún er dóttir Emils Walther Karl, f. 4.3. 1908, d. 7.1. 1979, starfsmannastjóra á bæjarskrifstofu Zeulenroda í Thúringen í Þýskalandi, og k.h., Charlottu Mariu Eleonore Karl, f. Mollenhauer, f. 31.3.1912, d. 10.6.1980, hús- móður og saumakonu. Börn Guðmundar og Moníku eru Kristján, f. 1.8. 1964, byggingaverkfræðing- ur við verkfræðistofu í Berlín, en dóttir hans er Lara, f. 7.9.1998; Stefán Ás- geir, f. 28.2. 1969, BA í suð- ur-amerískum fræðum, í framhaldsnámi í Mexíkó; Katrín, f. 26.5. 1973, líffræðingur við MA-nám við HÍ. Guðmundur á átta systkini. Foreldrar Guðmundar voru Sigurð- ur Ágúst Elíasson, f. 28.8. 1885, d. 13.9. 1969, kaupmaður og yfir- fiskmatsmaður á Vestfjörð- um, og Valgerður Krist- jánsdóttir, f. 21.11. 1900, d. 29.9.1963, húsmóðir. Ætt Sigurður Ágúst var sonur Elíasar Sigurðssonar, sjó- manns í Bolungarvík, á Sandeyri, í Bæjum og Æð- ey, og Rannveigar Guðríð- ar Guðmundsdóttur, hús- freyju í Æðey. Valgerður var dóttir Krist- jáns Þorkelssonar, sjómanns og segla- saumara á Kolbeinslæk í Súðavík, og k.h., Helgu Sigurðardóttur húsfreyju. Guðmundur og Moníka eru í Mexíkó um þessar mundir. Guðmundur Ágústsson. Helga Helgadóttir maður hennar, Vigfús Helgason, var þar kenn- ari við Bændaskólann. Þau dvöldu jafnframt nokkur sumur í Varma- hlíð. Helga og Vigfús fluttu til Reykjavíkur 1963 og bjuggu í Bogahlíð 14 og þar býr hún enn. Helga starfaði til sk- amms tíma með Kvenfé- lagi Hólahrepps. Helga Helgadótllr. Fjö[skylda Elín Helga Helgadóttir húsmóðir, Bogahlíð 14 , Reykjavík, er níutíu ára í dag. Starfsferill Helga fæddist að Núp- um í Fljótshverfi og ólst þar upp. Hún gekk í bamaskólann á Kálfafelli og í Múlakoti og var í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1934-35. Helga vann við almenn sveitastörf á unglingsár- um en 1931 hélt hún til Reykjavíkur og var þar aðstoðarstúlka á tveimur heimilum. Hún var síðan á Blöndu- ósi veturinn 1934-35 en 1936 flutti hún að Hólum í Hjaltadal, en eigin- Helga giftist 10.8. 1935 Vigfúsi Helgasyni, f. 12.12. 1893, d. 31.7.1967, kennara við Bændaskól- ann á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Helgi Guðmundsson, f. 20.1. 1858, d. 1.6. 1934, bóndi og hreppsstjóri, og k.h., Ása Kristjáns- dóttir, f. 13.4. 1857, d. 21.12. 1932, húsfreyja. Þau bjuggu á Ketilstöð- um í Hörðudal í Dalasýslu. Böm Helgu og Vigfúsar era Guð- mundur Hákon, f. 12.12.1935, starfs- maður Orkustofnunar, búsettur í Reykjavík; Agnar Helgi, f. 29.6.1937, d. 3.2. 1993, lengi starfsmaður hjá Búnaðarfélagi íslands, síðast búsett- ur á Sauðárkróki; Ása, f. 28.11.1938, d. 23.3. 1969, var búsett í foreldra- húsum; Hörður Birgir, f. 9.5. 1940, búsettur í Reykjavík; Þórhildur, f. 4.1.1944, húsfreyja í Fellabæ í Norð- ur-Múlasýslu; Örlygur Jón, f. 29.7. 1945, d. 19.1. 1946; Agnes Helga, f. 17.5. 1951, bankastarfsmaður í Reykjavík; Baldur Jón, f. 6.8. 1955, starfsmaður á Rannsóknastofnun Landbúnaðarins, Reykjavik. Systkini Helgu: Sigmundur, f. 26.4. 1912, d. 15.8. 1972, bóndi á Núp- um, ekkja hans er Þórdís Ólafsdótt- ir frá Blómsturvöllum í Fljóts- hverfi, f. 13.10. 1913 en hún dvelst nú að Klausturhólum á Kirkjubæj- arklaustri; Margrét, f. 17.8. 1917, húsfreyja í Reykjavík og á Fossi á Síðu, hennar maður var Helgi Páls- son bóndi, nú látinn, og eignuðust þau sex börn. Foreldrar Helgu voru Helgi Bjamason, f. 3.3.1878, d. 27.10.1951, bóndi, meðhjálpari og sýslunefndar- maður, og Agnes Helga Sigmunds- dóttir, f. 12.10.1879, d. 13.7.1954, hús- freyja. Til hamingju með afmælið 2. febrúar 85 ára Halldór Ólafsson, Hvammi, Húsavík. 80 ára Elínborg Einarsdóttir, Ytri-Varðgjá, Eyjafjaröarsveit. Þóra A. Sigtryggsdóttir, Vesturgötu 59, Reykjavík. 70 ára Þorleifur Þorleifsson, Lyngbergi 12, Þorlákshöfn. Halla V. Pálsdóttir húsmóðir, Sogavegi 133, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ari B. Franzson prentari. Þau taka á móti gestum í safnaðar- heimili Bústaðakirkju, laugar- daginn 6.2. kl. 16.00-19.00. Haraldur Guðmimdsson, Háabarði 4, Hafnarfirði. Magnús H. Hannesson, Hringbraut 119, Reykjavík. 60 ára Ingólfur Sveinsson læknir, Karfavogi 38, Reykjavík. Ágústa K. Bjamadóttir, Bakkaseli 10, Reykjavík. Helga G. Jónsdóttir, Álftamýri 14, Reykjavík. Sesselja Erla Jóhannsdóttir, Rjúpufelli 46, Reykjavík. 50 ára Sigursteinn Sigursteinsson húsasmiður, Skjólbrekku, Borgarbyggð. Hann tekur á móti gestum í veiðihúsinu við Langá, laugard. 6.2. eftir kl. 21.00. Anna Mjöll Sigurðardóttir, Álfatúni 1, Kópavogi. Guðni Svan Sigurðsson, Ránarslóð 16, Höfn. Hjördís Sigmundsdóttir, Hagaseli 14, Reykjavík. Jón Þór Aðalsteinsson, Ormsstöðum II, Neskaupstað. Margrét Sigurjónsdóttir, Hellum, Holta- og Landsveit. Rannveig Haraldsdóttir, Möðrufelli 1, Reykjavík. Sigdís Sigmundsdóttir, Engjaseli 1, Reykjavík. 40 ára Rafn Magnússon vélstjóri, Holtsgötu 23, Sandgerði. Agla Snorradóttir, Vegatungu, Biskupstungum. Guðmxmdur Þ.Hafsteinsson, Þrastarima 25, Selfossi. Guðrún Stefánsdóttir, Hlíðarendakoti, Fljótshlíð. Kristjana G. Grímsdóttir, Miðbraut 24, Seltjarnamesi. Sigríður A. Guðjónsdóttir, Löngumýri 5, Garðabæ. Sigríður Ámadóttir, Veghúsum 27, Reykjavík. Sigrún Friðriksdóttir, Skipasundi 8, Reykjavík. Snorri Gissurarson viðskiptafræð- ingur Keilugranda 4, Reykjavík. Stefanía Fjóla Finnbogadóttir, Birkimel 12, Varmahlíð. Stefán Gtmnar Jósafatsson, Smárarima 44, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.