Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1999 )g Alþýðu- >andalagsins „Ég játa mjög fuslega að mér finnst mjög sárt að sjá hvernig , Alþýðubandalagið hefur splundrast á liðnum mánuð- i um. Afstaða min var að ekki mætti fara of' geyst ef koma ætti í veg fyrir klofning." Ragrtar Arnalds alþingis- maður, í Degi. Aflið er ekki endanlega fætt „Ég tel að samfylkingarferl- ið muni halda áfram eftir kosningar. En vandinn er sá að vinstri öflin'eru klofin. Þetta afl er ekki endanlega fætt." Svavar Gestsson alþingis- maður, í DV. Konur í ríkisstjóm „Ég tel það alveg host að ef Sjálfstæðisflokkur- inn verður í , tveggja flokka rík- isstjórn mun hann tilnefna konu i næstu ríkisstjórn, ef ekki konur." Friðrík Sophusson, fyrrv. fjármálaráöherra, í Degi. Verður miðborgin úthverfi? „Núverandi meirihluti hef- ur ekki náð að efla miðborg- ina og ef ekkert er að gert þá stefnir allt í að höfuðborgin veröi löng og mjó og muni teygja sig eftir þjóðvegi númer eitt. Það þýðir að miðborgin verður úthverfi." Eyþór Arnalds borgarfulrtrúi, ÍDV. Einræði borgarstjóra „Það liggur í loftinu að borgarstjóri ætlar aö velja sjálfur alla eða fiestalla fulltrúa í þessa miðbqrgarstjórn. Það virðist ekki eiga að viðhafa lýðræðisleg vinnubrögð." Inga Jóna Þóröardóttir borgarfulKrúi, í DV. Skrítinn reikningur „Ár eftir ár er verið að birta tölur um hvalaskoðanir og alltaf eru tölurnar jafnútblásn- ar. Er komist að þeirri niður- stöðu að hagnaðurinn af hverjum ferðamanni sé 26.000 kr. vegna ferðar sem kostar 3000 að fara í." Guöjón Guðmundsson al- þingismaður, í DV. Smári Guðjónsson, nýkjörinn formaður KFÍA: Héreru gerðar miklar kröfur um árangur DV, Akranesi: Það var mjög stíft skorað á mig að takast á við þetta verkefni þótt það stæði ekki til fyrirfram. Ég hef miklar taugar til þessa félags qg langar til að láta gott af mér leiða. Ég er búinn að starfa lengi hjá félaginu, bæði sem þjálfari og leikmaður, tel mig þekkja starfið og innviðina vel og taldi mig til- búinn til verksins," segir Smári Guð- jónsson, véltæknifræðingur og aðstoð- arframleiðslustjóri Islenska járn- blendifélagsins, nýkjörinn formaður Knattspyrnufélags Akraness. Smári er ekki ókunnugur knatt- spyrnunni á Akranesi. Ég lék með öll- um yngri flokkum félagsins og fór síð- an í meistaraflokk og spilaði þar allt of lítið, að eigin mati. Þegar ég kom úr námi frá Danmörku 1987 gaf ég kost á mér í stjórn knattspyrnufélagsins í tvö ár þar sem knattspyrnuferlinum var að ljúka. Árið 1990 tók ég við þjálfun 3. flokks karla og þjálfaði hann það sum- ar, tók síðan við þjálfun meistaraflokks kvenna 1991 og 1992, tók síðan frí árið 1993 og þjálfaði mfl. kvenna árinl994 og 1995. Svo ætlaði ég að taka mér frí árið 1996 en þá tók ég við 2. flokki karla vegna þjálfaraskorts og þjálfaði hann einnig árið 1997. Ég hef síðan starfað að unglingamálum allt síðastliðið ár. Minnisstæðast á þjálfaraferlinum er þegar mfl. kvenna varð bikarmeistari árið 1992 þegar þær unnu Breiðablik, 3-2, i einhverjum besta bikarúrslitaleik sem hefur verið leikinn á íslandi. Auk þess var árið 1996 minnisstætt, þá vann meistarafiokkur karla tvöfalt en þá var ég aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarson- ar." Smári segir DV-mynd Daníel. að sumarið í fyrra í 1. deildinni hafi verið svolítið óvenjulegt að því leyti að það hafi verið mikil spenna í deild- inni og deildin því skemmtileg. „Mér finnst hins vegar knattspyrnan ekki sterkari en hún hefur verið undanfar- in ár, þar tel ég að megi helst kenna útrás íslenskra knattspyrnumanna. Maður dagsins Þó svo að við Skagamenn höfum misst mikið af leikmönnum eigum við fullt af leikmönnum eftir. Við ætlum fyrst og fremst að byggja á þeim en erum að leita fyrir okkur með að styrkja hópinn og vinna að því að gera hann hæfan til að vera í fremstu röð. Það eru gerðar mikl- ar kröfur hér á Akranesi um góðan árangur og það er alveg sama hvernig árar hjá leikmönnum og knattspyrnunni, það er alltaf krafist toppárangurs og við munum að sjálfsögðu reyna jtá að verða við Jfl þeim kröf- Jjjt um." JA Mottó og helsta stefnumál nýja for- mannsins verður að virkja sem flesta, einnig þá sem horfið hafa á braut af einhverjum ástæðum, og gera ÍA hæft til þess að vera í fremstu röð á öllum sviðum. „Þetta gildir auðvitað einnig um- kvennaknattspyrnuna en þar erum við þessa dagana að leita að þjálfara." Smári á sér nokkur áhugamál fyrir utan knattspyrnuna og starfið, svo sem fjölskylduna, stangaveiði, tónlist auk allra góðra þjóðmála og heims- mála almennt. Smári er giftur Guð- laugu Sverris- dóttur leik- skólakennara. Saman eiga þau þrjú börn: Sverri Mar, 3 ára, Arnór, 10 ára, og Önnu Sól- veigu, 20 ára. -DVÓ Framsýning - Foroysk nútíarlist í Listasafni Akureyrar stendur nú yfir sýningin Framsýning - Foroysk nútí- arlist. Sýningin var unnin í samvinnu við Listaskálann í Færeyjum og Kjarvals- staði og á henni gefst gott tækifæri til að kynnast því sem efst er á baugi í listalífi Færeyja nú um stundir. í sýningarskrá stendur með- al annars: „Færeysk mynd- list er eins og eyjarnar sjálf- ar, afmörkuð en samt með auðkennum sem koma líkt og af sjálfu sér og krefjast ekki mikillar rannsóknar. Tíminn sem hún spannar er stuttur og auðvelt að fá góða yfirsýn. En umheim- urinn verður æ nærgöng- ulli. Hafið er endalaust þeg- ar maður stendur á strönd- inni en skreppur saman í ekki neitt þegar það sést úr gervihnetti úti í geimnum." Sýningar Þeir færeysku listamenn sem eiga verk á sýningunni eru meðal annars: Astrid Andreasen, Bárður Jákups- son, Tannvá Pálsdóttir Kunyo, Hans Pauli Olsen, Marius Olsen, Gudrið Poul- sen, Ingálvur av Reyni og Kári Sveinsson. Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga kl.14-18 og henni lýk- ur 28. febrúar. Myndgátan Lausn á gatu nr. 2318: Kaffikerling Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Þekktir leikarar hafa fengið góða dóma fyrlr frammistöðu sína. Maður í mislitum sokkum Þjóðleikhúsið sýnir á Smíða- verkstæðinu leikritið Maður í mislitum sokkum eftir Arn- mund Backman. Hefur leikritið fengið mjög góðar viðtökur hjá almenningi, sem og gagnrýnend- um, og hefur yfirleitt verið upp- selt á sýningar og uppselt er fram i tímann. Um er að ræða fyndið leikrit um eldhresst fólk á besta aldri og er boðskapurinn sá að aldrei sé of seint að gera hlutina. Hvað gerir til að mynda góðhjörtuð kona þegar hún dag einn finnur ókunnugan, rammvilltan og minnislausan mann á förnum vegi? Tekur hann auðvitað með sér heim. Leikhús í hlutverkum eru Guðrún Þ. Stephensen, Gunnar Eyjólfsson, Árni Tryggvason, Helga Bach- mann, Bessi Bjarnason, Guðrún S. Gísladðttir og Ólafur Darri Ólafsson. Leiksrjóri er Sigurður Sigurjónsson. Lýsing er í hönd- um Ásmundar Karlssonar og leikmynd og búninga gerði Hín Gunnarsdóttir. Bridge íslenska unglingaliðið náði góð- um árangri á móti efstu þjóðunum á alþjóðlega mótinu i Hollandi á dög- unum. ísland hafnaði í 6. sæti en náði sigri gegn öllum þjóðunum í 7 efstu sætunum, ef frá er talið jafn- tefli við Noreg sem hafnaði í öðru sæti. ísland fékk tveggja stafa tölur í öllum 23 leikjum mótsins en tapaði þremur leikjum, 10-20. Eitt tapið var á móti Belgum sem höfnuðu i 18. sæti mótsins. ísland tapaði 13 impum í þessu spili í leiknum af hreinni óheppni. Lokasamningur- inn var sá sami í opnum og lokuð- um sal, 3 grönd. Vestur var gjafari og NS á hættu: * ÁK2 W G * KD95 * K8764 4 743 » K10863 ? 1062 * Á2 N V s * 1098 * D95 * ÁG84 * G53 * DG65 W Á742 * 73 * D109 Þar sem íslendingar sátu i NS (í opnum sal) varð suður sagnhafi. Vestur spil- aði út hjarta frá fimmlit sínum og eft- ir það útspil átti sagnhafi enga mögu- leika og hafnaði að lokum 2 nið- ur. Belgarnir voru svo heppnir að spila 3 grönd á norður- hendina í lokuðum sal. Austur átti útspil og valdi að spila út spaða. Eft- ir það var eina vandamál sagnhafa að finna laufgosann. Honum tókst það og þessi samningur slapp því heim hjá Belgunum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.