Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1999, Blaðsíða 36
 FRETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1999 Suðurland: Margréti stillt upp í efsta sæti Lúðvík í öðru sæti „Við ætlum okkur stóran hlut og erum með sigurstranglegan lista. En umfram allt er Samfylkingin á landsvísu með mjög Plr** öfluga verkefnaskrá * til næstu fjögurra ára. Við hlökkum til kosningabaráttunn- ar. Núna er tími fé- lagshyggjufólks á landinu kominn," sagði Margrét Frí- mannsdóttir í gær- Margrét Frí- mannsdóttir. kvöldi. Hún leiðir lista Samfylking- arinnar á Suðurlandi. ‘ Samfylkingin sleppir prófkjöri á Suðurlandi, en hefur stillt upp framboðslista vegna alþingiskosn- inganna í vor. Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn og Kvennalisti hafa gengið frá framboðslista á Suðurlandi og luku flokkarnir þeirri vinnu með símafundi 9 manna kjördæmisráðs í gærkvöld. Margrét Frí- mannsdóttir, for- maður Alþýðu- bandalagsins, skip- ,ar efsta sæti listans, en Lúðvík Bergvins- son, alþingismaður Alþýðuflokksins, verður í öðru sæti. Kvennalistinn teflir Líðvík Bergvinsson. fram Katrínu Andrésdóttur, dýra- lækni í Reykjahlíð á Skeiðum, hún er óháð en er studd af Kvennalista og er frambjóðandi hans og tekur þriðja sætið, sem verður baráttu- sæti, að sögn Margrétar. í fjórða sæti verður Björgvin Sig- urðsson nemi, í funmta sæti Guð- jón Sigurjónsson, lögfræðingur á Selfossi, og í sjötta sæti Elínbjörg Jónsdóttir, formaður félags opin- berra starfsmanna í Þorlákshöfn. -JBP Vinnuslys á Akureyri: Spónaplötur hrundu yfir mann DV, Akureyri: Vinnuslys varð á Akureyri í gær þegar verið var að afferma bifreið við Nýja bíó. Spónaplötur voru á palli flutn- ingabilsins og maður að störfum þar þegar svo vildi til að plötumar runnu til og féllu á manninn. Hann var fluttur á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins og var talsvert mar- .inn en fékk þó að fara heim að lok- -gk ' ^inni skoðun MA EKKI TENGJA SAMAN JÓLA- OG PÁSKAFRÍIO? Norðurland eystra: Kristín fer í framboð DV, Akureyri: s i i Kjörstjóm Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra hefur ákveðið að Kristín Sigursveinsdóttir, Akureyri, komi í hóp frambjóðenda vegna próf- kjörs. Samfylkingarinnar sem frarn fer 13. febrúar. Kristín kemur þarna inn sem full- trúi Alþýðubandalagsins, en aðeins einn aðili hafði boðið sig fram fyrir hönd Alþýðubandalagsins, en af hálfu krata eru fjórir í framboði. Kjörstjóm segir að með því að bæta Kristínu við þátttakendalistann sé verið að jafna að nokkru hlut flokka og kynja í próf- kjörinu og að aðrir frambjóðendur geri ekki athugsasemdir við þessa ráðstöfun. -gk Sandbylur Óveður var viða um land i nótt. Þeir voru kampakátir gömlu menningarjaxlarnir, Hörður Agústsson og Thor Vilhjálmsson, á Bessastöðum í gær þeg- ar þeir tóku við íslensku bókmenntaverðlaununum úr hendi Ólafs Ftagnars Grímssonar forseta. Sjá nánar um þá og verðlaunabækurnar á bls. 11. DV-mynd Teitur Slæmt veður var í Þrengslum í morgun og ófært um Hellisheiði þar sem voru tíu vindstig. Þá var sand- bylur á Mýrdalssandi og spáð var versnandi veðri þegar liði á daginn á Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Vestfjörðum. Er heilsuveill og fer í málarekstur viö ríkiö eftir að hafa afplánað fikniefnadóm: Franklín laus og krefst miskabóta telur lögreglu hafa framkvæmt ólögmæta handtöku aö 3ja ára syni ásjáandi Franklín Kr. Steiner hefur lokið afplánun sinni á Litla-Hrauni fyrir 20 mánaða flkniefnadóm sem hann hlaut árið 1997. Afplánunin hófst í ársbyrjun 1998 en lauk þann 8. janú- ar síðastlinn. Afþlánunin átti reynd- ar að hefjast rétt fyrir jólin 1997 - nokkuð sem Franklín mótmælti án árangurs á sínum tíma - og hvarf sakborningurinn um stund. Síðustu vikur afplánunarmnar hefur Franklin að hluta til legið á sjúkrahúsi vegna veikinda sem hann hefur átt við að stríða. Frank- lín telst nú hafa lokið tveimur þriðju hlutum afplánunarinnar - þeim tíma sem dómþolar eru látnir taka út ef um fikniefnabrot er að ræða. Hann er því kominn á reynslulausn. Barnið skelfingu lostið við handtöku föður Héraðsdómur Reykjavíkm- tók fyr- ir bótamál í gær þar sem Franklín Kr. Steiner stefnir íslenska ríkinu til greiðslu einnar milljónar króna miskabóta - fyrir ólöglega handtöku og líkamsleit rúmum tveimur mánuð- um áður en hann hóf afplánun fram- angreinds dóms. Það mál var allsend- is óskylt sakamálinu. Föstudaginn 3. október 1997 fór Franklín í bíl sínum í heimsókn í Lækjarsmára í Kópavogi. Þriggja ára sonur hans var með i bílnum. Þegar feðgamir komu á staðinn kom lög- reglan og handtók fóðurinn vegna gruns um að hann hefði fikniefni á sér. Litli drengurinn varð skelfingu lostinn. Einn lögreglumannanna fór með barnið til vinafólks Franklíns og skildi það eftir þar. Fólkinu tókst að ná sambandi við ættingja feðganna. Engin fikniefni fundust á Franklín. í stefnu sinni á hendur ríkinu er því haldið fram að lögreglan hafi hand- tekið hann á grófan og harðneskjuleg- an hátt. Lögreglumenn hefðu ekki sýnt ungum syni hans nærgætni, barni sem hafði engan skilning á því sem var að gerast. Faðir hans var færður harkalega í burtu í handjám- um. Miskabótakrafan hjóðar upp á rétt rúma milljón króna. Búist er við að aðalréttarhöld í málinu fari fram áður en langt um líður. -Ótt Alþingi saman aftur - Qárhagsvandi og heilsugæsla Alþingi kemur saman á ný í dag eftir jólaleyfi. Farið hefm- ver- ið fram á tvennar utandag- skrámmræður. Guðmundur Árni Stefánsson spyr heUbrigðisráð- herra um málefni heilsugæslunn- ar í Hafnarfirði og Svanfríöur Jón- asdóttir spyr félagsmálaráðherra um fjárhagsvanda sveitarfélag- anna. -EIR Veðrið á morgun: Snjókoma eðaél * * * * _2° * * * |ggL * * * * =): -=7s(: sf: s): ' * * Á morgun verður allhvöss suð- vestanátt og snjókoma eða él en hægara og víða bjart veður norð- austan- og austanlands. Hiti verður nálægt frostmarki sunn- anlands en frost verður 1-5 stig norðan til. * * * *.g° * -2° * * * ^ * st: % sg 1° * * * * Sg sg sþ sg sg * sg sk o * =*= sk s* ^j^* * 9 * * * * ~=r * Veðrið í dag er á bls. 37. Ingvar Helgason hf. ScQvarhiiföa 11 Simi 525 '8000 uuvw. ih. is i i i I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.