Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir Skuldamál Alþýðubandalagsins: Grimmt aðhald og skuldir lækkuðu um 20 milljónir Alþýöubandalagið hættir skrifstofuhaldi Skuldir Alþýðubandalagsins nema nú rúmum 30 milljónum króna, að sögn Margrétar Frí- mannsdóttur. Hún segir að á rúm- um tveim árum hafi tekist að greiða niður skuldir um allt að 20 milljón- ir króna. Margrét segir að reikning- ar flokksins séu í endurskoðun hjá löggiltum endurskoðanda, en hún reiknar með að heildarskuldir Al- þýðubandalagsins séu um 40 millj- ónir króna. Nýlega var rætt við varaformann Alþýðubandalagsins þar sem hann talaði um skuldir flokksins sem væru 52 milljónir. Formaðurinn segir að skuldin sé sem betur fer lægri, og að flokkurinn sé hvergi í vanskilum með greiðslur. Alþýðubandalagið hefur lokað skrifstofu sinni í Austurstræti 10 í Reykjavík. Heimir Már Pétursson sem var ráðinn framkvæmdastjóri flokksins í fyrra en er í raun hætt- ur. Margrét Frímannsdóttir segir að Heimir Már og Elínbjörg Jónsdóttir, sem annast um bókhald og skrif- stofustjórn, hafi unnið þrekvirki. Þau hafi borgað niður skuldir Al- þýðubandalagsins um 10 milljónir á síðasta ári. Bæði vinna hlutastarf við skrifstofuhald flokksins og svara í GSM-síma. „Við höldum áfram á þessari braut og við stefnum á að borga þessa skuld að fullu," sagði Margrét Skrifstofa Alþýöubandalagsins f Austurstræti þjóna&í enn fremur sem fundara&sta&a fyrir framkvæmdastjórn flokksins. Hér er mynd frá gó&um degi ( lífi Alþýöubandalagsins á þeim sló&um. Margrét forma&ur, Jóhann Ársælsson og Svavar Gestsson. DV-mynd Frímannsdóttir. „Kannski höfum viö verið fullgrimm á kóflum í að- haldinu en ég ákvað 1995, þegar ég var kosin formaður, að setja allt bókhald flokksins í endurskoðun hjá löggiltum endurskoðanda og að það yrði þaðan í frá opið og aðgengilegt öllum sem vilja sjá hvernig flokkur- inn er rekinn," sagði Margrét. „Ég teldi eðlilegt að allir stjórn- málaflokkar væru með fjárreiður sínar opnar, að það væri skylda að flokkarnir væru með löggilta endur- skoðun og opið bókhald. Raddir hafa heyrst um ákveðna spillingu, mikil framlög ákveðinna einstak- linga sem gætu haft áhrif við af- greiðslu mála," sagði Margrét. Hún telur að opið bókhald flokkanna taki af tvímæli um ýmislegt sem í dag er þoku hulið. -JBP Akranesveita og Andakílsárvirkjun: 12 milljóna króna hagnaður DVj Akranesi: Fjárhagsáætlanir Akranesveitu og Andakílsárvirkjunar fyrir árið 1999 voru lagðar fram til fyrri um- ræðu á síðasta fundi bæjarstjórn- ar Akraness. Gert er ráð fyrir að rekstrar- tekjur veitunnar verði 524 milljón- ir, rekstrargjöld 452 milljónir, hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði 72,6 mflljónir, afskriftir 64,2 mflljónir og hagnaður 579 þús- und. Gert er ráð fyrir að rekstrar- tekjur Andakílsárvirkjunar verði 211 milljónir, rekstrargjöld 174 milb'ónir, rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 37,1 mifljón og hagnaður ársins verði 11,9 mifljónir. -DVÓ Akranes: Hafnarfjarðarregla á leikskólunum DV, Akranesi: Við gerð fjárhagsáætlunar Akra- nesbæjar fyrir árið 1999 samþykkti bæjarstjórnin að frá og með 1. janú- ar verði gert ráð fyrir i rekstri leik- skólanna á Akranesi að stöðugildi og fjöldi leikskólabarna verði í sam- ræmi við svokallaða Hafnarfjarðar- reglu. í því felst að full nýting leik- skólanna fæst með því að beita ákveðinni reiknireglu á stöðugilda- fjölda leikskólanna þar sem m.a. eru innifalin stöðugildi vegna afleysinga. Með samþykkt þessari er heimil- að að ráða í tvö stöðugildi á leik- skólann Garðasel og 65% stöðugildi á leikskólann Vallarsel enda verði fjöldi barna á leikskólum í sam- ræmi við þá reglu sem upp er tekin. Með þessari samþykkt er ennfrem- ur ákveðið að ekki verði um afleys- ingar að ræða á leikskólum nema um sé að ræða veikindi starfsfólks til lengri tíma, fæðingarorlof eða námsleyfi. -DVÓ Gengisfallinn varaformaður Dúahih Björn Bjarnason menntamálaráöherra vill ekki verða vara- formaður Sjálfstæðis- flokksins. Og ekki nóg með það. Hann vill hreinlega leggja niður varaformanns- embættið og koma upp fimm manna framkvæmdastjórn í staðinn, eins konar pólítbúrói eins og þekktist í Kreml, í þá gómlu góðu daga er sovétið var og hét. Engu er logið þótt yfirlýsing ráðherrans hafi komið á óvart. Talið var víst að hann ætlaði í slaginn enda var eftir því tekið að Björn menntamálaráðherra og Geir Haarde fjármála- ráðherra héldu blaðamannafundi ótt og titt og kynntu hitt og þetta. Vísir menn töldu fundasúp- una fyrir framan myndavélarnar og suðandi sjón- varpsvélarnar þátt í kosningabaráttu sem fram færi alls staðar annars staðar en á yfirborðinu. Svo var þó ekki í tflfelli menntmálaráðherrans. Þótt hann segði ekkert fyrr en um helgina taldi hann varaformennskuna í flokknum ekki barátt- unnar virði. Geir er ekki sama sinnis og samráðherrann og vill djobbið. Það á einnig við um Sólveigu Péturs- dóttur alþingismann og sagt er að þingflokksfor- maðurinn, Sigríður Anna Þórðardóttir, sé einnig heit. Það verður því kosið um varaformann á landsfundinum í næsta mánuði þótt Björn hafi í raun gengisfellt embættið með því aö telja það óþarft. Mætir menn hafa setið í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins undanfarin rúm 60 ár, enda var það taliö, fram að ræðu Björns, helsti stökk- pallur flokksins að formannsembættinu sjálfu. Meðal varaformannanna má nefna Bjarna Bene- diktsson, fóöur Björns menntamálaráðherra, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein sem all- ir urðu forsætisráðherrar og Bjarni og Jóhann síðar formenn. Auk Friðriks Sophussonar, núverandi varafor- manns, má síðast nefna, en ekki síst, sjálfan Davíð Odds- son. Hann var vara- formaður Þorsteins Pálssonar áður en hann hirti öll völd til lands og sjávar í frægri glímu þeirra fóstbræðra snemma á þessum áratug. Gaman væri því að heyra í Davíð og spyrja hann hvort varaformannsembætt- ið hafi verið óþarft þegar hann var að olnboga sig áfram á sínum tíma. Hann taldi það að minnsta kosti ómaksins vert að blaka við Friðrik Sophus- syni, sem þá vermdi varaformannsstólinn í hið fyrra sinn, svo hann næði betri glímutökum á Þorsteini. Friðrik reis að vísu upp á ný í varafor- mennskunni en það er önnur saga. Svo má líka vel vera að Björn hafi metið það svo að hann yrði undir og því betra að segja sig frá öllum getgátum um varaformennsku með stæl, hræra hressilega i skipulagshugmyndum flokksins og gegnisfella embættið. Hafi svo verið þá tókst trikkið. Dagfari Vilja aukafund Fulltrúar minnihlutans í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hafa farið fram á aukafund í dag. Þeir telja að bæjarstjóri hafi farið út fyrir vald- svið sitt þegar hann undirritaði viljayfirlýsingu um uppstokkun heilbrigðisþjónustunnar i Hafnar- firði. Ríkisútvarpið greindi frá. Amman lét hann þrífa Ungur piltur var tekinn við að krota á strætisvagnaskýli á föstu- dagskvöld. Hann var fluttur heim til ömmu sinnar. Hún greip til sinna ráða, blandaði sápuvatn í fötu, ók pflti aftur í skýlið og lét hann þrífa eftir sig. Dagur greindi frá. Endurkröfum fjölgar í fyrra þurftu 132 ökumenn að endurgreiða tryggingafélagi tjón sem þeir höfðu valdið af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Þar af var endurkrafan í 114 tilvikum tilkomin vegna ölvunar öku- manns. Árið 1997 voru endurkröf- ur tryggingafélaga á hendur 81 ökumanni samþykktar og hefur þeim því fjölgað verulega mflli ára. Morgunblaðið greindi frá. Feröaþjónustan arðbær Ferðaþjónustan vegur þyngra í landsframleiðslu en stóriðja, skapar meiri útflutningstekjur og innlend verðmætasköpun hennar er meiri. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Vísbendingar. í grein Vilborgar Júlíusdóttur hag- fræðings kemur fram að hlutur ferðaþjónustu í gjaldeyristekjum og landsframleiðslu er hærri en orkufreks iðnaðar. Sjónvarpið greindi frá. Landlæknir hafl skrá Guðríður Þorsteinsdóttir, lög- heflbrigðisráðuneyt- aö eigi með skrá fræðingur í inu, segir landlæknir að vera dulkóðaða um þá sem hafa óskað eftir þvi að upplýsingar um þá fári ekki í grunninn og verða þær felldar brott fyrir flutning 1 gagnagrunn- inn. Dagur greindi frá. Rannsókn á viðskiptum Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra vinnur nú að rann- sókn á viðskiptum Norðmanns við íslenskt fyrirtæki. Norömað- urinn var starfsmaður á skrif- stofu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Danmörku en dönsk yfirvöld hafa að undan- förnu rannsakað umfangsmikil fjársvik og fjárdrátt hans. Morg- unblaðið greindi frá. Nýta sjoöinn vel Fyrstu tíu starfsár Norræna þróunarsjóðsins (NDF) hafa ís- lendingar notað aðstoð sjóðsins vel til að koma þróunarverkefn- um sínum í framkvæmd til dæm- is í Malaví og á Grænhöfðaeyjum. íslendingar borga 1% en fá 2% af framkvæmdum. Morgunblaðið greindi frá. Meöalatvinnutekjur 1997 Meðalatvinnutekjur lands- manna á árinu 1997 voru 124.000 krónur til jafnaðar á mánuði. Kaupmáttur atvinnutekna jókst um 5,5% frá 1996. Árið 1997 voru meðalráðstöfunartekjur hjóna 2.730 þús. króna eða 227,5 þús. kr. á mánuði að jafnaði. Morgunblað- ið greindi frá. 11 í hálendisnefnd Væntanleg hálendisnefnd, sem á að gæta samræmis í skipulags- málum miðhá- lendis, verður skipuð 11 full- trúm; 8 frá kjör- dæmum landsins og 3 sem verða skipaðir af ráð- herrum. Umhverf- isráðherra mælti fyrir frumvarpi um skipulags- og byggingarlög á Alþingi í gær. Ríkisútvarpið greindi frá. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.