Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 5
k MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1999 Fréttir ¦mmt |HHB" B _ I IT. Pizza 67 við Ráöhústorgiö víkur fyrir Kentucky Fried. Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn: Kentucky Fried í stað Pizza 67 Pizza 67 hefur hætt starfsemi viö Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn og er nú unnið að því að opna Kentucky Fried Chicken stað þar í staðinn. Það er Fáskrúðsfirðingurinn Sigurður Þröstur Júlíusson sem stendur fyrir framkvæmdunum og er þetta fjórði Kentucky Fried-staðurinn sem hann opnar i Kaupmannahöfn. „Ég er með einn stað á Amager, annan í Brönshöj og þann þriðja í Rödövre," sagði Sigurður Þröstur í samtali við DV. „Ég ætla að opna á Ráðhústorginu um miðjan febrúar og fer þarna inn í húsnæði sem for- seti íslands opnaði fyrir Pizza 67 með viðhöfn fyrir nokkrum árum. Það ævintýri er á enda, þeir voru að selja síðasta staðinn sinn í morgun hérna í hliðargötu í miðbænum. Ég held að einhverjir íranir hafi keypt hann," sagði Sigurður Þröstur. Sigurður sækir vinnuafl sitt til ís- lands. Múrararnir koma frá Fáskrúðs- firði, rafvirki og smiður frá Reykjavík og handlangari frá Eskiflrði. „Ég er með einkaleyfi á Kentucy Fried hér í Danmörku og opna tiu staði á næstu fimm árum samkvæmt samningi við höfuðstöðyarnar í Bandaríkjunum," sagði Sigurður Þröstur. -EIR Skógaskóli að breytast í reiðskóla: Fimm kennarar, fimmtán nemendur Einn kennari er á hverja þrjá nemendur í Skógaskóla undir Eyjafjöllum. Segir skólastjórinn þetta gott kerfi en dýrt. „Við erum með tvo framhaldsskólabekki hér og aðsóknin er einfaldlega ekki meiri," segir Guð- mundur Sæmundsson skólameistari. „Við erum með eina al- menna braut en flest- ir eru á hestabraut og það er nýjung. Þar læra nemendur aUt Einn kennari um tamningar, fóðrun skóla. og umhirðu hesta almennt og það má segja að Skógaskóli sé smám saman að breytast í reiðskóla." Skógaskóli er nú rekinn af heimamönnum sem sjálfseignar- stofnun og fyrir utan hestabrautina er stefnt að stofnun umhverfisbraut- ar sem starfaði þá í samvinnu við Garðyrkjuskólann. Telur skóla- meistari skólann eiga framtið fyrir sér í slíkri sérhæflngu: er á hverja þrjá nemendur í Skóga- „Þegar mest var voru nemendur á heimavist hér á annað hundrað talsins en miðað við nútímaaðbún- að tekur hún sextíu manns. Nú eru nemendur fimmtán. Við stefnum að því að byggja hesthús hér svo hægt sé að kenna á staðnum en fram til þessa höfum við þurft að keyra 20 kílómetra til að komast í hross," segir Guðmundur Sæmundsson skólameistari. -EER Borgarráð: Umræða um Reykja víkurflugvöll Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkur- listans lögðu í gær fram tillögu um að fela borgarverkfræðingi og skipulagsstjóra að kanna tillögur sem þegar eru komnar fram um uppbyggingu íbúðahverfa vestan El- liðaáa. í tillögunni segir að á undan- förnum árum hafi komið fram margar tillögur um þéttingu byggð- ar í Reykjavík sem beinast að land- fyllingum í Skerjafirði, norður af vesturbæ og miðbæ og við Vestur- höfnina. „Aukin áhersla á efilngu miðborgarinnar og fyrirhugaðar endurbætur á ReykjavíkurflugveUi kalla á að þessir kostir verði metn- ir og afstaða til þeirra tekin," segir í bókun borgarráðsfulltrúa R-list- ans. Tillögurnar sem um ræðir eru fimm talsins og ná aftur til ársins 1985 en sú nýjasta er um flutning Reykjavikurflugvallar á landfyllingu í Skerjaflrði og uppbyggingu íbúða- hverfls í Vatnsmýri. Afgreiðslu til- lögunnar var frestað. -hb Hættu að blekkja sjálfan þig - taktu þátt í heilsuátaki DV, Bylgjunnar og íþrótta fyrir alla „Við ætlum að leggjast á eitt við að hjálpa þér að feta hina réttu leið til betra lífs," segja aðstandendur heilsuátaks DV, Bylgjunnar og samtakanna íþróttir fyrir alla, en það hefst 1 dag. Lögð er áhersla á að heilsuátakið nái til allrar fjöl- skyldunnar og að íbúar allrar landsbyggðarinnar fái að njóta þess. Verið með frá byrjun, tak- ið upp holla lifnaðarhætti, lifið miklu betra lifi en áður og njót- ið þess. Leiðirnar til betra lifs eru margar og við munum reyna eftir bestu geta að vísa ykkur veginn. Byrjaðu strax í dag að verða annar og betri maður, hættu að blekkja sjálfan þig. Og gleymdu því ekki að þetta er lífstíðarverkefni og að góðir hlutir gerast hægt. DV mun daglega á næstu vikum kynna ýmislegt sem horfir til bættr- ar heilsu lesenda og Bylgjan mun færa hlustendum sitthvað sem hjálpar upp á heilsuna í sérstöku Heilsuhorni kl. 15.10 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Með DV í dag fylgir stimpilkort sem við biðj- um lesendur að geyma. Þar er safn- að stimplum í hvert sinn sem menn fara i sund eða efla heilsuna hjá lík- amsræktarstöðvum átaksins. Sam- starfsaðilar verkefnisins eru Weeta- bix, 1944-réttirnir, Leppin, Hreyfing, íþrótta- og tómstundaráð, Body Pump, Nicorette og Hress í Hafnar- firði. Þegar þátttakendur hafa feng- ið tíu stimpla á kortið sitt má skila kortinu til DV og fá að gjöf bókina Betri línur, en börn fá óvæntan glaðning. Um leið og korti er skilað fer nafn viðkomandi í pott, sem dregið verður úr. Glæsilegir vinn- ingar eru í boði frá samstarfsaðilum átaksins, en aðalverðlaunin eru ferð fyrir tvo með Samvinnuferðum- Landsýn til Lxmdúna. -JBP Tilboðsverð - sem er komið til að vera! >ú þarft ekki að bíða eftir næsta tilboði. ú færð okkar lága IIMDESIT verð alla daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.