Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 Fréttir Grænt framboð um allt land: Ekki bandalag von- svikinna flokkshesta - segir Kristín Halldórsdóttir alþingismaöur Grænt framboð hefur stofnað kjördæmisfélag i öllum kjördæmum landsins. Áttunda félagið varð til í Hafnarfírði í liðinni viku. „Hafi ég nokkum tfma verið bjartsýim, þá er það eftir þetta kvöld. Við erum kom- in í kröftugan gír,“ segir nýr for- maður kjördæmisfélags Græns framboðs í Reykjaneskjördæmi, Jens Andrésson, formaður Starfs- mannafélags ríkisstoftiana. Jens segir að þrátt fyrir að fundurinn hefði ekki verið auglýstur svo heit- ið gæti, hafi 60 manns komið og stofnað grænt félag. Slik félög eru þá í öllum kjördæmum. „Ég reikna fastlega með þing- manni úr okkar röðum í Reykjanes- kjördæmi eftir svo glæsilega byrj- un,“ segir Jens, sem er nú að hefja á ný bein afskipti af stjómmálum, gerði það síð- ast fyrir 20 ámm á Sauð- árkróki. „Við verðum með skýra stefnu í verkalýðsmál- um og jafnrétt- ismálum, þama er góður vettvangur," segir Jens. „Hjá okkur stendur rautt fyrir jafhræði og jöfhuð og grænt fyrir umhverfismál og náttúmvemd," segir Jens. Hann segir að fljótlega verði haldin landsráðstefha og í kjölfarið komi framboðslistar fram einn af öðrum. Á stofhfund- inum í Gaflin- um í Hafnar- firði flutti Kristín Hall- dórsdóttir al- þingismaður ávarp. Hún segir í viðtali við DV að fundurinn hafi verið hinn besti. Kristín var búin að ákveða að hætta þátttöku í stjómmálum. Tilkoma græna framboðsins varð til þess að Kristín gaf kost á sér til starfa og er nú orð- uð við fyrsta sætið á Reykjanesi. „Mér líst mjög vel á allt þetta starf. Þama vom kröftugar almenn- ar umræður þar sem menn höfðu ýmislegt ffarn að færa. Þetta er góð byrjun á starfseminni í kjördæm- inu,“ segir Kristín. Hún segir engan vafa á að hreyfingin sé óðum að festast í sessi. Svavar Gestsson hef- ur látið hafa eftir sér að honum þyki trúlegt að fyrmm félagar úr Alþýðubandalaginu komi aftur i fyrri raðir. „Þetta er alröng niðurstaða hjá Svavari, hann mun komast að því. Þetta er ekki kosningabandalag óá- nægðra og vonsvikinna flokkshesta. Óneitenlega em þama ýmsir sem hafa sagt skilið við Alþýðubandalag og Kvennalista, því er ekki að leyna. En þama er líka margt fólk sem ekki hefur komið nálægt stjóm- málum áður, fyrst og fremst fólk sem laðast að þessu stjómmálaafli vegna græna litarins," segir Kristín Halldórsdóttir. í stjóm kjördæmisfélags Vinstri- hreyfingcu-innar - græns framboðs vom kjörin: Jens Andrésson, Sel- tjamamesi, formaður, Gunnsteinn Gunnarsson, læknir í Kópavogi, Jó- hanna Harðardóttir, fréttamaður og bóksali, Mosfellsbæ, Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, Bessastaða- hreppi, Bergþóra Andrésdóttir, bóndi á Kiðafelli í Kjós, Hólmar Magnússon verkalýðsleiðtogi, Kefla- vík og Ragnhildur Guðmundsdóttir, Seltjamamesi, framkvæmdastjóri Póstmannafélags Islands. Til vara þau Gréta Pálsdóttir Hafnarfirði og Ólafur Arason Bessastaðahreppi. -JBP Jens Andrésson - mikil bjartsýni ríkj- andi hjá grænum. Kristín Halldórs- dóttir - hreyfing sem höfðar til hóps sem áður kom ekki nærri pólitík. Nemendur úr Mýrarhúsaskóla nutu ásamt starfsfólki skólans góða veðursins í Gróttu á Seltjarnarnesi í síðustu viku þegar Ijósmyndari DV rakst á þá. DV-mynd Hilmar Þór Nýir hluthafar í Borgey hf. DV-mynd Jl DV, Höfn: Útgerðimar Skinney hf. og Þinga- nes ehf. á Höfn hafa keypt 62% hlut Kaupfélags Austur-Skaftfellinga og Bæjarsjóðs Hornafjarðar í Borgey hf. Ekki hefur verið gefið upp kaup- verð en að nafnverði er þessi hluti um 300 milljónir króna. Sameinuð verða þessi fyrirtæki með stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og samtals gera þau út 8 fiskiskip með 9.700 þorskígilda kvóta. Skinney gerir út Jónu Eðvalds SF, Skinney SF og Steinunni SF. Þinganes gerir út Þóri SF og Þinga- nes SF og Borgey er með Húnaröst SF, Akurey SF og Hvanney SF. Skinney og Borgey hafa hvor tun sig verið með margvíslega vinnslu á sjávarafuröum og hefur mikil áhersla verið lögð á síldar-, loðnu- og saltfiskvinnslu að ógleymdum humrinum. Þessi tvö fyrirtæki hafa verið að mestu með sömu vinnslu og verður þar mikil hagræðing með sameiningunni. Vinnsla á kola hefúr verið mikil Húsnæði fyrirtækisins og eitt skipanna. hjá Borgey eftir að hætt var að vinna þorsk og ýsu í frystingu. Síð- ustu tvö ár hafa verið Borgey erfið þar sem síldarvertíðir bmðgust og loðnuvertíð gekk ekki vel. Um 15.000 þorskígildiskvótar era hjá út- gerðarfyrirtækjum á Höfh. Framkvæmdastjóri Borgeyjar, Halldór Ámason, mun hætta störf- um hjá fyrirtækinu 1. apríl þegar ný stjóm tekur við sameinaða útgerð- arfyrirtækinu. -Júlía Imsland BorgarQörður: Leitaö að heitu vatni DV, Vesturlandi: Samþykkt var í bæjarstjóm Borgarbyggðar að vísa tillögu Borgarbyggðarlistans, sem er i minnihluta í bæjarstjóm, til veitu- nefndar en hann vill kanna hvort líkur séu á að afla megi heits vatns fyrir þau svasði sem era án hita- veitu. Tillagan hljóðaði þannig: „Samhhða þeim athugunum sem nú standa yfir varðandi hagkvæm- ar lausnir á öflum á heitu og köldu vatni fyrir orlofsbyggðir BSRB og næsta nágrenni samþykkir bæjar- stjóm Borgarbyggðar að fela Veitu- nefnd og tæknideild að láta kanna hvort líkur séu á að afla megi heits vatns með boranum eða á annan hátt á öðrum svæðum í sveitarfé- laginu sem era án hitaveitu og hvort slíkt kunni að vera hag- kvæmt. í þessu sambandi verði m.a. kannaðir möguleikar og hag- kvæmni þess að leggja hitaveitu frá Borgamesi um næsta nágrenni í Borgarhreppi og vestur á Mýrar. Komi í Ijós að hér sé um hag- kvæma kosti að ræða verði kann- aður áhugi bænda og sumarhúsa- eigenda á hugsanlegri þátttöku í hitaveituframkvæmdum." Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem era í minnihluta, lögðu fram bókun þar sem kemur fram að á 208. fundi bæjarráðs var lagt fram fé úr sveit- arsjóði Borgarhrepps sem ætlar var til leitar á heitu vatni. Erindi þessu hefur þegar verið vísað til veitunefndar og þegar hefur verið hafist handa um að afla gagna um þessi mál. -DVÓ Akranes: Samvinna eða sameining DV, Akranesi: Undanfarin ár hafa björgunar- sveitimar á Akranesi, þ.e Björgun- arsveitin Hjálpin og Hjálparsveit skáta, fengið rekstrarstyrk frá bænum við hverja fjárhagsáætlun. Við gerð fjárhagsáætlunar bæjar- sjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 1999 er þessi styrkur bundinn skil- yrðum. Gert er ráð fyrir því í fjár- hagsáætluninni að báðar sveitim- ar fái styrk en að greiðslu styrkj- anna verði ffestað þar til viðræður þessara aðila og bæjarráðs um aukna samvinnu eða sameiningu sveitanna hefur farið fram. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.