Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 9 Utlönd Vernon Jordan, vinur Clintons, yfirheyrður í Bandaríkjaþingi: Monica enn einu sinni flogin frá Washington Monica Lewinsky átti í vök að verjast fyrir sjónvarpsmyndatöku- mönnum og ljósmyndurum þegar hún hætti sér út af glæsihóteli sínu í Washington tO að fara á skrifstof- ur lögmanns síns. Þar fór hún yfir vitnisburð sinn hjá saksóknurum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ástarsamband sitt við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Yfirheyrslurnar voru liður í réttarhöldunum yfir Clinton um hvort vikja beri honum úr embætti vegna sambandsins við Monicu og eftirmála þess. Monica hélt síðan burt úr höfuðborginni. Ekki er vitað hvert hún fór. Öldungadeildarþingmenn horfðu á myndbandsupptöku af vitnisburði Monicu í gær. Upptakan var sýnd á fjórum stöðum í þinghúsinu. Marg- ir repúblikanar sögðu að sýningu lokinni að hún væri trúverðugt vitni og að þjóðin ætti að fá að sjá framburð hennar. Á sama tíma fóru fram yfirheyrsl- Monica Lewinsky fær aðstoð við að komast út úr hóteli í Washington, ur yfir Vernon Jordan, virtum lög- manni í Washington og gömlum vini og golffélaga Clintons. Jordan var yfirheyrður í herbergi sem venjulega er notað til funda um þjóðaröryggismál. Jordan var ann- að vitni af þremur sem saksóknarar kölluðu fyrir. Saksóknarar höfðu áhuga á mis- vísandi framburði um tilraunir Clintons til að leyna sambandi sínu við Monicu og hvort hann hefði hindrað framgang réttvisinnar með því að fá Jordan til að kaupa þögn Monicu með atvinnutilboði. „Ég tel að við höfum farið yfir þau atriði sem við þurftum," sagði Asa Hutchinson, repúblikani frá Arkansas. Öldungadeildin kemur aftur til fundar á morgun og fyrsta mál á dagskrá verður hvort gera eigi vitn- isburð Monicu opinberan eða hvort kalla eigi hana í eigin persónu fyrir deildina. Bush yngri hefur áhuga á Hvíta húsinu George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, sagði i viðtali í gær að hann hefði mikinn áhuga á for- setaembættinu. Hann hefur þó ekki enn tilkynnt hvort hann sækist eftir útnefningu Repúblik- anaflokksins. í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN sagði Bush að í fortíð hans væri ekkert sem gerði hann van- hæfan til að keppa um forseta- embættið. Hann kom sér þó hjá þvi að svara spumingu um hvort hann heföi einhvern tíma neytt fikniefna. Bush drakk ótæpilega þar til hann varð fertugur. Anna prinsessa, dóttir Elísabetar Englandsdrottningar, var meöal stórmenna í lokahófi efnahagsráöstefnunnar í fjallabænum Davos í Sviss í gær. Hér er prinsessan aö spjalla viö hans heilagleika Bartólómeus, patríarka af Kon- stantínópel. Margir helstu ráöamenn heimsins létu sjá sig í Davos. Rak ríkis- saksóknara Borís Jeltsín Rússlandsforseti kom óvænt í skyndiheimsókn til Kremlar í gær og skipaði samveldis- ráðinu að samþykkja jafnóvænta ákvörðun sína, nefnilega brottrekst- ur Júríjs Skuratovs rikissaksóknara, að þvi er segir í netútgáfu sænska blaðsins Aftonbladet. Reuterfrétta- stofan segir Skuratov hafa beðist lausnar vegna hjartveiki. Þetta var í fyrsta sinn í ár sem Rússlandsforseti, er varð 68 ára á mánudaginn, kom til vinnustaðar síns. Eftir jólin fékk Jeltsín blæðandi magasár og var lagður inn á sjúkra- hús. Þar dvaldi hann í nokkrar vik- ur þar til hann var sendur á heilsu- hæli síðastliðinn laugardag. Interfaxfréttastofan Borís Jeltsín á afmælisdegi sínum. Símamynd Reuter. f/(o(e/, oeiíöuja/ití.'i, mötiuiet/ti Bjóðum nú í. flokks hótelpostulin á mjög góðu verði. Bjóðum einnig merkingar á postulín-kannið verðið. Leir oq Postulín Höfðatúni 4, sími 552 1194 PKK-leiðtoginn lentur eftir flakk um Evrópu Abdullah Öcalan, leiðtogi PKK, Kúrdíska verkamannaflokksins, er lentur og er á öruggum stað, að því er lögmaður hans tilkynnti í gær- kvöld. Lögmaðurinn vildi ekki greina frá því hvar Öcalan hefði lent eftir að hafa flogið um lofthelgi Evrópu frá því á sunnudaginn. Snemma í gærmorgun tókst yfir- völdum á Ítalíu að neyða Öcalan til að yfirgefa Malpensaflugvöllinn ut- an við Milanó á eistnesku flugvél- inni sem hann leigir, að því er seg- ir í frétt danska blaðsins Jyllands- Posten. í allan gærdag giskuðu menn á hvert Öcalan gæti hafa far- ið. N-Kórea, Líbýa, Júgóslavia og Hvíta-Rússland voru taldir hugsan- legir ákvörðunarstaðir. Öcalan hefur flakkað um loft- Kúrdaleiötoginn Abdullah Öcalan. helgi Evrópu í leit að pólitísku hæli. Hefur hann flogið frá Rúss- landi, yfir Eistland, til Ítalíu, Hollands, Sviss og aftur Ítalíu. Yfirvöld í Tyrklandi vöruðu í gær Noreg, Júgóslavíu og Belgíu við að taka við Öcalan. Tyrkir saka Öcalan um morð og hryðjuverk í Tyrklandi og krefjast framsals hans. Bandaríkin styðja kröfu Tyrklands. Öcalan fór frá Róm 16. janúar síðastliðinn þar sem hann fékk ekki pólitískt hæli á Ítalíu. ítalir neituðu að framselja Öcalan og hef- ur sú ákvörðun valdið erfiðleikum í samskiptum ítala og Tyrkja. Ekk- ert hafði spurst til Öcalans síðan hann fór frá Róm þar til hann birtist á ný í þessari viku. SIRIUS Aukaljós Gæðavottuð ISO 9002 og <tE”-merkt Off road NS 860 Settið kr. 12.350 «•< Austurvegi 69 - 800 Selfossi Sími 482 2000 - Fax 482 2996 Fiskiauga NS 98 Settiðkr. 11.980

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.