Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 DV 10 menning **------- Nýtt fræðasetur Það var glatt á hjalla á fjórðu hæð JL- hússins á föstudagskvöldið þegar ungir fræðimenn sem kaLla sig Reykjavíkur- akademíuna opnuðu húsakynnin og kynntu starfsemina fyrir vinum, vanda- mönnum og fréttasnápum. Hópurinn leigir þar af ríkinu um þúsund fermetra húsnæði, svo breiðan og bjartan gang að þar mætti halda glæsilega dansleiki með Vínarvölsum og masúrkum og skrifstofum ýmist öðrum megin við hann eða báðum megin. Skrifstofurnai' eru stórar og eru sumar ein- setnar en í öörum hafj fleiri hreiðrað um sig. Út- sýni til norðvesturs er glannalega flott, Snæfells- jökull gengur á land og kemur í heimsókn hvenær sem skyggni leyfir. Það eru stórhuga og hug- myndaríkir krakkar sem standa að Reykjavíkuraka- demíunni. Eðlilega menntast orðið mun fleiri í hug- og félagsvísindum en háskól- inn getur tryggt vinnuaðstöðu og nú verður látið á það reyna hvort samfélag- ið hefur ékki þörf fyrir akademíu sjálf- stætt starfandi fræðimanna. Þau töluðu um það mörg á föstudagskvöldið hvað það væri miklu skemmtilegra og „akademískara" aö vera mörg saman í stað þess að húka einn yfir tölvunni heima hjá sér. Á skrifstofunum er vinnu- næðið en langi mann að hamfletta nýskotnar kenn- ingar má athuga hvort ein- hverjir eru á kaffístofunni. Óskandi er aö grundvöll- ur reynist undir starfsemi af þessu tagi hér á landi, en gaÚinn við sjálfstæða fræðaiðkun hér hefur verið hve illa hún er launuð. Allt of oft er reiknað með því að fræðin séu stunduð i hjá- verkum og fólk sé „á launum" annars staðar. Kannski á Reykjavíkurakademí- an eftir að breyta því. Á myndunum sjást nokkrir forkólfar Reykjavíkurakademíunnar og gestir þeirra við opnunina. asti þátturinn hraður með flóknum vef þar sem litur hljóðfæranna blandast einstaklega skemmtilega. Þó að í heild hafi verkið verið vel flutt með mörgum virkilega flottum sprettum verð ég að segja að ég hef heyrt Trió Reykjavíkur í betra formi en þetta. Maður er orðinn vanur svo góðu frá þeim að ósjálfrátt verður maður kröfuharð- ari og fyrir hlé á tón- leikunum á sunnu- dagskvöldið var eins og vantaði herslu- muninn á að þau tækjust á flug. Hljómburðurinn hafði kannski líka sitt að segja. Sigurbjöm Bem- harðsson bættist í liðið eftir hlé í Kvar- tett í A-dúr ópus 26 eftir Brahms. Sigur- björn virðist ekki muna um að svissa yfir frá sínu hljóðfæri, fiðl- unni, og framreiddi sama flauelsmjúka tóninn á víóluna. Koma hans virkaði eins og lyftistöng fyrir trióið þvi flutningurinn á Brahms var af- bragðsfmn. Þessi kvartett er mjög i anda tón- skáldsins, þykkur og kjötmikill, og verkið mikið um sig og krefjandi. fyrsti þátturinn er útþan- inn og langur og þarf flutningurinn að vera verulega góður svo maður haldi dampi út allan kaflann, sem hann var, annar kaflinn ljúfur og svo yfir- máta rómantískur og fallega leikinn líkt og sá þriðji, sér- staklega tríó hlutinn sem var frábær og verður Peter Máté að fá sérstakt hrós fyrir sína frammi- stöðu. Einhverrar þreytu var farið að gæta hjá liðsmönnum í síð- asta kaflanum og nákvæmnin aðeins úr lagi enda orðið algerlega loftlaust í salnum en þau fengu þó í sig fjörkipp eins og hestar á heimleið í lok kaflans sem var viðeigandi endir á glæsi- legum Brahms. Það skyggði því á ágætan flutninginn að hljóm- burður kirkjunnar gerði hljóm píanósins loðinn likt og einhver hefði troðið inn í það dúnsæng. Skipti þá litlu þótt píanistinn gerði sitt besta til þess að fá hlaup og skala sem skýrasta með afar fallegum áslætti. Samspil þeirra þriggja var að vanda afbragð en þó var eins og síðasti kaflinn sæti ekki alveg. Tríó Ravels í a-moll, sem reyndar er eina tríó- Það var sem fyrr vel mætt á tónleika Kamm- ermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á sunnudags- kvöldið. Að þessu sinni var það Trió Reykjavík- ur sem lék gríðarmikið prógram en tríóið skipa eins og allir vita Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló og Peter Máté píanó. Tónleikarnir hófust á tríói í c-moll ópus 1. nr. 3 eftir Beethoven. Það er síðast í röðinni af ópus 1 tríóunum sem gefin voru út áriö 1795 og það Tríó Reykjavíkur. sem Beet- hoven var hvað ánægð- astur með. Upphaf fyrsta þáttar er hljóðlátt og minnir helst Sigurbjörn Bernharðsson. á Mozart en fljótlega fær- ist fjör í leikinn og einkennist kaflinn af mikilli spennu í skörpum andstæðum í styrkleika og djörfum tóntegundaskiptum. Fjórði þátturinn er einnig með undirliggjandi spennu sem bíður eft- ir að brjótast upp á yfirborðið en miðkaflarnir tveir rólegri þó engin lognmoUa sé yfir þeim. í tríóum Beethovens er píanóparturinn oft ráðandi og er þetta verk engin undantekning. J Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir ið sem hann samdi, er æðisleg tónsmíð. Þar rík- ir meira jafnræði með hljóðfærunum og fær hvert þeirra notið sín til fuUnustu og hljóðfæra- leikararnir fá sannarlega að sýna hvað í þeim býr. Fyrsti þáttur var leikinn af tilfmningahita og annar kaflinn, sem er eins konar skertsó, af snerpu og ágætu öryggi, þriðji þátturinn, sem er passacaglia þar sem hljóðfærin koma inn hvert á eftir öðru, var sérlega fallegur, leikinn af mik- iUi yfirvegun með hátíðlegri stemningu og síð- Snerpa og öryggi Upplyfting í skammdeginu Nóbelsdraumar - vel heppnuð afþreying. Úr sýnlngunni í Möguleikhúsinu. DV-mynd Teitur í leikskrá um Nóbels- drauma kemur fram að fhnmtán ár eru nú liðin frá stofnun áhugaleikfélagsins Hugleiks. Sérstaða Hugleiks borið saman við önnur hér- lend áhugaleikfélög felst fyrst og fremst í nýsköpun- inni sem þar á sér stað því öU leikritin sem þar hafa ver- ið sviðsett eru ný og samin sérstaklega fyrir hópinn. Ým- ist eru verkin samin af ein- um höfundi eða nokkrum saman og er öflugur hópur leikritahöfunda innan vé- banda félagsins hans mesta auðlegð. Ámi Hjartarson á heiður- inn af nýjustu afurðinni, Nóbelsdraumum, sem er þriðja leikritið hans. Það ger- ist innanbúðar í íslensku at- vinnuleikhúsi þar sem aUt hefúr gengið á afturfótunum síðustu misserin. Viðskipta- fræðingurinn Rósant Rósinkranzson, nýráð- inn leikhússtjóri, ætlar svo sannarlega að gera sitt tU að leikhúsið rétti úr kútnum og ræður tU sín leikstjóra „með alþjóðlegan orðstír", Fjólu Fífilsdóttur, og á hún að setja upp verk eftir eitt helsta skáld þjóðarinnar, Hallfreö Högnason. En HaUfreður er ekki tU- búinn með handrit og varla hægt að segja að hann sé kominn með hugmynd að leikriti. Að auki er hann drykkfeUdur úr hófi og því verð- ur honum harla lítið úr verki. Leikhópurinn, undir styrkri stjóm Fjólu, þarf því að beita þeirri „nútímalegu" aðferð að spinna og nýtur við það aðstoðar ráðskonunnar Sölku Völku- dóttrn- sem hripar niður guUmolana sem faUa af vömm Hallfreðar. Þó leikhússtjórinn trúi að lukkuhjólið fari að snúast með ráðningu Hallfreðar sem hefur meira að segja veriö orðaöur við nóbelinn era ekki aUir jafnhrifnir af ráðningu hans. Þar era fremst í flokki prímadonnan Gyða Goða- dóttir sem átti í ástarsambandi við skáldið fyrir margt löngu og núverandi sambýlismað- ur hennar, leikarinn Goði Granason. Ástríð- umar krauma í leikhúsinu og á ýmsu gengur. Sýningin kemst samt á svið að lokum, þrátt fýrir ótímabært dauðsfaU sem skapar töluverð vandræði, framhjáhald og aðrar minni háttar uppákomur. Leiklist Halldóra Fridjónsdóttir Nóbelsdraumar era engin háðsádeUa en Ámi gerir engu að síður góðlátiegt grín að ýmsum þekktum fyrirbæram í íslensku þjóð- félagi. Verkið er ágætiega upp byggt og orð- færi aUt lipurt og eðltiegt. Ámi leikur sér með tungumálið, eins og er einkennandi fyrir Hug- leikshöfunda, og tónlist gegnir stóra hlutverki í sýningunni sem endranær. Ámi er bæði höfundur söngtexta og laga sem létu vel í eyr- um og voru eðlUegur þáttur í framvindu verksins. Hljómsveitin sem er á sviðinu allan tímann komst ágætiega frá sínu og helst hægt aö kvarta yfir óöryggi hjá blásaranum. AUs koma um tuttugu manns fram í Nóbels- draumum og standa sig aUir með prýði. Texta- meðferð er skýr og aUir aðaUeikaramir sýna skemmttieg tUþrif aúk þess að syngja eins og englar. Sýningin fer dá- lítið hægt af stað en þéttist þegar á líður og óhætt að fuUyrða að leikhúsgestir á annarri sýningu hafi skemmt sér konunglega. Sigrún Valbergsdóttir leik- stýrir uppfærslunni og gengur vel að laða fram kosti leikaranna og nýta þá tU hins ýtrasta. Skortur á tæknUegri þjálfun er mest áberandi í stórum hópsenum eins og þeirri fyrstu en það er bætt upp með leikgleðinni og í heUdina er sýningin jöfn og hnökralítti. Þó Ámi Hjartarson fái varla nóbel fyrir Nóbels- drauma sína hefur honum tekist að skrifa leikrit sem er veröugt viðfangsefni fyrir Hug- leikara og ágætiega heppnuð afþreying fyrir leikhúsgesti. Hugleikur sýnir í Möguleikhúsinu við Hlemm: Nóbelsdraumar eftir Árna Hjartarson Tónlist og söngtextar: Árni Hjartarson Leikmynd og búningar: Félagar í Hugleik Lýsing: V. Kári Heiðdal Leikstjórn: Sigrún Valbergsdóttir Skrifað í sandinn Váleg tíöindi berast nú af geymsluþoli ■ i geisladiska. Strax eftfr fimm ár fara þeir að tapa minni, segir í grein í Weekend- I avisen, þó greinir mannlegt eyra enn þá engan mun. En eftir tíu ár fer hljóðmynd- in að brenglast svo ekki verður um viUst, I einkum hæstu og lægstu tónarnir. Mús- : íkgeggjarar verða sem sagt að endumýja geislaplöturnar sínar á tíu ára fresti en | vínUinn getum við spUað ái-atugum sam- an. Líftími CD-ROM diska er jaftistuttur. Geislaplötur era svo nýjar að það er ekki fyrr en núna sem kemur í ljós fyrir víst hvað þær endast Ula. Það sama má I segja um myndbönd, gæðin minnka strax á fjórða ári. Blaðið nefhir veralega alvar- leg dæmi um það sem þegar er glatað, meðal annars um 20% af efninu sem Vik- ing safnaði í ferðinni til Mars 1976. Og gervitunglamyndir af Amazonregnskóg- unum sem skipta gríðarlega miklu máli upp á mælingar á eyðingu þeirra sjást ekki lengur á myndböndunum. Tækniþróunin sjálf hefur líka minnistap í för með sér því XlC þegar upplýsingar era flutt- ar af eldri vélum á nýjar I tapast aUtaf eitthvað. Þetta \ ''■Káj getur komið sér afleitlega \ þegar um er aö ræða tU dæm- B is upplýsingar um læknisfræði- legar tilraunir í sambandi við ný lyf þar sem hvert öratriði skiptir máli. Fleiri og fleiri ríki setja nú öU ný gögn á geisladiska sem hefur verið alvarlega gagnrýnt eftir að efasemdir komu upp um geymsluþolið. En pappír og skinn brennur eins og dæmin sanna og letrið máist af gömlum bókum. AUt er í heim- inum hverfult - verðum við ekki að sætta okkur við það? Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.