Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 11 DV Fréttir Áhöfn Djúpbátsins Fagraness sagt upp störfum: Minna skip og betri vegi - segir sér „Það verður að vera bátur í Djúp- inu. Það er spuming hvort þetta er ekki of dýrt. Ég held að nær væri að létta á þessum rekstri og nota í veg- ina,“ segir séra Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði við ísafjarðar- djúp, um rekstur ferjunnar Fagra- ness. Útgerð skipsins, Djúpbáturinn hf., á við mikla rekstrarerfiðleika að glíma og hefur áhöfninni verið sagt upp störfum. Gert er ráð fyrir að rekstri bátsins verði hætt í sum- ar fáist ekki aukið rekstarfé. Baldur segir það sitt mat að skip- ið sé of stórt til þess verkefnis að Baldur Vilhelmsson Séra Baldur Vilhelmsson. i Vatnsfirði halda uppi siglingum um Djúpið. Lítið sé um fólk og frakt sem rétt- læti að halda því úti. Vel mætti not- ast við minni bát og nota það sem sparast í vegagerð. „Þeir eru að vísu ágætir ef miðað er við hvernig þeir voru þegar ég fór hér fyrst um árið 1956. En betur má ef duga skal og við munum fagna því að fá hér góða braut. Það hafa verið malbikaðir verulegir spottar undanfarin ár og halda þarf því áfram af krafti. Malarvegirnir verða sérstaklega slæmir í leysing- um,“ segir Baldur. -rt Jón Ólafsson, til hægri, hitti Ingimund Sigurpálsson, bæjarstjóra Garða- bæjar, í fyrradag þar sem rætt var um framtíð hins 44 hektara Arnarnes- lands sem Jón festi nýlega kaup á fyrir tæpar sjö hundruð milljónir króna. „Þetta voru umræður án áþreifanlegrar niðurstöðu. Hann gerði grein fyrir sínum hugmyndum og ég gerði grein fyrir skipulagsmálum bæjarins sem eru langtímaverkefni," sagði Ingimundur við DV. Hann kvaðst eiga von á að Jón legði fram hugmyndir sínar á formlegan hátt á næstunni. DV-mynd E.ÓI. Norðurland eystra: Listi Sjálfstæðis- flokksins tilbúinn - ekki kosið milli lista DV, Akureyri: HaUdór Blöndal samgönguráðherra skipar 1. sætið og Tómas Ingi Olrich al- þingismaður 2. sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi eystra en geng- ið var frá listanum á kjördæmisþingi flokksins. í 3. sæti listans er Soffia Gísladóttir, Húsavík, 4. Ásgeir Logi Ásgeirsson, Ólafsfirði, 5. Baldvin Kr. Baldursson, Aðaldal, 6. Anna M. Elíasdóttir, Ólafs- firði, 7. Helga Traustadóttir, Akureyri, 8. Rúnar Þórarinsson, Öxarfjarðar- hreppi, 9. Sigfríður Valdimarsdóttir, Dalvíkurbyggð, 10. Bergur Guðmunds- son, Raufarhöfn, 11. Jóhanna Ragnars- dóttir, Akureyri, og í 12. sæti Magnús Stefánsson, Eyjafirði. Elín Hallgrímsdóttir, sem keppti að 3. sæti á listanum en tapaði, vill koma því á framfæri að hún hafi ekki verið í kosningabandalagi við einn né neinn á þinginu og hún styðji listann þótt hún hafi ekki náð kosningu í það sæti sem hún ætlaði sér. Skilja mátti á frétt af kjördæmisþinginu að boðinn hefði ver- ið fram annar listi en sá sem kjömefnd lagði fram en það er ekki rétt. -gk Dvalar- og hjúkrunarheimili: Beðið leiðréttingar á daggjöldum DV, Akranesi: Nýlega kom fram í DV að 57 millj- óna króna halli hefði orðið á rekstri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi fýrir árið 1997. Framkvæmdastjóri þess, Ásmundur Ólafsson, segir að af 57 milljón króna hallanum séu 15 milljónir raunverulegur rekstrar- halli eða nákvæmlega eins og áætl-. að hefði verið. Mismunurínn væri annars vegar lífeyrisskuldbindingar og hins vegar launaleiðréttingEu: tvö ár aftur í tímann vegna endurskoð- unar á starfsmati milli starfs- mannafélags Akranes og Akranes- bæjar sem ekki hefði verið gert ráð fyrir. Á fundi forstöðumanna elli- og hjúkrunarheimila nýlega lýstu fundarmenn áhyggjum sinum með lífeyrisskuldbindingar og töldu þessar skuldbindingar vera einn mesta framtíðarvanda heimilanna. Launamál voru einnig til umræðu en eins og kunnugt er fer u.þ.b. 70% fjármagns heimilanna til greiðslu launa. Dvalar- og hjúkrunarheimili hafa lengi beðið eftir endurskoðun og leiðréttingu á daggjöldum. Sérstak- lega var á fimdinum minnt á 7-8% leiðréttingu daggjaldsins allt frá ár- inu 1990 en þá komu fram skekkjur sem þarf að leiðrétta sem fyrst. -DVÓ Slökkvilið Sandgerðis að störfum er eldur kom upp í íbúðarhúsi við Holtsgötu í fyrradag. DV-mynd Arnheiöur Sandgerði: Kviknaöi í út frá kerti í íbúðarhúsi DV, Suðurnesjum: Eldur kom upp i íbúðarhúsi við Holtsgötu i Sandgerði um klukkan þrjú í fyrradag. Þar höfðu börn verið að kveikja á kerti inni í herbergi og eldur varð laus. Þegar þau sáu hvað verða vildi hlupu þau í nærliggjandi hús þar sem hringt var á Slökkvilið Sandgerðis sem kom samstundis á staðinn með dælu- og tankbíla. Júníus Guðmundsson er vara- slökkviliðsstjóri í Sandgerði. „Það mátti ekki tæpara standa. Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði eldur í bamaherberginu og þar sem hurðir og gluggar voru opnir fékk eldurinn gott súrefni. Sót og reykur voru um allt húsið en það fór betur en á horfðist í fyrstu og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins." -AG Djúpbáturinn Fagranes er rekinn með miklum halla. Ekki sér fyrir endann á því og telur séra Baldur Vilhelmsson aö betra væri að fá minna skip og þar með meira fjármagn til að bæta vegina. Egill Uilhjálmsson sími 564 5000 Suzuki Vitara 4£»'2 01 Verð 1.970 þús. Dodge Ram Quad cab 4x4,4ra dyra, 519 Cummings dísilvél. Hlaðinn aukabúnaði. Grand Cherokee Laredo Verð 4.050 þús. Suzuki Grand Vitara Verð kr. 2.200 þús. Egill Vilhjálmsson Sími 564 5000 Smiðjuvegi 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.