Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 Spurningin Verður hægt að fanga tíkina Tínu? Hlynur Már Ólafsson, 11 ára: Já. Jónas Már Einarsson, 11 ára: Nei, ég held að hún sé dáin. Guðbergur Erlendsson, 12 ára: Já. Daníel Tryggvi Daníelsson nemi: Nei, ég held að hún vilji ekki láta ná sér. Konráð Konráðsson nemi: Nei, hún er sennilega dauð. Haraldur Brynjólfsson leigubíl- stjóri: Já, hún næst sennilega á endanum. Lesendur Hestamennska er gott sport „Hestarnir sem eru í umferð eru margir hverjir miklir glæsigripir, háreistir og gang- liprir, stórir, háfættir og sterkir. Eða eins og menn á vorri tíð vilja að þeir Ifti út.“ Konráð Friðfinnsson skrifar: í gamla daga var hesturinn okkar kallaður „þarfasti þjónn mannsins". Það voru orð að sönnu á þeim tímum. Vegna þess að menn - fyrir svokallaða vélaöld - höfðu ekki um neinn annan kost að velja í stöðunni en að bera hluti á sjálfúm sér, ellegar leggja þá á bak hestsins. Og þar sem hesturinn er sterk- ari en bak mannsins varð hann að sjálfsögðu yfirleitt fyrir val- inu. - Og til verksins var unnt að nota nánast hvaða húðarjálk sem fannst. Tamda bykkju. En nú er öldin önnur. Núna er „þarfasti þjónninn" orðinn að skemmtitæki fyrir fjölda manns sem þá brúkar hann til að veita sjálfum sér gleði og ómælda ánægju. Hestarnir sem eru í umferð eru margir hverj- ir miklir glæsigi'ipir, háreistir og gangliprir, stórir, háfættir og sterkir. Eða eins og menn á vorri tíð vilja að þeir líti út. Og þetta er líka spuming um útlit- ið. í dag sér maður til dæmis ekki þessar truntur sem menn þeystu á hér áður fyrr, þótt þær máski hafi veitt fólkinu álíka ánægju. En kröf- umar era orðnar aðrar í dag á þessu sviði sem öðrum. Einnig vita menn meira hvað við er að fást. Menn hafa víðtækari þekkingu á þessu viðfangsefni, hestinum. Öðrum aðferðum er beitt vð tamningu á hrossum en hún hefur aftur á móti skilað sér í bættum ár- angri hests og knapa og aukið ánægju manna af að sýna gripi sína. Svo dæmi sé tekið. Annað er heillandi við hesta- mennskuna. Það er félagsskapur- inn við hana. Það hefur nefnOega ávallt ríkt góður andi innan hóps hestamanna. Menn hafa staðið sam- an í mörgum málum og verið fúsir til að rétta hver öðram hjálparhönd án þess að ætlast til borgunar fyrir viðvikið. Og svona mætti áfram taka dæmin. Nokkuð sem innleiða má í ríkari mæli hér á íslandi. Þetta er einnig ágæt leið til að losa um „egóið“. Ég veit að margir munu mér sammála um þetta. íslenski hesturinn hefur sem sé afar góð áhrif á viðstatt fólk. Nokk- uð sem ég þekki af eigin reynslu. Hestamennska er að vísu dýrt sport. Ég á þá sérstaklega við það fólk sem er að byrja í hesta- mennsku. En hestadellan, umfram aðrar dellur - spyr ekki alltaf um kostnaðinn. Menn bara fram- kvæma hlutina. Reykingar - tillitsleysi Heimir Dúnn Guðmundsson skrifar: Reykingar eru óhollar fyrir heils- una. Það er vitað. Samt reykir fólk. Það væri kannski þolanlegt ef þessir reykingamenn gætu hangið saman og púað ofan í hver annan. Því miður er það ekki þannig. Heima hjá mér reykja tveir einstaklingar, mamma mín og bróðir minn. Það er bannað að reykja inni og þess vegna fara þau alltaf út á svalir til að reykja, ásamt vinum sínum og kunningjum. Mér og öðrum sem ekki reykja - til mikillar óánægju - opna þau annaðhvort aðeins smárifu og um leið fýkur reykurinn inn, eða þá að þau opna nógu mikið en þá kemur allur kuldinn inn á okkur. Þetta er örugglega ekki einsdæmi heima hjá mér. Reykingamenn ættu að geta fundið það hjá sjáifum sér að þó að þeir séu að ná sér í lungnakrabba þurfa þeir ekki að láta okkur eða aðra fá lungnakrabba eða lungnabólgu. Þeir ættu bara að fara alla leið út, alltaf. Ég sá þáttinn ísland í dag um dag- inn og þar var rætt við stórreyk- ingamenn um nýju lögin sem segja að bannað sé að reykja inni á vinnustöðum frá vordögum. Þessir menn sögðu að þetta væri hreinn og beinn fasismi! Á móti get ég sagt: Það er brot á mannréttindum að reykja ofan í þá sem ekki vilja reykja. Það er fasismi. Ekki sjóflugvöll á uppfyllingu Ingólfur skrifar: Það er einungis að fara úr öskunni í eld- inn ætli ráðamenn að samþykkja eins konar sjóflugvöll á uppfyllingu í Skerja- firði. Auðvitað er Reykjavíkurflugvöll- ur ekkert annað en slysa- og dauðagildra eins og hann hefur verið til þessa. Þar hafa nógu margir farist í slysum og nógu mörgum flug- vélum hlekkst á. Að byggja annan flug- völl i Skerjafirði þar sem aðflug og flugtök verða hvort eð er yfír þétta íbúabyggð er vita vonlaust verk- Vatnsmýrina og flugvöllinn undir nýja íbúabyggö. - Fiugieiöir og hótelbyggingin eru kær- efni. Ég er ekkert á komin fyrirtæki í þessum byggðarkjarna, þar sem þau eru í dag. móti því að traustir verktakar á borð við íslenska aðalverktaka byggi i Vatnsmýrinni, en það á ekki að vera háð neinu skilyrði um að þeir byggi líka sjóflugvöll á uppfyll- ingu í Skerjaflrði. Það á einfaldlega að flytja allt flug héðan frá þéttbýlinu til Keflavíkur- flugvallar. Aðrir kostir eru ekki í myndinni. - Uppbygging miðborgar Reykjavíkur er brýn og íbúabyggð- ar er þörf í næsta nágrenni og þar er um ekkert annað landlými að ræða en Vatnsmýrina, að meðtöldu öllu flugvallarsvæðinu. Flugleiðir og hótelbyggingin eru kærkomin fyrirtæki í þessum byggðarkjama, þar sem þau eru í dag. Og ekki stæöi á enn fleiri fyrirtækjum, verslunum og öðrum þjónustuaðil- um að setjast að í þessum nýja byggðarkjama. DV Kosningaáróður í RÚV Þórólfur hringdi: í þættinum í vikulokin sl. laugar- dag voru þrír viðmælendur, allt kon- ur, sem fengu að vaða elginn með þáttarstjóra um komandi kosningar hjá samfylkingarflokkunum. Þær spáðu og spekúleruðu um framgang hvers og eins þátttakanda og úrslit prófkjörsins. Höfðu náttúrlega litla sem enga stjóm á getspeki sinni sem reyndist svo ill og ónýt þegar upp var staðið eftir prófkjör, og dómgreindin hvergi nærri meðallagi, hvað þá ofar. Þama hleypur Ríkisútvarpið á sig sem hlutlaus stofnun. Ég hef aldrei heyrt slíka ofsagreiningu á stjórn- málum um leið og stendur yflr próf- kjör íslenskra stjómmálaflokka. Hvai- er nú útvarpsráð, hvar er nú hlutleysið og hefðin? Bæjarstjórinn og Vatnsmýrin Þórður Helgason hringdi: Ef íbúðabyggð í Vatnsmýrinni verður til þess að Reykjavíkurflug- völlur flyst i burt af höfuðborgar- svæðinu er ég á móti slíkri ráðstöfun, sagði bæjarstjóri ísafjarðar í DV fyrir síðustu helgi. - Bæjarstjórinn ráð- lagði Reykvíkingum að byggja bara nýjan flugvöll á uppfyllingum, eins og t.d. á ísafirði. Ja, héma, segi ég nú, ætlar dreifbýlisaðallmn að ráða hvort og hvar við Reykvíkingar vUjum hafa flugvöll? Getur landsbyggðarfólk ekki notað fullkominn Keflavíkurflugvöll- inn eins og aðrir? VUI það heldur sitja í dauðagUdru flugvélar sem rétt skríð- ur yfir húsþökin í miðborg Reykjavík- ur? Auðvitað fer flugvöUurinn burt og bemt tU Keflavíkur. Þingmenn bara fyrir sig Kristín Magnúsdóttir skrifar: Nýlega heyrði ég á tal manns í út- varpi og ræddi hann stjómmál í víð- um skilningi og hvernig við, skatt- þegnamir, stæðum að vígi gagnvart ríkisvaidinu og löggjafanum sem mest og lengst kemst í því að setja okkur skorður í daglegu lífi. Þessi maður staðhæfði að alþingismenn væru ekki þeir sem þeir ættu að vera sem fulltrúar fjöldans. Þingmenn væru fyrst og fremst fuUtrúar sjálfra sín og sinna hagsmuna. En er þetta fjarri lagi þegar grannt er skoðaö? Hvaða nýmæli hafa komið fram á Al- þingi á, segjum sl. tveimur ámm, sem almenningur hefur einróma fagnað, og býr nú að bættum kosti fyrir vikið? Ég man engin slík. Samhugur í verki Flateyringur hringdi: Ég las yfirlýsingu í Mbl. í vikunni frá fyrrverandi sjóðsstjórn söfnunar- innar Samhugur í verki. Hún hófst á orðunum: „Vegna rangra fullyrðinga ..." o.s.frv. Þetta var í sjálfu sér grein- argóð yfirlýsing. Mér fannst hins veg- ar vanta tilfinnanlega upplýsingar um það hvar þessar eftirstöðvar, rúm- ar 53 milljónir króna væru varðveitt- ar nú, og eins upplýsingar um hvort búið væri að setja sjóðnum skipulags- skrá. En eins og segir í yfirlýsingunni sendi sjóðsstjómin frá sér tilkynn- ingu um endanleg reikningsskil 19. mars 1998. - Auðvitað verður ekki við annað unað en að þessu fé - hvar sem það er nú niðurkomið - verði úthlut- að beint til ibúa Flateyrar. Spaugstofan klikkar ferlega Maggi Þór hringdi: Við íjölskyldan vorum að horfa á Spaugstofuna sl. laugardagskvöld sem oftar og urðum fyrir vonbrigðum með atriðin. Fyrst að telja voru þau allt of langdregin, en auk þess var þarna of- beldi sem ekki er verjandi eins og at- riðið í undirgöngunum. Og svo var þátturinn mestmegnis klám sem held- ur er ekki bjóðandi sem almennt grín fyrir heimilin þar sem fjölskyldan sit- ur. Við vorum með tvo stráka, 8 og 9 ára, og það er ekkert gaman að þurfa að verja og útskýra þessa endaleysu fyrir þessum aldurshópi. Mér finnst Spaugstofan klikka ferlega gagnvart okkur að þessu leyti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.