Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Qupperneq 13
MIÐVKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 13 Fréttir Fiskmarkaður Breiðafjarðar: 7 prósenta aukning á seldum afla DV, Snæfellsbæ: Um 7% aukning var á seldum afla á síðasta ári hjá Fiskmarkaði Breiðafjarðar sem er með útibú í Grundarfirði, Stykkishólmi, Amar- stapa, Rifi og Ólafsvík. í Grundarfrrði voru seld 3.208 tonn árið 1997 á móti 3.378 tonnum árið 1998, á Rifi 5.850 tonn árið 1997 á móti 6.045 tonnum árið 1998, á Amarstapa 1.515 tonn árið 1997 á móti 1.421 tonni árið 1998, í Ólafsvík 4.392 tonn árið 1997 á móti 4.675 tonnum árið 1998 og í Stykkishólmi 2.319 tonn 1997 á móti 2.983 tonnum áriö 1998. Alls vom því seld 17.285 tonn árið 1997 á móti 18.504 tonnum árið 1998. Meðalverð árið 1997 var 91,05 krónur miðað við 105,80 árið 1998 sem er um 16% aukning. Heildar- verðmæti selds afla var 1.583 miflj- ónir árið 1997 á móti 1.957 milljón- um árið 1998 sem er um 400 milljóna króna aukning. „Árið byrjar vel og við erum með mikla aukningu í verðmætum. Reksturinn kom vel út á síðasta ári,“ sagði Tryggvi Óttarsson, fram- kvæmastjóri markaðarins. „Á vor- mánuðum munum við taka í notk- un nýtt húsnæði á Rifi og er byrjað að endurbæta það húsnæði. Við höldum okkar striki og erum ekki í þeim hugleiðingum að færa starf- semina út fyrir svæðið. Við viljum einbeita okkur að heimasvæðinu og sinna þeim markaði vel. Það er okk- ar markmið í dag.“ -DVÓ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í heimsókn á Fiskmarkaði Breiðafjarðar. DV-mynd Jón Eggertsson Stykkishólmur: Átta ný störf Fram- sækin vefsmiöja í Borgar- firði DV, Vesturlandi: Nýlega hóf Vefsmiðjan Andakíll starfsemi og veitir Bjarki Már Karlsson vefsmiðj- unni forstöðu. „Vefsmiðjan var stofnuð í október 1998. Ég hafði þá um þriggja ára skeið annast umsjón tölvukerfa Samvinnu- háskólans á Bifröst og Bænda- skólans á Hvanneyri. Meðal þess sem ég vann fyrir skólana var að setja upp vefi þeirra. Það leiddi svo tfl þess að ýmsir aðrir aðilar leituðu til mín vegna vefsmíði og Intemetráð- gjafar. Ég mat stöðuna sem svo að verkefrii væru næg til að standa undir rekstri vefsmiðju. Auðvitað hafði ég áhyggjur af því að þetta væri rangt mat og að ég væri að fara úr góðu starfi í verkefnalítinn rekstur. En sem betur fer ætlar reyndin að verða allt önnur. Fyrsta stóra verkefni Andakíls var Vesturlandsvefurinn og vef- smiðjan er i dag með mörg verkefni í vinnslu, bæði stór og smá. Þar á meðal er vefur Borgarbyggðar," sagði Bjarki Már viö DV. -DVÓ DV.Vesturlandi: Guðbrandur Björgvinsson útgerð- armaður hefur fest kaup á nýjum bát. Kom hann til heimahafnar upp úr miðjum janúar og fékk nafnið Amar. Nú er verið að gera á honum smávægilegar breytingar í Skipavík áður en hann fer á netavertíð. Guð- brandur reiknar með að farið verði út upp úr 7. febrúar. Báturinn er 147 brt. og var hann keyptur kvótalaus en á sama tíma festi Guðbrandur kaup á 50 tonna þorskkvóta. í staðinn lét hann einn eldri báta sinna, Arnar, og með hon- um skelkvóta. Kaupandi er Þórsnes. Með þessu hefur kvótinn í bænum aukist um 50 tonn og fært 8 ný störf í bæjarfélagið. Þetta em því með ánægjulegri fréttum sem Stykkis- hólmsbúar hafa fengið i nokkum tíma. -DVÓ/ÓJ Arnar í heimahöfn. DV-mynd ÓJ I>V Vesturlandsvef- urinn á ensku DV, Vesturlandi: Vesturlandsvefurinn, sem ný- lega var opnaður á slóöinni vest- urland.is, hefur fengið frábærar viðtökur frá opnun hans að sögn Bjarka Más Karlssonar tölvu- fræðings, sem sá um hönnun vefjarins. „Ég hef fengið mikil viðbrögð og öll góð. Það er greinilegt á viðbrögðunum að þetta var þjónusta sem vantaði. Nú stendur yfir gerð Vestrn:- landsvefjar á ensku, en hann verður nokkuð frábrugðinn þeim íslenska þar sem markhóp- urinn er allt annar. Tilkynning- ar um nýtt efni hafa jafnt og þétt borist og svo verður áfram, en mér er kunnugt um nokkum fjölda vefja sem eru I vinnslu bæði á vegum Andakíls og ann- arra aðila. Á síðunni „á döflnni" era birtar tilkynningar um fundi, samkomur og mannamót hvers konar í fjórðungnum; þær upplýsingar era uppfærðar dag- lega. Héraðsfréttablaðið Skessu- horn birtir fréttir á Vestur- landsvefnum í hverri viku, en margar fréttanna birtast á vefn- um áður en blaðið kemur út. Loks er þess að geta að Vestur- landsvefurinn velur vikulega „síðu vikunnar“. Hugmyndin með henni er að sýna dæmi um gróskuna í netmálum á Vestur- landi og jafnframt að hvetja menn til dáða á því sviði." -DVÓ Nýr fréttavefur í Borgarf irði DV, Vesturlandi: fbúar í Borgarfirði, sameinaða sveitarfélaginu norðan Skarðsheið- ar, og aðrir sem hafa aðgang-að ver- aldarvefnum era vel upplýstir um gang mála í sveitarfélaginu eftir að nýr fréttavefur var opnaður - anda- kill.is - sem Bjarki Már Karlsson tölvufræðingur hefur umsjón með. „Fréttavefur Andakíls opnaði 1. des- ember ‘98. Ég var í sumar kosinn í hreppsnefnd sveitarfélagsins Borg- arfjarðar og varð þess fljótt var hversu lítið íbúar hér vissu um gang hreppsmála. Ég tel að það sé vegna þess að eftir sameiningu fjög- urra hreppa er fámenni hér ekki lengur slíkt að fréttir berist frá manni til manns, en fjölmennið heldur ekki slíkt að málefni hrepps- ins veki áhuga stóra fjölmiðlanna. Úr þvi að ég hef í fóram mínum fréttir úr sveitarfélaginu, pistla og fundargerðir; og aðstöðu til að birta þetta efni á netinu þá ákvað ég að setja upp fréttaveflnn. Hann gefur mér líka kost á að koma mínum eig- in sjónarmiðum á framfæri, því þetta er ekki vefur á vegum sveitar- félagsins, hann er alfarið á minn kostnað og mína ábyrgð," sagði Bjarki Már við DV. -DVÓ SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SÍIVII 581-4515 • FflX 581-4510 Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20.30 að Sogavegi 69,108 Reykjavík STJÓKNUNARSKÓI .INN KonráO Adolphsson - Einkaumboð d tslandi 581-2411 FJÁRFESTING ÍMENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐl ÆVILANGT! Hafa meiri tru a hæfileikum þinum. Virkja eldmóðinn. Verða betri í mannlegum samskiptum Losna við áhyggjur og kvíða. Láta í Ijós skoðanir þínar. Hjálpar þér að: Markvissan árangur, V styrkur og meiri hæfni í L leik og starfi hefur 7 námskeið Dale Camegie® skilað mér. J Því get ég sagt: „Dale Wi Camegie® nýtist þér til EinarH. Brídde góðs“ Sigrun Jóna Sigurðardóttir Meira sjálfstraust og jákvæðari mannleg samskipti er meðal annars það sem ég fékk út úr mjög svo skemmtilégu Dale Camegie® námskeiði. Hópurinn í heild sinni var frábær! Ég er afslappaðri og öruggari með sjálfan mig við aðra. Ég hef ekki það lengur á tilfinningunni.að eitthvað misheppnað komi uppúr mér svo að betra sé að þegja. í dag nýt ég þess að tjá mig og njóta dagsins. Lúðvíg Arni Sveinsson Dale Camegie® námskeiðið gaf mér aukinn eldmóð.meira öryggi og sjálfstrausL í dag er ég betri ræðumaður. Benedikta Jónsdóttir Námskeiðið hjálpaði mér að víkka sjóndeildarhringinn og gaf mér betri innsýn í mannleg samskipti. Ég öðlaðist meira öryggi og sjálfstraust í daglegu lífi. Oddný Árnadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.