Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 15
MIÐVTKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 15 Þegar öryrki eignast barn Ung kona hér í bæ er ein af mörgum öryrkjum, sem ætlað er að lifa af eftirfarandi greiðslum: Örkulífeyrir á mánuöi kr. 15.728 Tekjutrygging á mánuði kr. 28.937 Heimilisuppbót á mánuði kr. 13.836 Sérstök heimilisuppbót á mánuði kr. 6.767 Samtals greiðslur á mánuði kr. 65.268 Ekki veit ég hvemig nokkurri manneskju er ætlað að draga fram lífið af þessum fjármunum en það er ekki efni greinarinnar. Lengi getur nefnilega vont versnað þeg- ar örykjar era annars vegar. Upphæðin lækkar Sá gleðilegi atburður gerðist í lífi þessarar konu að hún eignað- ist bam. Eðlilega hefur hún talið að með greiðslu meðlags frá bams- foður og barnalífeyri vegna henn- ar eigin örorku ásamt bamabótum til viðbótar öðram bótagreiðslum yrði uppeldi bamsins henni við- ráðanlegt. En nú lítur greiðslumiðinn hennar frá Tryggingastofnun rík- isins svona út: Örorkulifeyrir á mánuði kr. 15.728 Tekjutrygging á mánuði kr. 28.937 Bamalífeyrir á mánuði kr. 12.693 Samtals kr. 57.358 Meðlag frá ioður á mánuði kr. 12.693 Samtals á mánuði kr. 70.051 Upphæðin frá Tryggingastofnun hefur lækkað um kr. 7.910 á mán- uði eftir fæðingu barnsins! Faðir- inn greiðir að sjálfsögðu meðlagið. Hvernig má þetta vera? „Einhleypingur" eftir sem áður Það sem gerst hefur er að heim- ilisuppbót og sérstök heimilisupp- bót vora felldar niður vegna tekna af baminu, þ.e. bamalífeyrin- um og meðlag- inu. í 9. gr. laga um félags- lega aðstoð segir svo: „Heimilt er að greiða ein- hleypingi, sem nýtur óskertr- ar tekjutrygg- ingar sam- kvæmt lögum um almanna- tryggingar og er einn um heimilisrekst- ur án þess að njóta fjárhags- legs hagræðis af sambýli eða samlögum við aðra um húsnæðisaðstöðu eða fæðis- kostnað, að auki 13.304 kr á mán- uði.“ Sömu reglur gilda um sér- staka heimilisuppbót, kr. 6.507 á mánuði. - Og í reglu- gerð ráðuneytisins era sömu ákvæði. En hvað koma þessi ákvæði bami umræddrar konu við? Eftir sem áður er kon- an „ein- hleypingur". En nú hafa hagir hennar breyst sam- kvæmt laga- túlkun Trygginga- stofnunai- og heldur betur hlaupið á snærið hjá henni. Hún hefur nú „fjárhagslegt hagræði af sambýli eða samlögun við aðra“, í þessu tilviki bamið, sem leggur til barncdífeyri og meðlag, um það bil 25.000 á mánuði og þar með missir konan um 20.000 kr. af bótum sín- um í staðinn! Ekkert gamanmál Ég hélt að ég vissi þó nokkuð um stöðu einstæðra foreldra og uppeldi barna almennt, en að þau - yndisleg sem þau eru - gætu ver- ið til fjárhagslegs hagræðis fyrir foreldrana, það er nýtt fyr- ir mér og hlýtur einungis að eiga við um böm ör- yrkja! En þetta er ekkert gam- anmál. Þetta er náttúrlega hneykslanleg afgreiðsla og til skammar Trygginga- stofnun sem á sér þó af- sökun í óvandaðri laga- smíð og vanhugsaðri reglugerð. Þeir sem nú bjóða sig fram í samfylk- ingu við lagasmiðinn, Guðmund Árna Stefáns- son fyrrverandi heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, og hvetja til aukinna barn- eigna ættu að vara öryrkja við þeirri iðju þar til rang- lætið hefur verið leiðrétt. Guðrún Helgadóttir Þetta er ekkert gamanmál, hneykslanleg afgreiðsla og til skammar Trygg- ingastofnun sem á sér þó afsökun í óvandaðri lagasmíð. (Mynd úr myndasafni DV og óviðkomandi efni greinarinnar.) Kjallarinn Guðrún Helgadóttir varaþingmaður „Ég hélt að ég vissi þó nokkuð um stöðu einstæðra foreldra og upp- eldi barna almennt en að þau - yndisleg sem þau eru - gætu ver- ið til fjárhagslegs hagræðis fyrir foreldrana, það er nýtt fyrir mér og hlýtur einungis að eiga við um börn öryrkja1“ Samkomulagið við Bill „Hlið“ Björn Bjarnason, menntamála- ráðherrann okkar íslendinga, hefur tilkynnt það opinberlega að hann hyggist banna mönnum að stela^ Míkrómjúkt í framtíðinni. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum (Morgunblaðinu) að stolið sé fyrir meira en milijarð af Míkrómjúku og öðrum framleiðendum árlega og nú sé semsagt kominn tími til að horfast í augu við staðreyndir og hætta þessum ófógnuði enda vita allir og hafa alltaf vitað að það er bannað að stela, nema hjá hinu op- inbera. Jafnframt boðar Bjöm Bjamason menntamálaráðherra að samningur hafi tekist miili sín og Míkrósoft. Trúlega á hann þar við Microsoft, það er ekki hægt að þýða Microsoft sem Míkrósoft því ef á að fara að ís- lenska Microsoft þá hlýtur það að leggjast út sem Míkrómjúkt eða lint. Ekki veit ég hvemig Bill Gates („Bill Hlið“ á islensku) líst á þess- ar bollaleggingar eða þá staðreynd að Villupúkinn, Machintosh og Word Perfect hafa farið verulega halloka í baráttunni við hið ensku- mælandi Microsoft. Enda eiga þessi þrjú það sameiginglet að vera öll seld í íslenskri útgáfu. Erfitt að skipta yfir Það er virðingarvert að koma því á að þeir sem ekki kunna ensku geti orðið sér úti um forrit skrifuð á móðurmálinu og hafa áðurnefnd forrit þegar fyllt þann geira svo að þeir sem ekki vilja sjá ensku geti stautað sig áfram á sinni eigin tungu. Það læðist samt að manni sá grunur að ekki sé allt sem sýnist í þessum efnum. Manni detttur ósjálfrátt í hug þegar í Bandaríkj- unum sunnanverðum voru hér á áram áður þeir litnir homauga er kenndu þrælum að lesa enda var þá fljótlega fjandinn laus er þrælamir fundu út að það var til annar og betri heimur fyr- ir utan girðing- una. Það er dálítið erfitt að vera alltaf að skipta yfir milli tungu- mála þegar verið er að halda fyrir- lestra og kynn- ingarfundi fyrir erlenda sam- starfsaðila, gera gögnin á ís- lensku, skýra þau út og lesa á ensku. Þetta veit Björn Bjamason afar vel. Ef ekki þá ætti einhver að segja honum það sem fyrst. Hryllir við framtíðarsýninni Einnig er varhugavert að setja upp girðingar í naíhi islenskunnar þegar tölvur og forrit eiga í hlut. Það eru ekki allir framleiðendur jafnhrifnir af þessu uppátæki og ekki verður gott fyrir þá sem tileinka sér ís- lenska „Glugga í Mikrómjúku" um- hverfi og kunna ekki almennilega á Windows þar sem flestöll forrit sem era skrifuð fyrir Windows era á ensku. Þar þurfa menn því að vita hvað „File, Open, Save, Import, Properties, Format, Photo, Table, Insert, Edit, Paste, Copy, Control, Folder, New Folder, My Document, Paragraph, Cross Reference, Search, Find, Clipbo- ard, File Merge, Colums, Frames, Tasks, Joumal, Compose, Syncronize, Subject, Connect, Extract“ o.s.frv. þýða. Þetta framtak Björns Bjamason- ar menntamálaráðherra mun verða til þess að við íslendingar munum fá Míkró múka islenska glugga uppsetta í tölvunum okkar en ekki Windows og viö munum fá Míkró mjúkan skrifstofupakka 2000 í staðinn fyrir Office 2000 frá Windows og „Wordinn" okkar eini og sanni verður uppsettur í tölv- unni sem Orðið en ekki Word. Ég verð að segja að mig hryllir við þessari framtíðarsýn þar sem íslendingar kunna bara islensku og reisa múra til þess að samlag- ast ekki umheiminum. Án múra gætum við komist að því hvað er í gangi þama fyrir utan. - En hugs- anlega gætu erlendir aðilar átt greiðari að- gang að skjölum sem ekki þola of vel dags- ins ljós. Opnað upp á gátt íslenskun á einhverju tilteknu tölvuforriti er lofsvert ffamtak ef við- komandi umboðsaðili eða framleiðandi borg- aði sjálfur brúsann eins og reyndar er haldið fram í máli Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Þar fylgdi þó sá bögg- ull skammrifi að ríkið setji stórfé í að stemma stigu við for- ritaþjófhaði. En þegar Björn Bjarnason geng- ur fram á fjölmiðlasviðið og tekur eitt forrit fram yfir annað og greið- ir fyrir íslenskun þess með fjár- freku framtaki á sviði aðhalds í þjófaforvörnum sem kemur til með að kosta íslenska ríkið hund- ruð milljóna, það er einfaldlega ekki sæmandi. í hesta falli for- dæmisgildandi ráðstöfun fyrir þá sem vilja fá íslenskun á sinum for- ritum, mér dettur til hugar að með þessari ráðstöfun sé búið að opna dymar upp á gátt fyrir þá sem vilja fá sín forrit íslenskuð. Samkomulagið við „Bill Hlið“ er því miður staðreynd og óhaggan- leg, „Bill Hlið“ tekur að sér að ís- lenska sitt eigið forrit yfir í Míkró- mjúkt í gluggum og Bjöm Bjama- son að passa það að við stelum því ekki jafnóðum. Njáll Harðarson „íslenskun á einhverju tilteknu tölvuforriti er lofsvert framtak ef viðkomandi umboðsaðili eða framleiðandi borgaði sjálfur brús- ann eins og reyndar er haldið fram í máli Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Þar fylgdi þó sá böggull skamrifí...u Kjallarinn Njáll Harðarson framkvæmdastjóri Með og á móti A að breyta yfirstjórn Sjálfstæðisflokksins? BJörn BJarnason menntamálaráö- herra. Breiðari, kjörin forysta „Hugmyndin, sem ég hef hreyft varðandi breytingar á æðstu stjórn Sjáifstæðisflokks- ins, felst í því að kjörin sé framkvæmda- stjórn flokks- ins á lands- fundi, hún starfi í umboði fundarins við hlið formanns flokksins og formanns þing- flokksins. Hlut- verk fram- kvæmdastjórn- armanna verði að sinna innra starfi í flokknum. Rökin fyrir því að ég hreyfi þessari hugmynd núna era þessi helst: Unnið er að því að breyta kjördæmaskipan. Flokkakerfið er að taka stakka- skiptum. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að því að leiða rikisstjórn þriðja kjörtímabilið í röð. For- maður flokksins og varaformað- ur, veröi hann kjörinn, munu einbeita kröftum sínum að land- stjóminni. Þörf er á fulltrúum kjömum af landsfundi sém hafa sérstakt umboð ög bera ábyrgð á brýnum innri málefnum flokks- ins í samvinnu við formann hans. Ljóst er að með kjörinni framkvæmdastjórn yrði forysta flokksins breikkuð, þannig mætti tala um marga varafor- menn í stað þess að hafa einn.“ Flokkurinn þarf varafor- mann „Ég tel að hugmyndir Bjöms Bjama- sonar séu fylli- lega skoðunar- og umræðu- verðar en efast þó um að það sé rétt að taka þæi' til af- Vilhjálmur Egilsson greiðslu á alþinglsmaöur. næsta lands- fundi. Ástæð- an er sú að hugmyndir af þessu tagi þurfa lengri meltunartíma. Eins tel ég að flokksmenn hafi almennt gert ráð fyrir því að kosið verði um varaformann og í nýja miðstjórn flokksins á næsta landsfundi eft- fr óbreyttum skipulagsreglum. Ég held líka að i sjálfu sér hafi það hingað til þjónað hagsmun- um flokksins vel að hafa varafor- mann sem kjörinn hefur verið á landsfundi. Þetta fyrirkomulag hafi í gegnum tíðina breikkað forystusveit flokksins og reynst honum vel. Það breytir því þó ekki að það gæti verið skynsam- legt að kjósa í framkvæmda- stjórn í beinni kosningu og breyta vægi hennar i flokksstarf- inu. Engu að síður held ég að til- vist framkvæmdastjómar, sem kosin yrði með þeim hætti, breyti því ekki að varaformaður þarf að vera til í flokknum. Ann- aðhvort taki þá einhver fram- kvæmdastjórnarmanna að sér að gegna því eftir kosningu í fram- kvæmdastjóminni eða þá að varaformaður sé kosinn af lands- fundi sem ég tel eðlilegra. Þessar hugmyndir Bjöms era hins veg- ar allra góðra gjalda verðar en þær era þess eðlis að þær þurfa umræðu og að mínu áliti lengri meðgöngutíma en þann sem eftir er fram að landsfundi." -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.