Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 V4 Sviðsljós DV sendibfla Travolta og frú leika saman á ný Stórleikarinn John Travolta fær nú loks tækifæri til að leika á móti sinni heittelskuðu Kelly Preston. Og ekki bara eitt, heldur tvö. Fyrst í mynd eftir Gus Van Sant en undir árslok í mynd geröa eftir frægri skáldsögu, Skipafréttum. John og Kelly hafa ekki leikið saman síðan 1988 er þau hittust við upptökur. Leo litli lagði ekki í megrun Engar töggur í stráknum. Leon- ardo DiCaprio uppskar þónokkra vömb eftir öll partíin og gleðskap- inn vegna velgengni stórslysa- myndarinnar Titanic. Stráksa hefði svo sannarlega ekki veitt af megrunarkúr fyrir myndina sem hann leikur í á Taílandi um þess- ar mundir. Hann lagði þó ekki í nein slík ævintýri og því var stæltur Englendingur fenginn til að skaffa kroppinn í strandsen- umar. Eftirlitsspeglar % Eftirlitsplastspeglar. Þvermál: 30, 45 og 65 cm. Flatir plastspeglar, allar stærðir. Öryggisfilma á gler, 300% sterk. Brunastigar ál/stál, kr. 4.800 Öryggistæki á kassa, hurðir og glugga, kr. 2.800. Dalbrekku 22, sími 544 5770 Danski krónprinsinn hefur í nógu að snúast: Friðrik kom svefnlítill í þrítugsafmæli Mariu Friðrik krónprins í Danmörku fékk ekki mikinn tíma til að hvíla sig áður en hann hélt í þrítugsaf- mæli sinnar fyrrum heittelskuðu, söngkonunnar Mariu Montell, að þvi er segir í hinu danska Billed Bladet. Prinsinn lenti á Kastrup snemma á sunnudagsmorgni, eftir tíu tíma flug frá Kanada og var mættur í afmælisveisluna klukkan þrjú síðdegis. Friðrik hafði verið á skíðum með nokkrum félögum sín- um vestur í Kanada. Prinsinn lét sem sé flugþreytuna ekki stöðva sig. Hann kom glaður og reifur til veislunnar sem var haldin á Sletten Kro veitingahúsinu í Humlebæk skammt utan við kaup- mannahöfn. Óhætt er að fullyrða að nærvera Friðriks hafi komið mörg- um viðstaddra í galopna skjöldu. Fjölmiðlar höfðu jú flutt dönsku þjóðinni þá sorgarfregn að allt væri nú búið milli söngkonunnar og prinsins, enda býr hann í hinni Friðrik Danaprins er útivistarmaður mikill, siglir, kafar og rennir sér á skíð- um. En honum finnst líka gaman að skemmta sér og það gerði hann svo sannarlega í þrítugsafmæli Mariu Montell, fyrrum kærustu sinnar. glaðsinna París en hún i París norð- ursins, kóngsins Kaupinhafn. Ekki var veislunni margt í, eins og hjá þeim Lónlí blú bojs í Búðar- dal, þrjátíu manns þó: fjölskylda Mariu, félagar hennar úr tónlist- inni, leikarar og fleiri og fleiri. Allt var afslappað og huggulegt. Veislan fór ákaflega vel fram og gestimir ætluðu aldrei að hafa sig á brott, enda búnir að snæða dýrindis mat af hlaðborði og drekka kaffi á eftir. Síðan var dansað við undirleik hljómdiska. Friðrik var jafnþaulset- inn og aðrir. Það var ekki fyrr en um miðnæturbil, þegar kráin lok- aði, að Maria yfirgaf staðinn með ailar afmælisgjaflmar. Af krónprinsinum er það að segja að hann fór til síns heima, enda sjálfsagt örþreyttur. Hann gat þó huggað sig við það að eiga frí dag- inn eftir og átti því þess kost að sofa ærlega út áður en hann héldi á ný til starfa síns í París. Þessi ágæta gríndúkka af Bill Clinton Bandaríkjaforseta í kjúklingalíki tók þátt í húllumhæinu á fyrsta degi kjöt- kveöjuhátíðarinnar í Viareggio á Ítalíu um helgina. Aðeins hátíðin í Feneyjum er þekktari. Gefst upp á draumahúsinu Sjónvarps- og kvikmyndaleikar- inn Pierce Brosnan er svo önnum kaflnn þessa dagana við leik í nýj- ustu James Bond-myndinni að hann má ekki vera að því að byggja draumavilluna stna í Kalifomíu. Brosnan, sem í mörg ár hafði það að aðalstarfi að leika leynilögguna Remington Steele i frægum sjón- varpsmyndaflokki, leikur nú í þriðju James Bond-myndinni sinni, The World is not enough. Vegna mikilla anna sér Brosnan, sem nú er orðinn 46 ára, ekki fram á að hann geti látið draum sinn um Pierce Brosnan og Kelley Shaye- Smith. Símamynd Reuter lúxusvillu í ríkismannahverfinu Malibu í Kalifomíu rætast. Draumalóðin, sem er með sjávarút- sýni, er því til sölu. Og ef að líkum lætur ætti ekki að vera vandkvæð- um bundið að selja. Ekki fara sögur af þvi hvað sam- býliskonu Brosnans, Kelley Shaye- Smith, þykir um að geta ekki búið í þessu ffina hverfi. Kunnugir telja þó að hún sé ánægð á meðan Brosnan gefur sér tíma til að sinna henni. Aðalatriðið sé að vera aðalstjaman i lífi sjálfs James Bond. Stan Collymore niðurbrotinn Fótboltakappinn Stan Collymore brotnaði niður þegar sjónvarpsstjaman Ulrika Jonsson lýsti því yfir að hún vildi ekki giftast honum. Nú er CoOymore sagður dvelja á einkastofnun fyr- ir utan London. Vinir fótbolta- kappans segja hann elska Ulriku en hún geri hann galinn. CoUymore barði Ulriku á bar í París í fyrrasumar. Kærastinn fals- aði tékka Svíinn Ben Biucksson, sem var kærasti Önnu Nicole Smith í næstum ár, hefúr verið handtek- inn af bandarísku alríkislögregl- unni vegna ávísanafals. Anna og Ben, sem einnig hefur verið sakaður um fikniefnasmygl, urðu yfir sig ástfangin þegar þau hitt- ust á næturklúbbi í Los Angeles. Þau ætluðu að gifta sig en hún fleygði honum út eftir rifrildi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.