Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1999 m Fréttir Ihuga stofnun eignar- haldsfélags á Vesturlandi með þátttöku allra sveitarfélaga í fjórðungnum DV.Vesturlandi: Svo kann að fara að á næstu mán- uðum verði stofnað eignarhaldsfélag á Vesturlandi með þátttöku allra sveitarfélaga á Vesturlandi, almenn- um fjárfestum og Byggðastofnun. Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi fyrir skömmu að óska eftir umsögn atvinnumálanefndar bæjar- ins á umræddu máli. Á fund nefnd- arinnar mætti Ólafur Sveinsson at- vinnuráðgjafi. Ólafur gerði grein fyrir aðdrag- anda að stofnun eignarhaldsfélaga á landsbyggðinni, en á fjárlögum er gert ráð fyrir fjárframlögum til Byggðastofnunnar til að standa að stofnun eignarhaldsfélaga. Fyrir liggur vilji af hálfu Byggðastofnun- ar til að standa að stofnun félags á Vesturlandi með þátttöku sveitarfé- laga og almennra fjárfesta. Gert er ráð fyrir hlutafjárframlagi að upphæð 100 milljónir, sem skiptist þannig að sveitarfélög leggi fram 40 milhónir, Byggðastofnun 40 milljónir og almennir fjárfestar 20 milljónir. Byggðastofnun hefur sett það sem skilyrði að framlög almennra fjár- festa verði ekki minna hlutfall en sem nemur 20% af heildarhlutafé eignarhaldsfélagsins. Framlag Akraness til slíks félags yrði um 14,7 milljónir króna ef öll sveitarfé;,, lög á Vesturlandi yrðu aðilar að stofnun félagsins. Samþykkt var að taka erindið til afgreiðslu á næsta fundi atvinumála- nefndar Akraneskaupstaðar. DVÓ Frá handsali á sölu Snæfellsbæjar á skrifstofuhúsnæði bæjarins íólafsvík til dómsmálaráðuneytisins undir aðstöðu sýslumanns oglögreglu á staðnum. DV-mynd Jón Eggertsson Hólmaborg SU-11 tekín í gegn DV Eskifirði: Átta tilboð frá Noregi, Danmörku, Spáni og Póllandi bárust í vélaskipt- in og fleiri endurbætur á stærsta loðnuskipi landsmanna, Hólmaborg SU-11 frá Eskifirði. Sem kunnugt er hefur Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. ákveðið að kaupa nýja Wertsila 7.500 hestafla aðalvél í stað tveggja 1.600 hestafla Nohab Polar aðalvéla sem fyrir eru í skipinu. Að sögn Þorsteins Kristjánssonar skipstjóra er ráðist í þessar breyt- ingar til að gera skipinu mögulegt að stunda kolmunnaveiðar með við- unandi árangri en hingað til hefur skort upp á nægjanlegt vélarafl ís- lenskra skipa til þessa veiðiskapar. Þorsteinn kvað stjórnendur fyrir- tækisins hafa tekið því tilboði sem þeir álitu hagkvæmast og er það frá danska fyrirtækinu Örskov Staal- skipsværft a/s í Frederikshavn. Áætlaður verktimi er um þrír mán- uðir og mun stefht að þvi að verk- framkvæmdir hefjist á tímabilinu 15. mars til 15. apríl. Auk endurnýjunar á aðalvél skipsins verður í leiðinni skipt um skrúfu, skrufuhring, stýri, flottrollsvindur og tveimur göngum komið fyrir á millidekki. Þá verður kælirými skipsins aukið um 100% frá því sem nú er og getur skipið því komið með að landi um 2000 tonn af hráefni. Síðar á árinu verður skipt um að- alvél í aflaskipinu Jóni Kjartans- syni SU-111 og sett í hann 6.700 hest- afla aðalvél af gerðinni Wertsila í stað 2.880 hestafla Alpha Diesel að- alvélar sem fyrir er. Að þessum framkvæmdum lokn- um ættu því skip Alla ríka að geta náð vænum glefsum úr kolmunna- stofhinum með tilheyrandi verð- mætasköpum og jákvæðum hliðará- hrifum þjóðarbúinu til framdráttar. Já, það er mikilvægt þjóðinni að eiga duglega athafnamenn sem hafa vit, þor og framsýni. -Regína Frá Akranesi. DV-mynd Daníel Myndband um Akranes DV Akranesi: Akraneskaupstaður hefur látið gera 10 mínútna kynningarmynd- band um bæinn og sá Myndbær um gerð þess. Nauðsynlega hefur vant- að efhi á myndbandi sem lýsir Akranesbæ, atvinnu- og mannlífi og búsetu. Slíkt efni þarf að vera til afhend- ingar fyrir fræðslustofnanir og til kynningar á bænum. Við opnun Hvalfjarðarganga þótti tilvalið að láta gera slíkt myndband. Þó ekki hafi verið búist við miklum breyt- ingum á bænum sjálfum í kjölfar opnunar ganganna þótti rétt að varðveita á myndbandi hvernig um- horfs var í bænum á þessum tíma- mótum. Síðast var gerð mynd um Akranes árið 1974, á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Þess má geta aðKvikmyndasafn ís- lands hefur látið Akranesbæ í té myndbónd (afrit) af öllum hreyfi- myndum sem tengjast Akranesi og eru til á safninu. Á næstu mánuðum verður þetta safn skoðað til að sjá hvort ástæða er til að gefa það út eða hluta þess í einhverju formi. -DVÓ Lögreglan í Ólafsvík: Flytur í stærra húsnæði DV, Snæfellsbæ: Fimmtudaginn 28. janúar skrif- uðu Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri 1 Snæfellsbæ, undirsamning um kaup dómsmála- ráðuneytisins á efri hæð Ólafsbraut- ar 34 í Ólafsvik. Þar voru áður til húsa nokkrir starfsmenn bæjarins auk lögreglunnar. Við kaupin fær lögreglan alla neðri hæð húseignar- innar til sinna nota. „Við tókum þá ákvörðun í desem- ber að selja dómsmálaráðuneytinu húsnæðið að Ólafsbraut 34 undir^ starfsemi lögreglunnar í Snæfellsbæ sem hefur búið við óviðunandi skil- yrði," sagði Kristinn Jónsson bæjar- stjóri. „I húsnæðinu var yfirmaður verklegra framkvæmda, þjónustu- fulltrúi, hálfur starfsmaður við bók- hald hafnarinnar og hafnarstjóri. Allir þessir starfsmenn, að undan- skildum hafnarstjóra, munu flytja á bæjarskrifstofurnar á Hellissandi. Hafnarstjórinn flyst í hafnarhúsið í Ólafsvík. -DVÓ Hraðfrystihús Eskifjarðar hf.: Heildaraflavero- mæti 950 milljónir Árið 1998 var hagstætt útgerð Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Heildaraflaverðmæti 5 skipa fyrir- tækisins nam liðlega 950 miiljón- um króna, samanborið við 984 milljónir króna árið áður sem var hið besta í útgerðarsógu félagsins. Hólmaborg SU-11 Úthaldsdagar 231 Afli 49.055 tonn Aflaverðmæti kr. 367.918.561 Hásetahlutur kr. 6.211.534 Jón Kjartansson SU-111 Fyrstu 5 mánuði ársins var skipið í Póllandi vegna endurnýjunar. Úthaldsdagar 146 Afli 16.096 tonn Aflaverðmæti kr. 136.743.944 Hásetahlutur kr. 2.417.622 Guðrún Þorkelsdóttir SU-211 Úthaldsdagar 225 Aflaverðmæti kr. 204.566.672 Hásetahlutur kr. 4.037.497 Hólmatindur SU-220 Úthaldsdagar 278 Afiaverðmæti kr. 162.589.508 Hásetahlutur kr. 4.007.017 Hólmanes SU-1 Úthaldsdagar 290 Aflaverðmæfi kr. 78.293.700 Hásetahlutur kr. 3.025.707 -Regjna ELFA P. LEMMENS HITABLÁSARAR Fyrir verslanir - iðnað - lagera Fyrir heitt vatn. Afköst10-150kw Öflugustu blásararnir á markaðnum, búnir miðflóttaaflviftum og ryksíum. Betri hitadreifing - minni uppsetningarkostnaður, lægri rekstrarkostnaður. Hagstætt verð gmgm Einar MSM' Farestveit&Cohf. "__________ Borgartúni 28 g 562 2901 og 562 2900 tóVenskra WfreiW ;&*% ^ÉÍ^- *' vill vekja athygli á að vegna mistaka í prentun er númer innlánsstofnunar á gíróseðlum til innheimm félagsgjalda rangt í hluta upplags. Það er 070026> í stað 090026>. Vitað er að þetta á allavega við um póstnúmer 108 - 109 - 170 og 200. Okkur þykir þetta leitt og vonum að það valdi félagsmönnum okkar sem minnstum óþægindum og bendum á að einfaldast er að leiðrétta með því að árita neðsta hluta seðilsins að nýju við greiðslu. Félag íslenskra bifreiðaeigenda ¦TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.