Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Qupperneq 28
44 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 DV onn okkakerfinu [ákað til hliðar „Þessi úrslit skákuðu Ilokka- kerfinu til hliðar og af því leiðir að það er mjög erfitt, eftir að fólkið hefur talað með þessum afgerandi hætti, að ætla að fara að stilla upp sem leiðtoga kosningabarátt- unnar einhverj- um í krafti þess að viðkomandi er forystumaður í stjómmálaflokki sem ekki skipt- ir lengur meginmáli." Össur Skarphéðinsson alþingis- maður, i Morgunblaðinu. Er tíminn kominn? „Jóhanna getur enn ekki sagt aö sinn tími sé kominn, til þess þarf hún að ná leiðtogahlutverk- inu um allt land.“ Siv Friðleifsdóttir alþingismað- ur, i Degi. Leiðtoginn „Ég lít svo á að verkefnið núna sé að leiða samfylkinguna til sigurs í Reykjavík. Þar er ég leiðtogi. Síðan verðum við að sjá til með i framhaldið. Það er ekkert ofar- lega í mínum huga að gera kröfu til þess að ég sé leiðtoginn.“ Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður, í DV. Gleðistefna Margrétar „Er Bryndís þó kampakát yfir úrslitum. Má segja að afstaða hennar sé í anda þeirrar gleði- stefnu sem Margrét Frímanns- dóttir, formaður Alþýöubanda- lagsins, hefur fylgt undanfama mánuði, þegar sífellt hefur fækk- að í þingflokki Alþýðubanda- lagsins við mikinn fognuð Mar- grétar." Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, á heimasíðu sinni. Einkaklúbbur borgarstjóra „Ef borgarstjóri kýs að gera miðborgarstjórnina að einkaklúbbi fyr- ir sig þá handvelur hún væntanlega j einstaklinga í þessa stjórn." Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgar- fulltrúi, í DV Gamaldags kerfisflokkur „Mótmælin sýna svart á hvítu að flokkur minnihlutans er gam- aldags kerfisflokkur sem vill al- ræðisvald stjórnmálaflokkanna á öllum sviðum." Helgi Hjörvar borgarfulltrúi, í DV. Hulda Sigurlína Þórðardóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsustofnunar NLFÍ: Ekki aðeins gamalt fólk heldur fólk á öllum aldri DV, Hveragerði: Um áramótin tók Hulda Sigurlína Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur við starfi hjúkrunarforstjóra Heilsustofn- unar NLFÍ í Hveragerði. Hulda hefur starfað við Heilsustofnun síðan 1994 með eins árs hléi þegar hún valdi að búa hjá eiginmanni sínum sem er í námi við Samvinnuháskólann á Bif- röst. Sá heitir Sigurður Guðmundsson lögreglumaður og er nú á lokaári náms í rekstrarfræðum. Hulda vann þetta ár á Sjúkrahúsi Akraness og bjuggu þau hjónin ásamt tveimur bömum sínum þá á Bifröst. Nú býr Hulda í Hveragerði og Sigurður kem- ur heim um helgar. Um starfsemi og framtíð Heilsu- stofmmar sagði Hulda að hún væri í sífelldri endurskoðun. „Hér á „hæl- inu“, eins og mér finnst notalegast að kalla það, fer aðallega fram almenn endurhæfing. Fólk kemur hingað af ýmsum ástæðum, t.d. í endurhæfingu vegna slysa og uppskurða af ýmsum toga, m.a. af völdum krabbameins og bæklunaraðgerða. Dvöl hér er ekki dýr miðað við að í henni er falin margvísleg meðferð, sniðin fyrir hvem einstakling, frjáls afnot af tækjasal auk fulls fæðis. Ódýrasta gisting og meðferð innifalin er nú kr. 1300 á sólarhring en það er ódýrara en að búa heima og sækja þjónustu ann- að hjá hinum og þessum aðilum." Hulda segist hafa fundið fyrir því, að í sumum viðtölum við dvalargesti í fjölmiðlum hafi jaftivel komið fram of jákvætt fólk sem ekkert virtist ama að. Hún skýrir mál sitt þannig: „ímynd Heilsustofnunar finnst mér stundum vera sú að hér sé ýmist um að ræða gamalt fólk, oft ríkt, sem kemur til þess að hvíla sig og fá til- breytingu. Staðreyndin er hins vegar sú að hingað kemur fólk á öllum aldri, allt niður í 15 ára, og af ýmsum ástæð- Maður dagsins um. Flestir yngri dvalargesta eru hér vegna offitu, í endurhæfingu vegna slysa eða reykinga. Annars getur utanaðkomandi aðUi yfirleitt ekki séð á fólki hvað nákvæmlega hrjáir það. Því koma sumir fyrir í fiölmiðlum sem hraust fólk þar sem fæstir kæra sig um að bera sjúkdóma sína á torg.“ Ein af sérmeðferðum á HeUsu- stofnun eru námskeið fyrir þá sem vUja hætta að reykja. Þessi nám- skeið eru yfirleitt vel sótt og hinu fyrsta á þessu ári er nýlokið. Námsdvölin stendur í sex daga og gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi drepið í sinni síðustu sígarettu í upphafi námskeiðs. ÖUum þátttakendum er síð- an boðið eftirlit í eitt ár að meðferð lok- inni. Auk þessara námskeiða eru DV-mynd: Eva megrunarnámskeið sem standa mun lengur eða í 4 vikur. Þar koma saman hópar fólks sem eiga við otfituvanda- mál að stríða, þeim er leiðbeint og kennt að nærast á heilsusamlegan hátt og halda sinni kjörþyngd eftir að hafa náð henni. „HeUsustofnunin er eini staðurinn sinnar tegundar á landinu og þótt víð- ar væri leitað. Ekki er leyfUegt að auglýsa starfsemi stofnunarinnar en hún er í samkeppni við marga smáað- Ua, t.d. nuddstofur og líkams- ræktir úti um allt land. Þannig hefur stofn- unin ekki tök á að markaðssetja þjón- ustu sína og kynna hvað í raun fer fram annað en ein- göngu að annast eldra fólk, eins og margir virðast halda.“ -eh Gabríela Friöriksdóttir vinn- ur við eitt myndverka sinna. Persónur og tilfinningar Um síðustu helgi opnaði Gabríela sýningu á verkum sínum í GaUeríi Sævars Karls og ber sýningin yfir- skriftina Persónur og tU- finningar. Gabríela er stúd- ent frá MR. Hún var í myndlistarskólanum Rými 1992-1993 og í fomámsdeUd Myndlista- og handíðaskól- Sýningar ans 1993-1994, sumarið 1994 í tréiðnaðardeUd Iðnskól- ans, þá í Myndlista- og handíðaskólanum 1994-1997 og var síðan í sjálfstæðu námi við Academie Výt- varnich Umeníe, myndlist- arakademíuna í Prag, 1998. Myndgátan Fastur her Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Afturelding og Haukar ieika að Varmá í kvöld. Mynd- in er frá fyrri viðureign liöanna. Spennandi leikir í handboltanum Það verður mikið um að vera í handboltanum í kvöld því fiöldi leikja er bæði í meistaraflokki karla og kvenna. í 1. deUd karla verður í kvöld leikin 18. umferðin. Aftureld- ing situr á toppi deUdarinnar hjá og á heimaleik í kvöld gegn Haukum sem eiga á að skipa sterku liði þótt Afturelding sé sigurstranglegra. Aðr- ir leikir i 1. deUd karla eru: Stjam- an-KA, sem leikinn er í Garðabæ, í Kaplakrika leika FH-ÍBV, á Selfossi Selfoss-ÍR, á Seltjarnarnesi leika Grótta KR-HK og í ValsheimUinu leika Valur-Fram. AUir leikimir hefiast kl. 20.30. íþróttir 14. umferðin í 1. deUd kvenna hófst í gærkvöld með leik Sfiömunn- ar og ÍBV. í kvöld verða síðan fiórir leikir. í Kaplakrika leika FH-Valur, í Framhúsi Fram-ÍR og á Seltjamar- nesi leika Grótta/KR-Haukar. Þessir þrír leikir hefiast kl. 18.30. KI. 20 leika KA og Víkingur í KA-heimUinu á Akureyri. Ekkert er leikið í körfu- boltanum í kvöld enda stutt í úrslita- leikina í Bikarkeppni KSÍ en þeir verða um helgina. Bridge íslandsmótið í parasveitakeppni fór fram um helgina og því lauk með öruggum sigri sveitar Ljósbrár Béddursdóttur sem skoraði 139 stig. Það er góður árangur því sveitin skoraði liðlega 20 stig að meðaltali í leik. Sveit Æðsta Strumps hafnaði í öðru sæti með 126 stig. I sveit Ljós- brár spiluðu auk hennar: Esther Jakobsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Bjöm Eysteinsson, Gylfi Baldursson og Magnús Magnússon. SpUuð voru forgefin spU, sömu spU í öUum leikj- um. í þessu spili úr sjöttu umferð var algengast að spUaðir væru 6 spaðar. Örfá pör náðu þó 7 spöðum á spU n-s en það er aUs ekki svo gal- inn samningur. Vestur gjafari og AV á hættu: é KG97 * 4 * Á96 * ÁK843 * 3 V 1032 * KD85 * D9762 * ÁD854 * ÁDG96 * 72 * G Sjö spaða er hægt að vinna á opnu borði með því að taka trompsvíningu í hjartalitnum en það er fiarri þvi besta leiðin í úrspU- inu. Gerum ráð fyrir að suður sé sagnhafí í 7 spöðum og útspU vam- arinnar sé tígiUgosi. Besta leiðin tU vinnings samkvæmt líkindafræð- inni er að drepa á ásinn í blindum, taka ÁK í laufi og henda tígli heima. SpUa síðan hjarta á ás, trompa hjarta, trompa tígul, trompa hjarta og trompa tígul heima. Hjarta er trompað fiórða sinni og þá feUur hjartakóngurinn. Spaðakóngurinn er nú orðinn eft- ir berrassaður í blindum en sagn- hafi á eftir ÁD8 í spaða og frislag í hjarta. TU greina kemur að spUa spaðakóng og yfir- drepa heima í þeirri von að spaðátí- an láti sjá sig í fyrsta eða öðrum slag. Hins vegar er mun betri leið að spUa laufi úr blindum og trompa heima með spaðaáttunni. Þá vinnst spUið ef vestur átti 3 eða fleiri lauf í upphafi, eða heldur ekki á spaðatí- unni. Hins vegar em þessar for- sendur ekki fyrir hendi og sagnhaf- ar í 7 spöðum þurftu að bíta í það súra epli að fara niður á þessum annars ágæta samningi. ísak Örn Sigurðsson ♦ 1062 V K875 ♦ G1043 * 105

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.