Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1999 » Allir hafa sitt hlutverk. I Ráðhúsinu ræöa menn þjóðþrifamál en þessi þrífur Tjörnina og það skiptir ekki minna máli. DV-mynd Hilmar Þór Samskipti karlmanns á fertugsaldri og unglingsstúlku: Þjálfari rekinn vegna sambands við stúlku - taldi barnið öruggt í íþróttafélagi, segir móðirin Þjálfara þriðja flokks kvenna í handbolta hjá íþróttafélagi 1 Reykja- vik hefur nýlega verið vikið frá störfum vegna sambands hans síð- ustu mánuði við stúlku í liðinu sem er nýorðin 16 ára. Maðurinn er á fertugsaldri. Málsaðilar sem DV hefur rætt við, þjálfarinn sjálfur, móðir stúlkunnar og formaður handknatt- leiksdeildar félagsins, eru í raun öll sammála um að það hafi verið rétt málalok að þjálfarinn myndi víkja. Málinu er hins vegar ekki lokið á milli móður og dóttur enda var stúlkunni gert að flytja úr foreldra- húsum á meðan hún væri enn i samhandi „við þennan mann". Hún dvelst nú á sjálfseignarstofnun en leggur eftir sem áður stund á hand- bolta hjá íþróttafélaginu. Þrátt fyrir að stúlkan hafi margoft dvalið næturlangt hjá þjálf- aranum þvertekur maðurinn fyrir að hér hafi verið um kynferðislegt samband að ræða - einungis trúnað- arsamband og vinskap. Hann vildi að öðru leyti ekki ræða málið opin- berlega. „Ég hélt að maður gæti verið ör- uggur með börnin sín hjá íþróttafé- lögum," sagði móðirin í samtali við DV. „Þetta hefur kostað að dóttir mín féll á öllum prófum og við urð- um að láta hana fara að heiman. Þessi maður hefur haft mikla srjórn á stúlkunni. Ég óska þess bara að börn geti verið óhult hjá íþróttafé- lögunum. Fólk verður að fá að vita hvar það stendur. Hvort sem þarna er bara um vinskap að ræða eða ekki þá er þetta samband í hæsta máta óeðlilegt," sagði móðirin. Svavar Kristinsson er talsmaður íþróttafélagsins: „Aðalástæðan fyrir þvi að ég lét þjálfarann fara var sú að hann var kominn inn á verksvið foreldranna. Þetta var orðinn hálfgerður feluleik- ur," sagði Svavar. -Ótt Nýr stjórnmálaflokkur Samfylkingar: Árni og Bryndís vilja nýjan f lokk en Margrét ekki „Ég tel öllum það fyrir bestu að stofna stjórnmálasamtök Samfylk- ingarinnar hið fyrsta þótt það f- sé kannski ekki I endilega nauð- I synlegt að gera það fyrir kosn- ingar," sagði Bryndls Hlöðversdóttir, þingmaður Al- þýðubandalags- ins og þriðja manneskja á lista Samfylkingarinnar í Reykja- vík, í samtali við DV nú í morgun. Árni Þór Sigurðsson, sem hreppti ArniÞór Sigurðsson. sjöunda sætið á lista Samfylking- arinnar í Reykjavik, er sama sinn- is. Hann telur rétt að huga að stofnun nýs flokks strax eftir kosningarnar. Margrét Frí- mannsdóttir, for- maður Alþýðu- bandalagsins og fyrsti maður á lista Samfylking- arinnar í Suður- landskjördæmi, sagði í morgun viö DV að ekki stæði til af hálfu flokkanna sem að Samfylkingunni standa að stofna Bryndís Hlööversdóttir. sérstakan stjórnmálaflokk. Ljóst væri þó að í flestum kjördæmum landsins væri mikill áhugi fyrir því að til verði einhver sameiginlegur samráðsvett- vangur án þess þó að um fiokksstofnun yrði að ræða. Hún kvaðst spá því að sá sam- ráðsvettvangur gæti orðið til á þessu ári eða því næsta. Sjá nánar á www.visir.is. -SÁ Margrét Frímannsdóttir. Guðný fær áskoranir um að fara fram: íhugar að hætta við að hætta Guðný Guðbjörnsdóttir kann að hætta við að hætta í pólitík. Hún hafði tilkynnt í fjölmiðlum strax að lokinni talningu í prófkjörinu að hún mundi ekki taka öðru sæt- inu í hólfi Kvennalistans og átt- unda sætinu á lista samfylkingar- innar í vor, það mundi hún ekki gera þar sem hún keppti að fyrsta sæti í hólfi Kvennalistans en fékk það sæti ekki. „Ég vil átta mig á stöðunni. Hér er stanslaust hringt til mín af fólki úr öllum flokkum og ég hef ekki lokað á eitt eða neitt eða tUkynnt um neitt formlega. Ég hef líka fengið undir- skriftir frá ungliðum hjá Kvenna- listanum. Ég hef sagt við fólk að ég ætla að hlusta eftir þessum við- brögðum og meta þau. Ég vil eng- um bregðast," sagði Guðný í morg- un. Hún segist munu tilkynna kjörstjórn næstu daga hver endan- leg ákvörðun sín verður. -JBP GÓÐ IÞRÓTT- (5ULLI 0ETRI! Veðrið á morgun: eða stormur Á morgun verður allhvöss norðvestlæg átt en hvassviðri eða stormur norðaustan- og austan- lands. Snjókoma eða él verða á landinu, einkum norðaustan til. Lægir mikið síðdegis og léttir til sunnanlands. Kólnandi veður. Veðrið 1 dag er á bls. 45. l'.slieiTiöijlraftiiieii'i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.