Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 Fréttir Sigfúsarsjóður, bakhjarl Alþýðubandalagsins: Fjárhagsvandinn snertir okkur ekkert „Það kann að vera að Alþýðu- bandalagið hafi ekki efni á að reka skrifstofu. En það er mál sem í rauninni snertir okkur ekki með neinum hætti sem stjórnum Sigfúsarsjóði. Vilji þeir ekki halda húsnæöinu þarf að láta vita um það,“ sagði Sigurjón Péturs- son, fyrrverandi borgarfulltrúi, formaður Sigfús- arsjóðs, í viðtali viö DV fyrir nokkru. Nú er ljóst að Alþýðubandalagið er hætt að reka skrifstofu en leggur aurana í Landsbankann og borgar niður skuldir sínar af kappi eins og grein- ir frá í frétt í DV í gær. Sigurjón segir að vissulega sé fjárhagsvandi flokks síns grafalvarlegt mál en sjóðurinn geti ekki leyst hann. Margir forystumenn Alþýöubanda- lagsins á umliðnum árum hefðu lit- ið gimdarauga til sjóðsins. En mál- ið er einfalt: Alþýðubandalagið á ekki Sigfúsarsjóð. Grænt framboð og samfylk- ing kunna að fá fyrirgreiðslu Sjóðurinn var stofnaður með Akureyri: Opið hús í Háskólanum DV, Akuxeyri: Opið hús verður í Háskólan- um á Akureyri nk. laugardag kl. 11-17. Þar munu deildir skólans, heilbrigðis-, kennara-, rekstrar- og sjávarútvegsdeild kynna námsframboð sitt. Einnig munu samstarfsstofn- anir skólans kynna starfsemi sína auk þess sem bókasafn skólans, Rannsóknarstofnun skólans og alþjóðastarf skólans verða kynnt. Nemendum sem taka þátt í hæfileikakeppni nokkurra framhaldsskóla á Norður- og Austurlandi í húsa- kynnum Menntaskólans verður boöiö upp á fríar ferðir aö Há- skólahúsinu að Sólborg að keppninni lokinni. Hljómsveitin 200.000 naglbítar spilar að Sól- borg kl. 12 og 15 og hljómsveitin Bang Gang spilar einnig kl. 13 og 16. Bókasafn skólans býður upp á kennslu á Internetið og kennslu í leit að ýmsum gagna- söfnum sem háskólanemar nota. -gk Sigurjón Péturs- son. landssöfnun í minningu Sigfúsar heitins Sigurhjartarsonar og var til- gangur hans að styrkja húsnæðis- mál Sameiningarflokks alþýðu, sós- íalistaflokksins, eða hvern þann annan fjöldaflokk sem tekur hlut- verk hans. Alþýðubandalagiið upp- fyllti þau skilyrði á sínum tíma. Al- þýðubandalagið er leigjandi sjóðs- ins í Austurstræti 10 en þar er allt lokað og skrifstofuhaldi hætt en þess í stað er samfylking A-flokk- anna með húsnæðið á leigu um stundarsakir og framleigir það af Alþýðubandalaginu. Sigurjón var spurður hvort Grænt framboð gæti gert tilkall til fyrirgreiðslu úr Sigfúsarsjóði. Eng- in slík beiðni liggur fyrir. Sama er að segja um Samfylkinguna. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um þetta og enginn einstaklingur getur svarað því með neinu móti,“ sagði Sigurjón. Hann segir þó að enginn vafi sé á að þessir tveir flokkar muni snúa sér til sjóðsins. „Auðvit- að þarf að taka afstöðu til þess hvað af sjóðnum verður,“ sagði Sigurjón Pétursson. Ágætar eignir Sigfúsarsjóðs „Alþýðubandalagið hefur greitt afor lága leigu fyrir hæðina í Aust- urstræti 10,“ segir Sigurjón. Hann segir að leigjandinn hafi staðið í Eignir Sigfúsarsjóðs, Austurstræti 10, hæð á Laugavegi 3 og hæð að síðumúla 37. skilum og ekki sagt því upp form- lega. Sigurjón vildi ekki gefa upp hversu mikið Alþýðubandcdagið greiddi fyrir húsnæðið, sagði það leyndarmál. Sigfúsarsjóður er sterkur en ekki skuldlaus með öllu. Drjúgir pen- ingamenn stýra sjóðnum ásamt for- manninum og má þar nefna Inga R. Helgason, Jónstein Haraldsson og Guðmund Hjartarson. í 9 manna stjórn situr líka formaður Alþýðu- bandalagsins, Margrét Frímanns- dóttir. Þegar Tjamargata 20 var seld á sínum tíma fór Alþýðubandalagið í leiguhúsnæði hjá Silla og Valda við Laugaveg, síðan við Grettisgötu hjá félaginu Samtúni sem Sigfúsarsjóð- ur átti að hluta til. Það hlutafélag keypti Grettisgötu 3 og leigði hana út og seinna flutti Alþýðubandalag- ið inn á skrifstofur þar. Samtún var síðar leyst upp og flestir hluthafor gáfu Sigfúsarsjóði eign sína en aðr- ir voru keyptir út. Þegar sjóðurinn byggði að Hverfisgötu 103 var sjóð- urinn einkaeigandi þess. Eignir Sigfúsarsjóðs eru: Austur- stræti 10, ein hæð, hæð á Laugavegi 3 og hæð að Síðumúla 37. Á móti þessu koma einhverjar skuldir sem stafa frá innréttingum í Austur- stræti 10. -JBP ^ ‘-■jL Vf Litadýrð og gleði einkennir þessa Verslunarskólanema sem frumsýna Dirty Dancing í íslensku óperunni í kvöld. Verslunarskólinn hefur lagt rækt við söng og leik um árabil og alltaf slegið f gegn - og gerir það örugglega aftur í kvöld. DV-mynd Teitur Um 400 lóðir verða í Arnarneslandinu: 50 hafa skráð sig Jón Ólafsson kaupsýslumaður og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, boðuðu til fundar í gær þar sem þeir kynntu ýmis at- riði sem snúa að kaupum þess fyrr- nefnda á Arnameslandinu í Garða- bæ. Jón sagði að Garðabær væri vinsæll bær, þar væri skjólsælt og bærinn væri þekktur fyrir ein lægstu opinberu gjöld hér á landi. Þessir þættir og fleiri hefðu ráðið því að hann keypti landið í Garða- bæ. Það væri einnig í nálægð við þjónustukjama og skólar væru í næsta nágrenni. Boðið verður upp á nýbreytni við fjármögnun lóðanna í samvinnu við Landsbanka íslands en nú þegar hafa um 50 aðilar óskaö eftir því að kaupa lóðir á Arnames- landinu. Deiliskipulag fyrir hluta landsins er til staðar en það var unnið á miðjum þessum áratug. Talið er alls verði um 400 lóðir á landinu, þar af 140 fyrir einbýlis- hús, en Jón sagði að á næstu dögum og vikum yrði frekari útfærslu á öll- um þessum þáttum kynntar frekar. Aðspurður sagðist Jón ekki óttast að verðgildi landsins myndi minnka ef af því yrði að íbúðabyggð í Vatns- mýrinni í Reykjavík risi. Hann sagði að það gæti tekið um tvö ár þar til mögulega væri hægt að hefjast handa við einstakar lóðir í Arnarneslandinu en lengri tíma tæki að byggja upp Vatnsmýr- ina í Reykjavík - ef af yrði. Kaupverð Amar- neslandsins er trúnað- armál milli Jóns og seljenda. -hb Jón Ólafsson kaupsýslumaður og Halldór J. Krist- jánsson bankastjóri á fundinum í gær. DV-mynd E. Ól. Stuttar fréttir r>v 113 milljóna hagnaður Hagnaður Nýheija hf. á síöasta ári nam 112,8 milljónum króna. Veltan jókst um rúmlega milljarð og nam alls 3,3 milljörðum króna. Hagnaðm- fyrir skatta nam 151,3 milljónum, samanborið við 54,2 miUjónir árið áður. Gengi Kögunar yfir 100 20. janúar síðastliðinn fóru fram viðskipti með bréf Kögunar hf. í viðskiptakerfi Opna tilboðs- markaðarins á genginu 100. Aldrei fyrr hafa farið fram við- skipti með hluta- bréf íslensks fé- lags á markaði á svo háu gengi. Hefur gengi bréfa Kögunar haldið áfram að hækka og í lok janúar fóru fram viðskipti á genginu 106. Að sögn Viðskipta- blaðsins er markaðsvirði fyrirtæk- isins rúmlega 900 miUjónir króna. Aðaleigandi er Gunnlaugur Sig- mundsson alþingismaður. Aðhald ekki nægjanlegt Að áliti sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, sem var hér á landi í lok janúar, fela nýsamþykkt fjárlög ársins 1999 ekki í sér nægi- legt aðhald í ríkisfjármálum hér á landi. Auka þarf aðhald í ríkisfjár- málum með öUum tUtækum ráðum tU að halda útgjöldum í skefjum þannig að þensla efnahagslífsins fari ekki úr böndum, segir í frétt á Viðskiptavef Vísis.is. Engin áhrif Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra og einn af frambjóðendum tU varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, sagði við RÚV að frá- leitt væri að þingmenn reyndu að hafa áhrif á kjör- nefnd vegna röðunar á fram- boðslista Sjálf- stæðisflokksins í Á skjön við stjórnarskrá Héraðsdómur Reykjavíkur komst aö þeirri niðurstöðu í gær í skaðabótamáli að stjórnarskráin og ákvæði skaðabótalaga fari ekki saman. Dómurinn felur í sér að ekki sé heimUt að skerða miska- bætur ákveðinna aldurshópa. Fæst banaslys Fæst banaslys verða í umferð á íslandi samkvæmt skýrslu OECD, eða 3,7 á hverja 100 þúsund íbúa. Flest banaslys verða í Kóreu. RÚV sagði frá. Kennarar reiðir Kennarar eru reiöir félagsmála- ráðherra vegna þeirra ummæla sem hann lét faUa á Alþingi, að kröfuharka þeirra hafi keyrt um þverbak og komið sveitarfélögun- um í kröggur. Sjónvarpið sagði frá. Samfylking bætir sig Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un GaUups hefur Samfylkingin bætt verulega við fylgi sitt frá því í desember og fengi nú 25% at- kvæða í stað 19% í desember. Eimskip vann Morgunblaðið segir frá því að Eimskip hafi unnið mál í undir- rétti gegn bandaríska rikinu vegna útboðs á flutningum fyrir vamarliðið. Forsenda dómsins sé sú að samkvæmt vamarsamn- ingnum skuli bjóða flutningana út í hvom landi fyrir sig í ákveðn- um hlutfóUum. Sami aðUi hafi hins vegar alla flutningana nú. Skorað á Sturlu Landsbyggðarmenn þrýsta á Sturlu Böðvars- son, alþingis- mann á Vestur- landi, að gefa kost á sér tU varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Dagur heldur þessu fram. -SÁ Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.