Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 6
Fréttir i>v Verkafólk á Eskifirði: Samþykkti kauplækkun - vegna gallaðs samnings var hægt að nota biðtíma til að hækka bónus Kauplækkun var samþykkt af þorra verkamanna við Hraðfrysti- hús Eskifjarðar á fóstudaginn. Sá er alla vega skilningur þeirra 13, sem lögðust gegn nýjum samningi um loðnufrystingu sem fyrir dyrum stendur i húsinu. Á fundi á föstu- daginn samþykktu 39 lækkunina, en 8 skiluðu auðum seðlum. En líta má á gjöminginn sem leiðréttingu á gölluðum samningi. Haukur Bjömsson hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar sagði í samtali við DV í gær að í öllum samnmgum um bónus sé tiltekið að tafir skuli greiddar, séu þær vegna bilana eða annarra óviðráðanlegra orsaka. I samningnum sem unnið var eftir í fyrra hafði þetta ákvæði af einhverj- um ástæðum dottið út. Það þýddi að hægt var að „búa til“ tafir, tÖ dæm- is með því að vinna mjög hratt, þannig að vinnslulínan hafði ekki undan. Þannig voru búnar til „taf- ir“ sem hækkuðu bónusinn upp úr öllu valdi. Haukur segir að þessi annmarki hafi þarna verið leiðrétt- ur til samræmis við það sem gildir I öðrum húsum. Um þetta hafi verið lítill ágreiningur. „Auövitað kemur þetta út sem lækkun, en launin hjá okkur eru töluvert betri en víðast hvar þrátt fyrir það. En það sjá allir að það á ekki að vera hægt að hækka bónus- inn stórkostlega á þennan hátt,“ sagði Haukur. Sigurður Ingvarsson, formaður Árvakurs, verkalýðsfélagsins á Eskifirði, staðfesti í gærkvöldi að samiö hefði verið um loðnufrysting- una á komandi vertíð. Hann vildi ekki tala beinlínis um launalækkun og sagði sátt ríkja um málið. Loðnufrystingin er ábatasöm fyr- ir verkafólkið, mikil töm eins og við síldarsöltun fyrri tíma. í fyrra var fólk að fá allt að 100 þúsund krónur á viku i launaumslögin. Frystingin er því kærkomin töm, sem skiptir sköpum fyrir efnahag fólksins. -JBP Body Pump - nýtt form í heilsurækt: Ekkert kynja- eða kynslóðabil - árangurinn hefur ekki látið á sér standa Body Pump er nýjasta nýtt í heilsu- ræktinni og það er komið um land allt og vinsælt um allan heim í dag. Lík- amsræktarstöðin Þokkabót í Frosta- skjóli í Reykjavík hefur boðið upp á Body Pump allt frá því að byrjað var að kenna það á íslandi. Hjá Þokkabót og víðar em þessar æfingar orðnar langvinsælastar af því sem í boði er til að hressa upp á ástand likamans, segir Jón Halldórsson, Nonni í Þokka- bót, í viðtali við DV. - En hvaða aðferð er Body Pump? „Þessi aðferð er orðin sjö ára göm- ul og kemur frá Les Mills á Nýja-Sjá- landi, sama fyrirtækinu og byrjaði með pallaleikfimina á sínum tíma. Body Pump náði fljótlega miklum vin- sældum víða um heim. Þetta er lyft- ingatími, hóptími með kennara þar sem lyftingaæfingar eru gerðar í takt við hvetjandi og skemmtilega tónlist. Þetta er mjög örvandi form og skemmtilegt. Kerfið er samansett af sjúkraþjálfurum, íþróttafræðingum og fleiri sem hafa hugað að réttri lyft- inga- og æfingatækni," segir Jón Hall- dórsson í Þokkabót. Skemmtilega blandaður hópur Jón segir að hann sé kominn með mikla reynslu af Body Pump og hún sé griðarlega góð. Állir geta verið saman í tíma, jafnt byrjendur sem lengra komnir, konur og karlar og gamlir sem ungir. Hópurinn er því skemmtilega blandaður. Fólk lyftir misþungu eftir því hvar það er statt í þjálfunarferlinu. Jón segir að fólk sé að ná afar góðum árangri í Body Pump og mörg dæmi eru um að fólk Body Pump er nýjasta nýtt í heilsuræktinni. sem hefur stundað þolfimi undanfarin ár hafi náð meiri árangri eftir að það fór að stunda Body Pump. Mörgum hefur þótt leiðinlegt að vera í tækjasal og æfa einir og sjálfir án hvatningar. En þama eru menn í hópi með kennara og tónlist og allt verður skemmtilegra. Lyftingarnar eru grundvallaratriði til þess að ná ár- angri þegar veriö er að brenna fitu og byggja upp vöðva. Þetta er í rauninni sterkasta vaxtarmótun sem þú getur fengið. En þrátt fyrir að þetta sé lyft- ingatími þá er engin hætta á að verða eitthvert vöðvabúnt. Endurtekingamar eru svo miklar að þjálfunarfræðilega séð er ekki möguleiki á að verða eitt alls- herjar vöðva- búnt á að stimda BodyPump. BodyPump er því leikfimi sem hentar öll- um, ekki síst konum sem erfitt hefur verið að fá í tækjasalinn til að lyfta. Þama eru þær allt í einu byijaðar að lyfta á fullu og árangurinn er ótrúlega góður og hvetjandi," segir Jón. Enginn dans, engin hopp Body Pump er staðlað, æfingarnar eru þær sömu alls staðar þar sem það er í boði. Ekki sKiptir máli hver er að kenna eða hvar þú ferð í tíma. Þú gengur alltaf að Body Pump sem ömggri og góðri þjálfunaraðferð. Þú getur á að æfingamar séu hárréttar og öruggar. Tónlistin er líka alls stað- ar sú sama fyrir æfingarnar, popptón- list, ný og eldri. Tíminn er 45-60 mín- útur og keyrt á fullu, engin hopp, eng- in dansskref, þannig að allir geta far- ið í BodyPump. Eflaust kviknar áhugi hjá fólki á að prófa þetta nýja form líkamsræktar og þá er upplagt að koma við á stöð sem býður upp á tíma í Body Pump. -JBP ÚKEYPIS Þokkabót, Ræktin, Gym 80, Aerobic Sport, Perlan í Reykjanesbæ, í toppformi í Mosfellsbæ, Hress í Hafnarfirði, Hressó í Vestmannaeyjum, Vaxtarræktin á Akureyri, Heilsuræktin á Sauðárkróki og Betrunarhúsið í Garðabæ. Mjög döpur veiöi - sögðu skipverjar á netabátnum Geir frá Þórshöfn DV, Akureyri: „Veiðin hefur verið ansi döpur að undanfömu," sögðu þeir Guðmund- ur Jóhannsson og Hólmgeir Hreins- son, skipverjar á Geir ÞH-150, þar sem þeir voru að landa á Þórshöfn. Geir er 80 tonna bátur og hefur verið i dagróðmm á netum. Þeir Guðmundur og Hólmgeir sögðu að tíðarfariö í vetur hefði verið ákaf- lega slæmt. Það hefði að visu komið einn og einn dagur, eins og þeir orö- uðu það, en varla meira. „Við erum að sigla í svona fjóra og hálfan tíma norður eftir héðan og föram út aftur í nótt,“ sögðu þeir fé- lagar. Þeir höfðu komið inn skömmu fyrir kvöldmat og strax var tekið til við að landa. Síðan stóð til að sofa smástund áður en aftur yrði lagt í hann. Það er lítið gefið eftir þegar sjómennskan er annars vegar. -gk Guðmundur Jóhannsson og Hólmgeir Hreinsson að landa úr Geir. DV-mynd gk FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 Handafl? Hin vel kynnta þingkona, Guðný Guðbjömsdóttir, er að átta sig á áttunda sæti samfylkingarinnar þessa dagana. Að sögn hefur fjöldi manns haft sam- band við hana og beðið hana að hætta við að hætta. Ekki er að vita hvað kemur út úr þessum vanga- veltum Guðnýjar. Því er þó ekki að neita að sumir óttast í alvöru aö grip- ið verði til sams konar handaflsað- gerða og hjá Kvennalistanum í Reykjaneskjördæmi forðum, að Guðrún Ögmundsdóttir verði „lát- in“ víkja úr fjórða sætinu fyrir Guð- nýju. En þá er eins víst að fjandinn verði laus í dyngju kvenna... Aðstoðarkona á förum Það gekk fúllkomlega eftir sem Sandkom fullyrti í stunar að hin nýja aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra yrði Ámi Þór Sigurðsson. Þessi Ámi hampar nú öruggu þing- sæti og er þvi á förum frá borg- inni. Skilur hann Ingibjörgu eina eftir í Ráðhús- inu. Það sem mun einkum hafa ráðið því að Árni Þór var á sínum tíma valinn tU starfa sem aðstoðar- maður borgarstjóra var að hann er í Svavars-arminum í Alþýðubanda- laginu en Helgi Hjörvar í allt öðr- um og borgarstjóranum óaði upp- gangur Helga og félaga. Nú er beð- ið eftir því með mikilli forvitni að sjá hver verður næsti aðstoðarmað- ur Ingibjargar. Heimildir Sand- koms telja víst að það verði ein- hver ungliði vinstriflokkanna. En sjálfur Helgi tekur viö starfi forseta borgarstjórnar á þessu ári úr hönd- um eiginkonu Svavars, Guðrúnar Ágústsdóttur... Nýliðinn Furðusvipur hefur komið á marga sjálfstæðismenn á Suður- landi vegna fullyrðinga stuðnings- manna Óla Rúnars Ástþórssonar um að hann eigi mesta möguleika í slagnum við Áma Johnsen í próf- kjörinu á laugar- dag. Sjálfstæðis- mennimir eru margir vantrúað- ir á að maður sem tilkynnti um þátttöku í próf- kjörinu um leið og hann sótti um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn eigi mikla möguleika. Er gjarnan bent á að Árni Johnsen hafi gengið í Sjálfstæðisflokkinn um svipað leyti og hann eignaðist fyrsta gítarinn og þeir Kjartan Ólafsson og Ólafur Bjömsson, sem einnig gefa kost á sér í fyrsta sætið, hafi starfað með flokknum í meira en tvo áratugi. En menn skulu aldrei segja aldrei... Seinheppni í Vefþjóðviljanum segir að örlæti borgarstjórans í Reykjavik séu lítil takmörk sett þegar borgarbúum er gefinn kostur á að greiða nýja og hærri skatta. En rausnarskapurinn eigi sér fleiri hliðar því fyrir nokkrum dögum hafi borg- arstjórinn sent borgarbúum lit- prentaðan aug- lýsingabækling um skíðasvæðin við borgina. Fylgdi frímiði í an dag í lyftumar fyrir alla fjöl- skylduna. Daginn sem bæklingur- inn og frímiðinn góði voru bomir í hús hækkaði hitinn í borginni um 20‘ C og byrjaði að rigna hressilega. Síðan hefur varla fryst né stytt upp. Miðinn gildir til 10. febrúar... Umsjón Haukur L. Hauksson PPMrHHHIHHHHfHPHNNH Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.