Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 7 Fréttir Réttarhöldunum 1 e-töflumáli Bretans frestað um óákveðinn tíma - óvissa um framhald: Lögreglan segir vitni hafa rofið trúnað Kio Alexander Briggs í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann heldur fram sakleysi sínu í málinu - segir íslending á Spáni hafa komið e-töflunum fyr- ir í tösku sinni. DV-mynd E.ÓI. „Þú veist að Gummi setti efnin í töskuna mína. Ég veit að þú veist það. Þið hin héma inni vitið það líka. Ég kom bara hingað til að fá pláss á flskibáti. Takið þið manninn sem gerði þetta og leyfið mér að fara heim.“ Þessi orð mælti Bretinn Kio Alex- ander Bambele Briggs í talsverðri geðshræringu í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Kio hafði beðið Pétur Guðgeirsson héraðsdómara um að fá orðið í lok framhaldsrétt- arhalds vegna innflutnings hans á rösklega 2 þúsund e-töflum. Orðum sínum beindi hann að Ragnheiði Harðardóttur, sækjanda af hálfu ríkissaksóknara, sem sat gegnt sak- borningnum í dómsalnum. Kio hef- ur haldið því fram að hafa enga vit- neskju haft um að e-töflurnar hefðu verið í tösku hans þegar hann kom til landsins. Pétur frestaði réttarhöldunum um ótiltekin tima að ósk Ragnheið- ar I gær. Þá höfðu tveir lögreglu- menn verið yfirheyrðir - lögreglu- menn sem vitni í málinu sagðist hafa haft samband við frá Spáni áður en Kio lagði af stað með efnin til íslands. Vitnið er maður á þrí- tugsaldri sem segist hafa samið við lögregluna. Hann viðmkenndi í samtali við DV á þriðjudag að hafa „fórnað Bretanum" til að fá frið fyr- ir eigin innflutning á jafn- miklu magni. Samband lögreglu við vitnið Spenna ríkti í dómsalnum í gærmorgun þegar Ásgeir Karlsson, yfirmaður í fíkni- efnadeild lögrelgunnar, mætti í vitnastúkuna. Ástæðan er sú að í síðasta réttarhaldi, í vikunni áður, upplýsti fram- angreint vitni að það hefði gert samkomulag við lögregl- una áður en Kio fór til ís- lands. Ásgeir sagði að stefna lög- reglunnar væri að ræða ekki um aðila sem tengjast upplýs- ingagjöf við lögregluna í fiknefnamálum. Hann kvaðst engu að síður ætla að svara spurningum fyrir dómi um þetta mál eftir besta mætti þar sem framangreint vitni, maðurinn á Spáni, heföi rofið trúnað í síðustu viku. Annar lögreglumaður, sem gjarnan hefur starfað í Grafarvogi og Breiðholti, sagði að vitnið hefði haft samband við sig í júní. Þá þeg- ar hefði það leitast eftir því að fá umbun gegn því að upplýsa um inn- flutning á fikniefnum. Lögreglu- maðminn kvaðst hafa komið mann- inum í samband við Ásgeir Karls- son. Engu að síður svaraði hann því játandi að hafa a.m.k. þrívegis rætt um samningsmálin við manninn - hann sagðist hafa sagt við vitnið að hann hefði enga heimild til að gera slíkt. Ásgeir hafði sagt hið sama skömmu áður. Lögreglumaðurinn sagði að daginn áður en Kio kom til fs- lands hefði umrætt vitni hringt í sig, síðdegis. „Hann sagði að maður væri að koma til landsins með ecstasy. Ég sagði honum að ég vildi að hann talaði beint við Ásgeir Karlsson,“ sagði lögreglumað- minn sem kom síðan á beinu sambandi á milli Ásgeirs og vitnisins. Þessar stað- reyndir sýna svo ekki verður um villst að vitnið á Spáni hafði verið í sambandi við lögregluna í nokkur skipti á tæplega þriggja mánaða timabili áður en Kio Briggs kom með efnin til íslands. Reyndar lét verj- andi Kios, Helgi Jóhannesson, að því liggja, að vitnið hefði verið eins konar heimilisköttm á lögreglustöðinni í Grafmvogi. Ég hef aldrei átt svona buxur Dómarinn í málinu lagði áherslu á að fá að sjá hvemig taska Kios leit út þegar hann kom með hana til landsins. I því skyni vom hann og lögreglan fengin til að sýna öll þau fot sem hann kom með og sakborn- ingurinn látinn pakka þeim niðm. „Ég kannst ekki við þennan bol,“ sagði Kio þegar lögreglumaðm tók fram eina plastpakkningu úr tösk- unni. Kio sagðist heldur ekki kann- ast við joggingbuxur sem fikniefnin voru falin í. „Ég nota ekki svona stórt númer. Ég hef aldrei átt svona buxm,“ sagði hann. Kio kvaðst jafn- framt hafa talið að hann hefði haft greiðslu- kort meðferðis í tösku sinni. „En lögreglan hefur alltaf sagt að það hafi ekki verið í töskunni," sagði hann. Eins og fram kom i DV í gær sagðist framangreint vitni hafa „fórnað Bretanum". í raun stóð til í gær að málið yrði flutt og það tekið til dóms. Sækjandinn bað hins veg- ar um að málinu yrði frestað. Þvi er framhald málsins óljóst - t.a.m. hvort framkvæmd verði frekari rannsókn í því skyni að varpa Ijósi á sekt annarra í málinu, eða fleiri vitni verði kölluð til. Toyota Carina E Catsy 1996, ek. 61 þús. km, 5 d., ssk. Verð 1.370.000 Suzuki Jimmy 1999, ek. 4 þús. km, 3 d., beinsk. Verð 1.490.000 Frábær greiðslukjör: Engin útborgun og lán til allt að 48 mánaða Fyrsta afborgun getur verið eftir allt að 3 mánuði. Visa/Euro- raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. éíL HÚ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavík Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf: 587 7605 Mazda 323F 1992, ek. 60 þús. km, 5 d., beinsk. Verð 630.000 Subaru Legacy 1996, ek. 28 þús. km, 5 d., ssk. Verð 1.670.000 Suzuki Swift 1993, ek. 70 þús. km, 4 d., ssk. Verð 620.000 Nissan Maxima QX1996, ek. 49 þús. km, 4 d., ssk. Verð 2.150.000 Nissan Micra 1,3 1998, ek. 7 þús. km, 5 d., ssk. Verð 960.000 Alfa Romeo 1,6 16v 1998, ek. 7 þús. km, 4 d., beinsk. Verð 1.790.000 Opel Vectra 1,6 1998, ek. 4 þús. km, 4 d., ssk. Verð 1.650.000 Opel Omega 2,0 1996, ek. 56 þús. km, 4 d., beinsk. Verð 1.890.000 Nissan Patrol 2,8 td 1998, ek. 12 þús. km, 5 d., beinsk. Verð 3.520.000 Nissan Patrol 2,8 td 1996, ek. 60 þús. km, 5 d., beinsk. Verð 2.990.000 Nissan Micra 1997, ek. 42 þús. km, 5 d., beinsk. Verð 860.000 Saab 9000 CS 1996, ek. 35 þús. km, 5 d., ssk. Verð 2.150.000 Arctic Cat Thundercat 1995, ek. 3 þús. km, ssk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.