Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 8
Utlönd FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 Stuttar fréttir r>v Arafat sækir bænasamkomu í Hvíta húsinu Yasser Arafat, forseti Palest- fnumanna, sótti svokallaða bæna- morgunverðarsamkomu í Hvíta húsinu í morgun þar sem Bttl Clinton Bandaríkjaforseti var meðal þátttakenda. Samkoma þessi er árlegur viðburður. Arafat vísaði á bug gagnrýni ýmissa gyðinga og íhaldssamra kristinna hópa á nærveru hans. Hann sagðist taka þátt í bæna- haldinu fyrir friðarferlið í Mið- Austurlöndum. Búist er við að þeir Arafat og Clinton ræði sam- an. Forseti Palestínumanna hitti Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í gær og þar kom fram að Palestínumenn væru enn að velta fyrir sér að lýsa yfir stofnun ríkis 4. maí. Vill rukka fyrir borgararéttinn Carl I. Hagen, formaður norska Framfaraflokksins, segir það sanngjarnt að innfiytjendur borgi fyrir að fá norskan ríkisborgara- rétt. Flokkur hans hefur lagt fram tillögu um aö gjaldið verði tíu þúsund norskar krónur. Á fréttamannafundi eins for- ystumanna Framfaraflokksins i gær kom fram að kostnaður ríkis- ins við að meðhöndla hverja um- sðkn um rikisborgararétt sé meiri en tíu þúsund krónur norskar. Formaður dómsmálanefndar Stór- þingsins, sem kemur úr röðum Hægrifiokksins, segir þetta ekki nægileg rök fyrir gjaldtöku. Repúblikanar vilja fá vitnin í öldungadeildina Saksóknarar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í málinu gegn Bill Clinton forseta ætla að fara fram á það við öldungadeildina að vitnin þrjú, sem hafa verið yfir- heyrð fyrir luktum dyrum síðustu daga, verði kölluð fyrir deildina í eigin per- sónu. Lítið eða ekkert nýtt kom fram í yf- irheyrslum yfir þeim Monicu Lewinsky, fyrrum lærlingi í Hvíta húsinu, Vernon Jordan, vini Clintons, og Sidney Blument- hal, starfsmanni Hvíta hússins. Margir repúblikanar sjá ekki nauðsyn þess að þau komi fyrir öldungadeildina en eru fremur hlynntir því að upptökur af vitn- isburði þéirra verði gerðar opin- berar. Repúblikanar í öldungadeild- inni sendu Clinton bréf þar sem þeir buöu honum aö bera vitni fyrir luktum dyrum þar sem vitn- isburður hans gæti varpað ljósi á misvísandi framburð. Hvíta húsið hefur hins vegar sagt að forsetinn muni ekki svara spurningum um ákærurnar fyrir meinsæri og hindrun á framgangi réttvísinnar vegna sambands hans og Monicu Lewinsky. Serbar líklegir til að sækja friðarráöstefnu um Kosovo: Milosevic seg- ir ekkert enn Júgóslavnesk stjórnvöld sögðu í gær að Serbar myndu að óllum lík- indum sækja friðarráðstefnu um Kosovo sem hefst í Frakklandi um helgina. Vesturlönd hafa mjög auk- ið þrýsting sinn á þá að mæta til leiks. Milan Komnenic, upplýsingaráð- herra Júgóslavíu, sagði að þingið í Belgrad hefði lokaorðið og að senni- lega yrðu greidd afkvæði um það í dag, fimmtudag, að senda viðræðu- nefhd til Frakklands. Þegar franskir sjónvarpsmenn spurðu Komnenic hvort þingheimur væri líklegur til að fallast á friðar- viðræðurnar sagðist ráðherrann nú frekar telja það. „Ég er hóflega bjartsýnn. Þessi ráðstefna gæti orðið til þess að William Cohen, landvarnaráöherra Bandaríkjanna. koma á friði í Kosovo," sagði Komnenic. Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseti hefur ekki enn upplýst um afstöðu sína til friðarviðræðnanna sem verða í Rambouillet fyrir utan París. Skæruliðar albanskra aðskilnað- arsinna hafa þegar fallist á að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í gær hermdu fregnir að leiðtogar tveggja stærstu borgaraflokkanna í Kosovo hefðu bundið enda á deilur sínar og ákveðið að vera með. William Cohen, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að svo kynni að fara að fremur fá- mennur flokkur bandarískra her- manna yrði sendur til Kosovo til að aðstoða NATO við friðareftirlit. Blóðugar óeir&ir héldu áfram í Indónesíu í gær. A& minnsta kosti þrettán manns týndu Kfi (Aceh héra&i, a& sögn mannréttindasamtaka. í höfu&borginni Jakarta lést a& minnsta kosti einn ma&ur og nokkrir særöust þegar til átaka kom mílli þjó&ernisbrota. Ólátaseggirnir kveiktu me&al annars í bílum og húsum nærri umferöarmiðstóö borgarinn- ar. A& sögn lögreglunnar má rekja átökin f Jakarta til þess a& upp komst um vasaþjóf frá nor&urhluta Súmötru (ein- um strætlsvagnanna. Símar fjölskyldu Rúss- landsforseta hleraðir Símtöl fjölskyldu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta hafa verið hleruð ólöglega. Þetta staðfesti í gær yfir- maður rannsóknardeildar ríkissak- sóknaraembættisins í Rússlandi eft- ir húsleit á um 20 stöðum. Vegna símahlerananna virðist fjármálafurstinn Borís Berezovskíj, sem hingað til hefur verið gífurlega áhrifamikill, vera að dragast inn í hneykslismál sem ef til vill hefur þegar kostað ríkissaksóknara lands- ins starfið. í gær birtust einnig fréttir þess efnis að fyrrverandi dómsmálaráð- herra Rússlands, Valentin Kovaljov, hefði verið handtekinn. Er hann sakaður um fjársvik og að hafa vopn undir höndum. Lögreglan Borís Jeltsins funda&i f morgun á heilsuhælfnu, sem hann dvelur á, með Primakov forsætisrá&herra. staðfesti handtökuna en vildi ekki greina í smáatriðum frá kærunni. Kommúnistinn Kovaljov var dómsmálaráðherra á árunum 1995 til 1997. Hann var rekinn eftir að rússneska sjónvarpið sýndi mynd- bandsupptöku af manni, sem leit út eins og ráðherrann, í gufubaði með fjölda kvenna. Gufubaðstofan var sögð hafa ver- ið í eigu rússneskra mafiusamtaka og Kovaljov var grunaður um spill- ingu. Rússneskir fjölmiðlar veltu því fyrir sér hvort Kovaljov væri fórnarlamb fjárkúgunar. Samkvæmt lögmanni Kovaljovs tengist kæran nú ekki ráðherratíö hans heldur formennsku hans í stofnun. Kallaöir heím frá Irak Sameinuðu þjóðirnar hafa skip- að öllum Bandaríkjamönnum og Bretum, sem starfa fyrir stofnun- ina í írak, að yfirgefa landið. Ástæðan er sú að íraska stjðrnin segist ekki lengur geta tryggt ör- yggi þeirra. Hungursneyð blasir við Dauðsfóllum í Sómalíu fjölgar ekki bara vegna átaka stríðandi fylkinga heldur einnig vegna hungursneyðar. Um 700 þúsund manns skortir matvæli. í heimsókn til krónprins Forsætisráðherra ísraels, Benjamin Netanyahu, heldur á sunnudag í stutta heimsókn til Jórdaníu til að óska nýút- nefndum krón- prins, Abdallah ibn Hussein, til hamingju. Að sögn jórdansks embættismanns bað ísraelski for- sætisráðherrann um að fá að koma til Jórdaniu til að geta sjálf- ur óskað krónprinsinum, elsta syni Husseins konungs, til ham- ingju. 86 ára seldi fíkniefni 86 ára gömul kona frá Lipetsk í Rússlandi var gripin þegar hún reyndi að selja 12 ára skólastrák marijúána. Ellilífeyrisþegar i Rússlandi hafa orðið harðast úti í efnahagskreppunni í landinu. Grindadráp skaðar Þýsk umhveifisverndarsamtök mæla nú með því við matvöru- verslanakeðjur í Þýskalandi að kaupa ekki vörur frá Færeyjum þar sem Færeyingar drepi grind- hvaL í fangelsi fyrir 15 krónur Fjögurra barna móðir í Rúmen- íu var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa stolið 15 krónum fyrir strætisvagnafar- gjaldi. Fær bréf Díönu Fyrrverandi ástmaður Díönu prinsessu, James Hewitt, hefur fengið aftur í sínar hendur 64 ástarbréf frá prinsessunni. Bréfm voru fjarlægð af heimili Hewitts í mars síðast- liðnum og voru hjá lögmannsstofu pegar Hewitt gerði tilkall til þeirra. Bréfin skrifaði Díana frá desember 1990 til mars 1991 þegar Hewitt gegndi herþjónustu á Persafióa. Rushdie fær áritun Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur fengið vegabréfsá- ritun til Indlands, að því er BBC greindi frá. Indland var fyrsta landið sem bannaði bók.Rushdies, Söngva Satans. Deilt um skoðanír Tinna Franskir þingmenn deildu i gær hart um það hvort Tinni, teiknimyndahetjan fræga, hefði verið hægri- eða vinstrisinnaður. Umræðan var liður í hátíðarhöld- um vegna 70 ára afmælis Tinria. Holbrooke sektaður Richard Holbrooke, sem var sáttasemjari í Bosniudeilunni, hefur samþykkt að greiða 350 þúsund króna sekt vegna meints brots á siðareglum. Samkvæmt regl- unum er hátt- settum embætt- ismönnum bannað að hafa sam- band við fyrrverandi starfsfélaga i 1 ár eftir að þeir fara af launa- lista ríkisins. Starfsfélaginn, sem Holbrooke hafði samband við, segir Holbrooke hafa haft sam- band þegar hann var ólaunaður ráðgjafi Bandaríkjastjórnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.