Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 10
10 "k * íenmng FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 Tilnefriingar til Menningarverðlauna DV fyrir leiklist: Skortur á tilraunum Árið 1998 var góðæri í leiklistinni, að mati leiklistarnefndar, en þó fremur „topplaust". Þótti nefndinni leikhúsin leggja um of áherslu á „örugg" verk og hefðbundna út- færslu á árinu og að áberandi skortur væri á metnaðarfuUum tilraunum. En enginn skortur er á frábærum listamönnum, þar var af nógu að taka og enginn vandi hefði verið að fylla tilnefningarlistann af nöfnum ein- stakra leikara, enda einleikssýningar þó nokkrar á árinu 1998 og tveggja manna sýn- ingar líka þar sem reynir verulega á einstak- linginn. Svo fór þó að öU voru nöfnin skorin burt nema tveggja leikkvenna. í staðinn komu nöfn á sýningu, leikstjóra og leikmynda- hönnuði, og þegar heildin er skoðuð er gam- an að sjá hvað tilnefningarnar dreifa sér víða. Þjóðleikhúsið fær tvær, Leikfélag Reykja- víkur eina, Hafnarfjarðarleikhúsið fær eina sem Nemendaleikhúsið og Herranótt eiga einnig hlut- deild að og Leikfélag Akureyrar fær eina. í nefndinni sátu Hávar Sigurjónsson leikhús- fræðingur og Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir leikskáld, auk Auðar Eydal, gagnrýnanda DV. Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona er til- nefnd fyrir hlutverk Nóru í sýningu Þjóðleik- hússins á Brúðuheimili eftir Henrik Ibsen. Elva Ósk leikur Nóru á einlægan og áhrifa- mikinn hátt; túlkun hennar er persónuleg og Elva Ósk Ólaf sdóttir í hlutverki Nóru. nútímaleg en jarhframt innilega trú verkinu. Nóra verður þannig nítjándualdarkona og samtímakona í senn og efhi verksins hittir í mark enn í dag. Feður Og synir. Uppsetning Leikfélags Reykjavíkur á Feðrum og sonum eftir skáld- sögu Túrgenjevs er tilnefnd til Leiklistarverð- launa DV. Sýningin hafði yfir sér ferskt og óvenjulegt yfirbragð. Leikstjórn Alexeis Borodins var fínleg og næm, efnistökin skýr og andrúmsloftið afar seiðandi. Leikmyndin í sýningunni var einstaklega falleg. Hiltnar Jónsson. Kristin Bredal. Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir fær sér kaffisopa í Kaffi. Úr sýnlngu L.R., Feður og synir. Hilmar JÓnsson leikstjóri er tilnefndur fyrir uppsetninguna á Síðasta bænum í daln- um hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði og Háðvöru. í sýningunni var unnið á frumleg- an og fjörlegan hátt úr sagnaarfinum og nú- tímalegum leikhúsaðferðum beitt til að kynna þann hugmyndaheim. Uppsetningin, sem fyrst og fremst var ætluð börnum, var veisla fyrir augað og hófðaði ekki síður til fullorðinna. Hilmar sýndi auk þessa mikla fjölhæfni í þeim ólíku sýningum sem hann leikstýrði á árinu, t.d. Uppstoppuðum hundi hjá Nemendaleikhúsinu og Vorið kallar á Herranótt. Kristin Bredal leikmyndahönnuður er tilnefnd fyrir leikmynd og lýsingu í uppsetn- ingu Leikfélags Akureyrar á Pétri Gaut. Leik- mynd og ljós mynda hér áhrifamikla heild sem kallast í hvívetna á við hugmyndavinnu leikstjórans. Umgjörðin ljær sýningunni á köflum dulúð og ævintýrablæ og heildarsvip- urinn er sterkur og stílhreinn. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er tilnefnd fyrir túlkun sina í hlutverki Mar- grétar í leikriti Bjarna Jónssonar, Kaffi, sem sýnt var á Litla sviði Þjóðleikhússins. Stein- unn Ólína byggði upp eftirminnilega mynd af ungri, íslenskri nútímakonu og miðlaði sárs- auka hennar og ófullnægju af djúpu innsæi. Túlkun hennar á persónunni setti sterkan svip á frumuppfærslu þessa nýja íslenska leikrits. Hvað þrá konur heitast? í brúðuleiksýningu Helgu Arnalds, Ketilssögu flatnefs, er spunnin saga af foreldrum Auð- ar djúpúðgu, landnámskonu í Breiðafirði. Sú sem segir áhorf- endum söguna er þvottakonan ísafold, aðdáandi Þjóðarþels og Njálunámskeiða Jóns Böðvars- sonar, málglöð kona með af- brigðum og dottin ofan í sögur áður en hún veit af. Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir Ketill flatnefur er víkingur sem þarf að vinna sér það til lífs fyrir ðbermið Kolskegg að komast að því hvað allar konur þrá heitast. Hann vindur upp segl og ferðast um fjarlæg lönd þar sem konur segja honum hvað þær þrá - snyrtivórur, karlmann með sterkar, mjúkar hendur, peninga - uns honum berst til eyrna að ein kona í veröldinni viti svarið, YngvUd- ur KetUsdóttir af Hringaríki. Flatnefur hraðar sér á hennar fund en hittir þá fyrir skessu mikla í stúlku stað. Hún er fús tU að láta hann hafa leyndar- málið - ef hann giftist henni - og vandast þá málið heldur bet- ur. Sagan og þó einkum lausn hennar er ekkert minna en eit- ursnjöU hjá Helgu en ekki er nokkur leið að koma upp um svarið hér. Textinn er góður og rammapersónan ísafold er Yngvildur af Hringarfkl lætur sig ekki muna um að krossleggja f ætur fyrir aft- an hnakka þegar hún dansar fyrir sinn útvalda. Hann horflr skelfdur á. DV-mynd E.ÓI. reglulega fyndin. TUvistar- spurningar verksins - hvað gerir maður tU að halda lífi og hvort er betra óbærUegt líf eða dauði - eru kannski djúpar í verki fyrir börn, en öUu máli skiptir hvað þær verða eðlUeg- ar og sjálfsagðar i framvindu leiksins. Brúðurnar eru þó sú listin sem hæst rís í sýningunni, frumlegar og mátulega hlægi- legar. KetUl einkennist af miklu yfirskeggi, sokkabönd- um og stretsbuxum; YngvUdur er bara (hræðUegt) höfuð, lak og tvö löng sköft og var dans hennar fyrir sinn útvalda afar skondinn. Ekkert er sérstak- lega verið að halda sögukon- unni og stjórnanda brúðanna leyndri fyrir áhorfendum, enda er það sagan og sögugleðin sem áhorfendur lifa sig inn í. KetUssaga flatnefs er farand1 sýning sem þegar hefur verið sýnd fyrir norðan og austan en er nú í boði fyrir sunnan og vestan. Frásagnarhátturinn er það þróaður að hún er síður fyrir börn undir skólaaldri, en börn eldri en 9-10 ára tengja hana beint við landnám ís- lands sem þau eru að læra um í skólanum, auk þess sem þau njóta sögunnar og geta rætt hana áfram og áfram. Leikhúsið 10 fingur sýnir: Ketilssögu flatnefs eftir Helgu Amalds Leikmynd: Petr Matásek Brúður og leikur: Helga Arnalds Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Þorsteinn les Passíusálmana Áhangendur rásar 1 vita fuUvel að Þor- steinn skáld frá Hamri hóf lestur Passíu- sálma HaUgríms Pét- urssonar á mánudaginn var. Sálmarnir hafa verið lesnir á föstunni í ríkisútvarpinu aUt frá árinu 1944, og er lestur- inn nú stundvíslega kl. 22.15. í fyrra var opnaður vefur á heimaslðu Rík- isútvarpsins um Passíu- sálmana þar sem fmna má eiginhandarrit séra HaUgríms að sálmunum, sýnishorn af eldri útvarpslestrum, píslarsöguna og ýms- ar greinar um skáldið. Þar er lestur Þor- steins einnig aðgengUegur. Slóðin er http://www.ruv.is Ég held með Svíþjóð Meira af rás 1. Þar verður á laugardag- inn kl. 14.30 flutt leikritið Ég held með Sví- þjóð eftir rússneska leikritaskáldið Ljud- milu Petrushevskaju í þýðingu Árna Berg- mann og undir leikstjórn Ásdísar ÞórhaUs- dóttur. Þar segir frá Díma sem er fjórtán ára og býr hjá stjúpu sinni en pabbi hans er dá- inn. TU tíðinda dregur í lífi hans þegar mððuramma hans birtist aUt í einu og vUl bókstaflega aUt fyrir hann gera! Bergur Ingólfsson (LitU Kláus og Ranúr) leikur Díma. Einar Áskell kemur aftur Aukasýning verður á leiksýningunni Góðan dag, Einar ÁskeU í Möguleikhúsinu við Hlemm á laugardag- inn kl. 14. Verkið var frumsýnt fyrir rúmu ári og hefur notið mikUla vinsælda víða um land. Leikritið er unnið upp úr þremur sögum Gun- Ulu Bergström um þenn- an gððvin norrænna barna. Leikgerðin er eft- ir Pétur Eggerz sem líka leikstýrir og leikur föður Einars Áskels. Katrín Þorvaldsdóttir bjó ttl brúðuna Einar Áskel en Skúli Gautason leikur fyrir hana. Litróf kennsluaðferðanna Æskan hefur gefið út nýja bók um að- ferðir við kennslu eftir dr. Ingvar Sigur- geirsson. Hún er miðuð við kennslu 1 grunnskólum en getur nýst kennurum á öUum skólastigum og heitir Litróf kennslu- aðferðanna. Ingvar segir í inngangi að höfundar handbóka um kennslufræði hliðri sér yfir- leitt hjá að svara því hvað kennsluaðferðir séu, en skUgreinir orðið sjálfur sem „það skipulag sem kennarinn hefur á kennslu sinni, samskiptum við nemendur, við- fangsefnum og námsefni í þvi skyni að nemendur læri það sem að er keppt". í bók- inni fjaUar hann svo meðal annars um fas, framkomu og verklag kenn- ara og eðli og einkenni kennsluaðferða, en aðal- kaflar bókarinnar fjaUa um ákveðnar kennsluað- ferðir: Útlistunar- kennslu, þulunám og þjálfunaræfingar, verk- legar æfingar, um- ræðu- og spurnarað- ferðir, innlifunarað- "ferðir og tjáningu, "þrautalausnir, leitaraðferðir, hóp- vinnubrögð og sjálfstæð, skapandi við- fangsefnl. Höfundur notar hugtakið kennsluaðferð um skipulag tU skamms tíma, einnar eða fárra kennslustunda, og samkvæmt hans skUningi beitir kennari gjarnan nokkrum kennsluaðferðum í hverri kennslustund nema þegar um er að ræöa hópvinnubrögð af ýmsu tagi og sjálfstæð viðfangsefni. Mik- Uvægt er að átta sig á að aUar aðferðirnar hafa sína kosti sem um er aö gera að nýta sér þegar það á við. Ingvar sendi frá sér árið 1996 handbók um undirbúning kennslu og stefnt er að því á næstu árum að gefa út fleiri rit um kennarastarfið, aga og samskipti, kennslu- tækni og námsmat. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.