Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Síða 11
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 11 Fréttir -"'W *mk „ Menningasamtök Norðlendinga (MENOR) og Leikfélag Akureyrar hafa ákveðið að efna til samkeppni í ritun einþáttunga. Keppnin er öll- um opin og er skilafrestur handrita til 1. október. Hámarkslengd skal miðuð við klukkustundar flutnings- tima. Handritin, sem merkja skal MEN- OR, skal senda til Leikfélags Akur- eyrar og þau skulu merkt dulnefni en nafn höfundar og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi. Þriggja manna dómnefnd mun fjalla um handritin og verða vegleg peninga- verðlaun í boði fyrir þrjú bestu handritin. Ráðgert er að verðlauna- þættimir og e.t.v. fleiri verði teknir til sýninga af leikfélögum á Norður- landi á næsta ári eða síðar. Áform- að er að tengja keppnina sérstak- lega kristnitökuafmælinu á næsta ári og berist efni sem tengist á ein- hvem hátt atburðum kristnitökunn- ar eða öðram skyldum í sögu þjóð- arinnar er hugsanlegt að það megi nýta til flutnings á kristnihátíðum á Norðurlandi eða annars staðar eins og henta þykir. -gk MENOR og LA: Sam- keppni í gerð einþátt- unga DV, Akureyri: Eyþór Arnalds: Stefnuleysi meirihluta í skipulagsmálum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir R-listann kominn í vandræði vegna skipu- lagsmála í Reykjavík. „R-listinn er kominn í vandræði í skipulagsmál- um og reynir nú að drepa málinu á dreif. Nú vilja þau skoða allar helstu tillögur sem borist hafa í skipulagsmálum síðan 1985,“ sagði Eyþór í samtali við DV. R-listinn hefur viðrað þær hugmyndir að skoða tillögur um skipulagsmál borgarinnar allt aftur til ársins 1985. „Þetta er svipað og ef gagnrýni á eignaskatt væri svarað með því að fara yfir allar hugmyndir um skattamál síðustu ára. Tilvalin aðferð til að beina athyglinni frá vandanum sem nú er flestum ljós. Tillaga R-listans hefur enn ekki ver- ið lögð fram formlega, þó hún hafi verið kynnt fjölmiðlum. Það sýnir best tilgang hennar. Málið snýst mn skort á byggingarlandi og vaxandi einangrun miðborgarinnar. Eyði- legging Geldinganessins er hér ein af rótum vandans sem nú veldur yf- irverði á Arnamesi. Þar hafa menn fjárfest í von um viðvarandi stöðn- un í Reykjavík." Og Eyþór telur eðlilegt að kanna frekar tillögur sem fram hafa komið um nýtingu landsvæðisins í Vatnsmýrinni. „Flugvallarsvæðið verður að skoða sérstaklega áður en lengra er haldið án þess að blanda ólíkum tillögum saman. Einangrun miðborgarinnar þarf að rjúfa til frambúðar. Eins og stjórn borgarinnar er háttað í dag er líklegt að það dragist fram eftir öldinni. Vandræðin með eitt hús, Laugaveg 53b - hálft húsnúmer - sannar það,“ sagði Eyþór. -hb Eyþór Arnalds borgarfulltrúi. SPENNANDI OG SKEMMTILEG NAMSTEFNA MEÐ EINUM FREMSTA FYRIRLESARA HEIMS PJÓNUSTU HALDIN AÐ HÓTEL LGFTLEIÐUM ÞRIÐJUDAGIIMN 9. FEBRÚAR 1993 TVÆR TÍMASETNINGAR: kl. 08:30 - 12:30 EQA kl. 13-17. FYRIRLESARI: DR. PAUL. R. TIMM tf skranmgar berast fyrir kl.18 föstudaainn 5.feb. er þátttökugiald aöeins Kr. en kr. 15.900 frá 6.-9. febrúar. HÓPAFBLÆTTIR: 3+1 FRÍTT V 7+3 FRÍTT Fyrirlesari á þessari hagnýtu og hnitmiðuöu námstefhu, er dr. Paul R. Timm. prófessor viö Marriott School of Management og forseti stjórnvísindastofnunar háskól- ans. Hann er í hópi fremstu fyrirlesara heims á sviöi þjónustu auk þess aö vera virtur fyrirtækjaráögjafi á því sviöi. Meöal viöskiptavina hans má nefna JC Penney, Merrill Lynch og Columbia Healthcare auk nokkurra af leiöandi fyrirtækjum íslands. Námstefnan, sem er aöeins hálfur dagur, er haanvt. hniðmiðuö oa bannia sett upp aö þátttakendur fá beint í æð. huamvndir. ráð oa aðferöir sem þeir geta strax farið aö beita í störfum sínum til aö auka viöskiptatryggð og ánægju viö- skiptavina sinna. Viöfangsefniö er sett fram á skýran, skipulegan og auöskiljanlegan hátt. Dr. Timm talar skvra ensku sem trvaair aö ekkert fer fram hjá þátttak- endum. Þátttakendur fá bók dr. Timm á íslensku FRÍTT! Dr. Timm fær hæstu einkunn fvrir áhuaaverða oq mvnd- ræna framsetninau auk þess sem hann beitir óspart kímni og tekst þannig aö koma áhuaaverðum fróð- leik á framfæri á eftirminnileaan hátt. Þetta er námstefna sem óhætt er að mæla með viö öll fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta þjónustugæðin og veita starfsfólki sínu og stjórnendum endurnvjaðan kraft oa áhuaa til aö veita betri þjónustu oa auka viðskiptatrvaað. Viö ábyrgjumst ánægju þína. Ef þú ert ekki 100% ánæqður með námstefnuna. þá þarftu ekkert að qreiða! Þannig getur þú aðeins hagnast á þvi að mæta! Skráðu þiq oq starfsfélagana í daq! Tölvupósbur: vegsauki@isholf.is Bréfasími: 544-8801 Lít:t:u vlð á hBÍmasfðunni: www.vegsauki.is ) Vegsauki Himt 11 nfl 111 ii vitinu meiril Neyðarkall úr Hlíðunum Aðstandendur og vinir veikrar móður, sem hefur greinst meö krabbamein á svo háu stigi að meðferð hefur ver- ið hætt, hafa ákveðið að standa fyrir söfhun fyrir fjölskylduna. Konan er 31 árs og býr í Hlíða- hverfinu í Reykjavík ásamt manni sínum og tveim börn- um, þriggja og sex ára. Eigin- maðurinn er sjómaður og hef- ur ekki getað stundað vinnu sína vegna veikindanna á heimilinu. Er fjölskyldan þvi mjög fjárþurfi. Opnaður hefúr verið reikn- ingur fyrir fjölskylduna í Bún- aðarbankanum í Grafarvogi á tékkareikningi númer 830. Séra Vigfús Þór Árnason, prestur í Grafarvogi, er kon- unni innan handar. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.