Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 13
FMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 13 Fréttir Prófkjör Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra: Anna Kristin og Kristjan Moller talin sigurstranglegust DV, Akureyri: Prófkjörsbarátta Samfylkingar- innar á Norðurlandi vestra er nú í fullum gangi en í prófkjörinu, sem fram fer 13. febrúar, verður kosið milli átta einstaklinga úr Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi. Eins og á Norðurlandi eystra á Kvennalist- inn ekki frambjóðendur i prófkjör- inu, ekki vegna ágreinings um fyrir- komulag prófkjörsins eins og í aust- urkjördæminu, heldur mun engin kvennalistakona á Norðurlandi vestra hafa verið tilbúin að skella sér í baráttuna. Kvennalistinn á þó formlega aðild að prófkjörinu. Þeir sem gefa kost á sér eru Anna Kristín Gunnarsdóttir, Sauðár- króki, Björgvin Þór Þórhallsson, Blönduósi, Jón Bjarnason, Hólum, Pétur Vilhjálmsson, Hvammstanga, og Signý Jóhannesdóttir, Siglufirði, úr röðum Alþýðubandalagsins, og Jón Sæmundur Sigurjónsson, Siglu- firði, Kristján Möller, Siglufirði, og Steindór Haraldsson, Skagaströnd, úr röðum krata. Allir frambjóðend- ur gefa kost á sér í efsta sætið nema Steindór sem vill verða í 2.-3. sæti. Prófkjórið fer þannig fram að kjósendur merkja við fjögur nöfn af þessum átta og verða úrslit próf- kjórsins bindandi hvað varðar tvö efstu sætin. Frambjóðendur eru all- ir í „einu hólfi" sem þýðir að hægt er að merkja við nöfn úr báðum flokkunum og engar „girðingar" eru uppi. Klögumál ganga á víxl Miklum sögum fer af harðri bar- áttu frambjóðendanna átta og á milli stuðningsmanna þeirra ganga klögumál á víxl. Þannig hefur því verið haldið mjög á lofti, t.d. af stuðningsmönnum Önnu Kristínar, að Hjáhnar Jónsson, oddviti sjálf- stæðismanna í kjördæminu, leggi hart að mönnum að styðja Jón Bjarnason en Jón er mágur Hjálm- ars. Einnig er fuUyrt að Kristján Möller, krati á Siglufirði, hafi gert eins konar samkomulag við fram- sóknarmenn á Siglufirði sem á að hafa gengið út á það að stuðnings- menn Kristjáns á Siglufirði hafi kosið hinn 19 ára framsóknarmann, Birki J. Jónsson, í bænum í próf- kjöri Framsóknarflokksins á dögun- Anna Kristín Gunnarsdóttir. Leiðir hún lista Samfylkingarinnar? um gegn því að framsóknarmenn bregði sér á kjörstað um aðra helgi og veiti Kristjáni þar brautargengi. Geysimikil þátttaka var í prófkjöri Framsóknarflokksins á Siglufirði, miklu meiri en kjörfylgi flokksins hefur verið þar en það er skýrt þannig að Siglfirðingar ahnennt hafi viljað styðja Birki sem hlaut 4. sætið hjá Fram- sókn. Frambjóð- endur í samfylk- ingarprófkjörinu, sem DV hefur - rætt við, segja að orðrómur um „smölun" Hjálm- - ars Jónssonar og samkomulag Kristjáns við framsóknarmenn eigi ekki við rök að styðjast. Einn þeirra orðaði það þannig að þetta væri „stormur í vatnglasi" en bætti við að auðvitað tækjust menn á. Anna og Kristján efst? Hvað sem því líður er ljóst að bar- áttan er hörð, enda er keppnin ekki einungis á milli flokkssystkina heldur á milli einstaklinga úr tveimur flokkum sem til þessa hafa Fréttaljós Gylfi Kristjánsson Kristján Möller. Er af mörgum talinn geta náð 1. sætinu. tekist á í þessu kjördæmi sem öðr- um. Sé litið til Alþýðubandalagsins er mikil undiralda milli stuðnings- manna Önnu Kristínar og Jóns Bjarnasonar sem eru af flestum tal- in líklegust til að verða í efstu sæt- um af alþýðubandalagsfólkinu og kratanna Jóns Sæmundar og Krist- jáns Möller sem eru taldir hafa mestu móguleik- ana á að hreppa efstu sætin af krötunum þegar ¦ upp verður stað- ið. Það vita svo flestir að kærleik- } ar eru litlir með Sauðkrækingum og Siglfirðingum og það gæti auð- vitað sett strik í reikninginn þeg- ar upp verður staðið. „Landslagið" er þannig að mjög erfitt er að spá fyrir um hver loka- niðurstaðan verður. Þó haEast margir að því að Anna Kristín og Kristján muni hreppa tvö efstu sæt- in en þau hafa bæði verið áberandi í starfi flokka sinna í sveitarstjórn- armálum. Jón Bjarnason og Jón Sæ- mundur verða þó að mati þessara sömu aðila ekki langt undan. Einna Jón Sæmundur Sigurjónsson. Mikil óvissa um hvaða árangri hann nær. verst er að átta sig á stöðu Jóns Sæ- mundar sem er fyrrverandi þing- maður krata í kjördæminu en hefur undanfarin ár starfað i heilbrigðis- ráðuneytinu og ekki tekið þátt í pólitísku starfi. Ef kosningaúrslitin frá kosning- unum 1995 eru skoðuð kemur ýmis- legt forvitnilegt i ljós. Þá leiddi Jón Hjartarson, skólameistari á Sauðár- króki, lista Alþýðuflokksins og flokkurinn tapaði 6,7% atkvæða sinna frá kosningunum 1991 og fékk ekki nema 5% sem dugði ekki fyrir þingmanni. Þá bauð Þjóðvaki fram og fékk 6,8% sem er nánast það sama og kratarnir töpuðu, og Kvennalistinn, sem bauð einnig fram, fékk 3,2% og tapaði 2% frá kosningunum 1991. Alþýðubandalagið, sem þá var undir forustu Ragnars Arndals al- þingismanns, fékk 15,6% sem nægði til að halda Ragnari inni þrátt fyrir 3,6% tap atkvæða. „Risaflokkarnir" tveir í kjördæminu unnu báðir á, Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30,8%, bætti við sig 2,7% atkvæða og hélt sínum tveimur þingmönnum, og Framsóknarflokkurinn, sem var hinn ótvíræði sigurvegari, fékk 38,7%, bætti við sig 6,4% og fékk tvo menn kjörna. Bifreiðaskoðun á Dalvík DV.Dalvik: Frá og með fimmtudeginum 4. febrúar geta bifreiðaeigendur fengið bíla sína skoðaða á bifreiðaverk- stæðinu Kambi á Dalvík. Leifur Harðarson, eigandi Kambs, hefur fest kaup á búnaði til bifreiðaskoð- unar og mun Frumherji hf. (Bif- reiðaskoðun íslands) annast bif- reiðaskoðunina. Skoðað verður fyrsta og fjórða fimmtudag í hverjum mánuði frá kl. 9.00-18.00 og mun maður frá Bif- reiðaskoðun íslands á Akureyri annast skoðunina. Leifur segir að viðbrögðin lofi góðu, upppantað sé fyrsta daginn og nánast upppantað 25. febrúar þegar næst verður skoðað. Hann segir vonandi að þetta sé ekki bara nýj- ungagirni heldur muni fólk notfæra sér þessa þjónustu áfram. Leifur vonast til að þetta verði til að auka atvinnu á Kambi verulega þar sem oft þurfi að yfirfara og gera við bíla bæði fyrir og eftir skoðun. -hiá Fylgiö 1995 yfir 30% Sumir eru þeirrar skoðunar að Samfylkingin geri ekki meira í kosningunum í vor en að halda sæti Ragnars Arndals sem nú lætur af þingmennsku. Aðrir segja að til tíð- inda muni draga í vor og þar komi tvennt til. Annars vegar það að staða Vilhjálms Egilssonar, annars manns á lista Sjálfstæðisflokksins i kjördæminu, hafi veikst og hins vegar sé listi Framsóknarflokksins mun veikari nú. Fyrir því séu aðal- lega tvær ástæður, V-Húnvetningar eigi engan mann í efstu sætunum og þar hafi reyndar heyrst raddir um sérframboð og margir séu ósáttir við að hafa Árna Gunnarsson, fyrr- um aðstoðarmann Páls Péturssonar í félagsmálaráðuneytinu, í 2. sæti á eftir ráðherranum. Tvö efstu sætin í prófkjóri Sam- fylkingarinnar gætu því hugsanlega verið þingsæti að loknum sjálfum alþingiskosningunum í vor. Saman- lagt hafi flokkarnir sem að Samfylk- ingunni standa fengið 30,6% at- kvæða í kosningunum 1995 og skili óánægjufylgi úr Framsókn og Sjálf- stæðisflokki sér til Samfylkingar- innar í vor gætu stórtíðindi gerst og annaðhvort Vilhjálmur Egilsson eða Árni Gunnarsson úr Framsókn ekki náð kjöri. Það gæti því verið að öðru að keppa fyrir þátttakendur i prófkjöri Samfylkingarinnar en bara 1. sætinu. -gk Varmaskiptar fyrir heimili og iðnoð Einstök varmonýting Hagstætt verð Tæknileg ráðgjöf um val Borgartúni 28, sími 562 2901 og 562 2900. VW Golf Joker 1400, 5. d. '98, vínr., ek.18 þ. km, bsk., hvítir mælar. V.1.300.000. Honda Civic LS11500 VTEC, 3 d. '98, hvítur, ek. 3 þ. km, bsk., abs, sóll.,spoiler. V. 1.590.000. Nissan Terrano II 4x4 SLX 2400Í '95, hvítur, ek.128 þ. km, bsk., 7 manna. V. 1.650.000. Jeep Wrangler 4x4 4200 3 d., '90, rauður, ek. 96 þ. mil., bsk., ný kúpl., dekk og felgur, 170 hö. V. 950.000. Tilboð 790.000. BÍLASAUML Grand Cherokee Laredo 4x4 4000,4 d. '94, grænn, ek. 71 þ. km, ssk. Limited pakki (-leður), upph. 30." V. 2.300.000. Gott úrval bila á skrá ha..lnrÉ£yrz _, - . - noldur ehf. og a staðnum Opið virka daga 10-12 og 13-18, laugardaga 13-17. B I L A S A L A Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 SsangYong Musso 4x4 2900 disil, 5 d. '98, ssk., turbo interc, abs, leður o.fi. V. 3.050.000. MMC Space Wagon 4x4 GLXI 2000 '98 grænn, ek. 6 þ. km, ssk., álf., krók. o.fl. V. 2.190.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.