Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Page 15
FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 15 Þeir dagar eru liðnir sem kynlíf var slíkt feimnismál að þunguð kona mátti helst ekki láta sjá sig á almanna- færi! Það var algjört bannsvæði. Jafnvel fermingarstúlkur urðu ofsahræddar þegar þær fengu mánaðarlegar blæðingar í fyrsta sinn og höfðu ekki hugmynd mn hvað var að gerast. Þýddar bækur um sam- líf hjóna fóru að birtast á þriðja áratugnum en oftast þótti þýðendum tryggara að fela sig bak við dulnefiii. Og þegar erindi Katrínar Thoroddsen læknis um takmarkanir bameigna var birt á prenti 1931 ætlaði alit vit- laust að verða. Ábyrgir aðilar ótt- uðust hörmulegar afleiðingar á sál- arlíf unglinga. Ungum stúlkum var jafnvel bannað að lesa Sölku Völku þegar hún kom út fyrst. Nú er öldin önnur og við komin út í hinar öfgamar, sjáum og heyr- Kjallarinn Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur „Það hvarflaði að mér að skelf- ing hefði Clinton verið óheppinn með þetta bjánalega tuð sitt við Pálu og Moniku. Hann hefði átt að fara beint í Þórskaffí, þá hefð■ um við losnað við óendanlegt magn af upplýsingabulli. “ um miklu meira um kynlíf en við höfum nokkuð við að gera. Eins og Foucault orðaði þaö: með þessu (yf- irborðs) frjálslyndi erum við að tala ástina i hel, bæla óravíddir okkar eigin tilfinninga. Við erum öll orðin kíkjarar. Ekki snerta, bara horfa I sjónvarpsþættinum Titringi (RÚV) þann 19. janúar leyfðu Sús- anna og Þórhallur okkur að skyggnast inn á gráa svæðið milli velsæmis og vændis. Þau kynntu okkur nýjustu til- brigðin, eymamök og augnamök. Fyrst hringdu þau í eró- tiska spjallrás til að heyra kynæsandi lýsingu. Þeim þótti hún illa leikin og allt of dýr, heilar 500 krónur. Fyrir mér rifjaðist upp atvik úr mynd eftir Robert Altman, tekið á hinum enda línunnar. Húsmóðir fróaði sér í sófa í dagstofu sinni og reyndi hvað hún gat að lýsa athöfhinni með tilþrifum i sima með bömin allt í kringum sig og þunglyndan atvinnulausan eigin- mann ráfandi um gólfið. Síðan lá leiðin í Þórskaffi. Þangað geturðu farið með kærustuna þina - eða kærastann - og keypt einkadans á afherbergi og dansar þá sýningar- stúlkan - eða sýningarkarlinn - nærbuxnalaus. Áhorfendur mega þó ------------1 hvorki snerta dansarann né hafa uppi ósiðlega til- burði við sjálfa sig. Varðmaður á gang- inum sér um að banninu sé hlýtt. Sumir viðskipta- vinir koma raun- ar mest til að tala við stúíkumar og léttaafhjartasínu þeirri þimgu byrði sem stundum fylgir hlutverki góðs eiginmanns og heimOisfoður. Kampavínið flóir, og seðlamir fjúka. Áreiðanlega þúsundum sam- an. Starfsfólkið kom vel fyrir og lýsingin á staðnum var svo fjöl- skylduvæn að Eiríkur á Brúnum hefði ekki gert betur, en hann lýsti dönskum portkonum eins og greið- viknum prófastsdætrum í sveit. Hið Ijúfa líf - eða hvað? Þó var ýmislegt gott um Titrings- þáttinn að segja. Hann hefur trú- „Sumir viðskiptavinir koma raunar mest til að tala við stúlkurnar og létta af hjarta sínu þeirri þungu byrði sem stundum fylgir hlutverki góðs eigin- manns og heimilisföður. Kampavihið flóir og seðlarnir fjúka." lega orðið kveikja að fréttaumræðu á Stöð 2 kvöldið eftir, þar sem borg- arstjóri og kvennaathvarf lýstu áhyggjum sínum af þróun mála. Umræða er af hinu góða. Fyrir fáum misserum sagði erlend nekt- ardansmær við tímaritið Séð og heyrt að hér á landi væru eigendur dansstaðanna, lögreglan og blöðin samtaka rnn að reisa þagnarmúr kringum allt sem aflaga kynni að fara á þeim bæjum. Um svipað leyti kærði íslensk stúlka á einum þeirra atvinnurekanda sinn. Málið fór til lögreglu. Það varð fjaðrafok í fjölmiölum í tvo daga en áhugi þeirra datt niður mjög snögglega og eru afdrif stúlkunnar ókunn. í annan stað var merkilegt hvemig strangt innra eftirlit í Þórskaffi miðaði að því að ekki yrði farið út fyrir augnmökin. Það hvarflaði að mér að skelfing hefði Clinton verið óheppinn með þetta bjánalega tuð sitt við Pálu og Mon- iku. Hann hefði átt að fara beint í Þórskaffi, þá hefðum við losnað við óendanlegt magn af upplýs- ingabulli. PS. Til hamingju með afmælið, Spaugstofúmenn, og þökk fyrir stripparann. - Hún reif af sér föt- in, síðan húðina og holdið þangað til ekki var annað eflir en beina- grindin! Inga Huld Hákonardóttir Æ, því fór Clinton ekki heldur í Þórskaffi? Obærilegur fáránleiki samverunnar Nú fékk Kvikmyndasjóður ís- lands örlítið meira af almannafé frá ríkinu í jólagjöf. En í úthlutun- inni 15 jcmúar sl. byrjaði úthlutun- amefnd á því að henda 10 milljón- um kr. út um gluggann á Hallveig- arstöðum. Tilgangur sjóðsins má hafa verið sá að bregðast við þeirri kröfu að sjóðurinn leggi fé til mynda á erlendri tungu, (það er þetta tiltekna verkefiii sem um er rætt og fékk 10 m. framlag). Það hefur verið arðsemiskrafa, ef t.d. skýrsla Aflvaka er rétt skilin. Ég hef líka rökstutt þá kröfú á prenti og enginn hreyft mótbámm. Pólitísk hugsunarvilla En í þessu tilfelli var þetta póli- tísk hugsunarvilla hjá úthlutunar- nefnd og í röksemd framkvæmda- stjóra kom líka i ljós að hér em menn strax komnir inn á villigöt- ur, því að tilgangurinn með að setja fé í myndir á erlendum tungmnálum á að vera að efla ís- lenskan kvikmyndaiðnað og gera hann samkeppnishæfan. Kvik- myndir teknar á íslandi á öðrum tungumálum, sérstaklega ensku, flytja inn nýja reynslu fýrir fram- leiðendur og fagfólk og skapa vinnu og ný tækifæri fyrir inn- lenda (og erlenda) leikara. Þetta umrædda framlag er fyrir mynd tekna á Norðurlöndum og nær litlu jarð- sambandi hér. Þetta fé kemur ekki til með að laða meira fjár- magn inn í land- ið. Þetta fé er 1,2 % af kostnaði umrasdds verk- efnis, það er ekki til kjaftur sem heldur að þetta verkefni hafi þurft á þessu að halda, varla upp f nös á dönskum ketti og hefði ekki breytt neinu fyrir það. Mörg verkefni sem fyrir lágu hjá sjóðnum, (þar af nokkur á ensku, hvað þá íslensku), hefðu með þessu framlagi getað marg- faldað aurinn hér heima. Verkefn- ið sem fékk framlagið úppfyllir ekkert af þessu, það er snobbið sem stendur eftir sem haldbær skýring á þessu. Nema þá þekk- ingarleysi. En hvorki úthlutunamefndimar né framkvæmdastjóri hafa reynslu af Qár- mögnun, framleiðslu, framkvæmd og gerð kvikmynda eða kvik- myndahandrita. Hvað þá haldbæra menntun í faginu eða nasasjón af erlendri framleiðslu og fjármögnun. Sömu sögu er reyndar að segja um flesta sem sitja í opinberum nefiidum og ráðum sem fjalla um kvik- myndagerð. Það er eins og að setja garð- yrkjubændur í sjávarútvegsnefnd. Skandaló. Gamla kerfið Það aukaframlag sem kom frá ríki sl. ár var sett inn í gamalt kerfi sem nýtir féð illa vegna úr- eltrar reglugerðar. í Bretlandi eiga menn ágætan leiðarvísir um hvað skuli teljast ensk mynd, t.d. að ekki séu teknar meira en 7,5 mín- útur af tjaldtíma (screentime) utan Bretlands, ekki minna en 80% af launakostnaði (labour cost) renni til heimamanna og að 50% tækja við að gera myndina séu innlend. Til að taka skref i átt að raunveru- legri atvinnu- mennsku í faginu hér á landi þarf reglugerð í þessa átt. Menn verða að vinna heimavinn- una sína, það er lít- ið mál. Það var reynt á Bretlandi að setja aukið fé í gamalt kerfi. Þar hefúr fjöldi framleiddra mynda aukist vegna opninbers stuðnings en gæðin lítið skán- að. Ástæðan fyrir því er m.a. sú að það eru „Lees- ing“fyrirtæki sem fá 100% skattaaf- slátt ef þau kaupa/leigja negatvíu af kvik- myndaframleiðanda. Skattafslátt- urinn þýðir að „The Lessor" getur borgað hærra verð. En „Lees- ing“fyrirtæki hafa lítið vit á kvik- myndum, þetta er „bissniss". Þau íslensku verkefiii sem fengu stuðning eru vel að honum komin og spennandi að sjá hvað kemur út úr þeim. En þegar kem- m- að því að ætla taka skref í átt að alþjóðavæðingu, þá byrja mis- tökin. Því þetta er vont fordæmi, og fyrir annað eins hafa menn lækkað i tign og orðið labba hest- lausir út úr höllinni. Einar Þór Gunnlaugsson „Mörg verkefni sem fyrir lágu hjá sjóðnum, (þar af nokkur á ensku, hvað þá íslensku), hefðu með þessu framlagi getað margfaldað aurinn hér heima. Verkefnið sem fékk framlagið uppfyllir ekkert af þessu, það er snobbið sem stend- ur eftir sem haldbær skýring á þessu. Nema þá þekkingar!eysi.u Kjallarinn Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndaframleiðandi Með og á móti Tekst mönnum að gera NBA- deikfina spennandi eftir altt sem á undan er gengið kórfuboHtaspeking ur númer ettt. Stutt en skemmtilegt tímabil „Auðvitað kemur enginn fyrir Michael Jord- an alveg eins og það verður aldrei neinn annar Pele í knattspym- unni. Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er fúllt af stór- kostlegum leik- mönnum eftir í deildinni. Það eru ungar stjömur eins og Kobe Bryant , Damon Stoudamire og ég tala nú ekki um Grant Hill, sem hefúr verið talinn arftaki Jordans, sem fá nú að láta ljós sitt skína. Þessir menn hafa aldrei komist að og bafa verið í skugganum á Jordan. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það eiga eftir að koma dúndrandi stór- stjömur fram í vetur. Það kemur alltaf maöur í manns staö og verður ekki í að Fólk er orðið hungrað í að sjá lið- in eftir þetta langa hlé og það hafa orðið miklar breytingar á liðunum. Timabilið er það stutt núna að það er ekkert um það að ræða að menn megi slappa af. Leikmenn verða á fullu fram að úrslitakeppninni enda mun þreyta ekki angra mannskapinn. Hver leikur kemur til með að skipta máli og þess vegna held ég að deildin verði mjög skemmtileg í vetur." NBA leikir leiðinlegir á að horfa „NBA hefúr verið sýnt á Stöð 2 og á sjónvarpstöðinni Sýn í nokkur ár og hefur þá einungis verið sýnt beint frá úr- slitakeppninni og svo bestu tilþrif vikunn- ar, sem eins væri hægt að sýna úr DHL- deildinni ef sjónvarps- stöðvamar sinntu þvi aö «* W*1**"1 j?**: taka upp alla leiki og klippa. Mér persónulega finnst NBA leikir leiðinlegir á að horfa og hef frekar viljað að sjónvarps- stöðvamar sýndu háskólabolt- ann. Flest lið í NBA spila mjög einhæfan „centers" bolta. Und- antekning á þessu var lið Chicago. NBA getur verið skemmtilegt þegar kemur að úr- slitakeppninni en fram að þvi era þetta frekar bragðdaufir leik- ir þar sem eitt og eitt tilþrif gleð- ur augað og nægir í „NBA Act- ion“. Persónudýrkun í íþróttum er oft mikil en hvergi eins og í NBA deildinni. Nú er hætta á því að þessi persónudýrkun eigi eftir að dvína til muna því allir era löngu búnir að fá sig fullsadda á fégræðgi stóra nafiianna í deild- inni. Ekki hjálpar heldur til að kongurinn er búinn að leggja skóna á hilluna í annað skiptiö og allir muna eftir úrslitaviður- eign New York og Houston er Jordan var í kylfufríi, sem ekki voru upp á marga fiska, Það má því má búast við annarri „centers" viðureign á milli Shaquile og Rick Smith í ár“. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.