Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Page 17
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 17 Sparnadarrád Kostnaður við íþróttaiðkun barna: Forgangs röðin Rakir skápar Til að losna við sagga í skápum er gott að setja viðarkol 1 skó- kassa eða eitthvað álíka, gera göt á lokið og setja í skápinn. Eins er ráð að hengja nokkrar krítar í skápinn. Skartgripir geymdir Eggjabakkar þjóna góðum til- gangi sem bráðabirgðaskartgripa- skrín. Setjið krít- armola í skart- gripaskrínið til að síður falli á skartgripina. Til að forðast að keðjur flækist er gott að hengja þær á pinna, t.d. innan á skáphurðinni í svefnher- berginu. Settu einnig stóra króka í skáp- inn til að hengja veski og belti á. Myglulykt Til að fá góða lykt í skápinn er gott að setja greninálar í nælon- sokk. Til að losna við vondan þef úr kistlum er gott að setja katta- sandsilmefni í skókassa og setja í kistilinn ytlr nótt. Ekkert hellist niður Festu teygju með teiknibólum innan á skúffuna og settu litlu glösin, s.s. naglalakk, ilmvatns- glös o.s.frv. bak við teygjuna. Þau detta þá ekki niður þegar þú opnar. mikilvæg Allir vita að íþróttir styrkja bæði líkama og sál og eru góð tómstunda- iðkun fyrir börn og fullorðna. Það er því ekki að undra að margir for- eldrar hvetji böm sín til einhvers konar íþróttaiðkunar allt frá unga aldri, s.s. handbolta, fimleika, knattspymu o.s.frv. Hins vegar vex mörgum í augum kostnaðurinn sem óhjákvæmilega fylgir íþróttaiðkun bama. Siv Friðleifsdóttir alþingismaður á tvo syni, fimm og fjórtán ára, og hefur sá eldri stundað íþróttir frá sex ára aldri. Siv er því vel kunnugt um þann kostnað sem fylgir íþrótta- iðkun bamanna. „Eldri strákurinn minn, Hún- bogi, hefur verið í handbolta og fót- bolta frá því að hann var sex ára gamall. Hann er í handbolta með Gróttu-KR í um átta mánuði á ári, , þrisvar til fjórurn sinnum í viku og mánaðarlegt æfingagjald þar er um 2400 krónur. Ofan á það bætist síð- an útbúnaður og ferðakostnaður sem reyndar er ekki mikill þar sem hluti hans er þegar greiddur með æfingagjaldinu. Það er auðvitað mjög misjafnt hversu dýran útbúnað böm og ung- lingar þurfa og fer það mikið eftir íþróttagreininni,“ segir Siv. Góðir skór mikilvægir Siv segir að auðveldlega megi komast af með ódýran æfingafatnað og alls ekki þurfi að hlaupa á eftir merkjavörum. „Strákurinn minn hefur alla vega alveg sætt sig við ódýra boli og æfingagalla og ekki verið að eltast við einhver ákveðin merki.“ Hins vegcir ráðleggur Siv, sem er menntaður sjúkraþjálfari, foreldr- um að vanda vel valið á skóm og kasta ekki krónunni og hirða eyr- inn í þeim málum. „Skómir em án efa það mikilvægasta í handboltan- um og fótboltanum. Góðir skór koma í veg fyrir álagsmeiðsl og slys en þeir þurfa hins vegar ekki endi- lega að vera rándýrir. Mikilvægast er að þeir veiti góðan stuðning í íþróttunum.“ Snjóbrettin dýr En þótt Siv telji kostnaðinn við boltaiðkun eldri sonarins ekki eftir sér er önnur íþrótt sem hann stund- ar talsvert dýrari. „Hann er á þeim aldri að hann hefur mjög gaman af að fara á snjóbretti og allt sem teng- ist þeirri tísku er mjög dýrt. Hingað til hefur hann leigt sér bretti og skó og það kostar 2400 krónur í hvert skipti. Það er hægt að fá góð bretti fyrir um 25.000 krónur og því tel ég að það sé hagstæðara að kaupa bretti en að leigja þau þegar til lengri tíma er litið,“ segir Siv og bætir við með semingi að trúlega fái Húnbogi snjóbretti í fermingar- gjöf þegar hann fermist í vor. Þá Siv Friðleifsdóttir alþingismaður og synir hennar, þeir Hákon og Hún- bogi, eru greini- lega t góðu formi og til í slaginn. DV-mynd ÞÖK. veistu það, Húnbogi! Að lokum segir Siv að hún sé á þeirri skoðun að flestir foreldrar telji íþróttaiðkun bama sinna mikil- væga. „íþróttir era góð forvörn gegn reykingum áfengi og eiturlyfjum og þær hafa einnig mikið uppeld- islegt gildi því þær kenna börn- unum að vinna saman sem liðsheild og einnig að tapa og vinna í leik. Þess vegna tel ég að auðvelt sé að setja eitthvað annað held- ur en íþróttaiðkun bamanna neðst á for- gangslistann. Við eyð- um nú flest öðru eins í einhverja hluti sem við gætum alveg verið án. Þess vegna er þetta allt spurning um for- gangsröðun og þar ættu íþróttir barnanna að vera ofarlega á lista,“ segir Siv að lokum . Innpökkun Til aö mæla hvað þarf utan um pakkann af gjafapappír úr langri rúllu er best að vefja fyrst bandi um pakkann, skera lengdina og nota bandið til að mæla lengd gjafapapp- írsins. Áður en bandi er bundið um böggul sem á að fara í póst er gott að væta bandið með vatni. Við það er minni hætta á að bandið renni til og þegar það þornar heldur það þéttar um böggulinn. ,57- • fll Z líilJK Verðkönnun á andlitsbaði: Misjafnt verð og þjónusta Mörgum konum og jafnvel körlum fmnst fátt betra eftir erfiðan vinnu- dag en að skella sér í andlitsbað á ein- hverri snyrtistofu og láta dekra við sig. Hagsýni kannaði verð og þjónustu á andlitsbaði hjá tíu snyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu. Þær era snyrti- stofumar Gyðjan, Guerlain, Tara, Ár- sól, Saloon Ritz, Mandý, Helena fagra, Snyrtimiðstöðin, Snyrtistofa Ágústu og Agnes, snyrtistofa. Skýrt skal tekið fram að þjónusta stofanna er mjög mismunandi og mis- munandi efni og krem notað á hverri stofu og þvi brýnt fyrir neytendur að skoða bæði þjónustuna sjálfa sem og verðið áður en þjónustan er keypt. Einnig skal tekið fram að hér er einungis um úrtak snyrtistofa á höf- uðborgarsvæðinu að ræða en ekki tæmandi umfjöllun um allar þær stof- ur sem bjóða andlitsbað. Ódýrast á Gyðjunni Ódýrasta andlitsbaðið í könnunni var að finna á snyrtistofunni Gyðj- unni og kostar það 3300 krónur. Það tekur um eina klukkustund og inni í því er falið hreinsun, skrúbbmaski, nudd, maski, plokkun og húðkreisting ef þess þarf. Þar á eftir kom snyrtistofan Mecca Spa Tara með andlitsbað á 3500 krón- ur. Það tekur einnig um eina klukku- stund og inni í því er falið and- litsnudd og maski. Nudd og gufa Þar á eftir koma snyrtistofumar Ársól, Saloon Ritz, Mandý og Helena fagra með andlitsbað á 3800 krónur. Hins vegar er nokkuð mismunandi hvað innifalið er í andlitsbaðinu. Hjá Ársól er innifalið nudd, hreins- un, skrúbbmaski, hitun húðarinnar, kreisting, plokkun og maski og tekur baðið um eina og hálfa klukkustund. Hjá Saloon Ritz er innifalið nudd, maski, hreinsun, djúphreinsun og leiðbeiningar um húðhirðu. Þar tekur baðið einnig um eina og hálfa klukku- stund. Hjá Mandý tekur baðið einnig eina og hálfa klukkustund og þar er inni- falið nudd, maski, skrúbbmaski, hreinsun og plokkun. Hjá Helenu fógra er innifalið nudd, yfirborðshreinsun, djúp- ____________ hreinsun, gufa, plokkun, kreisting, ambúlur og llVdO maski. Baðið þar tekur um eina og hálfa til tvær klukkustundir. Plokkun og maski Næst í verðröðinni kemur síðan Snyrtimið- stöðin með andlitsbað á 3900 krónur. Innifalið í þvi er hreinsun, plokk- un, nudd og maski og tekur baðið um eina og hálfa klukkustund. Hjá snyrtistofu Ágústu kostar andlits- baðið 4100 krónur. Þar er innifalið yfirborðs- hreinsun, skrúbbmaski, gufa, djúphreinsun, nudd, ambúlur og maski. Baðið tekur um eina og hálfa klukku- stund. Hjá Agnesi, snyrti- stofu kostar andlitsbað- ið 4300 krónur. Það tek- ur einnig um eina og hálfa klukkustund og inni i því er falið yflr- borðshreinsun, djúp- hreinsun, hitun, kreisting, plokk- un, ambúlur, nudd og maski. Að lokrnn býð- ur snyrtistofan Guerlain eins og hálfs tíma andlitsbað á 5580 krónur. Inni í því er falið nudd, hreinsun, korna,- raka- og hreinsimaski, kreisting, gufa og plokkun. Nú ættu þvi flestir að geta fund- ið rétta andlitsbaðið og látið sér líða vel í stól snyrtifræðingsins. -GLM kostar andlitsbaðið? f3ÍÖÖl í 3.800] (3.800 [3.800 tfíööo 13.900 ÍI3ÖÖ .. 3n.- tí'r'ú.y/SíS . ■ Gyðjan Tara Arsól Saloon Mandý Ritz Helena Snyrti- Ágústa fagra miðstöðin , ■ * Agnes Guerlain Ýmiss konar geymslur Geymið umbúðaplast í kæli. Þá festist það ekki saman. Þegar kökur eru sendar í pósti molna þær síður ef poppkomi er pakkað í kringum þær, Stundum er hægt að ná myglu af bókarblöðum með því að strá kornsterkju á þau. Látið duftið vera á í nokkra daga áður en það er burstað af. Hægt er aö geyma uppáhalds- filmuna bak við myndina í albú- minu. Það er ágætt ráð að geyma ljósaperur í gamaldags gosköss- um. Ef frímerki festast saman er ráð að stinga þeim í frystinn. Þau losna venjulega sundur og hægt er að nota límið á þeim aftur. Framlengingarsnúrar er hægt að geyma án þess að þær flækist. Vefjið þær lauslega upp á pappa- hólk úr eldhúsrúllu eöa þess hátt- ar. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.