Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 19 Elín Siggeirsdóttir hefur fyllt út skattaskýrsluna sfna í rúm 10 ár og einnig hjálpað fleiri í fjölskyldunni við þá misskemmtilegu en nauðsynlegu gjörð. DV-mynd Hilmar „Eg er búin að fylla út mína eigin skattskýrslu í rúm 10 ár og hef hjálpað fleiri í fjölskyldunni við það, börnunum, systkinum mínum og foreldrum. Aðal- atriðið er að hafa skipulag á öllum pappírum svo ganga megi að þeim vísum þegar telja á fram. Þetta eru launamiðar, greiðsluseðlar og alls kyns yfírlit. Fram- talsgerðin er yfirleitt ekki flókin eða erfið, en ég viður- kenni alveg að ég þarf stundum að liggja svolítið yfir þessu ef kaup og sala eigna hefur farið fram. En yfirleitt finn ég út úr því án mikillar fyrirhafnar. Það er bara að vera þolinmóður," segir Elín Siggeirsdóttir. Elín er í hópi þeirra fjölmörgu s e m spara s é r I Elín Siggeirsdóttir telur sjálf fram og sparar við það peninga: Hefur skipulag á pappírunum umtalsverðar fjárhæðir með því að telja alltaf sjálf- ir fram til skatts. Eftir því sem DV kemst næst kostar á bilinu 5-15 þúsund krón- ur að láta endurskoðanda telja fram fyrir sig, allt eft- ir því hvert umfang fram- talsins er. Kaup og sala eigna, viðskipti með hlutabréf, bílastyrkir og fleira flækja hins vegar málið og krefj- ast meiri tíma við framtalsgerðina. „Launþegar sem þiggja ekki laun fyrir verktaka- vinnu né stunda sjádfstæða at- s e m í ættu að eiga auðvelt með að telja fam sjálfir. Skatt- urinn er þegar með mikið af upplýsingum um fólk, t.d. afborganir og stöðu húsnæðislána, náms- lána, lífeyrisiðgjalda, stað- greiðslu og fleira. í bönkun- um má síðan fá útprentuð yfirlit yfir afborganir og vaxtagreiðslur á síðasta ári. Þá fær fólk yfirlit yfir stöðu bankareikninga um ára- mót. Vaxtabóta- blaðið er komið inn í skattskýrsl- una og leiðbein- ingar sem fylgja eru itarlegar. Það er bara að hella sér í þetta. Þetta er alls ekki eins leiðinlegt og margir halda frcim. Það er leiðinlegast að skjóta þessu alltaf á frest.“ En þó framtalsgerðin eigi að vera auðveld fyrir mjög marga segir Elín að fólk verði að vera nákvæmt, setja réttar tölur í rétta reiti á framtalinu. Þá geti þvælst fyrir mörgum sem fengið hafa verktakagreiðslur að gera rekstrarreikning. „Spurningin er þá hvað má telja fram sem kostnað og hvað ekki. Þá getur ver- ið gott að hafa endurskoð- anda í kallfæri. En þó rekstrarrekingurinn geti lagast framteljanda í hag með hjálp endurskoðanda getur aðstoð hans kostað töluverðan pening. Upp- hæðirnar sem um er að ræða ráða hvort það borgar sig að fá endurskoðanda í málið. Það verður hver og einn að meta.“ -hlh Verktakagreiðslur kalla á rekstrarreikning: Kostnaður hafi gengið til öflunar teknanna „Grunnhugsunin er sú að allur kostnaður sem fer sannanlega til að afla teknanna er frádráttarbær. Auðvitað er fullt af gráum svæðum í þessu eins og reyndar í lífinu sjálfu. En yfirleitt rata menn rétta leið,“ segir Friðþjófur Eyjólfsson endurskoðandi. Þeir sem hafa fengið verktaka- greiðslur á árinu geta tínt til kostn- að við öflun teknanna sem lækkar hreinan hagnað eða endurgjald við vinnuna. Oft liggur beint við hvað telja má sem kostnað en oftar en ekki eru menn í vafa og stundum er tíndur til kostnað- - -SSP* l***t*i 10. febrúar ISiífilíSiSM Skilað á pappír ur sem er á gráu svæði. I versta falli eru hvaða nótur sem er tíndar til og látnar mynda kostnaö á móti tekjum. Þá kallar fólk yfir sig vand- ræði. „Þetta er jafnmisjafnt og aðstæð- ur eru mismunandi hjá fólki. Mað- ur sem er í verktöku heima i bíl- skúmum getur t.d. tekið saman kostnað við hita og rafmagn í skúmum. Hafi dýr tæki verið keypt má ekki gjaldfæra nema um 120 þúsund af kaupverðinu á árinu. Síð- an koma til afskriftir sem er fast hlutfall, t.d. 15% af höfuðstólnum á ári. Það er að ýmsu að huga.“ Láta kvitta Risna er alltaf til umræðu og þar hættir mönnum oft til að fara yfir á grá svæði. En sé risnukostnaður sannarlega til ; kominn vegna öflunar tekn- anna er hann góður og gild- mars ur. í þessu sambandi benda endurskoðendur á sænsku 10-15. mars a (_) boðið og af hverju. Þannig get- ur sölumaður þurft að bjóða í kaffi eða mat til að liðka fyrir samningum meðan slíkt er sjaldgæfara hjá öðrum starfs- stéttum. „Þannig verður kostnaður- inn rekjanlegur og sýnt er fram á að hann tengist tekjum sem verið er að afla.“ Oft rísa deilur við skattyfir- völd vegna kostnaðar verk- taka. Nægir í því sambandi að nefna kostnaðarliðinn fatnað- ur á rekstrarreikningi manns sem oft kemur fram í fjölmiðl- um og hefúr af því töluverðar tekjur. Skattyfirvöld ætluðu ekki að samþykkja þennan kostnaðarlið. En maðurinn sýndi fram á það með rökum að ef hann ætlaði að geta sinnt starfi sínu sem opinber persóna yrði hann að vera vel til fara. Það væri einfaldlega hluti þess kostnaðar sem tengdist öflun teknanna. MSSSáM 15. apríl Einstaklingur með eiginn rekstur I, .I .LÍ..J-I...L1. 1J .1- Febrúar I ,I.U-L1-I,I. I..1..I 1 I, l 1. I.U..I.,l,l„l,„l,l..l,-U.,l,.i..l.,.l..l.,.t„L„l, ,1 1 ,1 I 1.1.1. J,..I..1..,1.„,1J,) 1 1,1 Mars Apríl Almennur Framlengdur Skilafrestur skilafrestur ferðina. Hún feist í því að láta þann sem boðið er í mat eða kaffi kvitta á reikninginn eða þá að skrifað er aftan á reikninginn hverjum var Allt niður um sig En það er ekki bara kostnaður sem veldur verktökum höfuðverk. Sænska aðferðin felst í því að láta þann sem boðið er í mat eða kaffi kvitta á reikninginn eða þá að skrifað er aftan á reikninginn hverjum var boðið og af hverju. DV-mynd Teitur Margir sem eru í raun launþegar eru í verktöku. Þeir missa við það ýmis réttindi og hafa af því kostnað. Þessir verktakar hafa stundum ekki sinnt því að standa skil á stað- greiðslu skatta og tryggingargjaldi sem þýðir að þeir þurfa að greiða álag, 1% á dag, og innheimtukostn- að. Eru þeir stundum með allt nið- ur um sig þegar kemur að uppgjöri ársins. Endurskoðendur þekkja mý- mörg dæmi um að fólk hunsi stað- greiðsluna. Það getur orðið dýrt spaug. -hlh Eyðublöð á Netinu Hægt er að nálgast öll eyðublöð á Netinu og prenta þau út. Til þess þarf engan veflykil og geta þeir sem telja fram á hefðbund- inn hátt nýtt sér Netið til að verða sér úti um eyðu- blöð. Slóðin á vefsíðu ríkisskattstjóra er www.rsk.is Hjón saman Á grafi hér á síðunni er yfirlit yfir frest til að skila skattframtal- inu. Rétt er að taka fram að hjá hjónum og sambúðarfólki sem nýtur samsköttunar er nóg að annað sæki um frest. Frestur fyr- ir börn flyst þá sjálfkrafa með. Ef annar aðili í sambúð er með eig- in atvinnurekstur gildir skila- frestur hans fyrir báða aðila. Miðnætti flutt Ef sótt er um frest og viðkom- andi skilar framtalinu á Netinu sendir hann tölvupóst þar að lút- andi. Hann fær svar um hæl og uppgefinn skiladag sem er ein- hver daganna á tímabilinu 10.-15. mars. Er það gert til að dreifa álaginu á tölvukerfin. Þegar talið er fram um Netið er ekki miðað við miðnætti heldur þegar klukk- an er 4 aðfaranótt næsta dags. Er það einnig gert til að dreifa álag- inu, svo allir skili ekki rétt fyrir miðnætti. Ef skilafrestur er mið- vikudagurinn 10. mars getur við- komandi skilað framtalinu á Net- inu til kl. 4 aðfaranótt fimmtu- dagsins 11. mars. Geta ekki talið fram á Netinu Þeir sem ekki geta talið fram á Netinu í ár eru: - þeir sem hafa meö höndum eig- in atvinnurekstur - þeir sem töldu fram verktaka- greiðslur á síðasta skattframtali - þeir sem ekki voru búsettir hér á landi allt árið 1998 - þeir sem hafa aðsetur erlendis - þeir sem eiga maka sem ekki er með lögheimili á íslandi - þeir sem misst hafa maka á ár- inu - sambúðarfólk sem óskar sam- sköttunar en taldi ekki fram sam- eiginlega á síðasta ári - sambúðarfólk sem var sam- skattað á síðasta ári en óskar ekki samsköttunar í ár Ofmetin? í atkvæðagreiðslu Viðskipta- blaðsins á Viðskiptavef Vísis var spurt: „Eru hlutabréf íslenskra tölvufyrirtækja ofmetin?“ A 1 1 s greiddu 45,5% Í793 at- kvæði. 977 J3 eða 54,5% | s v ö r u ö u spurningunni ^ neitandi en 816 eða 45,5% svöruðu henni játandi. Geyma í sex ár Nauðsynlegt er að taka afrit af skattframtalinu og geyma það ásamt þeim gögnum sem framtal- ið byggist á í a.m.k. 6 ár. Þeim sem þurfa að fá staðfest ljósrit af skattframtali er bent á að óska eftir ljósriti um leið og framtal- inu er skilað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.