Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 íþróttir r>v Skíðagönguátakið: Skíðadagur í Stafdal Síðustu daga hefur Skíðasam- bandið verið að kenna skíða- göngu á Austurlandí og hefur veður sett nokkurt strik í reikn- inginn. Samt sem áður halda menn sínu striki og áður auglýst dag- skrá er i gildi. Næstkomandi laugardag verð- ur haldinn skíðadagur í Stafdal og á sunnudeginum verður kennt á skiðadegi á Egilsstöðum. Til þessa hafa um 1600 manns tekið þátt og kennsla í grunn- skólum vítt og breitt um landið hefur gengið mjög vel. Hefur þessi nýbreytni víðast hvar mælst mjög vel fyrir, enda ágæt- is tilbreyting. Skíðasambandsmenn eru þeg- ar farnir að vonast eftir snjó á höfuðborgarsvæðinu svo unnt verði að halda Skíðahelgina í Laugardal 20.-21. febrúar næst- komandi eins og stefnt er að. Dagskráin nœstu vikuna: 4. febrúar.....Seyðisfjörður 20.00 6. febrúar Skíðadagur í Stafdal 13.00 7. februar..........Skiðadagur á ..............Egilsstöðum 13.00 8. febrúar .......Norðfjörður 20.00 9. febrúar.........Eskifjörður og .............Reyðarfjörður 20.00 10. febrúar ... Fáskrúðsfjörður 20.00 -SK Dregið í deilda- bikarnum í knattspyrnu Dregið hefur verið í riðla fyrir deildabikarkeppni KSÍ, sem hefst 12. mars í karlaflokki og 12. apríl í kvennaflokki. Riðlarnir eru þannig: Karlar: A-riðill: Leiftur, ÍR, FH, KS, Sel- foss og Afturelding. B-riðill: Fram, Þróttur R., KA, Víðir, Völsungur og Haukar. C-riðUl: KR, Breiðablik, Stjarn- an, Leiknir R., Léttir og Reynir S. D-riðiU: ÍA, Víkingur R., Fylkir, Tindastóll, Fjölnir og Hvöt. E-riðill: ÍBV, Grindavík, Skalla- grímur, Dalvík, Þór A. og Njarðvík. F-riðill: Keflavík, Valur, KVA, HK, Ægir og Sindri. Tvö efstu lið úr hverjum riðli komast áfram og fjögur lið sem eru með besta útkomu í þriðja sæti. Konur: A-riðill: Valur, Srjarnan, Haukar ogFH. B-riðill: Breiðablik, ÍA, Grinda- vík og RKV. C-riðill: KR, ÍBV, Fjölnir og Þór/KA. -VS ^ Handknattleikur kvenna í gærkvöld: Ovænt mótspyrna - þegar Fram maröi sigur á ÍR og skaust á toppinn Þau voru þung sporin sem FH- stúlkur stigu í Kaplakrika í gær gegn Valsstúlkum. Hinn ótrúlegi undanúrslitaleikur bikarsins sat í liðinu og þær náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit í leiknum. Valur vann leikinn því nokkuð örugglega. Valsliðið er fljótt að refsa andstæð- ingunum fyrir mistök i sókninni og í gær gerðu þær 10 mörk af 24 úr hraðaupphlaupum. Það réð líka miklu um framhald leiksins eftir hlé að Valur skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks á síðustu mín- útu hálfleiksins. Þannig fóru FH- ingar inn í hlé 3 mörkum undir, 9-12. Valur byrjaði seinni hálfleik- inn líka vel, skoraði þrjú fyrstu mörkin og komst í 9-15. Fjögur mörk FH í röð komu muninum nið- ur í 18-20 en Valur hélt út og vann loks 24-21. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 6/4, Guðrún Hólmgeirsdóttir 5, Drífa Skúladóttir 2, Hafdís Hinriks- dóttir 2, Hildur Erlingsdóttir 2, Hulda Pálsdóttir 2, Gunnur Sveins- dóttir 1. Jolanta Slapikieni varði 16 skot og skoraði eitt mark. Mörk Vals: Alla Gokorian 7, Gerður Beta Jóhannsdóttir 7/2, Anna Halldórsdóttir 4, Þóra B. Helgadóttir 3, Sonja Jónsdóttir 2, Sigurlaug Rúnarsdóttir 1. Larrissa Zoubar varði 19/1 skot. Framarar fengu óvænta mót- spymu frá ÍR ÍR-stúlkur veittu Fram óvænta keppni og fór svo að Fram marði sigur, 23-22, í Framhúsinu. Leikur- inn var lengstum í jafnvægi en í hálfleik var staðan 12-10 fyrir Fram. Þetta var einn besti leikur ÍR-liðs- ins i deildinni í vetur en liðinu hef- ur ekki til þessa tekist að vitma leik. Þær hafa nú tapað tveimur leikjum i röð með aðeins einu marki og er liðið greinilega á hraðri uppleið, víst til að fara að hirða stig af öðrum liðum í deildinni. Mörk Fram: Marina Zovela 10, Steinunn Tómasdóttir 5, Díana Guð- jónsdóttir 3, Olga Prohovova 3, Sara Smart 1, Signý Sigurvinsdóttir 1. Mörk ÍR: Ingibjörg Jóhannsdóttir 7, Katrín Guðmundsdóttir 7, Elín Sveinsdóttir 4, Hrund Scheving 2, Heiða Guðmundsdóttir 1, Inga Jóna Ingimundardóttir 1. Haukasigur á Seltjarnesinu gegn Grottu/KR Hauka-stúlkur gerðu góða ferð á Olga Prokhorova svífur inn af línunni skorar eitt þriggja marka sinna gegn IR f Framhúsinu í gærkvöld. Samherji hennar lengst til vinstri, Marina Zouela, hafði sent boltann inn á línuna. IR-stúlkurnar Inga Jóna Ingimundardóttir, tll vinstri og Heiða Guðmundsdóttir vita ekki sitt rjúkandi ráð. DV-mynd Hilmar Þór Seltjarnarnes þegar þær sigruðu Grórtu/KR, 25-28, eftir að staðan í hálfleik var, 11-15, fyrir Hauka. Leikurinn var jafn framan af en í stöðunni 6-6 gerðu Haukar fjögur mörk í röð. Mestur var munurinn sex mörk en Gróttu/KR tókst að laga stöðuna undir lokin, Mörk Grótru/KR: Ágústa Björns- dóttir 6, Eva Björk Hlöðversdóttir 6, Brynja Jónsdóttir 4, Helga Orms- dóttir 2, Harpa María Ingólfsdóttir 2, Kristin Þórðardóttir 2, Anna Steinsen 2, Edda Hrönn Kristins- dóttir 1. Þóra Hlíf Jónsdóttir varði 14 skot og þrjú víti i marki Gróttu/KR. Mörk Hauka: Thelma Árnadóttir 9, Judit Esztergal 4, Hanna Stefáns- dóttir 4, Sandra Anulyte 3, Harpa Melsteð 3, Hekla Daðadóttir 2, Björg Gilsdóttir 1, Eva Loftsdóttir 1, Berg- lind Sigurðardóttir 1. Guðrún Agla Jónsdóttir varði 5 skot í marki Hauka og Vaiva Dril- ingaite varði 4 skot. Stórsigur Víkings gegn KA á Akureyri Víkingar höfðu mikla yfirburði á Akureyri gegn KA. Lokatölur þar, 12-24, eftir að staðan í hálfleik var, 6-11. Mörk KA: Ásdís Sigurðardóttir 5, Heiða Valgeirsdóttir 2, Þóra Atla- dóttir 2, Martha Hermannsdóttir 1, Ebba Særún Brynjarsdóttir 1, Klara Stefánsdóttir 1. Mörk Víkings: Kristin Guð- mundsdóttir 6, Heiðrún Guðmunds- dóttir 4, Anna Kristín Árnadóttir 3, Svava Sigurðardóttir 2, Helga Birna Brynjólfsdóttir 2, Ragnheiður Ás- grímsdóttir 2, Vibeke Sinding Larsen 1, Eva Halldórsdóttir 1. $ 1.ÐEILÐKVENMA Fram Stjarnan Haukar Valur Víkingur FH ÍBV Grótta/KR KA ÍR 15 12 13 11 395-332 373-281 327-300 313-270 320-297 318-286 297-299 296-311 258-387 232-366 25 23 20 19 18 12 11 10 2 0 I kvöld leika Stjarnan og ÍBV klukkan 20 en leiknum hefur verið frestað 1 tvígang vegna veðurs. -JKS/ÓÓJ Nóttin á 290 þúsund - breskur ráðherra segir IOC ekki treystandi til að leiða baráttu gegn lyfjanotkun Ráðherrar íþróttamála í Bretlandi og Hollandi eru sam- mála um að Alþjóða Ólympíunemdinni sé ekki treystandi til að leiða leiftursókn gegn lyfjanotkun íþróttamanna sem boð- uð hefur verið á ráðstefnu Alþjóða Olympíunefndarinnar, IOC, sem lýkur í dag í Lausanne í Sviss. Ekki er þetta uppörvandi dómur fyrir Juan Antonio Sam- aranch, forseta nefndarinnar, sem enn þrjóskast við að segja af sér embætti þrátt fyrir sannanir um ótrúlegar mútur, sukk og svínarí. Ekkert lát er á fréttum af spillingunni innan IOC. Nú er komið á daginn, sem marga grunaði, að fulltrúar japönsku borgarinnar Nagano eyddu hundruðum milljóna króna í að múta og skemmta fulltrúum IOC, í þeim eina tilgangi að fá at- kvæöi þeirra í staðinn þegar kosið var um staðarval vetrar- leikanna á síðasta ári. Skömm Japana er mikil og ekki bætír stöðu skákarinnar hjá þeimað allt bókhald leikanna brann á báli skömmu eftir að leikunum lauk. Ekki átti að vera hægt að rannsaka málið til botns ef múturnar kæmust upp. Dýrt að hýsa forsetann Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, er á bólakafi í spill- ingunni í Nagano. Hann virðist ekki hafa getað hallað sér í borginni þegar hann var þar á ferð fyrir minna en 207 þús- und krónur. Það kostaði nóttin á hóteli í Nagano þar sem Samaranch gisti. Á þessu hóteli gisti Samaranch í 30 nætur á meðan á vetrarleikunum stóð í Nagano í fyrra. Kostnaðurinn samtals 633 þúsund krónur. Þegar Suður-Kóreumenn voru að múta forsetanum fundu þeir handa honum hótel þar sem nóttin kostaði gott betur en í Japan eða 290 þúsund krónur. Þar gisti Samaranch í 17 ferðum sínum til Seoul á árunum 1985 til 1988. Er ekki að undra að ráðherra íþróttamála í áöurnemdum löndum flökri við því að slíkur maður leiði baráttuna sem nú er verið að skipuleggja í Lausanne gegn lyfjanotkun íþrótta- manna. Það er einnig dapurleg staðreynd að aðilar hér á landi skuli hafa lýst yfn- stuðningi við slíkan „foringja". Að auki hefur Samaranch þegið að gjöf sverð sem metið er á 850 þúsund krónur og málverk að auki jafndýrt sverðinu. Rafmagnað andrúmsloft í Lausanne Á lyfjaráðstefnu IOC í Lausanne hefur andrúmsloftið verið rafmagnað. Gert er ráð fyrir að skipað verði sérstakt „apparat" til að útrýma lyfjanotkun í heimi íþróttanna. Er- lendir fjölmiðlar telja að spillingarmálin innan IOC hafi mjög truflað ráðstefnuna og skyldi engan undra. Kröfur þess efnis að Samaranch segi af sér gerast háværari með hverjum deginum sem líður. Yfirlýsing ráðherranna er auðvitað dómur yfir Samaranch. Verst er að Samaranch skilur ekki sendinguna. Siðferðisþrek Spánverjans er slíkt aö líklegt er að hann sitji í embætti forseta eins lengi og hon- um er mögulegt. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.