Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 23
+ FMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 23 Iþróttir Howard Wilkinson, sem ráðinn hef- ur verið til að stjórna enska landslið- inu i knattspyrnu í leik gegn Frökk- um i næstu viku, er orðinn efstur hjá veðbönkum sem líklegur eftirmaður Glenn Hoddles. Líkurnar eru 6:4 að hann verði næsti þjálfari liðsins. Næstir koma Kevin Keegan og Dav- id Platt með líkurnar 4:1. Þá kemur Terry Venables með 6:1, Bryan Rob- son 8:1 og John Gregory, Gerard Houllier og Arsene Wenger með 12:1. Kevin Keegan, stjóri Fulham, seg- ist ekki hafa ahuga á starfinu verði leit- að til hans. „Ég er lagður af stað með verkefni hjá Ful- ham sem ég vill klára. Ég er mjög ánægður hérna. Ég gerði tveggja ára samning og ég gæti ekki yfirgefiö liðið núna," segir Keeg- an. Gerard Houllier, srjóri Liverpool, tekur í sama streng en hann segist vera mjög ánægður í herbúðum Liverpool og vilji ekki fara þaðan. Bobby Charlton, stjórnarmaður i Manchester United og fyrrum lands- liðsmaður Englendinga, segir að tími sé kominn til að leita út fyrir Eng- lands að manni til að taka við lands- liðsþjálfarastöðunni. Hann segir að menn megi ekki binda sig of fast við að fá Englending heldur sé fullt af mönnum utan Englands sem væru góður kostur fyrir liðið. Arsenal hefur lánað þá Christopher Wreh og Alberto Mendez til gríska liðsins AEK, lið Arnars Grétarssonar. Þeir Nwankwo Kanu og Kaba Di- awara sem gengu í raðir Arsenal á dögunum fylla skarð þessara manna. Tveir Argentinumenn eru komnir til reynslu hjá Liverpool. Þeir heita Gaston Fernando Pezzutti sem leik- ur í stöðu markvarðar og Carlos Maximiliano sem er framsækinn miðjumaður. Þeir verða hjá Liver- pool í 10 daga. Hörð hrið verður gerð aö Tiger Woods i toppsæti heimslistans meðal atvinnumanna í golfi á þeirri vertíð kylflnga sem er nýhafin. Bretinn Lee Westwood, kylfingur ársins 1998, sem sigraði á sjö mótum í fyrra, stefnir að þvi að slá Woods úr efst sætinu. „Mér er sama hvað menn segja. Ég set mér min markmið. Ef ég næ þeim er ég ánægður, ef ekki er ég óánægður. Það er ekki mikið álag á mér. Ég veit hvað ég get og kæri mig kollóttan um það sem sagt er um mig eða skrifað," sagði Westwood í gær. Jimmy Jackson, besti skotbakvörðurinn sem eftir var á markaðnum i NBA-deildinni í körfuknattleik, skrifaöi í gær undir samning til þriggja ára við Portland Trail Blazers. Samningurinn tryggir Jackson 420 milljónir króna. Portland hefur einnig samið við þá Damon Stoudamire, sem skrifaði undir sjö ára samning og miöherjann Arvydas Sabonis sem samdi til þriggja ára. Stoudamire fær 5,7 milljarða i sinn hlut en Sabonis 760 miHjónir króna. Frálsíþróttadeild FH og Sportmenn, umboðsaðili Adidas á Islandi, hafa gert með sér samning sem felur í sér að Adidas verður einn af aðalstyrkt- araðilum frjálsiþróttadeildar FH á samningstímanum sem er til þriggja ára. Allir íþróttamenn deildarinnar skulu keppa í Adidas fatnaði og skóm á þeim mótum sem þeir taka þátt í á vegum félagsins á samningstímanum og Adidas skuldbindir sig til að halda frjálsíþróttamót i samvinnu við frjálsíþróttadeildina á hverju sumri á meðan samningurinn er í gildi. Einnig hefur Adidas gert nokkra ein- staklingssamninga við fremsta íþróttafólk deildarinnar. Anthony Mason, besti leikmaður Charlotte Hornets, meiddist á æfingu á dögunum og leikur ekkert með lið- inu á leiktlöinni í NBA-deildinni sem er að hefjast. Hvert áfallið á fætur öðru hefur dunið yfir Hornets. Glen Rice er úr leik fyrstu 20 leikina. Vla- de Divac, Matt Geiger og Dell Curry eru einnig farnir frá liöinu. Nú eru auknar Ilkur á því að Denn- is Rodman leiki með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í vetur. Rod- man, sem er 37 ára og tók 15 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktið, hefur ekki tjáð sig um málið en við- ræður hafa fariö fram á milli Jerry West hjá Lakers og umboðsmanns Rodmans. Rodman hefur tekið flest fráköst allra leikmanna i NBA á síð- ustu sjö leiktíðum. -GH/-SK 23 foknir - aðeins 9 landsliðsþjálfar frá HM síðsta sumar eru enn í starfi Af þeim 32 landsliðsþjálfurum í knattspyrnu sem stýrðu liðum sín- um á HM í Frakklandi í sumar eru aðeins 9 eftir. Glenn Hoddle var sá 23. i róðinni sem missir starfið eft- ir að honum var vikið úr starfi í fyrradag. Listinn lítur þannig út: Argentína: Daniel Passarella segir af sér. Marcelo Bielsa ráðinn í hans stað. Brasilía: Mario Zagallo rekinn. Vanderley Luxemburgo ráðinn í hans stað. Búlgaria: Hristo Bonev segir af sér. Dimitar Dimitrov tekur við. Kamerún: Samningur Claude Le Roy útrunninn. Pierre Le Chan- tre ráðinn í hans stað. Eólumbía: Útrunninn samning- ur hjá Hernan Gomez. Javier Al- vares ráðinn í staðinn. England: Glenn Hoddle rekinn. Frakkland: Samningur Aime Jacquet útrunninn. Roger Lemerre tekinn við. Þýskaland: Berti Vogts segir af sér. Erich Ribbeck ráðinn í hans stað. íran: Jalal Talebi segir af sér. Mansour Pourheidari tekur við. ttalía: Cesare Maldini segir af sér. Dino Zoff tekur við. Japan: Takeshi Okada segir af sér. Philippe Troussier ráðinn í hans stað. Holland: Útrunninn samningur hjá Guus Hiddink. Frank Rijkard tekur við. Nígería: Bola Milutinovic segir af sér. This Libregts tekur við. Noregur: Egil Olsen segir af sér. Nils Johan Semb tekur við. Paragvæ: Samningur Paulo Carpeggiani útruninn. Ekki búið að ráða í hans stað. Rúmenla: Útrunninn samning- ur hjá Anghel Iordanescu. Victor Piturca tekur við. S-Arabía: Carlos Alberto Parri- era rekinn. Otto Pfister tekur við. S-Afríka: Samningur útrunninn hjá Philippe Troussier. Trott Moloto tekur við. S-Kórea: Cha Bum-KA rekinn. Kim Mung-Seok tekur við. Spánn: Javier Clemente segir af sér. Jose Antonio Camacho tekur við. Túnis: Henri Kasperczak rek- inn. Francesco Scoglio tekur við. Bandarikin: Steve Simpson seg- ir af sér. Bruce Arena tekur við. Júgóslavía: Slobodan Santrac hættir. Milan Zivadinovic tekinn við. Þeir 9 sem eftir eru: Rene Simoes (Jamaíka), Manuel Lapu- ente (Mexíkó), Henri Michel (Marokkó), Craig Brown (Skotland), Georges Leekens (Belgía), Herbert Prohasa (Austur- ríki), Bo Johannsson (Danmörk), Miroslav Blazevic (Króatía), Nel- son Acosta (Chile). -GH Berti Vogts lét af störfum sem landsliðsþjálfari Þjóðverja skömmu eftir heimsmeistaramótið í Frakklandi. Vogts hefur sagt skilið við knattspyrnuna í bili að minnsti kosti og hefur haslað sér völl í sjónvarpsauglýsingum. Eric Cantona fyrrum leikmaður Leeds og Manch. United: Wilkinson er rétti maðurinn Eric Cantona, fyrrum leikmaður Leeds United og Manchester United, segir að Howard Wilkinson sé besti maðurinn til að taka við starfi Glenn Hoddle. Það var einmitt Wilkinson sem keypti Cantona til Leeds og saman urðu þeir enskir meistarar árið 1992. „Ég hef alltaf sagt að Wilkinson sé rétti maðurinn í starfið. Eg hef mikla trú á honum og af öllum þeim framkvæmdastjórum sem ég hef haft á ferli mínum munu Wilk- inson og Alex Ferguson alltaf verða næst hjarta mínu," segir Cantona. Wilkinson talaði samaði fót- boltatungumál og ég og hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég vildi gjarnan láta hann vita að það var hann sem gaf mér nýtt lif. Það er honum að þakka að ég kom aftur í fófboltann. Það er því eng- inn vafi í mínum augum að hann á að taka við enska landsliðinu," sagði Cantona. -GH Ferill Hoddle 1957: Fæddur 27. október í Middles- ex á Englandi. 1974: Gerir reysnlu samning við Tottenham. 1975: Verður atvinnumaður hjá Tottenham. 1976: Skorar í sinum fyrsta leik með Tottenham. 1979: Skorar mark gegn Búlgörum í fyrsta landsleik sínum. 1981: Vinnur bikarkeppnina með Tottenham. 1982: Vinnur aftur bikarkepnnina með Tottenham og skorar í báðum úrslitaleikjunum gegn QPR. 1987: Leikur sinn síðasta leik með Tottenham, bikarúrslitaleik gegn Coventry sem Tortenham tapar, 3-2. Seldur til Monaco í Frakklandi fyrir 750.000 pund. 1988: Meistari með Monaco undir stjórn Arsene Wenger, stjóra Arsenal. Leikur sinn 53. og síðasta leik með enska landsliðinu. 1991: Gengur til liðs við Chelsea. Gerist spilandi framkvæmdastjóri hjá Swindon. 1993: Skorar mark fyrir Swindon í aukakeppni um sæti í A-deildinni og tryggir liðinu sæti meðal þeirra bestu. Fer aftur til Chelsea, nú sem spilandi framkvæmdastjóri. 1994: Fer með Chelsea í bikarúrslit gegn Manchester United sem Chel- sea tapar, 4-0. 1995: Hættir hjá Chelsea. 1996: Ráðinn þjálfari enska lands- liðsins í stað Terry Venables eftir Evrópukeppnina í Englandi. 1997: Undir stjórn Hoddle tryggja Englaneingar sér sæti á HM eftir 0-0 jafntefli gegn ítölum í Róm. 1998: maí- Hoddle situr Paul Gascoigne út úr enska landsliðshópnum. júni- Englendingar tapa fyrir Argentínumönnum í 8-liða úrslitun- um á HM. Hoddle segir að einu mis- tökin sem hann hafi gert á mótinu hafi verið að koma ekki með Eileen Drewry, læknamiðil, til Frakklands. ágúst- gefur út bók sem fellur í grýttan jarðveg en þar lætur hann ýmis orð falla um leikmennina i landsliðinu. október- lendir í orðaskaki við leik- menn, meðal annars Alan Shearer, út af leikskipulagi en stýrir Englend- ingum til sigurs gegn Luxemborg í undankeppni EM. 1999:30. janúar- segir í viðtali við The Times að fatlað fólk væri að taka út refsingu fyrir syndir á fyrri tilverustigum. 2. febrúar- Rekinn. -GH Manchester United ríkasta félag heíms Manchester United er ríkasta knattspyrnulið heims. Þetta kemur fram í knattspyrnuríma- ritinu 4-4-2 sem gerði útekt á hagnaði félaganna árið 1997. Manchester United er þar í efsta sæti en hagnaður „rauðu djöfl- anna" var 10,1 milljarðar króna. Ríkustu félögin eru: Man.Utd ......10,1 milh'arðar Barcelona......6,8 milljarðar Real Madrid .... 6,6 milljarðar Juventus.......6,1 miUjarður B.Mtinchen.....5,9 milljarðar AC Milan ...... 5,5 milljarðar Dortmund.......4,9 milljarar Newcastle......4,7 milljarðar Liverpool ......4,6 milljarðar Inter..........4,5 milljarðar Flamengo......4,3 milljarðar Atletico Madrid .. 3,7 milljarðar Paris SG.......3,6 milh'arðar Glasgow Rangers 3,6 milljarðar -GH NBA leikir í beinni á Sýn Sjónvarpstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá leikjum NBA-deildarinnar á föstudagskvöldum i vetur Eftirtaldir leikir verða sýndir á Sýn í vetur: 5/2.....Orlando-New York Knicks 12/2.......Philadelphia-SA Spurs 19/2 .......Phoenix Suns-Detroit 26/2......Orlando-Indiana Pacers 5/3............Utah Jazz-Dallas 12/3 .....Chicago Bulls-New York 19/3 .....Philadelphia-LA. Lakers 26/3..........Phoenix-New York 2/4 ...........Charlotte-Indiana 9/4 ..........Utah Jazz-Phoenix 16/4........Boston Celtics-Miami 23/4.........New York-Charlotte 30/4..........Houston-Utah Jazz Að auki verða minnst fjórar beinar útsendingar til viöbótar frá NBA á ofangreindu timabili. Þeir leikir verða allir sýndir á sunnudögum. -GH ií\ þORRABLOt fKAM Hio árlega þorrablót Fram fer fraxn föstudagirm S. febrúar 1??? í Framheim.ilin.vi vio Safamýri. Húsio opnar kl. 1?:00 og borhhald hefst kl. 20:00. Þátttaka riIiynnisrÁgúsri Guomundssyni í síma 568 0363. JLeikmenn og stjórnarmenn fjölmenna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.