Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 Sviðsljós Paltrow með Bauna í taumi Gwyneth Paltrow ákvað að snúa sér að Norðurlandabúum eftir aö ástarævintýrum hennar með þeim engilsaxnesku Brad Pitt og Ben Aííleck lauk með ósköpum, eða þannig. Nýi kæ- rastinn bresku leikkonunnar heit- ir Viggo Mortensen og er þokka- lega frægur Hollywoodleikari af dönskum ættum sem gæti orðið enn frægari. Þau kynntust við kvikmyndatökur, nema hvað? Pabbinn verndar Liv Týler Rokkarinn Steve Tyler hefur áhyggjur af allri athyglinni sem dóttir hans, kvikmyndaleikkonan Liv Tyler, vekur. Hann réð ísra- elskan fallhlífarstökkvara sem líf- vörð dótturinnar eftir fnunsýn- ingu á kvikmyndinni Cookies Fortunes. „Fólk káfaði á mér alls staðar og alveg sérstaklega á brjóstunum og rassinum," sagði Liv um þá sem þyrptust að henni við sýninguna. sendibfla SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SÍMI581-4515 • FAX 581-4510 Mel B undirbýr komu frumburðarins: Hvítar liljur og fossniður Þegar barn Kryddpíunnar Mel B kemur í heiminn um miðjan mars mun það finna ilm af hvítum liljum og heyra fossnið. Starfsfólk á sjúkrahúsinu þar sem Mel B ætlar að fæða barn sitt hefur þegar fengið óskalista með sérþörf- um Kryddgellunnar. Hún hefur beð- ið um lúxusherbergi á einkasjúkra- húsinu Princess Margaret Hospitel. Vill Mel B að herbergið verði skreytt uppáhaldsblómum hennar, hvítum liljum. Einnig vill Mel B fá að hlusta á fossnið tO þess að geta betur slappað af á þessari stóru stund lífs síns. Kryddpían og eiginmaður henn- ar, Jimmy Gulzar, voru ánægð þeg- ar þau skoðuðu aðstæður á sjúkra- húsinu, að sögn heimildarmanna breska blaðsins Express. Fjöldi frægra kvenna hefur fætt böm sín á sama sjúkrahúsi sem ekki er langt frá þeim stað þar sem Mel B og eig- inmaður búa. Glæsivilla þeirra, sem Mel B vill hafa það notalegt og fallegt þegar hún fæðir barn sitt. kostaði 250 milljónir íslenskar, er í Little Marlow, Buckinghamshire. Kryddpían hefur farið í mæðra- skoðun á sama sjúkrahús og hún er sögð vera í góðu sambandi við starfsfólkið. Hefur hún meira að segja beðið það um að kalla sig Mel- anie en ekki frú Gulzar. Móðirin verðandi hefur beðið um stærsta og glæsilegasta herbergið á fæðingardeild sjúkrahússins á með- an hún þarf að dvelja þar. Mel B óskar þess heitt að fæðingin verði þægileg og umhverfið heimilislegt. Fyrirhugað er að Jimmy verði viðstaddur fæðinguna og hann fær að dvelja í lúxusherbergi Melanie þegar hann vill. Foreldrarnir munu geta snætt kvöldverði saman á sjúkrahúsinu og hringt í alla vini og kunningja til að tilkynna þeim gleðitíðindin. Mel B og Jimmi munu einnig geta tekið á móti gestum hvenær sem þeim þóknast. Hún var glæsileg hún Jeri Ryan, sem fræg er orðin fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Star Trek: Voyager, þegar hún mætti til verðlaunahátíðar Sjónvarpsvísisins í Los Angeles. Hátíðin í vikunni var hin fyrsta sem tímaritið stend- ur fyrir og eiga þær að verða árlegur viðburður. Jeri var kynnir kvöldsins þegar afhent voru verðlaun fyrir bestu sjón- varpsþættina að mati lesenda Sjónvarpsvísis. Cameron með Edda Norton Hún er sæt og hann rosagóður. Er nema von að þau Cameron Di- az og Edward Norton séu eftir- sóttasta og umtalaðasta parið í Hollywood? Þau eru nýbyrjuð saman og fóru ekkert leynt með gagnkvæma aðdáun á úrslita- leiknum í ameríska ruðningnum um síðustu helgi. Ekki var það betra í partíi Tommys HiMgers fyrir leikinn þai- sem ekki slitnaði slefan á milli þeirra. Pfeiffer ræðir um holdarfar Calistu Stórleikkonan Michelle Pfeiffer hefur nú blandað sér í heitar um- ræður um holdarfar sjónvarps- leikkonunnar Calistu Flockhart. Calista leikur aðalhlutverkið í hinni vinsælu þáttaröð mn Ally McBeal. Mörgum þykir Calista heldur mjó og tekur Michelle und- ir það. Hún er þó ekki viss um að það þýði endilega að stúlkan þjá- ist af átröskun af einhverju tagi, eins og orðrómur er um. „Ég held ekki að hún þjáist af lystarstoli," segir Michelle ákveðin. Barbra í milljóna- samningum Barbra Streisand gæti orðið milljarði króna ríkari ef hún þor- ir út úr húsi um næstu áramót. Ef dálkahöfundurinn Army Archer- ed í skemmtanaiðnaðarblaðinu Variety hefur rétt fyrir sér fær Barbra áðumefnda álitlegu upp- hæð fyrir að syngja á MGM Grand hótelinu í Las Vegas um næstu áramót. Ekki er langt síðan út spurðist að Barbra þyrði ekki fyrir sitt litla líf að fara að heim- an af ótta við tvöþúsundvandann svonefnda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.