Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 25 Fréttir Fósturvísatilraunir á Hólum Raunhæft ætti að vera að ná 3-4 fósturvísum á ári - segir Guörún Stefánsdóttir verkefnisstjóri A undanfömum árum hafa til- raunir með fósturvísa og að sæða hryssur vakið umtal meðal hesta- manna á íslandi. Hvort tveggja hefur verið gert í litlum mæli og er nánast eingöngu á rannsókna- og tilraunastigi enn þá en ómögulegt er að geta sér til um hvert framhaldið verður. bót undan Fjölni frá Kópavogi. Þrá frá Hólum er því langamma fóstur- vísafolaldanna þriggja sem fæddust vorið 1997. Sesar frá Vogum er undan Stíg frá Kjartansstöðum og Gæfu frá Gröf og Logi er undan Hrafni frá Holtsmúla og Rembu frá Vindheim- um. Þröm frá Hólum, fyrsta raunmóðir fósturvfsafolalds. Knapi er Egill Þórarinsson. DV-mynd E.J. Arið 1996 var ákveðið á Hólum að hefja tveggja ára tilraunaverkefni með fósturvísa í hryssum. Guðrún Stefánsdóttir var valin verkefniss- stjóri. „Við byrjuðum árið 1997 á fóstur- vísatilraunum og fæddust fyrstu þijú folöldin árið 1998,“ segir Guð- rún. „Árið 1998 gerðum við hlé á til- raununum vegna hitasóttarinnar en ætlum að að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í vor. Þröm frá Hólum var fyrsta raun- móðir fósturvísafolalds á íslandi en hún átti folaldið með Sesari frá Vog- um. Þula frá Hólum átti folald með Loga frá Skarði og Þokkabót frá Hólum átti folald með Sesari frá Vogum. Þröm er dóttir Þrennu frá Hólum og Viðars frá Viðvík. Þula og Þokkabót eru báðar und- an Þóru frá Hólum, Þula undan Kolfinni frá Kjamholtum og Þokka- Það sem við gerum er að sam- stilla hóp af hryssum með hormóna- gjöf til að þær séu á sama stigi á gangferlinum. Hópnum er skipt í tvennt, hryss- ur sem eiga að gefa fósturvísa (eggjagjafar) og hinar sem eiga að ganga með folöldin (eggþegar). Það þarf að velja heilbrigðar og frjóscim- ar hryssur í báða hópana. Til dæm- is þurfa eggþegar að vera á besta aldri og helst að hafa átt að minnsta kosti eitt folald. Nauðsynlegt er að hafa fleiri eggþega en eggjagjafa til að tryggja megi að á móti hverjum eggjagjafa sé eggþegi á sama stigi á gangferlinum. Vorið 1997 vorum við með 10 eggjagjafa á móti 15 eggþegum. Hryssur gefa nær alltaf einungis eitt egg í hverjum gangferli, ekki mörg eins og tO dæmis kýr. Hins vegar er mögulegt að fá egg úr hryssum oft á ári og flytja strax í aðrar hryssur eða safna og frysta en það er ekki hægt hér á landi enn. Raunhæft ætti að vera ná 3-4 fóst- urvísum á ári úr hverri hryssu ef miðað erm við lengd náttúrulegs fengitíma. Egggjöfúnum er svo haldið undir stóðhest því við höfum ekki enn þá farið í að sæða þær. 7-8 dögum eftir getnað er legið fyllt með ákveðnum vökva og fósturvisum skolað út og þeir fundnir undir víðsjá þar sem þeir sjást ekki með berum aug- um. Til að setja fóstur- vísana í eggþegana þurfum við að svæfa þær og gera á þeim skurðaðgerð neðan á kvið. Við getum ekki notað sömu aðferð og þegar hryssur eru sæddar og koma fóst- urvísinum fyrir í legi með því að fara í gegnum legháls. Það eru einungis örfáir menn í heiminum sem hafa verklega fæmi í þeirri aðferð. Hún er mjög vanda- söm og þarf mikla og stöðuga æfingu til að bera ásættanlegan ár- angur. Við munum senni- lega velja ungar og efnilegar hryssur af Þráarlínunni, sem em í þjálfun, sem eggjagjafa á þessu ári. Ég veit ekki hvort við getum nýtt gömlu hryssumar þar sem þær kasta frekar seint. Þá er líka mögulegt fyrir okkur að taka fósturvísa úr þriggja vetra hryssum, eða strax og þær em orðn- ar kynþroska. Víkingur Gunnarsson er yfirmað- ur hrossamála á Hólum og hann vel- ur stóðhesta á hryssumar. Við völdum síðast 10 fósturvísa- gjafa og fengum þijú folöld. Sjö hryssnanna gáfu fósturvísi sem er um 70% fanghlutfall. Fósturvísaþeg- ar voru sónarskoðaðar eftir 2 vikur þegar fóstrin vom orðin 3ja vikna og þá vora fimm fóstur á lífi en tvær hryssnanna höfðu látið fóstri. Af þessum fimm fæddust fjögur folöld en eitt þeirra fannst dautt í haga, hvort sem það var hitasótt- inni að kenna eður ei. Við ætlum að byrja tiltölulega snemma i ár, upp úr hvítasunnu eða eftir að skólastarfi er að mestu lokið hér. Við vitum auðvitað ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér með þess- ar tilraunir og hvort hrossarækt- endur vOja nýta sér þessa tækni en og sjá svo hvað gerist," segir Guð- ætlum fyrst að ljúka við tilraunina rún. -EJ * yquem rafkerti í bíla Frábært verð « * > i I lil Heildsala - Smásala Austurvegi 69 - 800 Selfossi Sími 482 2000 - Fax 482 2996 Söluaðili í Reykjavík: Fjallasport, Malarhöfða 2a, sími 577 4444 góðu verði Ragnar Björnsson ehf. Dalslirauni 6, Hafnarfirði, sími 555 0397, fax 565 1740 Sæugla, plastbatur, smiðaar 1978, MMC Colt GL '91, ek.134 þ. km., Renault Mégane Scénic '98, ek. Pajero Turbo disil '97, ek. 43 þ. km. Þ- með haffærnisskirteini, 2 Volvo geislaspilari, ný tímareim. 12 þ. km, frábær kostur. Verð 2.450 þús. Verð 1.130 þus. Penta, svefnaðstaða fyrir 5-6. vísa - Euro. Verð 410 þús. Verð 1.580 þús. Toyota Corolla XLi '96, ek. 31 þ. km, álf., geislaspilari o.fl. Verð 1.080 þús. •5/. bIlAsakranesi -5*3» Bilasala i Mtinm 'V Löggilt bilasala, simi 4312622, 4314262 Econoline 250 XL. Innréttaður, ek. 107 þ., gott eintak. Verð 1.100 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.